Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Kolbeinn Kristinsson skrifar 26. október 2025 16:22 Stjörnumenn eru á leið í Evrópukeppni. Vísir/ernir Stjarnan tryggði sér í dag þriðja og síðasta Evrópusætið sem í boði var í Bestu-deild karla, þrátt fyrir 2-3 tap gegn Breiðablik í síðasta leik tímabilsins. Leikur dagsins var stórskemmtilegur og innihélt allan pakkann, þ.e. flott mörk, stangar- og sláarskot, gul spjöld, ákefð og mikla dramatík. Benedikt V. Warén og Örvar Eggertsson voru með mörk Stjörnunnar en Anton Logi Lúðvíksson og Höskuldur Gunnlaugsson skoruðu fyrir Breiðablik. Úrslitin þýða að Stjarnan endar í 3. sæti og leikur þar með í Evrópukeppni á næsta ári. Breiðablik situr eftir með sárt ennið og verður það í fyrsta sinn á næsta tímabili sem karlaliðið leikur ekki í Evrópukeppni síðan árið 2019. Frábær fyrri hálfleikur og falleg mörk Leikurinn byrjaði frekar rólega en það var morgunljóst að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt. Breiðablik var meira með boltann fyrstu mínúturnar án þess að skapa sér einhver dauðafæri. Stjarnan braut ísinn á 12. mínútu þegar Benedikt V. Warén skoraði en Örvar Eggertsson fékk fína sendinguna upp hægri kantinn, tjékkaði inn til vinstri á vítateigshornið, þar sem hugsanlega var brotið á honum en boltinn endaði hins vegar hjá Benedikt sem skoraði með góðu skoti upp í hægra hornið. Nokkrum mínútum síðar, eða á 19. mínútu, var Breiðablik búið að jafna og var þar að verki Anton Logi eftir að hafa tekið boltann á kassann fyrir utan teig og neglt honum upp í markhornið með sínum öfluga vinstri fæti, stórglæsilegt mark. Á 34. mínútu var Stjarnan komin yfir á nýjan leik! Jóhann Árni vann boltann á miðjunni af Höskuldi, reyndi stungusendingu inn á vítateiginn sem var hreinsuð beint fyrir fætur Örvars sem skaut viðstöðulausu skoti niðri í vinstra hornið og Anton Ari kom engum vörnum við. Breiðablik skallaði því næst í slá af stuttu færi en þar hefði Kristófer Ingi átt að gera betur með smá heppni. Stjarnan var einu marki yfir og með vænlega stöðu þegar gengið var til búningsherbergja. Þvílíkur endir á Bestu deild karla Breiðablik hóf síðari hálfleikinn af krafti en vörn Stjörnunnar stóð þá bylgju af sér. Samúel Kári hreinsaði fyrirgjöf í slá á eigin marki og slapp með skrekkinn! Á 55. mínútu jafnaði hins vegar Höskuldur leikinn með góðu skoti úr vítateig eftir smá darraðadans í vítateig Stjörnumanna í kjölfar aukaspyrnu frá hægri kantinum. Stjarnan var mikið að beita hröðum skyndisóknum í síðari hálfleik og úr einni slíkri átti Örvar skot í innanverða stöngina en inn fór boltinn ekki. Á 76. mínútu kom Höskuldur Blikum yfir með stórglæsilegu marki er hann hamraði boltann í slána og inn fyrir utan teig og Árni kom engum vörnum við í marki Stjörnunnar og það sló dauðaþögn í Garðabænum. Lokamínúturnar voru nánast óbærilegar sökum spennu en Blikar héldu áfram að liggja á Stjörnunni sem var komið með marga menn fyrir aftan boltann. Þegar það var komið djúpt inn í uppbótartíma átti Höskuldur stórkostleg tilþrif er hann tók hjólhestaspyrnu í slána! Stuttu síðar flautaði Ívar Orri, dómari leiksins, til leiksloka. Gjörsamlega ótrúleg dramatík og endir á Bestu deild karla þetta árið. Niðurstaðan er sú að Stjarnan leikur í Evrópukeppni á næsta ári á meðan Breiðablik þarf að láta sér fjórða sætið nægja. Atvik leiksins Hjólhestaspyrna Höskuldar sem fór í slána í uppbótartíma var sturlað atvik. Einnig vert að nefna frábær mörk Antons Loga í fyrri hálfeik og Höskuldar í þeim síðari, bæði úr efstu hillu. Stjörnur og skúrkar Hjá Stjörnunni stóð Örvar Eggertsson sig vel, síógnandi með hraða sínum og krafti. Benedikt V. Warén sömuleiðis skoraði mikilvægt mark í fyrri hálfleik með góðu skoti og Árni í markinu var drjúgur. Í liði Breiðablik var Anton Logi og Höskuldur öflugir á miðsvæðinu ásamt því að skora stórkostleg mörk. Dómarinn Ágæt frammistaða í dag hjá Ívari Orra og hans teymi. Þetta var ekki einfaldur leikur að dæma. Leikurinn fékk að flæða ágætlega og stóru ákvarðanir virtust vera réttar og spjöldin sömuleiðis. Einkunn 8,0. Stemning og umgjörð Það var prýðileg mæting á Samsungvellinum í Garðabæ á þessum leik og 1.033 áhorfendur fengu frábæran leik. Það var fimbulkuldi úti vitanlega en bjart og fallegt um að litast og umgjörðin flott, nú sem fyrr, í Garðabænum. Stjarnan Breiðablik Besta deild karla
Stjarnan tryggði sér í dag þriðja og síðasta Evrópusætið sem í boði var í Bestu-deild karla, þrátt fyrir 2-3 tap gegn Breiðablik í síðasta leik tímabilsins. Leikur dagsins var stórskemmtilegur og innihélt allan pakkann, þ.e. flott mörk, stangar- og sláarskot, gul spjöld, ákefð og mikla dramatík. Benedikt V. Warén og Örvar Eggertsson voru með mörk Stjörnunnar en Anton Logi Lúðvíksson og Höskuldur Gunnlaugsson skoruðu fyrir Breiðablik. Úrslitin þýða að Stjarnan endar í 3. sæti og leikur þar með í Evrópukeppni á næsta ári. Breiðablik situr eftir með sárt ennið og verður það í fyrsta sinn á næsta tímabili sem karlaliðið leikur ekki í Evrópukeppni síðan árið 2019. Frábær fyrri hálfleikur og falleg mörk Leikurinn byrjaði frekar rólega en það var morgunljóst að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt. Breiðablik var meira með boltann fyrstu mínúturnar án þess að skapa sér einhver dauðafæri. Stjarnan braut ísinn á 12. mínútu þegar Benedikt V. Warén skoraði en Örvar Eggertsson fékk fína sendinguna upp hægri kantinn, tjékkaði inn til vinstri á vítateigshornið, þar sem hugsanlega var brotið á honum en boltinn endaði hins vegar hjá Benedikt sem skoraði með góðu skoti upp í hægra hornið. Nokkrum mínútum síðar, eða á 19. mínútu, var Breiðablik búið að jafna og var þar að verki Anton Logi eftir að hafa tekið boltann á kassann fyrir utan teig og neglt honum upp í markhornið með sínum öfluga vinstri fæti, stórglæsilegt mark. Á 34. mínútu var Stjarnan komin yfir á nýjan leik! Jóhann Árni vann boltann á miðjunni af Höskuldi, reyndi stungusendingu inn á vítateiginn sem var hreinsuð beint fyrir fætur Örvars sem skaut viðstöðulausu skoti niðri í vinstra hornið og Anton Ari kom engum vörnum við. Breiðablik skallaði því næst í slá af stuttu færi en þar hefði Kristófer Ingi átt að gera betur með smá heppni. Stjarnan var einu marki yfir og með vænlega stöðu þegar gengið var til búningsherbergja. Þvílíkur endir á Bestu deild karla Breiðablik hóf síðari hálfleikinn af krafti en vörn Stjörnunnar stóð þá bylgju af sér. Samúel Kári hreinsaði fyrirgjöf í slá á eigin marki og slapp með skrekkinn! Á 55. mínútu jafnaði hins vegar Höskuldur leikinn með góðu skoti úr vítateig eftir smá darraðadans í vítateig Stjörnumanna í kjölfar aukaspyrnu frá hægri kantinum. Stjarnan var mikið að beita hröðum skyndisóknum í síðari hálfleik og úr einni slíkri átti Örvar skot í innanverða stöngina en inn fór boltinn ekki. Á 76. mínútu kom Höskuldur Blikum yfir með stórglæsilegu marki er hann hamraði boltann í slána og inn fyrir utan teig og Árni kom engum vörnum við í marki Stjörnunnar og það sló dauðaþögn í Garðabænum. Lokamínúturnar voru nánast óbærilegar sökum spennu en Blikar héldu áfram að liggja á Stjörnunni sem var komið með marga menn fyrir aftan boltann. Þegar það var komið djúpt inn í uppbótartíma átti Höskuldur stórkostleg tilþrif er hann tók hjólhestaspyrnu í slána! Stuttu síðar flautaði Ívar Orri, dómari leiksins, til leiksloka. Gjörsamlega ótrúleg dramatík og endir á Bestu deild karla þetta árið. Niðurstaðan er sú að Stjarnan leikur í Evrópukeppni á næsta ári á meðan Breiðablik þarf að láta sér fjórða sætið nægja. Atvik leiksins Hjólhestaspyrna Höskuldar sem fór í slána í uppbótartíma var sturlað atvik. Einnig vert að nefna frábær mörk Antons Loga í fyrri hálfeik og Höskuldar í þeim síðari, bæði úr efstu hillu. Stjörnur og skúrkar Hjá Stjörnunni stóð Örvar Eggertsson sig vel, síógnandi með hraða sínum og krafti. Benedikt V. Warén sömuleiðis skoraði mikilvægt mark í fyrri hálfleik með góðu skoti og Árni í markinu var drjúgur. Í liði Breiðablik var Anton Logi og Höskuldur öflugir á miðsvæðinu ásamt því að skora stórkostleg mörk. Dómarinn Ágæt frammistaða í dag hjá Ívari Orra og hans teymi. Þetta var ekki einfaldur leikur að dæma. Leikurinn fékk að flæða ágætlega og stóru ákvarðanir virtust vera réttar og spjöldin sömuleiðis. Einkunn 8,0. Stemning og umgjörð Það var prýðileg mæting á Samsungvellinum í Garðabæ á þessum leik og 1.033 áhorfendur fengu frábæran leik. Það var fimbulkuldi úti vitanlega en bjart og fallegt um að litast og umgjörðin flott, nú sem fyrr, í Garðabænum.