Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson skrifa 7. október 2025 07:02 Innan tveggja vikna mun Hæstiréttur Íslands kveða upp dóm sinn í svokölluðu vaxtamáli Neytendasamtakanna og VR, gegn Íslandsbanka. Í málinu er tekist á um hvort skilmálar fasteignalána um breytilega vexti séu löglegir eða brjóti gegn réttindum neytenda. Það er rétt að halda tvennu til haga áður en lengra er haldið; í fyrsta lagi að neytendur erum við öll, fólkið og heimilin í landinu og að þó að þetta mál sé höfðað gegn Íslandsbanka þá eru vaxtaskilmálar allra banka og margra lífeyrissjóða sama marki brenndir, a.m.k. hvað ágreiningsefnið varðar. Hér eru því gríðarlega miklir hagsmunir í húfi. Í þessari grein verður ekki fjallað um deiluefnið sem slíkt, en við sem þetta ritum efumst þó ekkert um réttmæti þessara málaferla og að hinir umdeildu vaxtaskilmálar fasteignalána séu ólögmætir. Þessi grein er því skrifuð út frá sjónarhorni neytenda. Íslenskir dómastólar hafa ekki virt (evrópska) neytendaréttinn hingað til Saga dómsmála þar sem reynt hefur á neytendarétt er því miður ekki falleg. Í kjölfar bankahrunsins 2008 var tekist á um lögmæti gengistryggðra lána. Þar tóku dómstólar afdrifaríkar ákvarðanir sem neytendur hafa síðan þurft að súpa seyðið af, með skelfilegum afleiðingum fyrir marga. Um þetta hefur víða verið fjallað en þegar Hæstiréttur Íslands dæmdi gengistrygginguna ólöglega og breytti um leið skýrt tilgreindum vöxtum í miklu hærri Seðlabankavexti, var brotið gegn réttindum neytenda með afgerandi hætti. Evrópskar reglur um bann við notkun óréttmætra skilmála í neytendasamningum voru teknar til meðferðar á Alþingi og innleiddar í íslensk samningalög árið 1995. Í þeim stendur orðrétt: „Samningur telst ósanngjarn stríði hann gegn góðum viðskiptaháttum og raski til muna jafnvægi milli réttinda og skyldna samningsaðila, neytanda í óhag. Ef slíkum skilmála er vikið til hliðar í heild eða að hluta, eða breytt, skal samningurinn að kröfu neytanda gilda að öðru leyti án breytinga verði hann efndur án skilmálans.“ Lög um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga nr. 7/1936, 3. mgr. 36. gr. c. Á mannamáli þýðir þetta að ef ákvæði í samningi er óréttmætt skal víkja því til hliðar en samningurinn standa að öðru leyti, sé það neytandanum í hag. Samkvæmt þessu hefði gengistryggingin því átt að falla niður en samningurinn standa óbreyttur að öðru leyti með þeim vöxtum sem voru skýrt tilgreindir í honum. Þessi réttur var þverbrotinn með skelfilegum afleiðingum fyrir þúsundir heimila án þess að farið sé nánar yfir þá sögu hér. Ástæðan fyrir því að rétturinn gat hunsað þetta lagaákvæði með þessum hætti, var sú að hin umtalaða Bókun 35 hafði ekki verið réttilega innleidd. Samkvæmt henni eiga innlend lagaákvæði sem réttilega innleiða EES-reglur að gilda fremur en önnur sett lög sem eru þeim ósamrýmanleg, ef til árekstra kemur á milli þeirra. Þess vegna gat rétturinn, reyndar með mjög vafasömum hætti, látið þessi réttilega settu lög sem áttu að tryggja neytendum, heimilunum í landinu, mun betri rétt, víkja fyrir öðrum lakari „séríslenskum“ lögum og jafnvel áður óþekktum og óskráðum lögskýringum. Síðan þá hafa dómstólar í raun verið á harðahlaupum undan þessu glappaskoti sínu og hreinlega látið eins og neytendarétturinn sem kveðið er á um í 36. grein c. í samningalögum, sé ekki til. Þeir hafa hunsað hann algjörlega alla tíð síðan þá. Staðreyndin er sú að frá þessum tíma hafa ótal mörg mál verið höfðuð fyrir dómstólum, þar sem reynt hefur á þann rétt neytenda sem þessi umrædda lagagrein kveður á um en aldrei verið dæmt neytendum í hag. Neytendur hafa ekkert alltaf rétt fyrir sér, en að þeir hafi það aldrei í neinu slíku máli, gengur alls ekki upp og það segir margt um þessa dapurlegu stöðu neytendaréttar á Íslandi. Það er vel við hæfi að þessi mál séu rifjuð upp þegar nákvæmlega 17 ár eru frá bankahruninu sem enn hefur ekki verið gert upp. Eftirmálar þess hafa aldrei verið rannsakaðir og lítið verið gert úr skaða þeirra tugþúsunda sem misstu heimili sín, mörg hver vegna þeirra dómssúrskurða sem hér hefur aðeins verið farið yfir. Núna er ástæða til (hóflegrar) bjartsýni Þar sem við sem þetta ritum höfum barist fyrir réttindum neytenda á fjármálamarkaði frá hruni með einum eða öðrum hætti, höfum við marga fjöruna sopið og höfum gríðarlega oft orðið fyrir svo miklum vonbrigðum, að erfitt er að trúa að réttlætið komi nokkurn tímann, þegar hagsmunir fjármálastofnana eru undir. Það er aðallega þrennt sem okkur finnst gefa ástæðu til hóflegrar bjartsýni því aldrei missum við vonina á réttlætið. #1 Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins var hliðhollt neytendum Héraðsdómur Reykjaness leitaði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um túlkun þeirra EES-reglna sem hafa verið innleiddar í íslensk lög og reynir á í málinu. Álitið var birt 23. maí 2024 og gaf sterklega til kynna að hinir umdeildu skilmálar standist hvorki kröfur tilskipunar um fasteignalán til neytenda um skýrleika, aðgengileika, hlutlægni og sannreynanleika né kröfur tilskipunar um óréttmæta skilmála í neytendasamningum um góða trú, jafnvægi og gagnsæi. #2 Hæstiréttur boðaði endurflutning og vitnaði sérstaklega í 36. grein c. Þann 27. maí sl. braut Hæstiréttur Íslands hreinlega blað í sinni sögu því að hann ákvað að það ætti að endurflytja mál Neytendasamtakanna gegn Íslandsbanka í vaxtamálinu fyrir dómstólnum. Hann sendi málið ekki til baka á fyrri dómsstig, heldur tók þá „…ákvörðun að taka á ný fyrir mál þetta í því skyni að fá afstöðu málsaðila til…“ nokkurra atriða, m.a. varðandi 36. gr. c. í samningalögum. Bara þessi ákvörðun um endurflutning er einstök en auk þess er þetta, að því er virðist, í fyrsta skipti sem rétturinn íhugar að taka mið af neytendaréttinum samkvæmt 36. grein c. í samningalögum. #2 Bókun 35 er í innleiðingarferli Ófullnægjandi innleiðing Bókunar 35 árið 1993 hefur svo sannarlega dregið dilk á eftir sér og hún var dómstólum skálkaskjólið sem þeir þurftu til að hunsa 36. grein c. um neytendarétt. En nú er að fjúka í það skjól. Ef þingstörf hefðu verið með eðlilegum hætti og stjórnarandstaðan ekki staðið gegn Bókun 35 með þeim hætti sem þau gerðu, hefði hún verið réttilega innleidd í vor, en við það var ekki komandi í þinglokasamningum. Vonandi mun það ekki valda neytendum skaða í þessu máli, nóg er nú samt, en það er þá á ábyrgð á stjórnarandstöðunnar sem barðist gegn bókuninni með kjafti og klóm. Núna á þessu þingi er þegar búið að mæla fyrir frumvarpi um rétta innleiðingu Bókunar 35 sem mun verða að íslenskum lögum fyrir jól. Þetta er dómurum Hæstaréttar Íslands að sjálfsögðu fullljóst þannig að við eigum erfitt með að trúa því að þeir vogi sér að byggja dóm sinn aftur á rangri innleiðingu. Séríslensk „blýhúðun“ Bjarna Ben og Sigmundar Davíðs skaðar neytendur Í dómi Héraðsdóms Reykjaness þar sem Íslandsbanki var sýknaður, var sérstaklega fjallað um fyrstu málsgrein 34. greinar laga um fasteignalán til neytenda en fyrri hluti hennar er svohljóðandi: „Ef í samningi um fasteignalán er kveðið á um að byggt sé á viðmiðunargengi, vísitölum eða viðmiðunarvöxtum við ákvörðun breytilegra vaxta er lánveitanda aðeins heimilt að notast við viðmiðunargengi, vísitölur eða viðmiðunarvexti sem eru skýrir, aðgengilegir, hlutlægir og unnt að sannreyna, bæði fyrir aðila samnings og Neytendastofu.“ Lög um fasteignalán til neytenda nr. 118/2016, 1. málsl. 1. mgr. 34. gr. Sá hluti er í samræmi við ákvæði tilskipunar um fasteignalán til neytenda sem hlaut efnislega og löglega meðferð á Alþingi og felur þannig í sér réttilega innleidda EES-reglu. Ráðuneyti þáverandi fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar bætti aftur á móti „séríslenskri“ setningu við ákvæðið, svohljóðandi: „Byggist ákvörðun um breytingu á vöxtum ekki á viðmiðunargengi, vísitölum eða viðmiðunarvöxtum skal í samningi um fasteignalán greint frá skilyrðum og málsmeðferð við breytingu á vöxtum.“ Lög um fasteignalán til neytenda nr. 118/2016, 2. málsl. 1. mgr. 34. grein. Í raun má segja að seinni hlutinn, íslenska viðbótin, hreinlega núlli út fyrri hlutann sem endurspeglar EES-reglu en einmitt á þessum seinni hluta byggði Héraðsdómur Reykjaness sýknudóm sinn. Dómarinn nýtti þessa viðbót til að heimila notkun hinna umdeildu skilmála og svipti þar með íslenska neytendur þeim rétti sem aðrir íbúar EES ríkja búa við. Hann leit greinilega svo á að þetta séríslenska ákvæði sem á sér enga stoð í EES reglum, réttlætti að virða ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins að vettugi! Þetta er í a.m.k. þriðja skiptið sem íslenskur dómstóll hunsar álit EFTA dómstólsins en við vitum ekki til þess að dómstólar annarra landa hafi leyft sér það. Hver bað um eða samdi þessa viðbótarsetningu í lögunum? Þessi „blýhúðun“ innleiðingarinnar á rætur að rekja til fjármálaráðuneytis Bjarna Benediktssonar í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þáverandi forsætisráðherra. Margar spurningar hljóta að vakna og vera rannsóknarefni út af fyrir sig eins og t.d. hver samdi þessa „séríslensku viðbót“ og hver ákvað að bæta henni við og af hvaða hvötum eða ástæðu? Ef leggja á einhverja ábyrgð á Alþingi, þarf líka að svara því hvort efnahags- og viðskiptanefnd og Alþingi sjálft hafi verið upplýst um þessa „séríslensku“ viðbót, eða hvort þingmenn hafi talið sig vera að samþykkja og innleiða evrópskar neytendaverndarreglur réttilega óbreyttar. Á þessu leikur vafi því hvergi í gögnum málsins er tekið fram að um séríslenska viðbót sé að ræða sem dragi úr þeirri neytendavernd sem innleiðing tilskipunarinnar átti að tryggja. Ef Bókun 35 hefði verið rétt innleidd, hefði Héraðsdómur Reykjaness neyðst til þess að bera síðari hluta greinarinnar saman við EES-regluna í þeim fyrri og láta þá reglu sem var réttilega innleidd ganga framar hinni. Það ber Hæstarétti Íslands einnig skylda til að gera nú. Hæstiréttur verður að líta til þess að þó Bókun 35 hafi ekki verið réttilega innleidd verður hún það innan skamms. Þar fyrir utan er það réttlætismál að íslensk stjórnvöld eigi ekki að geta svipt íslenska neytendur rétti sem aðrir íbúar EES-ríkja njóta, hvorki fyrir handvömm íslenskra stjórnvalda né viðleitni þeirra til þjónkunar við fjármálafyrirtæki. Það hlýtur að segja sig sjálft. „Tjón“ bankanna Undanfarið hafa birst greinar í fjölmiðlum um að „tjón“ bankanna verði samanlagt um 70 milljarðar króna, falli dómar neytendum í hag. Við mótmælum þessari framsetningu. Þetta er fé sem bankarnir hafa tekið af neytendum með ólögmætum hætti. Það er ekki „tjón“ að skila ofteknu fé. Hvert hefur tjón neytenda verið af því að greiða bönkunum vexti sem þeir höfðu ekki heimild til að innheimta? Ef þessir 70 milljarðar króna myndu skiptast jafnt á milli 160.000 heimila þá væru þetta um 440.000 krónur á hvert og eitt þeirra og heimilin munar um minna. Að sjálfsögðu verður þessu ekki „jafnt skipt“ heldur á að fara í réttum hlutföllum til þeirra sem hafa orðið fyrir tjóni, sem hjá mörgum hleypur á milljónum, allt eftir eðli þeirra samninga sem um ræðir. Í þessu samhengi er rétt að nefna að hagnaður bankanna á árinu 2024 nam rúmlega 87 milljörðum króna og hagnaðartölur hafa verið svipaðar mörg undanfarin ár. Þeir hafa því borð fyrir báru og geta hæglega endurgreitt oftekið fé. Ríkið á ekki að verða skaðabótaskylt Eina mögulega leiðin fyrir Hæstarétt Íslands til að hunsa réttindi neytenda í málinu er að byggja á því að reglur sem eiga að tryggja að þau gildi framar öðrum lakari „séríslenskum“ lögum hafi ekki verið réttilega innleiddar í íslensk lög en innleiðing þeirra er á ábyrgð íslenska ríkisins. Ef bankinn verður sýknaður með þeim hætti að réttindi neytenda verði enn og aftur látin víkja fyrir öðrum og lakari séríslenskum lagaákvæðum er óhjákvæmilegt að Neytendasamtökin höfði skaðabótamál gegn íslenska ríkinu fyrir brot á skyldum sínum samkvæmt EES samningnum. Ef þannig færi, er hætt við skaðinn félli á ríkissjóð og þar með skattgreiðendur en ekki bankana. Þetta er raunveruleg hætta og yrðu gríðarlegt högg fyrir ríkissjóð, sem hefur náttúrulega ekki fengið þessa 70 milljarða til sín. Hann væri því ekki einfaldlega „að skila ofteknu fé“, heldur myndi skaðinn falla á skattgreiðendur á meðan bankarnir héldu öllum sínum feng. Það má alls ekki gerast. Það er því einlæg von okkar að dómstólar dæmi samkvæmt neytendaréttinum sem hefur verið réttilega innleiddur í íslensk lög síðan árið 1995. Við förum ekki fram á „sérmeðferð“ fyrir neytendur eða að Hæstiréttur halli máli á nokkurn hátt. Það er hins vegar fyrir löngu komið nóg af því að fjármálastofnanir fái sérmeðferðir og að leitað sé allra leiða til að dæma þeim í hag, en í þessu tilfelli gæti það haft skelfilegar afleiðingar fyrir ríkissjóð. Við minnum á að heimilin í landinu eiga ekki að vera fóður fyrir bankana og hinum brotlegu, eins og öðrum í þessu landi, ber að skila fé sem þeir hafa oftekið með ólögmætum hætti. Höfundar eru þingmenn Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Neytendur Flokkur fólksins Ásthildur Lóa Þórsdóttir Ragnar Þór Ingólfsson Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Sjá meira
Innan tveggja vikna mun Hæstiréttur Íslands kveða upp dóm sinn í svokölluðu vaxtamáli Neytendasamtakanna og VR, gegn Íslandsbanka. Í málinu er tekist á um hvort skilmálar fasteignalána um breytilega vexti séu löglegir eða brjóti gegn réttindum neytenda. Það er rétt að halda tvennu til haga áður en lengra er haldið; í fyrsta lagi að neytendur erum við öll, fólkið og heimilin í landinu og að þó að þetta mál sé höfðað gegn Íslandsbanka þá eru vaxtaskilmálar allra banka og margra lífeyrissjóða sama marki brenndir, a.m.k. hvað ágreiningsefnið varðar. Hér eru því gríðarlega miklir hagsmunir í húfi. Í þessari grein verður ekki fjallað um deiluefnið sem slíkt, en við sem þetta ritum efumst þó ekkert um réttmæti þessara málaferla og að hinir umdeildu vaxtaskilmálar fasteignalána séu ólögmætir. Þessi grein er því skrifuð út frá sjónarhorni neytenda. Íslenskir dómastólar hafa ekki virt (evrópska) neytendaréttinn hingað til Saga dómsmála þar sem reynt hefur á neytendarétt er því miður ekki falleg. Í kjölfar bankahrunsins 2008 var tekist á um lögmæti gengistryggðra lána. Þar tóku dómstólar afdrifaríkar ákvarðanir sem neytendur hafa síðan þurft að súpa seyðið af, með skelfilegum afleiðingum fyrir marga. Um þetta hefur víða verið fjallað en þegar Hæstiréttur Íslands dæmdi gengistrygginguna ólöglega og breytti um leið skýrt tilgreindum vöxtum í miklu hærri Seðlabankavexti, var brotið gegn réttindum neytenda með afgerandi hætti. Evrópskar reglur um bann við notkun óréttmætra skilmála í neytendasamningum voru teknar til meðferðar á Alþingi og innleiddar í íslensk samningalög árið 1995. Í þeim stendur orðrétt: „Samningur telst ósanngjarn stríði hann gegn góðum viðskiptaháttum og raski til muna jafnvægi milli réttinda og skyldna samningsaðila, neytanda í óhag. Ef slíkum skilmála er vikið til hliðar í heild eða að hluta, eða breytt, skal samningurinn að kröfu neytanda gilda að öðru leyti án breytinga verði hann efndur án skilmálans.“ Lög um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga nr. 7/1936, 3. mgr. 36. gr. c. Á mannamáli þýðir þetta að ef ákvæði í samningi er óréttmætt skal víkja því til hliðar en samningurinn standa að öðru leyti, sé það neytandanum í hag. Samkvæmt þessu hefði gengistryggingin því átt að falla niður en samningurinn standa óbreyttur að öðru leyti með þeim vöxtum sem voru skýrt tilgreindir í honum. Þessi réttur var þverbrotinn með skelfilegum afleiðingum fyrir þúsundir heimila án þess að farið sé nánar yfir þá sögu hér. Ástæðan fyrir því að rétturinn gat hunsað þetta lagaákvæði með þessum hætti, var sú að hin umtalaða Bókun 35 hafði ekki verið réttilega innleidd. Samkvæmt henni eiga innlend lagaákvæði sem réttilega innleiða EES-reglur að gilda fremur en önnur sett lög sem eru þeim ósamrýmanleg, ef til árekstra kemur á milli þeirra. Þess vegna gat rétturinn, reyndar með mjög vafasömum hætti, látið þessi réttilega settu lög sem áttu að tryggja neytendum, heimilunum í landinu, mun betri rétt, víkja fyrir öðrum lakari „séríslenskum“ lögum og jafnvel áður óþekktum og óskráðum lögskýringum. Síðan þá hafa dómstólar í raun verið á harðahlaupum undan þessu glappaskoti sínu og hreinlega látið eins og neytendarétturinn sem kveðið er á um í 36. grein c. í samningalögum, sé ekki til. Þeir hafa hunsað hann algjörlega alla tíð síðan þá. Staðreyndin er sú að frá þessum tíma hafa ótal mörg mál verið höfðuð fyrir dómstólum, þar sem reynt hefur á þann rétt neytenda sem þessi umrædda lagagrein kveður á um en aldrei verið dæmt neytendum í hag. Neytendur hafa ekkert alltaf rétt fyrir sér, en að þeir hafi það aldrei í neinu slíku máli, gengur alls ekki upp og það segir margt um þessa dapurlegu stöðu neytendaréttar á Íslandi. Það er vel við hæfi að þessi mál séu rifjuð upp þegar nákvæmlega 17 ár eru frá bankahruninu sem enn hefur ekki verið gert upp. Eftirmálar þess hafa aldrei verið rannsakaðir og lítið verið gert úr skaða þeirra tugþúsunda sem misstu heimili sín, mörg hver vegna þeirra dómssúrskurða sem hér hefur aðeins verið farið yfir. Núna er ástæða til (hóflegrar) bjartsýni Þar sem við sem þetta ritum höfum barist fyrir réttindum neytenda á fjármálamarkaði frá hruni með einum eða öðrum hætti, höfum við marga fjöruna sopið og höfum gríðarlega oft orðið fyrir svo miklum vonbrigðum, að erfitt er að trúa að réttlætið komi nokkurn tímann, þegar hagsmunir fjármálastofnana eru undir. Það er aðallega þrennt sem okkur finnst gefa ástæðu til hóflegrar bjartsýni því aldrei missum við vonina á réttlætið. #1 Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins var hliðhollt neytendum Héraðsdómur Reykjaness leitaði ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins um túlkun þeirra EES-reglna sem hafa verið innleiddar í íslensk lög og reynir á í málinu. Álitið var birt 23. maí 2024 og gaf sterklega til kynna að hinir umdeildu skilmálar standist hvorki kröfur tilskipunar um fasteignalán til neytenda um skýrleika, aðgengileika, hlutlægni og sannreynanleika né kröfur tilskipunar um óréttmæta skilmála í neytendasamningum um góða trú, jafnvægi og gagnsæi. #2 Hæstiréttur boðaði endurflutning og vitnaði sérstaklega í 36. grein c. Þann 27. maí sl. braut Hæstiréttur Íslands hreinlega blað í sinni sögu því að hann ákvað að það ætti að endurflytja mál Neytendasamtakanna gegn Íslandsbanka í vaxtamálinu fyrir dómstólnum. Hann sendi málið ekki til baka á fyrri dómsstig, heldur tók þá „…ákvörðun að taka á ný fyrir mál þetta í því skyni að fá afstöðu málsaðila til…“ nokkurra atriða, m.a. varðandi 36. gr. c. í samningalögum. Bara þessi ákvörðun um endurflutning er einstök en auk þess er þetta, að því er virðist, í fyrsta skipti sem rétturinn íhugar að taka mið af neytendaréttinum samkvæmt 36. grein c. í samningalögum. #2 Bókun 35 er í innleiðingarferli Ófullnægjandi innleiðing Bókunar 35 árið 1993 hefur svo sannarlega dregið dilk á eftir sér og hún var dómstólum skálkaskjólið sem þeir þurftu til að hunsa 36. grein c. um neytendarétt. En nú er að fjúka í það skjól. Ef þingstörf hefðu verið með eðlilegum hætti og stjórnarandstaðan ekki staðið gegn Bókun 35 með þeim hætti sem þau gerðu, hefði hún verið réttilega innleidd í vor, en við það var ekki komandi í þinglokasamningum. Vonandi mun það ekki valda neytendum skaða í þessu máli, nóg er nú samt, en það er þá á ábyrgð á stjórnarandstöðunnar sem barðist gegn bókuninni með kjafti og klóm. Núna á þessu þingi er þegar búið að mæla fyrir frumvarpi um rétta innleiðingu Bókunar 35 sem mun verða að íslenskum lögum fyrir jól. Þetta er dómurum Hæstaréttar Íslands að sjálfsögðu fullljóst þannig að við eigum erfitt með að trúa því að þeir vogi sér að byggja dóm sinn aftur á rangri innleiðingu. Séríslensk „blýhúðun“ Bjarna Ben og Sigmundar Davíðs skaðar neytendur Í dómi Héraðsdóms Reykjaness þar sem Íslandsbanki var sýknaður, var sérstaklega fjallað um fyrstu málsgrein 34. greinar laga um fasteignalán til neytenda en fyrri hluti hennar er svohljóðandi: „Ef í samningi um fasteignalán er kveðið á um að byggt sé á viðmiðunargengi, vísitölum eða viðmiðunarvöxtum við ákvörðun breytilegra vaxta er lánveitanda aðeins heimilt að notast við viðmiðunargengi, vísitölur eða viðmiðunarvexti sem eru skýrir, aðgengilegir, hlutlægir og unnt að sannreyna, bæði fyrir aðila samnings og Neytendastofu.“ Lög um fasteignalán til neytenda nr. 118/2016, 1. málsl. 1. mgr. 34. gr. Sá hluti er í samræmi við ákvæði tilskipunar um fasteignalán til neytenda sem hlaut efnislega og löglega meðferð á Alþingi og felur þannig í sér réttilega innleidda EES-reglu. Ráðuneyti þáverandi fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar bætti aftur á móti „séríslenskri“ setningu við ákvæðið, svohljóðandi: „Byggist ákvörðun um breytingu á vöxtum ekki á viðmiðunargengi, vísitölum eða viðmiðunarvöxtum skal í samningi um fasteignalán greint frá skilyrðum og málsmeðferð við breytingu á vöxtum.“ Lög um fasteignalán til neytenda nr. 118/2016, 2. málsl. 1. mgr. 34. grein. Í raun má segja að seinni hlutinn, íslenska viðbótin, hreinlega núlli út fyrri hlutann sem endurspeglar EES-reglu en einmitt á þessum seinni hluta byggði Héraðsdómur Reykjaness sýknudóm sinn. Dómarinn nýtti þessa viðbót til að heimila notkun hinna umdeildu skilmála og svipti þar með íslenska neytendur þeim rétti sem aðrir íbúar EES ríkja búa við. Hann leit greinilega svo á að þetta séríslenska ákvæði sem á sér enga stoð í EES reglum, réttlætti að virða ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins að vettugi! Þetta er í a.m.k. þriðja skiptið sem íslenskur dómstóll hunsar álit EFTA dómstólsins en við vitum ekki til þess að dómstólar annarra landa hafi leyft sér það. Hver bað um eða samdi þessa viðbótarsetningu í lögunum? Þessi „blýhúðun“ innleiðingarinnar á rætur að rekja til fjármálaráðuneytis Bjarna Benediktssonar í tíð ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þáverandi forsætisráðherra. Margar spurningar hljóta að vakna og vera rannsóknarefni út af fyrir sig eins og t.d. hver samdi þessa „séríslensku viðbót“ og hver ákvað að bæta henni við og af hvaða hvötum eða ástæðu? Ef leggja á einhverja ábyrgð á Alþingi, þarf líka að svara því hvort efnahags- og viðskiptanefnd og Alþingi sjálft hafi verið upplýst um þessa „séríslensku“ viðbót, eða hvort þingmenn hafi talið sig vera að samþykkja og innleiða evrópskar neytendaverndarreglur réttilega óbreyttar. Á þessu leikur vafi því hvergi í gögnum málsins er tekið fram að um séríslenska viðbót sé að ræða sem dragi úr þeirri neytendavernd sem innleiðing tilskipunarinnar átti að tryggja. Ef Bókun 35 hefði verið rétt innleidd, hefði Héraðsdómur Reykjaness neyðst til þess að bera síðari hluta greinarinnar saman við EES-regluna í þeim fyrri og láta þá reglu sem var réttilega innleidd ganga framar hinni. Það ber Hæstarétti Íslands einnig skylda til að gera nú. Hæstiréttur verður að líta til þess að þó Bókun 35 hafi ekki verið réttilega innleidd verður hún það innan skamms. Þar fyrir utan er það réttlætismál að íslensk stjórnvöld eigi ekki að geta svipt íslenska neytendur rétti sem aðrir íbúar EES-ríkja njóta, hvorki fyrir handvömm íslenskra stjórnvalda né viðleitni þeirra til þjónkunar við fjármálafyrirtæki. Það hlýtur að segja sig sjálft. „Tjón“ bankanna Undanfarið hafa birst greinar í fjölmiðlum um að „tjón“ bankanna verði samanlagt um 70 milljarðar króna, falli dómar neytendum í hag. Við mótmælum þessari framsetningu. Þetta er fé sem bankarnir hafa tekið af neytendum með ólögmætum hætti. Það er ekki „tjón“ að skila ofteknu fé. Hvert hefur tjón neytenda verið af því að greiða bönkunum vexti sem þeir höfðu ekki heimild til að innheimta? Ef þessir 70 milljarðar króna myndu skiptast jafnt á milli 160.000 heimila þá væru þetta um 440.000 krónur á hvert og eitt þeirra og heimilin munar um minna. Að sjálfsögðu verður þessu ekki „jafnt skipt“ heldur á að fara í réttum hlutföllum til þeirra sem hafa orðið fyrir tjóni, sem hjá mörgum hleypur á milljónum, allt eftir eðli þeirra samninga sem um ræðir. Í þessu samhengi er rétt að nefna að hagnaður bankanna á árinu 2024 nam rúmlega 87 milljörðum króna og hagnaðartölur hafa verið svipaðar mörg undanfarin ár. Þeir hafa því borð fyrir báru og geta hæglega endurgreitt oftekið fé. Ríkið á ekki að verða skaðabótaskylt Eina mögulega leiðin fyrir Hæstarétt Íslands til að hunsa réttindi neytenda í málinu er að byggja á því að reglur sem eiga að tryggja að þau gildi framar öðrum lakari „séríslenskum“ lögum hafi ekki verið réttilega innleiddar í íslensk lög en innleiðing þeirra er á ábyrgð íslenska ríkisins. Ef bankinn verður sýknaður með þeim hætti að réttindi neytenda verði enn og aftur látin víkja fyrir öðrum og lakari séríslenskum lagaákvæðum er óhjákvæmilegt að Neytendasamtökin höfði skaðabótamál gegn íslenska ríkinu fyrir brot á skyldum sínum samkvæmt EES samningnum. Ef þannig færi, er hætt við skaðinn félli á ríkissjóð og þar með skattgreiðendur en ekki bankana. Þetta er raunveruleg hætta og yrðu gríðarlegt högg fyrir ríkissjóð, sem hefur náttúrulega ekki fengið þessa 70 milljarða til sín. Hann væri því ekki einfaldlega „að skila ofteknu fé“, heldur myndi skaðinn falla á skattgreiðendur á meðan bankarnir héldu öllum sínum feng. Það má alls ekki gerast. Það er því einlæg von okkar að dómstólar dæmi samkvæmt neytendaréttinum sem hefur verið réttilega innleiddur í íslensk lög síðan árið 1995. Við förum ekki fram á „sérmeðferð“ fyrir neytendur eða að Hæstiréttur halli máli á nokkurn hátt. Það er hins vegar fyrir löngu komið nóg af því að fjármálastofnanir fái sérmeðferðir og að leitað sé allra leiða til að dæma þeim í hag, en í þessu tilfelli gæti það haft skelfilegar afleiðingar fyrir ríkissjóð. Við minnum á að heimilin í landinu eiga ekki að vera fóður fyrir bankana og hinum brotlegu, eins og öðrum í þessu landi, ber að skila fé sem þeir hafa oftekið með ólögmætum hætti. Höfundar eru þingmenn Flokks fólksins.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun