Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Lovísa Arnardóttir skrifar 7. október 2025 09:59 Það er ákall um að vernda Möggu Stínu og frelsisflotann sem nú er á leið til Gasa til að reyna að rjúfa herkví Ísraela og flytja þangað hjálpargögn. Vísir/Anton Brink Fjöldi fólks mótmælir nú á Hverfisgötu við fund ríkisstjórnarinnar. Tvö ár eru í dag frá því að Hamas réðst inn í Ísrael, drap um 1.200 manns og tók 251 gísl. Árásir Ísraela og hernaður þeirra á Gasa stigmagnaðist strax í kjölfarið. Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ísraelsmenn hafi framið þjóðarmorð á Palestínumönnum á Gasa. Samkvæmt skýrslu sem kom út í september hafa fjögur af fimm skilyrðum alþjóðalaga um þjóðarmorð verið uppfyllt; Ísraelsmenn hafi myrt meðlimi hóps, valdið þeim alvarlegum líkamlegum og andlegum skaða, komið á skilyrðum til að tortíma hópnum og komið í veg fyrir fæðingar. Konur og karlar mótmæla, stundum oft í viku. Vísir/Anton Brink Rúmlega 67 þúsund Palestínumenn verið drepnir í aðgerðum Ísraela. Flestir eru almennir borgarar og er áætlað að um 18 þúsund börn hafi verið drepin í aðgerðunum. Þá ríkir hungursneyð á Gasa vegna þess að Ísrael hefur meinað flutning hjálpargagna á svæðið. Sjá einnig: Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Samninganefndir Hamas og Ísraela eiga í óformlegum viðræðum í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi um frið á svæðinu. Unnið er eftir friðaráætlun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og hófust fundarhöld síðdegis í gær. Hamas eru sagðir hafa fallist á nokkur atriði í áætluninni en önnur munu vera til umræðu á fundunum. Lögreglan hefur girt af svæðið við fund ráðherranna. Vísir/Anton Brink Trump forseti sagðist á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi vera bjartsýnn á framhaldið. Fjöldi fólks hefur í þessi tvö ár mótmælt aðgerðum Ísraela á Íslandi og kallað eftir sterkari viðbrögðum stjórnvalda. Stjórnvöld kynntu í september um aðgerðir gegn Ísrael. Fríverslunarsamningur Íslands og annarra EFTA-ríkja við Ísrael verður ekki uppfærður og tveir ísraelskir ráðherrar verða settir í farbann, sem felur í sér að þeir mega ekki ferðast til Íslands og mega ekki fara um íslenska lofthelgi. Þá verða vörur frá hernumdum svæðum Ísraela merktar, auk þess sem farið verður í aðrar aðgerðir. Palestínska fánanum er veifað við fund ráðherra. Vísir/Anton Brink Lögregla og mótmælendur eiga í samræðum. Vísir/Anton Brink Mótmælendur kalla eftir frjálsri Palestínu. Vísir/Anton Brink Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra mætir til fundar. Vísir/Anton Brink Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sameinuðu þjóðirnar Reykjavík Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
Samkvæmt skýrslu sem kom út í september hafa fjögur af fimm skilyrðum alþjóðalaga um þjóðarmorð verið uppfyllt; Ísraelsmenn hafi myrt meðlimi hóps, valdið þeim alvarlegum líkamlegum og andlegum skaða, komið á skilyrðum til að tortíma hópnum og komið í veg fyrir fæðingar. Konur og karlar mótmæla, stundum oft í viku. Vísir/Anton Brink Rúmlega 67 þúsund Palestínumenn verið drepnir í aðgerðum Ísraela. Flestir eru almennir borgarar og er áætlað að um 18 þúsund börn hafi verið drepin í aðgerðunum. Þá ríkir hungursneyð á Gasa vegna þess að Ísrael hefur meinað flutning hjálpargagna á svæðið. Sjá einnig: Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Samninganefndir Hamas og Ísraela eiga í óformlegum viðræðum í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi um frið á svæðinu. Unnið er eftir friðaráætlun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og hófust fundarhöld síðdegis í gær. Hamas eru sagðir hafa fallist á nokkur atriði í áætluninni en önnur munu vera til umræðu á fundunum. Lögreglan hefur girt af svæðið við fund ráðherranna. Vísir/Anton Brink Trump forseti sagðist á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi vera bjartsýnn á framhaldið. Fjöldi fólks hefur í þessi tvö ár mótmælt aðgerðum Ísraela á Íslandi og kallað eftir sterkari viðbrögðum stjórnvalda. Stjórnvöld kynntu í september um aðgerðir gegn Ísrael. Fríverslunarsamningur Íslands og annarra EFTA-ríkja við Ísrael verður ekki uppfærður og tveir ísraelskir ráðherrar verða settir í farbann, sem felur í sér að þeir mega ekki ferðast til Íslands og mega ekki fara um íslenska lofthelgi. Þá verða vörur frá hernumdum svæðum Ísraela merktar, auk þess sem farið verður í aðrar aðgerðir. Palestínska fánanum er veifað við fund ráðherra. Vísir/Anton Brink Lögregla og mótmælendur eiga í samræðum. Vísir/Anton Brink Mótmælendur kalla eftir frjálsri Palestínu. Vísir/Anton Brink Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra mætir til fundar. Vísir/Anton Brink
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sameinuðu þjóðirnar Reykjavík Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira