Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Arnar Skúli Atlason skrifar 25. október 2025 13:58 Breiðablik - ÍBV Besta Deild Karla Haust 2025 KA vann 4-3 sigur á ÍBV í lokaumferð Bestu deildar karla í dag. Með sigrinum tryggði KA sér Forsetabikarinn og er þetta þriðja árið í röð sem Akureyringar lyfta þeim bikar. Leikurinn hófst frekar rólega en bæði lið fengu sénsa í upphafi til að komast yfir í leiknum. Það dró svo til tíðinda á 23. mínútu leiksins þegar Oliver Heiðarsson vann boltann úti hægra megin og fann Vicente Valor fyrir utan teiginn hjá KA. Vicente þrumaði boltanum upp í fjærhornið, gjörsamlega óverjandi fyrir markmann KA og heimamenn komnir yfir. Strax í næstu sókn fóru KA í sókn og eftir samspil fyrir utan teig Eyjamanna fékk Ingimar Stöle boltann á lofti til sín. Hann tók boltann niður og þrumaði honum niður í hornið og jafnaði leikinn. Fjörið hélt áfram og ÍBV komst aftur yfir mínútu seinna eða á 25. mínútu leiksins. Vicente Valor vann boltann eftir hræðilega sendingu úr vörn KA og geystist inn á teig KA, hann lagði boltann til hliðar þar sem Hermann Þór Ragnarsson stóð einn fyrir opnu marki og gat ekki annað en skorað og heimamenn komnir aftur yfir. En KA menn nýttu sér mistök Eyjamanna á 34. mínútu leiksins þegar títtnefndur Vicente Valor missti boltann í eigin teig og Ásgeir Sigurgeirsson vann boltann. Vicente Valor ákvað að renna sér og reyna að bjarga málum en straujaði Ásgeir niður og vítaspyrna dæmd. Hallgrímur Mar Steingrímsson fór á punktinn fyrir KA og skoraði úr spyrnunni og jafnaði leikinn. Eftir þetta datt leikurinn niður og fátt markvert gerðist þangað til Gunnar Oddur dómari leiksins flautaði til hálfleiks. KA menn byrjuðu að kraft i seinni hálfleikinn og komust yfir strax þegar Hallgrímur Mar tók hornspyrnu sem Ásgeir fleytti áfram inn á teiginn og Markús Máni Pétursson skallað boltann í netið. Gestirnir komnir yfir. ÍBV þurfti sigur í leiknum. Þeir tóku völdin á vellinum og á 69. mínútu skoraði Sigurður Arnar Magnússon frábært mark. Hann fékk sendingu út og sneri boltann fyrir utan teiginn í sveig yfir markmann KA og í netið og ÍBV búnir að jafna. ÍBV reyndi eins og þeir gátu að vinna leikinn en það reyndist erfitt að brjóta niður varnarmúr KA. Ekki var útlitið bjartara þegar Oliver Heiðarsson meiddist með fimm mínútur eftir af venjulegum leiktíma. Þegar klukkan var kominn fjórar mínútur fram yfir venjulegan leiktíma vann Hrannar Már Steingrímsson boltann. Hann fann bróður sinn Hallgrím Mar sem sendi Dag Inga Valsson í gegnum fáliðaða vörn ÍBV. Dagur Ingi var óeigingjarn og lagði boltann á Birni Ingason sem skoraði í opið mark ÍBV og sigurinn tryggður. Eftir þetta flautaði Gunnar Oddur flottur dómari leiksins leikinn af og KA sigurvegarar Forsetabikarsins. Atvikið Oliver Heiðarsson meiddist þegar fimm mínútur voru eftir og gerði það ÍBV erfitt fyrir að reyna að sækja sigurmarkið enda einum leikmanni færri það sem eftir lifði leiks þar sem heimamenn voru búnir með skiptingar sínar. Stjörnur og skúrkar Hallgrímur Mar var gjörsamlega frábær hjá KA sem og Birnir Snær Ingason. Þeir stjórnuðu sóknarleik gestanna sem var frábær. Hjá ÍBV voru það Oliver Heiðarsson og Vincente Valor sem báru af. Stemning og umgjörð Flott stemmning í kuldanum í Eyjum í dag. Dómarar Gunnar Oddur var geggjaður í dag. Hann var með flotta línu og greip vel inn í þegar þess þurfti og lét leikinn líka fljóta vel. Besta deild karla ÍBV KA
KA vann 4-3 sigur á ÍBV í lokaumferð Bestu deildar karla í dag. Með sigrinum tryggði KA sér Forsetabikarinn og er þetta þriðja árið í röð sem Akureyringar lyfta þeim bikar. Leikurinn hófst frekar rólega en bæði lið fengu sénsa í upphafi til að komast yfir í leiknum. Það dró svo til tíðinda á 23. mínútu leiksins þegar Oliver Heiðarsson vann boltann úti hægra megin og fann Vicente Valor fyrir utan teiginn hjá KA. Vicente þrumaði boltanum upp í fjærhornið, gjörsamlega óverjandi fyrir markmann KA og heimamenn komnir yfir. Strax í næstu sókn fóru KA í sókn og eftir samspil fyrir utan teig Eyjamanna fékk Ingimar Stöle boltann á lofti til sín. Hann tók boltann niður og þrumaði honum niður í hornið og jafnaði leikinn. Fjörið hélt áfram og ÍBV komst aftur yfir mínútu seinna eða á 25. mínútu leiksins. Vicente Valor vann boltann eftir hræðilega sendingu úr vörn KA og geystist inn á teig KA, hann lagði boltann til hliðar þar sem Hermann Þór Ragnarsson stóð einn fyrir opnu marki og gat ekki annað en skorað og heimamenn komnir aftur yfir. En KA menn nýttu sér mistök Eyjamanna á 34. mínútu leiksins þegar títtnefndur Vicente Valor missti boltann í eigin teig og Ásgeir Sigurgeirsson vann boltann. Vicente Valor ákvað að renna sér og reyna að bjarga málum en straujaði Ásgeir niður og vítaspyrna dæmd. Hallgrímur Mar Steingrímsson fór á punktinn fyrir KA og skoraði úr spyrnunni og jafnaði leikinn. Eftir þetta datt leikurinn niður og fátt markvert gerðist þangað til Gunnar Oddur dómari leiksins flautaði til hálfleiks. KA menn byrjuðu að kraft i seinni hálfleikinn og komust yfir strax þegar Hallgrímur Mar tók hornspyrnu sem Ásgeir fleytti áfram inn á teiginn og Markús Máni Pétursson skallað boltann í netið. Gestirnir komnir yfir. ÍBV þurfti sigur í leiknum. Þeir tóku völdin á vellinum og á 69. mínútu skoraði Sigurður Arnar Magnússon frábært mark. Hann fékk sendingu út og sneri boltann fyrir utan teiginn í sveig yfir markmann KA og í netið og ÍBV búnir að jafna. ÍBV reyndi eins og þeir gátu að vinna leikinn en það reyndist erfitt að brjóta niður varnarmúr KA. Ekki var útlitið bjartara þegar Oliver Heiðarsson meiddist með fimm mínútur eftir af venjulegum leiktíma. Þegar klukkan var kominn fjórar mínútur fram yfir venjulegan leiktíma vann Hrannar Már Steingrímsson boltann. Hann fann bróður sinn Hallgrím Mar sem sendi Dag Inga Valsson í gegnum fáliðaða vörn ÍBV. Dagur Ingi var óeigingjarn og lagði boltann á Birni Ingason sem skoraði í opið mark ÍBV og sigurinn tryggður. Eftir þetta flautaði Gunnar Oddur flottur dómari leiksins leikinn af og KA sigurvegarar Forsetabikarsins. Atvikið Oliver Heiðarsson meiddist þegar fimm mínútur voru eftir og gerði það ÍBV erfitt fyrir að reyna að sækja sigurmarkið enda einum leikmanni færri það sem eftir lifði leiks þar sem heimamenn voru búnir með skiptingar sínar. Stjörnur og skúrkar Hallgrímur Mar var gjörsamlega frábær hjá KA sem og Birnir Snær Ingason. Þeir stjórnuðu sóknarleik gestanna sem var frábær. Hjá ÍBV voru það Oliver Heiðarsson og Vincente Valor sem báru af. Stemning og umgjörð Flott stemmning í kuldanum í Eyjum í dag. Dómarar Gunnar Oddur var geggjaður í dag. Hann var með flotta línu og greip vel inn í þegar þess þurfti og lét leikinn líka fljóta vel.