„Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar 18. september 2025 10:01 „Við getum ekki gert það, reglugerðin nær ekki utan um þennan kostnað." Þessa setningu hef ég heyrt of oft þegar lausnir eru augljósar en ótti kerfisins við að stíga út fyrir kassann er lamandi. Á meðan við leitum að fullkominni heimild í reglugerð bíða börn og fjölskyldur. Afleiðingar biðarinnar kosta samfélagið oftar ekki margfalt meira en upphaflegu „mistökin" hefðu nokkurn tímann gert. Á starfsferli mínum hef ég séð óteljandi dæmi um einmitt þetta. Kennarinn sem sá barn glíma við vanda en þorði ekki að grípa inn í án formlegrar tilvísunar. Félagsráðgjafinn sem vissi nákvæmlega hvað þurfti að gera en varð að bíða eftir samþykki sem tók vikur. Skólastjórnandinn sem hafði lausnina tiltæka en gat ekki beitt henni því reglugerðin náði ekki beint utan um málefnið. Niðurstaðan? Barnið sem þurfti stuðning í janúar er hætt að mæta í skólann í apríl. Fjölskyldan sem þurfti leiðbeiningar er nú komin í alvarlegan vanda. Kostnaðurinn, bæði mannlegur og fjárhagslegur, er orðinn hundraðfaldur. Kerfi sem umbunar vanvirkni Við höfum óvart skapað kerfi þar sem það getur borgað sig að gera ekki neitt. Ef starfsmaður vísar máli áfram fylgja því engar afleiðingar. Ef hann grípur inn í og eitthvað fer úrskeiðis getur hann hins vegar staðið frammi fyrir gagnrýni, kvörtunum, jafnvel áminningu. Þessi menning er svo rótgróin að við köllum það fagmennsku að fylgja reglum til hins ýtrasta, jafnvel þegar heilbrigð skynsemi segir okkur að grípa þurfi til aðgerða. Við höfum gleymt að raunveruleg fagmennska felst í að nota dómgreind til að þjóna þeim sem þurfa á þjónustunni að halda. Réttindi barna í orði og á borði Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um að í öllum aðgerðum sem varða börn skuli það sem barninu er fyrir bestu hafa forgang. Ekki það sem stofnuninni er fyrir bestu. Ekki það sem starfsmanninum er fyrir bestu. Það sem barninu er fyrir bestu. En hvar er þessi forgangur þegar sex ára barn þarf að bíða í þrjá mánuði eftir sálfræðingi? Hvar er hann þegar þrettán ára unglingur dettur út úr skóla vegna þess að enginn „bar ábyrgð" á málinu? Hvar er hann þegar fjölskylda þarf að heimsækja fimm stofnanir til að fá einfalda þjónustu? Þegar varfærni verður að vanrækslu Þegar fullorðið fólk í kerfinu er hrætt við að gera mistök eru það börnin sem greiða fyrir það dýru verði. Þau upplifa tafir sem breyta litlum vandamálum í stór. Þau heyra „þetta er ekki á okkar borði" þegar þau leita hjálpar. Þau missa jafnvel trú á fullorðnu fólki. Rannsóknir sýna að börn sem upplifa endurteknar tafir, hafnanir og viðbragðsleysi við hjálparbeiðnum eru líklegri til að þróa með sér vantraust á stofnanir samfélagsins. Vantraust sem fylgir þeim út lífið. Gæti þetta jafnvel verið ein af rótum þess að við sjáum nú alvarlegri ofbeldisbrot og áhættuhegðun meðal ungmenna? Vandinn sem við þorum ekki að nefna Vandinn sem við stöndum frammi fyrir er ekki skortur á peningum. Hann er ekki skortur á þekkingu. Hann er alls ekki skortur á vilja. Vandamálið er að við höfum gert kerfið mikilvægara en börnin sem það á að þjóna. Við höfum búið til menningu þar sem mistök við að hjálpa teljast verri en að hunsa vandann. „Ég fylgdi reglum" er betri vörn en „ég bjargaði barni." Hvað þarf til að breyta þessu? Lausnin krefst hugrekkis en er ekki flókin: Traust til fagfólks: Gefa þeim sem vinna með börnum vald til að taka ákvarðanir byggðar á faglegri þekkingu og skynsemi, ekki bara reglugerðum. Við þurfum sveigjanlegri viðmið og viðbrögð. Mistök í öruggu umhverfi: Skapa umhverfi þar sem hægt er að læra af mistökum í stað þess að refsa fyrir þau. Verstu mistökin eru þau sem við gerum með því að gera ekkert. Skýr forgangsröðun: Þegar vafi leikur á þarf ávallt að setja hagsmuni barnsins í forgang, ekki hagsmuni stofnunarinnar eða starfsmannsins. Stuðningur við starfsfólk: Fagfólk þarf handleiðslu og stuðning til að taka erfiðar ákvarðanir og vita að það hefur bakland þegar það grípur til aðgerða. Hvað kostar að gera ekkert? Á meðan þú lest þetta bíða þúsundir barna um allt land. Þau bíða ekki eftir nýjum lögum, meiri fjármunum eða betri kerfum. Þau bíða eftir því að fullorðna fólkið í lífi þeirra hætti að óttast afleiðingar þess að hjálpa og fari að óttast afleiðingar þess að hjálpa ekki. Næst þegar einhver segir „við getum ekki gert þetta, reglugerðin nær ekki utan um málið" ættum við að spyrja: Hvað kostar það okkur að gera ekkert? Hvað kostar það barnið? Fjölskylduna? Samfélagið? Sannleikurinn er sá að við höfum ekki efni á að láta óttann við mistök stjórna. Eini óttinn sem við ættum að bera í brjósti er óttinn við að bregðast börnum sem treysta á okkur. Börn geta ekki beðið eftir fullkominni reglugerð...og samfélagið okkar ekki heldur. Höfundur er sérfræðingur í farsæld og réttindum barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjördís Eva Þórðardóttir Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
„Við getum ekki gert það, reglugerðin nær ekki utan um þennan kostnað." Þessa setningu hef ég heyrt of oft þegar lausnir eru augljósar en ótti kerfisins við að stíga út fyrir kassann er lamandi. Á meðan við leitum að fullkominni heimild í reglugerð bíða börn og fjölskyldur. Afleiðingar biðarinnar kosta samfélagið oftar ekki margfalt meira en upphaflegu „mistökin" hefðu nokkurn tímann gert. Á starfsferli mínum hef ég séð óteljandi dæmi um einmitt þetta. Kennarinn sem sá barn glíma við vanda en þorði ekki að grípa inn í án formlegrar tilvísunar. Félagsráðgjafinn sem vissi nákvæmlega hvað þurfti að gera en varð að bíða eftir samþykki sem tók vikur. Skólastjórnandinn sem hafði lausnina tiltæka en gat ekki beitt henni því reglugerðin náði ekki beint utan um málefnið. Niðurstaðan? Barnið sem þurfti stuðning í janúar er hætt að mæta í skólann í apríl. Fjölskyldan sem þurfti leiðbeiningar er nú komin í alvarlegan vanda. Kostnaðurinn, bæði mannlegur og fjárhagslegur, er orðinn hundraðfaldur. Kerfi sem umbunar vanvirkni Við höfum óvart skapað kerfi þar sem það getur borgað sig að gera ekki neitt. Ef starfsmaður vísar máli áfram fylgja því engar afleiðingar. Ef hann grípur inn í og eitthvað fer úrskeiðis getur hann hins vegar staðið frammi fyrir gagnrýni, kvörtunum, jafnvel áminningu. Þessi menning er svo rótgróin að við köllum það fagmennsku að fylgja reglum til hins ýtrasta, jafnvel þegar heilbrigð skynsemi segir okkur að grípa þurfi til aðgerða. Við höfum gleymt að raunveruleg fagmennska felst í að nota dómgreind til að þjóna þeim sem þurfa á þjónustunni að halda. Réttindi barna í orði og á borði Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveður á um að í öllum aðgerðum sem varða börn skuli það sem barninu er fyrir bestu hafa forgang. Ekki það sem stofnuninni er fyrir bestu. Ekki það sem starfsmanninum er fyrir bestu. Það sem barninu er fyrir bestu. En hvar er þessi forgangur þegar sex ára barn þarf að bíða í þrjá mánuði eftir sálfræðingi? Hvar er hann þegar þrettán ára unglingur dettur út úr skóla vegna þess að enginn „bar ábyrgð" á málinu? Hvar er hann þegar fjölskylda þarf að heimsækja fimm stofnanir til að fá einfalda þjónustu? Þegar varfærni verður að vanrækslu Þegar fullorðið fólk í kerfinu er hrætt við að gera mistök eru það börnin sem greiða fyrir það dýru verði. Þau upplifa tafir sem breyta litlum vandamálum í stór. Þau heyra „þetta er ekki á okkar borði" þegar þau leita hjálpar. Þau missa jafnvel trú á fullorðnu fólki. Rannsóknir sýna að börn sem upplifa endurteknar tafir, hafnanir og viðbragðsleysi við hjálparbeiðnum eru líklegri til að þróa með sér vantraust á stofnanir samfélagsins. Vantraust sem fylgir þeim út lífið. Gæti þetta jafnvel verið ein af rótum þess að við sjáum nú alvarlegri ofbeldisbrot og áhættuhegðun meðal ungmenna? Vandinn sem við þorum ekki að nefna Vandinn sem við stöndum frammi fyrir er ekki skortur á peningum. Hann er ekki skortur á þekkingu. Hann er alls ekki skortur á vilja. Vandamálið er að við höfum gert kerfið mikilvægara en börnin sem það á að þjóna. Við höfum búið til menningu þar sem mistök við að hjálpa teljast verri en að hunsa vandann. „Ég fylgdi reglum" er betri vörn en „ég bjargaði barni." Hvað þarf til að breyta þessu? Lausnin krefst hugrekkis en er ekki flókin: Traust til fagfólks: Gefa þeim sem vinna með börnum vald til að taka ákvarðanir byggðar á faglegri þekkingu og skynsemi, ekki bara reglugerðum. Við þurfum sveigjanlegri viðmið og viðbrögð. Mistök í öruggu umhverfi: Skapa umhverfi þar sem hægt er að læra af mistökum í stað þess að refsa fyrir þau. Verstu mistökin eru þau sem við gerum með því að gera ekkert. Skýr forgangsröðun: Þegar vafi leikur á þarf ávallt að setja hagsmuni barnsins í forgang, ekki hagsmuni stofnunarinnar eða starfsmannsins. Stuðningur við starfsfólk: Fagfólk þarf handleiðslu og stuðning til að taka erfiðar ákvarðanir og vita að það hefur bakland þegar það grípur til aðgerða. Hvað kostar að gera ekkert? Á meðan þú lest þetta bíða þúsundir barna um allt land. Þau bíða ekki eftir nýjum lögum, meiri fjármunum eða betri kerfum. Þau bíða eftir því að fullorðna fólkið í lífi þeirra hætti að óttast afleiðingar þess að hjálpa og fari að óttast afleiðingar þess að hjálpa ekki. Næst þegar einhver segir „við getum ekki gert þetta, reglugerðin nær ekki utan um málið" ættum við að spyrja: Hvað kostar það okkur að gera ekkert? Hvað kostar það barnið? Fjölskylduna? Samfélagið? Sannleikurinn er sá að við höfum ekki efni á að láta óttann við mistök stjórna. Eini óttinn sem við ættum að bera í brjósti er óttinn við að bregðast börnum sem treysta á okkur. Börn geta ekki beðið eftir fullkominni reglugerð...og samfélagið okkar ekki heldur. Höfundur er sérfræðingur í farsæld og réttindum barna.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun