Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar 3. september 2025 11:45 Brátt taka gildi hér á landi nýjar reglur um ráðningarsamband sem snúa annars vegar að reynslutíma og hins vegar að rétti starfsfólks til að taka að sér störf utan umsamins vinnutíma. Reglurnar byggja á tilskipun (ESB) 2019/1152 um gagnsæi og fyrirsjáanleg vinnuskilyrði, sem leggja ríkar skyldur á vinnuveitendur um að upplýsa starfsfólk um helstu skilmála ráðningar frá fyrsta degi. Að mati BHM er löngu tímabært að þessar reglur verði innleiddar á Íslandi. Reynslutími Reynslutími er lögmætt úrræði sem gerir báðum aðilum kleift að meta hvort ráðning standist væntingar. Vinnuveitandi fær tækifæri til að kanna hæfni og frammistöðu, en starfsfólk metur hvort starf, starfskjör og vinnuumhverfi séu viðeigandi. Hingað til hefur framkvæmd reynslutíma að mestu ráðist af ákvörðunum vinnuveitenda, sem endurspeglar sterkari samningsstöðu þeirra. Tilskipunin leitast við að jafna aðstöðumun með því að tryggja að skilyrði reynslutíma séu málefnaleg, fyrirsjáanleg og gagnsæ. Vinnuveitandi ber að upplýsa skriflega hvort ráðning sé bundin reynslutíma og tilgreina lengd hans og skilyrði. Þar gilda eftirfarandi meginreglur: Almenn regla: Reynslutími skal ekki vera lengri en sex mánuðir. Tímabundnar ráðningar: Lengd reynslutíma skal vera í samræmi við gildistíma samnings og eðli starfs. Endurnýjun: Óheimilt er að setja nýjan reynslutíma við endurnýjun samnings til sambærilegra starfa. Undantekningar: Heimilt er að ákveða lengri reynslutíma ef það er réttlætanlegt vegna eðlis starfs eða í þágu hagsmuna starfsmanns. Reynslutíma má framlengja ef starfsmaður þarf að vera frá vegna veikinda eða annarra lögmætra forfalla. Uppsögn: Vinnuveitandi skal upplýsa um þau sérákvæði sem gilda um uppsögn á reynslutíma. Í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er aðeins gert ráð fyrir ráðningu til reynslu, án þess að kveðið sé á um hámarkslengd. Í framkvæmd hafa forstöðumenn stofnana ákveðið hann, oftast þrjá til sex mánuði, en stundum lengur. Nýju reglurnar setja því skýr mörk, auka fyrirsjáanleika og réttaröryggi án þess að skerða nauðsynlegt svigrúm stjórnenda. Sambærilegt fyrirkomulag er hjá sveitarfélögum. Hjá Reykjavíkurborg er almennt miðað við þriggja mánaða reynslutíma, með möguleika á framlengingu í allt að fimm mánuði í undantekningartilvikum. Á almennum vinnumarkaði hefur verið fylgt sömu meginreglum. Almennt hafa reglur um reynslutíma verið notaðar af ábyrgð, en með nýju tilskipuninni verður framkvæmdin skýrari og betur afmörkuð. Sérstaklega skiptir máli að vinnuveitendur þurfi að færa rök fyrir því ef ákveðið er reynslutími skuli vera lengri en sex mánuðir, þannig að forsendur fyrir þeirri ákvæði liggi ljósar fyrir og framkvæmdin gagnsæ. Staða starfsfólks í tímabundnum ráðningum er jafnframt styrkt og komið er í veg fyrir að það sé endurtekið sett á reynslutíma í sömu störfum eða verkefnum. Á því sviði reynir einnig á samspil við ákvæði laga um tímabundnar ráðningar sem banna misnotkun á því ráðningarformi. Reglurnar mynda þannig varnarmúr gegn misnotkun og tryggja jafnræði aðila. Samhliða störf Nýju reglurnar skerpa einnig á rétti starfsfólks til að taka að sér störf hjá öðrum aðilum utan umsamins vinnutíma. Vinnuveitendur munu ekki lengur geta bannað slík störf nema fyrir liggi málefnaleg og lögmæt rök, svo sem: vernd heilsu og öryggis starfsfólks, vernd viðskiptaleyndarmála, kröfur um óhlutdrægni í opinberri þjónustu, eða til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Óheimilt verður að mismuna starfsfólki í starfskjörum vegna slíkra starfa. Reglur af þessu tagi hafa lengi gilt á opinberum vinnumarkaði, en með nýju tilskipuninni verða þær samræmdar fyrir allt starfsfólk á íslenskum vinnumarkaði. Þetta er ekki hið sama og samkeppnisákvæði í ráðningarsamningum sem geta tekið gildi eftir lok ráðningar. Slík ákvæði lúta sértækum og ströngum skilyrðum til verndar atvinnufrelsi. Persónulegt gildissvið Tilskipunin nær til alls vinnumarkaðarins, bæði hins almenna og opinbera. Heimilt er að undanþiggja tiltekna hópa opinberra starfsmanna, en BHM telur engar ástæður til þess. Þvert á móti ber að tryggja jafna vernd fyrir allt starfsfólk, óháð starfsvettvangi. Löngu tímabært Tilskipunin var samþykkt í Brussel árið 2019 en ekki tekin upp í EES-samninginn fyrr en árið 2024. Að mati BHM hefur starfsfólk þurft að bíða óþarflega lengi eftir þessum sjálfsögðu réttarbótum. Brýnt er að stjórnvöld tryggi tafarlausa og fulla innleiðingu. Niðurstaða Nýju reglurnar setja skýr mörk um lengd reynslutíma, tryggja vernd gegn óréttmætum takmörkunum á samhliða störfum og ná yfir allan vinnumarkaðinn. Markmiðið er að starfsfólk viti frá fyrsta degi hvar það stendur, njóti atvinnufrelsis og eigi rétt á sanngjörnu og gagnsæju mati á frammistöðu sinni. Með innleiðingu tilskipunarinnar er lagður grundvöllur að traustari og réttlátari vinnumarkaði þar sem jafnræði, fyrirsjáanleiki og réttindi starfsfólks eru í forgrunni. BHM fagnar því að aðildarfélög þess fái betri verkfæri til að styðja við og þjónusta sitt félagsfólk. Höfundur er sérfræðingur í kjara- og réttindamálum hjá BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Brátt taka gildi hér á landi nýjar reglur um ráðningarsamband sem snúa annars vegar að reynslutíma og hins vegar að rétti starfsfólks til að taka að sér störf utan umsamins vinnutíma. Reglurnar byggja á tilskipun (ESB) 2019/1152 um gagnsæi og fyrirsjáanleg vinnuskilyrði, sem leggja ríkar skyldur á vinnuveitendur um að upplýsa starfsfólk um helstu skilmála ráðningar frá fyrsta degi. Að mati BHM er löngu tímabært að þessar reglur verði innleiddar á Íslandi. Reynslutími Reynslutími er lögmætt úrræði sem gerir báðum aðilum kleift að meta hvort ráðning standist væntingar. Vinnuveitandi fær tækifæri til að kanna hæfni og frammistöðu, en starfsfólk metur hvort starf, starfskjör og vinnuumhverfi séu viðeigandi. Hingað til hefur framkvæmd reynslutíma að mestu ráðist af ákvörðunum vinnuveitenda, sem endurspeglar sterkari samningsstöðu þeirra. Tilskipunin leitast við að jafna aðstöðumun með því að tryggja að skilyrði reynslutíma séu málefnaleg, fyrirsjáanleg og gagnsæ. Vinnuveitandi ber að upplýsa skriflega hvort ráðning sé bundin reynslutíma og tilgreina lengd hans og skilyrði. Þar gilda eftirfarandi meginreglur: Almenn regla: Reynslutími skal ekki vera lengri en sex mánuðir. Tímabundnar ráðningar: Lengd reynslutíma skal vera í samræmi við gildistíma samnings og eðli starfs. Endurnýjun: Óheimilt er að setja nýjan reynslutíma við endurnýjun samnings til sambærilegra starfa. Undantekningar: Heimilt er að ákveða lengri reynslutíma ef það er réttlætanlegt vegna eðlis starfs eða í þágu hagsmuna starfsmanns. Reynslutíma má framlengja ef starfsmaður þarf að vera frá vegna veikinda eða annarra lögmætra forfalla. Uppsögn: Vinnuveitandi skal upplýsa um þau sérákvæði sem gilda um uppsögn á reynslutíma. Í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er aðeins gert ráð fyrir ráðningu til reynslu, án þess að kveðið sé á um hámarkslengd. Í framkvæmd hafa forstöðumenn stofnana ákveðið hann, oftast þrjá til sex mánuði, en stundum lengur. Nýju reglurnar setja því skýr mörk, auka fyrirsjáanleika og réttaröryggi án þess að skerða nauðsynlegt svigrúm stjórnenda. Sambærilegt fyrirkomulag er hjá sveitarfélögum. Hjá Reykjavíkurborg er almennt miðað við þriggja mánaða reynslutíma, með möguleika á framlengingu í allt að fimm mánuði í undantekningartilvikum. Á almennum vinnumarkaði hefur verið fylgt sömu meginreglum. Almennt hafa reglur um reynslutíma verið notaðar af ábyrgð, en með nýju tilskipuninni verður framkvæmdin skýrari og betur afmörkuð. Sérstaklega skiptir máli að vinnuveitendur þurfi að færa rök fyrir því ef ákveðið er reynslutími skuli vera lengri en sex mánuðir, þannig að forsendur fyrir þeirri ákvæði liggi ljósar fyrir og framkvæmdin gagnsæ. Staða starfsfólks í tímabundnum ráðningum er jafnframt styrkt og komið er í veg fyrir að það sé endurtekið sett á reynslutíma í sömu störfum eða verkefnum. Á því sviði reynir einnig á samspil við ákvæði laga um tímabundnar ráðningar sem banna misnotkun á því ráðningarformi. Reglurnar mynda þannig varnarmúr gegn misnotkun og tryggja jafnræði aðila. Samhliða störf Nýju reglurnar skerpa einnig á rétti starfsfólks til að taka að sér störf hjá öðrum aðilum utan umsamins vinnutíma. Vinnuveitendur munu ekki lengur geta bannað slík störf nema fyrir liggi málefnaleg og lögmæt rök, svo sem: vernd heilsu og öryggis starfsfólks, vernd viðskiptaleyndarmála, kröfur um óhlutdrægni í opinberri þjónustu, eða til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Óheimilt verður að mismuna starfsfólki í starfskjörum vegna slíkra starfa. Reglur af þessu tagi hafa lengi gilt á opinberum vinnumarkaði, en með nýju tilskipuninni verða þær samræmdar fyrir allt starfsfólk á íslenskum vinnumarkaði. Þetta er ekki hið sama og samkeppnisákvæði í ráðningarsamningum sem geta tekið gildi eftir lok ráðningar. Slík ákvæði lúta sértækum og ströngum skilyrðum til verndar atvinnufrelsi. Persónulegt gildissvið Tilskipunin nær til alls vinnumarkaðarins, bæði hins almenna og opinbera. Heimilt er að undanþiggja tiltekna hópa opinberra starfsmanna, en BHM telur engar ástæður til þess. Þvert á móti ber að tryggja jafna vernd fyrir allt starfsfólk, óháð starfsvettvangi. Löngu tímabært Tilskipunin var samþykkt í Brussel árið 2019 en ekki tekin upp í EES-samninginn fyrr en árið 2024. Að mati BHM hefur starfsfólk þurft að bíða óþarflega lengi eftir þessum sjálfsögðu réttarbótum. Brýnt er að stjórnvöld tryggi tafarlausa og fulla innleiðingu. Niðurstaða Nýju reglurnar setja skýr mörk um lengd reynslutíma, tryggja vernd gegn óréttmætum takmörkunum á samhliða störfum og ná yfir allan vinnumarkaðinn. Markmiðið er að starfsfólk viti frá fyrsta degi hvar það stendur, njóti atvinnufrelsis og eigi rétt á sanngjörnu og gagnsæju mati á frammistöðu sinni. Með innleiðingu tilskipunarinnar er lagður grundvöllur að traustari og réttlátari vinnumarkaði þar sem jafnræði, fyrirsjáanleiki og réttindi starfsfólks eru í forgrunni. BHM fagnar því að aðildarfélög þess fái betri verkfæri til að styðja við og þjónusta sitt félagsfólk. Höfundur er sérfræðingur í kjara- og réttindamálum hjá BHM.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun