Gulur september María Heimisdóttir skrifar 5. september 2025 11:33 Líkt og síðustu ár er septembermánuður tileinkaður sjálfsvígsforvörnum. Markmið átaksins, sem kennt er við Gulan september, er að vekja athygli á geðheilbrigðismálum og efla forvarnir gegn sjálfsvígum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni falla yfir 720 þúsund manns fyrir eigin hendi á ári hverju. Hér á Íslandi dó að meðaltali 41 einstaklingur í sjálfsvígi á árunum 2019 – 2023, eða 11,3 á hverja 100.000 íbúa. Þetta er stór tala, en rannsóknir sýna að hvert sjálfsvíg hefur áhrif á mun stærri hóp eða yfir 135 manns. Þetta eru aðstandendur, vinir, félagar, nágrannar og fleiri langt út fyrir innsta hring hins látna. Á síðustu árum hefur einnig aukist þekking á þeim djúpstæðu áhrifum sem sjálfsvíg hafa á viðbragðsaðila, meðferðaraðila, vitni og aðra. Hvert sjálfsvíg er harmleikur og hlutverk okkar allra er að koma í veg fyrir þann harmleik eins og mögulegt er og að hlúa að þeim sem eftir sitja. Ný aðgerðaáætlun til ársins 2030 Á Íslandi vinnum við eftir Aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum en uppfærð aðgerðaáætlun var samþykkt af Ölmu Möller heilbrigðisráðherra í byrjun þessa árs og gildir til næstu 5 ára eða til 2030. Það er á ábyrgð embættis landlæknis að halda utan um framkvæmd aðgerðaáætlunarinnar. Áætlunin inniheldur markvissar og gagnreyndar sjálfsvígsforvarnir á öllum stigum forvarna, bæði almennar og sértækar. Þær kalla á víðtæka samvinnu ráðuneyta, stofnana og þjónustukerfa. Aðgerðirnar fela m.a. í sér samræmingu verklags, gerð fræðsluefnis, fræðslu til lykilaðila, vitundarvakningu og innifela aðgerðir sem snúa að því að takmarka aðgengi að hættulegum hlutum og aðstæðum. Nýtt mælaborð sem sýnir framvindu aðgerða má finna á vef embættis landlæknis. Einn þáttur áætlunarinnar er einmitt að efla þekkingu og umræðu um málaflokkinn og það gerum við með því að halda árlega vitundarvakningu um sjálfsvígsforvarnir. Þessa árlegu vitundarvakningu köllum við Gulan september og hún er nú haldin í þriðja sinn. Slagorð átaksins — „Er allt í gulu?“ — gengur út á að hvetja til þess að fólk tali opinskátt um eigin líðan. Að tala við aðra um eigin líðan ætti að vera sjálfsagt og auðvelt, en það reynist mörgum stórt og jafnvel ómögulegt skref. Þetta fyrsta skref er í raun stökk byggt á von – stökk sem við tökum þegar við treystum öðrum fyrir áhyggjum okkar og vandamálum, í þeirri trú að hugarangri okkar verði tekið með hlýju, kærleika og skilningi. Með því að eiga þetta samtal setjum við traust okkar á að okkur verði tekið með samhug og okkur rétt hjálparhönd. Þessi samhugur og hjálparhönd eru staðfesting á því að við erum ekki ein og að vonin er aldrei úti. Fjögur lykilskref í stuðningi Í ár vann undirbúningshópur Guls september póstkort með skilaboðum sem hafa það einmitt að markmiði að styrkja okkur í að opna á, bjóða, samtal við vini eða ættingja sem við höfum áhyggjur af. Ferlinu er skipt upp í 4 skref: Taktu eftir Hlustaðu Leitaðu lausna Fylgdu eftir Það þarf enga sérfræðiþekkingu til að bjóða hjálp, aðeins vilja og umhyggju fyrir fólkinu í kringum okkur. Áhersla á líðan eldra fólks Að þessu sinni beinist vitundarvakningin sérstaklega að eldri borgurum. Fjöldi fólks 75 ára og eldri sem fallið hefur fyrir eigin hendi frá 1999 til 2023 er 41, eða 8,8 á hverja 100.000 íbúa. Á aldursbilinu 60-74 ára hafa 148 einstaklingar svipt sig lífi frá aldamótum, eða 15,3 á hverja 100.000 íbúa hafa. Félagsleg einangrun og einmanaleiki eru þekktir áhættuþættir, en tölur benda til að um 5% eldra fólks hér á landi upplifi einmanaleika. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreinir félagslega einangrun sem lýðheilsuvanda til jafns við reykingar, ofneyslu áfengis, offitu og fleiri stórfelldar ógnir við almenna heilsu. Það er því til mikils að vinna þegar við tölum um að vinna bug á einmanaleika. Góðu fréttirnar eru þær að við öll getum tekið þátt í því að stemma stigu við félagslegri einangrun. Stundum þarf ekki meira en að taka upp tólið og hringja, eða banka upp á hjá fólki, að leita ráða hjá fólki eða hreinlega spjalla um hvað sem er – jafnvel spyrja hvernig fólk hafi það, eða „er allt í gulu“? Ekkert okkar getur gert allt en við getum öll gert eitthvað Samvinna er nauðsynleg Sjálfsvíg eru flókin og við skiljum alls ekki nægilega vel það ferli sem átt hefur sér stað áður en að sjálfsvígi kemur. Forvarnir, íhlutun og stuðningur eftir sjálfsvíg geta ekki verið á ábyrgð eins ráðuneytis, eða einnar stofnunar, því áhættuþættir og áhrif sjálfsvíga liggja svo víða. Samvinna er lykilatriði til að vel takist til í sjálfsvígsforvörnum. Til að ná árangri í að fækka sjálfsvígum þarf samstarf ráðuneyta, stofnana, félagasamtaka, mín og þín, okkar allra. Við verðum að senda út þau skilaboð að samtal um vanlíðan sé sjálfsagt og velkomið og að gefa fólki von um að því geti liðið betur og að það sé hjálp að fá! Hvert er hægt að leita? Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á: Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, netspjallið 1717.is og á Píeta-símann s.552-2218. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning hjá Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta-símann s. 552-2218. Höfundur er landlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Heimisdóttir Geðheilbrigði Heilbrigðismál Embætti landlæknis Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Líkt og síðustu ár er septembermánuður tileinkaður sjálfsvígsforvörnum. Markmið átaksins, sem kennt er við Gulan september, er að vekja athygli á geðheilbrigðismálum og efla forvarnir gegn sjálfsvígum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni falla yfir 720 þúsund manns fyrir eigin hendi á ári hverju. Hér á Íslandi dó að meðaltali 41 einstaklingur í sjálfsvígi á árunum 2019 – 2023, eða 11,3 á hverja 100.000 íbúa. Þetta er stór tala, en rannsóknir sýna að hvert sjálfsvíg hefur áhrif á mun stærri hóp eða yfir 135 manns. Þetta eru aðstandendur, vinir, félagar, nágrannar og fleiri langt út fyrir innsta hring hins látna. Á síðustu árum hefur einnig aukist þekking á þeim djúpstæðu áhrifum sem sjálfsvíg hafa á viðbragðsaðila, meðferðaraðila, vitni og aðra. Hvert sjálfsvíg er harmleikur og hlutverk okkar allra er að koma í veg fyrir þann harmleik eins og mögulegt er og að hlúa að þeim sem eftir sitja. Ný aðgerðaáætlun til ársins 2030 Á Íslandi vinnum við eftir Aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum en uppfærð aðgerðaáætlun var samþykkt af Ölmu Möller heilbrigðisráðherra í byrjun þessa árs og gildir til næstu 5 ára eða til 2030. Það er á ábyrgð embættis landlæknis að halda utan um framkvæmd aðgerðaáætlunarinnar. Áætlunin inniheldur markvissar og gagnreyndar sjálfsvígsforvarnir á öllum stigum forvarna, bæði almennar og sértækar. Þær kalla á víðtæka samvinnu ráðuneyta, stofnana og þjónustukerfa. Aðgerðirnar fela m.a. í sér samræmingu verklags, gerð fræðsluefnis, fræðslu til lykilaðila, vitundarvakningu og innifela aðgerðir sem snúa að því að takmarka aðgengi að hættulegum hlutum og aðstæðum. Nýtt mælaborð sem sýnir framvindu aðgerða má finna á vef embættis landlæknis. Einn þáttur áætlunarinnar er einmitt að efla þekkingu og umræðu um málaflokkinn og það gerum við með því að halda árlega vitundarvakningu um sjálfsvígsforvarnir. Þessa árlegu vitundarvakningu köllum við Gulan september og hún er nú haldin í þriðja sinn. Slagorð átaksins — „Er allt í gulu?“ — gengur út á að hvetja til þess að fólk tali opinskátt um eigin líðan. Að tala við aðra um eigin líðan ætti að vera sjálfsagt og auðvelt, en það reynist mörgum stórt og jafnvel ómögulegt skref. Þetta fyrsta skref er í raun stökk byggt á von – stökk sem við tökum þegar við treystum öðrum fyrir áhyggjum okkar og vandamálum, í þeirri trú að hugarangri okkar verði tekið með hlýju, kærleika og skilningi. Með því að eiga þetta samtal setjum við traust okkar á að okkur verði tekið með samhug og okkur rétt hjálparhönd. Þessi samhugur og hjálparhönd eru staðfesting á því að við erum ekki ein og að vonin er aldrei úti. Fjögur lykilskref í stuðningi Í ár vann undirbúningshópur Guls september póstkort með skilaboðum sem hafa það einmitt að markmiði að styrkja okkur í að opna á, bjóða, samtal við vini eða ættingja sem við höfum áhyggjur af. Ferlinu er skipt upp í 4 skref: Taktu eftir Hlustaðu Leitaðu lausna Fylgdu eftir Það þarf enga sérfræðiþekkingu til að bjóða hjálp, aðeins vilja og umhyggju fyrir fólkinu í kringum okkur. Áhersla á líðan eldra fólks Að þessu sinni beinist vitundarvakningin sérstaklega að eldri borgurum. Fjöldi fólks 75 ára og eldri sem fallið hefur fyrir eigin hendi frá 1999 til 2023 er 41, eða 8,8 á hverja 100.000 íbúa. Á aldursbilinu 60-74 ára hafa 148 einstaklingar svipt sig lífi frá aldamótum, eða 15,3 á hverja 100.000 íbúa hafa. Félagsleg einangrun og einmanaleiki eru þekktir áhættuþættir, en tölur benda til að um 5% eldra fólks hér á landi upplifi einmanaleika. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreinir félagslega einangrun sem lýðheilsuvanda til jafns við reykingar, ofneyslu áfengis, offitu og fleiri stórfelldar ógnir við almenna heilsu. Það er því til mikils að vinna þegar við tölum um að vinna bug á einmanaleika. Góðu fréttirnar eru þær að við öll getum tekið þátt í því að stemma stigu við félagslegri einangrun. Stundum þarf ekki meira en að taka upp tólið og hringja, eða banka upp á hjá fólki, að leita ráða hjá fólki eða hreinlega spjalla um hvað sem er – jafnvel spyrja hvernig fólk hafi það, eða „er allt í gulu“? Ekkert okkar getur gert allt en við getum öll gert eitthvað Samvinna er nauðsynleg Sjálfsvíg eru flókin og við skiljum alls ekki nægilega vel það ferli sem átt hefur sér stað áður en að sjálfsvígi kemur. Forvarnir, íhlutun og stuðningur eftir sjálfsvíg geta ekki verið á ábyrgð eins ráðuneytis, eða einnar stofnunar, því áhættuþættir og áhrif sjálfsvíga liggja svo víða. Samvinna er lykilatriði til að vel takist til í sjálfsvígsforvörnum. Til að ná árangri í að fækka sjálfsvígum þarf samstarf ráðuneyta, stofnana, félagasamtaka, mín og þín, okkar allra. Við verðum að senda út þau skilaboð að samtal um vanlíðan sé sjálfsagt og velkomið og að gefa fólki von um að því geti liðið betur og að það sé hjálp að fá! Hvert er hægt að leita? Þeim sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á: Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, netspjallið 1717.is og á Píeta-símann s.552-2218. Þeim sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning hjá Sorgarmiðstöð s. 551-4141, Upplýsingasíma heilsugæslunnar s. 1700, netspjallið heilsuvera.is, og á Píeta-símann s. 552-2218. Höfundur er landlæknir.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar