Gulur september María Heimisdóttir skrifar 5. september 2025 11:33 Líkt og síðustu ár er septembermánuður tileinkaður sjálfsvígsforvörnum. Markmið átaksins, sem kennt er við Gulan september, er að vekja athygli á geðheilbrigðismálum og efla forvarnir gegn sjálfsvígum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni falla yfir 720 þúsund manns fyrir eigin hendi á ári hverju. Hér á Íslandi dó að meðaltali 41 einstaklingur í sjálfsvígi á árunum 2019 – 2023, eða 11,3 á hverja 100.000 íbúa. Þetta er stór tala, en rannsóknir sýna að hvert sjálfsvíg hefur áhrif á mun stærri hóp eða yfir 135 manns. Þetta eru aðstandendur, vinir, félagar, nágrannar og fleiri langt út fyrir innsta hring hins látna. Á síðustu árum hefur einnig aukist þekking á þeim djúpstæðu áhrifum sem sjálfsvíg hafa á viðbragðsaðila, meðferðaraðila, vitni og aðra. Hvert sjálfsvíg er harmleikur og hlutverk okkar allra er að koma í veg fyrir þann harmleik eins og mögulegt er og að hlúa að þeim sem eftir sitja. Ný aðgerðaáætlun til ársins 2030 Á Íslandi vinnum við eftir Aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum en uppfærð aðgerðaáætlun var samþykkt af Ölmu Möller heilbrigðisráðherra í byrjun þessa árs og gildir til næstu 5 ára eða til 2030. Það er á ábyrgð embættis landlæknis að halda utan um framkvæmd aðgerðaáætlunarinnar. Áætlunin inniheldur markvissar og gagnreyndar sjálfsvígsforvarnir á öllum stigum forvarna, bæði almennar og sértækar. Þær kalla á víðtæka samvinnu ráðuneyta, stofnana og þjónustukerfa. Aðgerðirnar fela m.a. í sér samræmingu verklags, gerð fræðsluefnis, fræðslu til lykilaðila, vitundarvakningu og innifela aðgerðir sem snúa að því að takmarka aðgengi að hættulegum hlutum og aðstæðum. Nýtt mælaborð sem sýnir framvindu aðgerða má finna á vef embættis landlæknis. Einn þáttur áætlunarinnar er einmitt að efla þekkingu og umræðu um málaflokkinn og það gerum við með því að halda árlega vitundarvakningu um sjálfsvígsforvarnir. Þessa árlegu vitundarvakningu köllum við Gulan september og hún er nú haldin í þriðja sinn. Slagorð átaksins — „Er allt í gulu?“ — gengur út á að hvetja til þess að fólk tali opinskátt um eigin líðan. Að tala við aðra um eigin líðan ætti að vera sjálfsagt og auðvelt, en það reynist mörgum stórt og jafnvel ómögulegt skref. Þetta fyrsta skref er í raun stökk byggt á von – stökk sem við tökum þegar við treystum öðrum fyrir áhyggjum okkar og vandamálum, í þeirri trú að hugarangri okkar verði tekið með hlýju, kærleika og skilningi. Með því að eiga þetta samtal setjum við traust okkar á að okkur verði tekið með samhug og okkur rétt hjálparhönd. Þessi samhugur og hjálparhönd eru staðfesting á því að við erum ekki ein og að vonin er aldrei úti. Fjögur lykilskref í stuðningi Í ár vann undirbúningshópur Guls september póstkort með skilaboðum sem hafa það einmitt að markmiði að styrkja okkur í að opna á, bjóða, samtal við vini eða ættingja sem við höfum áhyggjur af. Ferlinu er skipt upp í 4 skref: Taktu eftir Hlustaðu Leitaðu lausna Fylgdu eftir Það þarf enga sérfræðiþekkingu til að bjóða hjálp, aðeins vilja og umhyggju fyrir fólkinu í kringum okkur. Áhersla á líðan eldra fólks Að þessu sinni beinist vitundarvakningin sérstaklega að eldri borgurum. Fjöldi fólks 75 ára og eldri sem fallið hefur fyrir eigin hendi frá 1999 til 2023 er 41, eða 8,8 á hverja 100.000 íbúa. Á aldursbilinu 60-74 ára hafa 148 einstaklingar svipt sig lífi frá aldamótum, eða 15,3 á hverja 100.000 íbúa hafa. Félagsleg einangrun og einmanaleiki eru þekktir áhættuþættir, en tölur benda til að um 5% eldra fólks hér á landi upplifi einmanaleika. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreinir félagslega einangrun sem lýðheilsuvanda til jafns við reykingar, ofneyslu áfengis, offitu og fleiri stórfelldar ógnir við almenna heilsu. Það er því til mikils að vinna þegar við tölum um að vinna bug á einmanaleika. Góðu fréttirnar eru þær að við öll getum tekið þátt í því að stemma stigu við félagslegri einangrun. Stundum þarf ekki meira en að taka upp tólið og hringja, eða banka upp á hjá fólki, að leita ráða hjá fólki eða hreinlega spjalla um hvað sem er – jafnvel spyrja hvernig fólk hafi það, eða „er allt í gulu“? Ekkert okkar getur gert allt en við getum öll gert eitthvað Samvinna er nauðsynleg Sjálfsvíg eru flókin og við skiljum alls ekki nægilega vel það ferli sem átt hefur sér stað áður en að sjálfsvígi kemur. Forvarnir, íhlutun og stuðningur eftir sjálfsvíg geta ekki verið á ábyrgð eins ráðuneytis, eða einnar stofnunar, því áhættuþættir og áhrif sjálfsvíga liggja svo víða. Samvinna er lykilatriði til að vel takist til í sjálfsvígsforvörnum. Til að ná árangri í að fækka sjálfsvígum þarf samstarf ráðuneyta, stofnana, félagasamtaka, mín og þín, okkar allra. Við verðum að senda út þau skilaboð að samtal um vanlíðan sé sjálfsagt og velkomið og að gefa fólki von um að því geti liðið betur og að það sé hjálp að fá! Hvert er hægt að leita? Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á: Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, netspjallið 1717.is og á Píeta-símann s.552-2218. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning hjá Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta-símann s. 552-2218. Höfundur er landlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Heimisdóttir Geðheilbrigði Heilbrigðismál Embætti landlæknis Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Líkt og síðustu ár er septembermánuður tileinkaður sjálfsvígsforvörnum. Markmið átaksins, sem kennt er við Gulan september, er að vekja athygli á geðheilbrigðismálum og efla forvarnir gegn sjálfsvígum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni falla yfir 720 þúsund manns fyrir eigin hendi á ári hverju. Hér á Íslandi dó að meðaltali 41 einstaklingur í sjálfsvígi á árunum 2019 – 2023, eða 11,3 á hverja 100.000 íbúa. Þetta er stór tala, en rannsóknir sýna að hvert sjálfsvíg hefur áhrif á mun stærri hóp eða yfir 135 manns. Þetta eru aðstandendur, vinir, félagar, nágrannar og fleiri langt út fyrir innsta hring hins látna. Á síðustu árum hefur einnig aukist þekking á þeim djúpstæðu áhrifum sem sjálfsvíg hafa á viðbragðsaðila, meðferðaraðila, vitni og aðra. Hvert sjálfsvíg er harmleikur og hlutverk okkar allra er að koma í veg fyrir þann harmleik eins og mögulegt er og að hlúa að þeim sem eftir sitja. Ný aðgerðaáætlun til ársins 2030 Á Íslandi vinnum við eftir Aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum en uppfærð aðgerðaáætlun var samþykkt af Ölmu Möller heilbrigðisráðherra í byrjun þessa árs og gildir til næstu 5 ára eða til 2030. Það er á ábyrgð embættis landlæknis að halda utan um framkvæmd aðgerðaáætlunarinnar. Áætlunin inniheldur markvissar og gagnreyndar sjálfsvígsforvarnir á öllum stigum forvarna, bæði almennar og sértækar. Þær kalla á víðtæka samvinnu ráðuneyta, stofnana og þjónustukerfa. Aðgerðirnar fela m.a. í sér samræmingu verklags, gerð fræðsluefnis, fræðslu til lykilaðila, vitundarvakningu og innifela aðgerðir sem snúa að því að takmarka aðgengi að hættulegum hlutum og aðstæðum. Nýtt mælaborð sem sýnir framvindu aðgerða má finna á vef embættis landlæknis. Einn þáttur áætlunarinnar er einmitt að efla þekkingu og umræðu um málaflokkinn og það gerum við með því að halda árlega vitundarvakningu um sjálfsvígsforvarnir. Þessa árlegu vitundarvakningu köllum við Gulan september og hún er nú haldin í þriðja sinn. Slagorð átaksins — „Er allt í gulu?“ — gengur út á að hvetja til þess að fólk tali opinskátt um eigin líðan. Að tala við aðra um eigin líðan ætti að vera sjálfsagt og auðvelt, en það reynist mörgum stórt og jafnvel ómögulegt skref. Þetta fyrsta skref er í raun stökk byggt á von – stökk sem við tökum þegar við treystum öðrum fyrir áhyggjum okkar og vandamálum, í þeirri trú að hugarangri okkar verði tekið með hlýju, kærleika og skilningi. Með því að eiga þetta samtal setjum við traust okkar á að okkur verði tekið með samhug og okkur rétt hjálparhönd. Þessi samhugur og hjálparhönd eru staðfesting á því að við erum ekki ein og að vonin er aldrei úti. Fjögur lykilskref í stuðningi Í ár vann undirbúningshópur Guls september póstkort með skilaboðum sem hafa það einmitt að markmiði að styrkja okkur í að opna á, bjóða, samtal við vini eða ættingja sem við höfum áhyggjur af. Ferlinu er skipt upp í 4 skref: Taktu eftir Hlustaðu Leitaðu lausna Fylgdu eftir Það þarf enga sérfræðiþekkingu til að bjóða hjálp, aðeins vilja og umhyggju fyrir fólkinu í kringum okkur. Áhersla á líðan eldra fólks Að þessu sinni beinist vitundarvakningin sérstaklega að eldri borgurum. Fjöldi fólks 75 ára og eldri sem fallið hefur fyrir eigin hendi frá 1999 til 2023 er 41, eða 8,8 á hverja 100.000 íbúa. Á aldursbilinu 60-74 ára hafa 148 einstaklingar svipt sig lífi frá aldamótum, eða 15,3 á hverja 100.000 íbúa hafa. Félagsleg einangrun og einmanaleiki eru þekktir áhættuþættir, en tölur benda til að um 5% eldra fólks hér á landi upplifi einmanaleika. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreinir félagslega einangrun sem lýðheilsuvanda til jafns við reykingar, ofneyslu áfengis, offitu og fleiri stórfelldar ógnir við almenna heilsu. Það er því til mikils að vinna þegar við tölum um að vinna bug á einmanaleika. Góðu fréttirnar eru þær að við öll getum tekið þátt í því að stemma stigu við félagslegri einangrun. Stundum þarf ekki meira en að taka upp tólið og hringja, eða banka upp á hjá fólki, að leita ráða hjá fólki eða hreinlega spjalla um hvað sem er – jafnvel spyrja hvernig fólk hafi það, eða „er allt í gulu“? Ekkert okkar getur gert allt en við getum öll gert eitthvað Samvinna er nauðsynleg Sjálfsvíg eru flókin og við skiljum alls ekki nægilega vel það ferli sem átt hefur sér stað áður en að sjálfsvígi kemur. Forvarnir, íhlutun og stuðningur eftir sjálfsvíg geta ekki verið á ábyrgð eins ráðuneytis, eða einnar stofnunar, því áhættuþættir og áhrif sjálfsvíga liggja svo víða. Samvinna er lykilatriði til að vel takist til í sjálfsvígsforvörnum. Til að ná árangri í að fækka sjálfsvígum þarf samstarf ráðuneyta, stofnana, félagasamtaka, mín og þín, okkar allra. Við verðum að senda út þau skilaboð að samtal um vanlíðan sé sjálfsagt og velkomið og að gefa fólki von um að því geti liðið betur og að það sé hjálp að fá! Hvert er hægt að leita? Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á: Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, netspjallið 1717.is og á Píeta-símann s.552-2218. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning hjá Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta-símann s. 552-2218. Höfundur er landlæknir.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun