„Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Lovísa Arnardóttir skrifar 16. september 2025 15:56 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata ræðir við Sindra Sindrason í Íslandi í dag. vísir/vilhelm Samráðsvettvangurinn Samstaða með Palestínu heldur á fimmtudag málþing um þýðingu tilkynntra aðgerða ríkisstjórnarinnar gegn Ísrael, mögulegar frekari aðgerðir og um ástandið á Gasa. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, ein skipuleggjenda, segir skýrt ákall um frekari aðgerðir af hálfu stjórnvalda og að stuðningur sé mikill meðal Íslendinga. Samstaða með Palestínu hélt fjölmennan útifund þann 6. september, undir yfirskriftinni Þjóð gegn þjóðarmorði, um land allt þar sem þúsundir komu saman til að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni og mótmæla þeim glæpum gegn mannkyni, stríðsglæpum og þjóðarmorði sem Ísrael er að fremja í Palestínu. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelsmenn hafi framið þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gasa. Breiðfylkingin sem stóð að fundinum samanstóð af 185 ólíkum félögum, samtökum, hópum og stofnunum sem saman mynda vettvanginn Samstaða með Palestínu. „Um leið og það er þakkarvert að ríkisstjórnin hafi brugðist hratt við þeirri víðtæku samstöðu sem almenningur sýndi palestínsku þjóðinni 6. september síðastliðinn þá eru viðbrögðin eftir sem áður ekki í samræmi við alvarleika glæpanna sem Ísrael hefur framið gegn palestínsku þjóðinni, glæpa sem eru skýr og alvarleg brot gegn alþjóðalögum og stigmagnast dag frá degi. Ákall ræðufólks á Austurvelli laugardaginn 6. september var alveg skýrt,“ segir í tilkynningu frá breiðfylkingunni og vísað í orð Finnbjörns A. Hermannssonar, forseta ASÍ, sem sagði: „Í dag heimtar þjóðin alvöru aðgerðir af hálfu íslenskra stjórnvalda. Ekki fleiri orð sem lýsa áhyggjum, hneykslan eða uppgjöf. Við krefjumst aðgerða sem bíta og láta þá seku sæta ábyrgð.“ Málþing á fimmtudag Málþingið verður fimmtudaginn 18. september, á Listasafni Reykjavíkur kl. 17.30. „Við ætlum að ræða aðgerðir ríkisstjórnarinnar og skýrslu Amnesty um hópmorð,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, en hún verður fundarstjóri á viðburðinum. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi og Baldur Þórhallsson, prófessor, munu flytja erindi á viðburðinum. Hún mun fara yfir skýrsluna og hann mun ræða það hvaða áhrif smáþjóðir geti haft í alþjóðlegu samhengi. Hún segir þær aðgerðir sem stjórnvöld hafi þegar kynnt um ekki í neinu samræmi við þann alvarleika sem eigi sér stað á Gasa. Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna hafi nú gefið út að þau telji Ísraela fremja þjóðarmorð og það hafi allir helstu sérfræðingar í þjóðarmorði um allan heim lýst yfir líka. „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð til þess að fólk átti sig á hlutverki sínu og ábyrgð til þess að bregðast við. Þetta er með stærri glæpum okkar samtíma að horfa upp á þetta og aðhafast ekki meira en ætla að setja límmiða á vörur í matvörubúðum.“ Mörg skref í boði Þórhildur Sunna segir stjórnvöld geta tekið mörg skref sem myndu senda skýr skilaboð. Til dæmis væri hægt að fara í viðskiptaþvinganir, sniðgöngu á alþjóðlegu sviði og vopnasölu- og vopnaflutningabann gagnvart Ísrael eins og Slóvenar og Spánverjar hafa þegar gert. Þá væri einnig hægt að ganga í Haag-hópinn sem er hópur fjórtán ríkja sem hafi þegar skuldbundið sig til að fara í sex aðgerðir gegn Ísrael. „Ísland gæti orðið fyrst Evrópuþjóða til að ganga í Haag-hópinn og sýna það hugrekki að vera þjóð meðal þjóða sem tekur afgerandi afstöðu.“ Þá segir hún einnig stjórnvöld geta tryggt að ekkert fjármagn fari í mögulegar landránsbyggðir Ísraela og hægt að fara í allskonar menningarlega sniðgöngu. „Það er ýmislegt sem er hægt að gera og það mikilvægasta sem stjórnvöld ættu að vera að skoða væri að slíta þessum fríverslunarsamningi EFTA við Ísrael og koma á viðskiptabanni og viðskiptaþvingunum á ísraelska ráðamenn.“ Hægt að gera það sama og við stríðsglæpamenn í Súdan og Rússlandi Hún segir hægt að skoða hvað Evrópusambandið gerði gagnvart Súdan og fólkinu sem bar ábyrgð á stríðinu þar og gera það sama gagnvart ísraelskum herforingja og yfirmenn í hernum og ráðamenn í ríkisstjórn. „Það er mjög gott sniðmát til fyrir þetta, bæði gagnvart því sem Evrópu hefur gert gagnvart Rússlandi eða Súdan. Þetta er allt efniviður í vopnabúrið þeirra sem vilja sýna ábyrgð gagnvart fólki sem fremur stríðsglæpi og það er augljóst að það er verið að gera það gagnvart Rússlandi, og það er verið að gera það gagnvart stríðsglæpamönnum í Súdan, en það sem sker í augun og hjartað er að það á greinilega ekki að gera það gagnvart Ísrael. Einhverra hluta vegna fá þeir að komast upp með það að murka lífið úr palestínsku þjóðinni, á meðan aðrir komast ekki upp með alþjóðlega glæpi.“ Þórhildur Sunna segist telja íslensku þjóðina vilja frekar aðgerðir. „Ég les að minnsta kosti fallega og sterka samstöðu í því að 185 félög hafi staðið að fundinum þjóð gegn þjóðarmorði og að innan þessa hóps hafi verið Þjóðkirkjan, Siðmennt, öll stærstu stéttarfélög landsins og fagfélög á borð við Fornleifafræðinga Ísland, og mannréttindafélög á borð við Save the Children, Amnesty og mitt eigið félag,“ segir hún. Þetta sé langur listi af félögum sem eigi félaga sem tilheyri langstærstum hluta þjóðarinnar og því líti hún svo á að samstaðan með palestínsku þjóðinni sé nokkuð rík á Íslandi og að krafa fundarins, sem var aðgerðir strax, sé líka mjög sterk. Eins og fyrr segir er málþingið næsta fimmtudag í Listasafni Reykjavíkur og hefst klukkan 17.30. Þetta er fyrsti fundur af mörgum að sögn Þórhildar Sunnu en á næstu fundum er áætlað að ræða til dæmis um Haag-hópinn og stöðu blaðamanna í Palestínu. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagasamtök Tengdar fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Mótmælin Þjóð gegn þjóðarmorði hefjast klukkan tvö um allt land en komið verður saman í sjö bæjarfélögum. Skipuleggjandi á Akureyri segist finna fyrir miklum meðbyr. Nöfn myrtra barna í Ísrael og Palestínu verða lesin upp í Glerárkirkju sem mun taka allan dag. 6. september 2025 13:38 Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Mikill fjöldi fólks er saman kominn á Austurvelli á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði. Fjöldafundir fara fram um allt land í dag til að krefja ríkisstjórn Íslands um aðgerðir í málefni Palestínu. 6. september 2025 15:49 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Samstaða með Palestínu hélt fjölmennan útifund þann 6. september, undir yfirskriftinni Þjóð gegn þjóðarmorði, um land allt þar sem þúsundir komu saman til að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni og mótmæla þeim glæpum gegn mannkyni, stríðsglæpum og þjóðarmorði sem Ísrael er að fremja í Palestínu. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelsmenn hafi framið þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gasa. Breiðfylkingin sem stóð að fundinum samanstóð af 185 ólíkum félögum, samtökum, hópum og stofnunum sem saman mynda vettvanginn Samstaða með Palestínu. „Um leið og það er þakkarvert að ríkisstjórnin hafi brugðist hratt við þeirri víðtæku samstöðu sem almenningur sýndi palestínsku þjóðinni 6. september síðastliðinn þá eru viðbrögðin eftir sem áður ekki í samræmi við alvarleika glæpanna sem Ísrael hefur framið gegn palestínsku þjóðinni, glæpa sem eru skýr og alvarleg brot gegn alþjóðalögum og stigmagnast dag frá degi. Ákall ræðufólks á Austurvelli laugardaginn 6. september var alveg skýrt,“ segir í tilkynningu frá breiðfylkingunni og vísað í orð Finnbjörns A. Hermannssonar, forseta ASÍ, sem sagði: „Í dag heimtar þjóðin alvöru aðgerðir af hálfu íslenskra stjórnvalda. Ekki fleiri orð sem lýsa áhyggjum, hneykslan eða uppgjöf. Við krefjumst aðgerða sem bíta og láta þá seku sæta ábyrgð.“ Málþing á fimmtudag Málþingið verður fimmtudaginn 18. september, á Listasafni Reykjavíkur kl. 17.30. „Við ætlum að ræða aðgerðir ríkisstjórnarinnar og skýrslu Amnesty um hópmorð,“ segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, en hún verður fundarstjóri á viðburðinum. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi og Baldur Þórhallsson, prófessor, munu flytja erindi á viðburðinum. Hún mun fara yfir skýrsluna og hann mun ræða það hvaða áhrif smáþjóðir geti haft í alþjóðlegu samhengi. Hún segir þær aðgerðir sem stjórnvöld hafi þegar kynnt um ekki í neinu samræmi við þann alvarleika sem eigi sér stað á Gasa. Rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna hafi nú gefið út að þau telji Ísraela fremja þjóðarmorð og það hafi allir helstu sérfræðingar í þjóðarmorði um allan heim lýst yfir líka. „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð til þess að fólk átti sig á hlutverki sínu og ábyrgð til þess að bregðast við. Þetta er með stærri glæpum okkar samtíma að horfa upp á þetta og aðhafast ekki meira en ætla að setja límmiða á vörur í matvörubúðum.“ Mörg skref í boði Þórhildur Sunna segir stjórnvöld geta tekið mörg skref sem myndu senda skýr skilaboð. Til dæmis væri hægt að fara í viðskiptaþvinganir, sniðgöngu á alþjóðlegu sviði og vopnasölu- og vopnaflutningabann gagnvart Ísrael eins og Slóvenar og Spánverjar hafa þegar gert. Þá væri einnig hægt að ganga í Haag-hópinn sem er hópur fjórtán ríkja sem hafi þegar skuldbundið sig til að fara í sex aðgerðir gegn Ísrael. „Ísland gæti orðið fyrst Evrópuþjóða til að ganga í Haag-hópinn og sýna það hugrekki að vera þjóð meðal þjóða sem tekur afgerandi afstöðu.“ Þá segir hún einnig stjórnvöld geta tryggt að ekkert fjármagn fari í mögulegar landránsbyggðir Ísraela og hægt að fara í allskonar menningarlega sniðgöngu. „Það er ýmislegt sem er hægt að gera og það mikilvægasta sem stjórnvöld ættu að vera að skoða væri að slíta þessum fríverslunarsamningi EFTA við Ísrael og koma á viðskiptabanni og viðskiptaþvingunum á ísraelska ráðamenn.“ Hægt að gera það sama og við stríðsglæpamenn í Súdan og Rússlandi Hún segir hægt að skoða hvað Evrópusambandið gerði gagnvart Súdan og fólkinu sem bar ábyrgð á stríðinu þar og gera það sama gagnvart ísraelskum herforingja og yfirmenn í hernum og ráðamenn í ríkisstjórn. „Það er mjög gott sniðmát til fyrir þetta, bæði gagnvart því sem Evrópu hefur gert gagnvart Rússlandi eða Súdan. Þetta er allt efniviður í vopnabúrið þeirra sem vilja sýna ábyrgð gagnvart fólki sem fremur stríðsglæpi og það er augljóst að það er verið að gera það gagnvart Rússlandi, og það er verið að gera það gagnvart stríðsglæpamönnum í Súdan, en það sem sker í augun og hjartað er að það á greinilega ekki að gera það gagnvart Ísrael. Einhverra hluta vegna fá þeir að komast upp með það að murka lífið úr palestínsku þjóðinni, á meðan aðrir komast ekki upp með alþjóðlega glæpi.“ Þórhildur Sunna segist telja íslensku þjóðina vilja frekar aðgerðir. „Ég les að minnsta kosti fallega og sterka samstöðu í því að 185 félög hafi staðið að fundinum þjóð gegn þjóðarmorði og að innan þessa hóps hafi verið Þjóðkirkjan, Siðmennt, öll stærstu stéttarfélög landsins og fagfélög á borð við Fornleifafræðinga Ísland, og mannréttindafélög á borð við Save the Children, Amnesty og mitt eigið félag,“ segir hún. Þetta sé langur listi af félögum sem eigi félaga sem tilheyri langstærstum hluta þjóðarinnar og því líti hún svo á að samstaðan með palestínsku þjóðinni sé nokkuð rík á Íslandi og að krafa fundarins, sem var aðgerðir strax, sé líka mjög sterk. Eins og fyrr segir er málþingið næsta fimmtudag í Listasafni Reykjavíkur og hefst klukkan 17.30. Þetta er fyrsti fundur af mörgum að sögn Þórhildar Sunnu en á næstu fundum er áætlað að ræða til dæmis um Haag-hópinn og stöðu blaðamanna í Palestínu.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagasamtök Tengdar fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Mótmælin Þjóð gegn þjóðarmorði hefjast klukkan tvö um allt land en komið verður saman í sjö bæjarfélögum. Skipuleggjandi á Akureyri segist finna fyrir miklum meðbyr. Nöfn myrtra barna í Ísrael og Palestínu verða lesin upp í Glerárkirkju sem mun taka allan dag. 6. september 2025 13:38 Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Mikill fjöldi fólks er saman kominn á Austurvelli á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði. Fjöldafundir fara fram um allt land í dag til að krefja ríkisstjórn Íslands um aðgerðir í málefni Palestínu. 6. september 2025 15:49 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Mótmælin Þjóð gegn þjóðarmorði hefjast klukkan tvö um allt land en komið verður saman í sjö bæjarfélögum. Skipuleggjandi á Akureyri segist finna fyrir miklum meðbyr. Nöfn myrtra barna í Ísrael og Palestínu verða lesin upp í Glerárkirkju sem mun taka allan dag. 6. september 2025 13:38
Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Mikill fjöldi fólks er saman kominn á Austurvelli á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði. Fjöldafundir fara fram um allt land í dag til að krefja ríkisstjórn Íslands um aðgerðir í málefni Palestínu. 6. september 2025 15:49