Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar 16. október 2025 17:17 Sterkasta réttindakerfi launafólks á Íslandi Nú stendur félagsfólk VR frammi fyrir mikilvægri ákvörðun: hvort halda eigi áfram með núverandi varasjóð VR eða taka upp hefðbundið styrkjakerfi. Sem stjórnarmaður í VR hvet ég félagsfólk eindregið til að kjósa til stuðnings varasjóðnum. Hann er réttlátari, sveigjanlegri og tryggir félagsfólki raunverulegt frelsi til að nýta sitt eigið fé á eigin forsendum. Persónulegur sjóður á nafni hvers félagsmanns VR varasjóður er persónulegur inneignarsjóður sem byggir á félagsgjöldum hvers og eins. Árlega er greitt inn í sjóðinn, að jafnaði um 4% af einum mánaðarlaunum miðað við laun síðasta árs. Þetta er ekki styrkur sem rennur út, heldur fjármunir sem safnast upp milli ára og má nýta þegar félagsmaður kýs. Inneignina má nota á fjölbreyttan hátt – til dæmis fyrir nám, líkamsrækt, læknis- og tannlækniskostnað, sálfræðiaðstoð, ferðalög, orlofshús VR og margt fleira. Þannig ræður félagsmaður sjálfur hvað hentar best hverju sinni – án þess að vera bundinn við fasta styrkflokka. Sveigjanleiki og sanngirni í forgangi Hefðbundið styrkjakerfi myndi takmarka hámarks rétt við 120.000 krónur á ári og fyrirfram ákveðna styrkflokka sem hvorki safnast upp né flytjast milli ára. Varasjóðurinn aftur á móti tryggir að rétturinn vaxi með tímanum, og að félagsfólk geti notið stuðnings þegar raunveruleg þörf skapast og í þeim tilgangi sem hverjum og einum best hentar. Varasjóður VR er einfaldlega nútímalegra, sveigjanlegra og réttlátara kerfi. Réttindi haldast – skerðast ef breyting verður Ef varasjóður VR heldur áfram í núverandi mynd, mun félagsfólk áfram geta nýtt sér að greiða fyrir orlofshús með varasjóði og niðurgreidd gjafabréf Icelandair sem þúsundir félagsfólk hefur nýtt sér. Ef nýtt styrkjakerfi verður hins vegar tekið upp, falla þessi réttindi niður, auk þess sem fyrning á réttindum gerist mun hraðar en í núverandi kerfi og glasafrjógvunarstyrkur lækkar. Þetta þýðir að þessi breyting væri skerðing, ekki framfaraskref fyrir þúsundir félaga í VR. Traustur og sjálfbær sjóður Varasjóður VR er ekki aðeins sveigjanlegur, heldur einnig fjárhagslega traustur og sjálfbær. Árið 2024 greiddi VR rúmlega 1.050 milljónir króna inn í sjóðinn, en útgreiðslur og styrkir námu samtals um 980 milljónum króna. Varasjóður VR er því ekki aðeins félagslega réttlátt, heldur einnig fjárhagslega ábyrg lausn sem tryggir stöðugleika til framtíðar. Tökum upplýsta ákvörðun Varasjóður VR er kerfi sem byggir á traustum grunni og virkar vel. Að skipta honum út fyrir gamaldags styrkjakerfi með föstum hámarksupphæðum og flokkum væri skref aftur á bak. Ég skora á allt félagsfólk VR að taka þátt í kosningunni og kjósa áframhaldandi varasjóð VR. Kosningin er rafræn á www.vr.is, það tekur innan við tvær mínútur að kjósa og það er hægt að skoða inneign í varasjóðnum í leiðinni. Með því tryggjum við að réttindi félagsmanna verði ekki skert, heldur áfram að þróast með samfélaginu og þörfum launafólksins sem stendur undir félaginu. Höfundur er stjórnarmaður í VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Sterkasta réttindakerfi launafólks á Íslandi Nú stendur félagsfólk VR frammi fyrir mikilvægri ákvörðun: hvort halda eigi áfram með núverandi varasjóð VR eða taka upp hefðbundið styrkjakerfi. Sem stjórnarmaður í VR hvet ég félagsfólk eindregið til að kjósa til stuðnings varasjóðnum. Hann er réttlátari, sveigjanlegri og tryggir félagsfólki raunverulegt frelsi til að nýta sitt eigið fé á eigin forsendum. Persónulegur sjóður á nafni hvers félagsmanns VR varasjóður er persónulegur inneignarsjóður sem byggir á félagsgjöldum hvers og eins. Árlega er greitt inn í sjóðinn, að jafnaði um 4% af einum mánaðarlaunum miðað við laun síðasta árs. Þetta er ekki styrkur sem rennur út, heldur fjármunir sem safnast upp milli ára og má nýta þegar félagsmaður kýs. Inneignina má nota á fjölbreyttan hátt – til dæmis fyrir nám, líkamsrækt, læknis- og tannlækniskostnað, sálfræðiaðstoð, ferðalög, orlofshús VR og margt fleira. Þannig ræður félagsmaður sjálfur hvað hentar best hverju sinni – án þess að vera bundinn við fasta styrkflokka. Sveigjanleiki og sanngirni í forgangi Hefðbundið styrkjakerfi myndi takmarka hámarks rétt við 120.000 krónur á ári og fyrirfram ákveðna styrkflokka sem hvorki safnast upp né flytjast milli ára. Varasjóðurinn aftur á móti tryggir að rétturinn vaxi með tímanum, og að félagsfólk geti notið stuðnings þegar raunveruleg þörf skapast og í þeim tilgangi sem hverjum og einum best hentar. Varasjóður VR er einfaldlega nútímalegra, sveigjanlegra og réttlátara kerfi. Réttindi haldast – skerðast ef breyting verður Ef varasjóður VR heldur áfram í núverandi mynd, mun félagsfólk áfram geta nýtt sér að greiða fyrir orlofshús með varasjóði og niðurgreidd gjafabréf Icelandair sem þúsundir félagsfólk hefur nýtt sér. Ef nýtt styrkjakerfi verður hins vegar tekið upp, falla þessi réttindi niður, auk þess sem fyrning á réttindum gerist mun hraðar en í núverandi kerfi og glasafrjógvunarstyrkur lækkar. Þetta þýðir að þessi breyting væri skerðing, ekki framfaraskref fyrir þúsundir félaga í VR. Traustur og sjálfbær sjóður Varasjóður VR er ekki aðeins sveigjanlegur, heldur einnig fjárhagslega traustur og sjálfbær. Árið 2024 greiddi VR rúmlega 1.050 milljónir króna inn í sjóðinn, en útgreiðslur og styrkir námu samtals um 980 milljónum króna. Varasjóður VR er því ekki aðeins félagslega réttlátt, heldur einnig fjárhagslega ábyrg lausn sem tryggir stöðugleika til framtíðar. Tökum upplýsta ákvörðun Varasjóður VR er kerfi sem byggir á traustum grunni og virkar vel. Að skipta honum út fyrir gamaldags styrkjakerfi með föstum hámarksupphæðum og flokkum væri skref aftur á bak. Ég skora á allt félagsfólk VR að taka þátt í kosningunni og kjósa áframhaldandi varasjóð VR. Kosningin er rafræn á www.vr.is, það tekur innan við tvær mínútur að kjósa og það er hægt að skoða inneign í varasjóðnum í leiðinni. Með því tryggjum við að réttindi félagsmanna verði ekki skert, heldur áfram að þróast með samfélaginu og þörfum launafólksins sem stendur undir félaginu. Höfundur er stjórnarmaður í VR.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar