Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar 10. september 2025 07:33 Nú hefur ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tilkynnt með nýjum fjárlögum að þau hyggjast hækka hámark fæðingarorlofsgreiðslna úr 800 þúsund krónum í 900 þúsund krónur, en sá galli er á gjöf Njarðar að þetta gildir aðeins um foreldra þeirra barna sem fædd verða árið 2026 og síðar. Hvað með alla þá foreldra sem eru í fæðingarorlofi meirihluta eða jafnvel allt næsta ár vegna barna sem fædd eru árið 2025, eða jafnvel barna fædd árið 2024. Fæðingarorlofið má nýta fram að tveggja ára afmælisdegi barns, og eins og staðan er t.d. í Reykjavík eru margir foreldrar líklega í þeirri stöðu að teygja fæðingarorlofið eins og langt og þeir mögulega geta, þar til barnið kemst á leikskóla. Setjum dæmið aðeins öðruvísi upp, nú voru öryrkjar að fá hækkun á sínum bótum, hvernig myndum við bregðast við því ef aðeins þeir sem byrja á að fá örorkubótum á næsta ári myndu fá þessa hækkun? Eða bara þeir sem eiga afmæli milli janúar og júní? Ég efast að það myndi fá góðan hljómgrunn. Eðlilegt væri að allir foreldrar sætu við sama borð þegar kemur að fæðingarorlofsgreiðslum, uppfylli þeir sömu skilyrði. Eins og Jóhann Páll, ráðherra Samfylkingarinnar talaði um í ræðustól Alþingis árið 2024: „...tilgangur þessarar hækkunar sé að treysta fjárhagslegt öryggi ungbarnafjölskyldna en það er deginum ljósara að þessum tilgangi verður síður náð ef aðeins sumir foreldrar njóta hækkunar en ekki allir sem eiga rétt á fæðingarorlofsgreiðslum, enda breytir fæðingardagur barns engu um fjárhagsstöðu foreldra. Foreldrar sem eignast barn, hvort sínum megin við einhvern dag, búa við nákvæmlega sömu verðbólguna, launaþróunina, verðlag og vexti. Þannig er það nú bara“ Ef við grípum hér niður í ræðu Jóhanns á öðrum stað þá veltir hann því upp hvort þetta standi yfir höfuð stjórnarskrá: „...það megi líka skoða þessi ákvæði um gildistöku hækkana með tilliti til þess að í stjórnarskrá er mælt fyrir um bann við mismunun…Ég ætla ekkert að þykjast geta kveðið upp úr einhvern dóm um þetta og finnst hallærislegt svona almennt að vera mikið að veifa stjórnarskránni nema það sé ríkt tilefni til.” Samfylkingunni fannst ástæða til að veifa stjórnarskránni árið 2024 og núna þegar þess þau eru komin til valda þurfa þau að standa við stóru orðin, að hugsa um hag fjölskyldna og koma í veg fyrir að við höldum áfram að mismuna foreldrum ef svo óheppilega vill til að barnið þeirra sé fætt vitlausu megin við áramót, því greinilega skiptir litlu máli hvort foreldrar séu í fæðingarolrofi á þessum tíma eða ekki, það skiptir bara máli í kerfinu hvaða módel þú ert. Höfundur er þriggja barna móðir í fæðingarorlofi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Nú hefur ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins tilkynnt með nýjum fjárlögum að þau hyggjast hækka hámark fæðingarorlofsgreiðslna úr 800 þúsund krónum í 900 þúsund krónur, en sá galli er á gjöf Njarðar að þetta gildir aðeins um foreldra þeirra barna sem fædd verða árið 2026 og síðar. Hvað með alla þá foreldra sem eru í fæðingarorlofi meirihluta eða jafnvel allt næsta ár vegna barna sem fædd eru árið 2025, eða jafnvel barna fædd árið 2024. Fæðingarorlofið má nýta fram að tveggja ára afmælisdegi barns, og eins og staðan er t.d. í Reykjavík eru margir foreldrar líklega í þeirri stöðu að teygja fæðingarorlofið eins og langt og þeir mögulega geta, þar til barnið kemst á leikskóla. Setjum dæmið aðeins öðruvísi upp, nú voru öryrkjar að fá hækkun á sínum bótum, hvernig myndum við bregðast við því ef aðeins þeir sem byrja á að fá örorkubótum á næsta ári myndu fá þessa hækkun? Eða bara þeir sem eiga afmæli milli janúar og júní? Ég efast að það myndi fá góðan hljómgrunn. Eðlilegt væri að allir foreldrar sætu við sama borð þegar kemur að fæðingarorlofsgreiðslum, uppfylli þeir sömu skilyrði. Eins og Jóhann Páll, ráðherra Samfylkingarinnar talaði um í ræðustól Alþingis árið 2024: „...tilgangur þessarar hækkunar sé að treysta fjárhagslegt öryggi ungbarnafjölskyldna en það er deginum ljósara að þessum tilgangi verður síður náð ef aðeins sumir foreldrar njóta hækkunar en ekki allir sem eiga rétt á fæðingarorlofsgreiðslum, enda breytir fæðingardagur barns engu um fjárhagsstöðu foreldra. Foreldrar sem eignast barn, hvort sínum megin við einhvern dag, búa við nákvæmlega sömu verðbólguna, launaþróunina, verðlag og vexti. Þannig er það nú bara“ Ef við grípum hér niður í ræðu Jóhanns á öðrum stað þá veltir hann því upp hvort þetta standi yfir höfuð stjórnarskrá: „...það megi líka skoða þessi ákvæði um gildistöku hækkana með tilliti til þess að í stjórnarskrá er mælt fyrir um bann við mismunun…Ég ætla ekkert að þykjast geta kveðið upp úr einhvern dóm um þetta og finnst hallærislegt svona almennt að vera mikið að veifa stjórnarskránni nema það sé ríkt tilefni til.” Samfylkingunni fannst ástæða til að veifa stjórnarskránni árið 2024 og núna þegar þess þau eru komin til valda þurfa þau að standa við stóru orðin, að hugsa um hag fjölskyldna og koma í veg fyrir að við höldum áfram að mismuna foreldrum ef svo óheppilega vill til að barnið þeirra sé fætt vitlausu megin við áramót, því greinilega skiptir litlu máli hvort foreldrar séu í fæðingarolrofi á þessum tíma eða ekki, það skiptir bara máli í kerfinu hvaða módel þú ert. Höfundur er þriggja barna móðir í fæðingarorlofi.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun