Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar 7. nóvember 2025 10:00 Við búum í síbreytilegum heimi tækniþróunar og þar eru bílar ekki undanskildir. Á undanförnum árum hefur þróun bíla tekið stakkaskiptum sem leitt hefur til þess að dregið hefur mjög úr sölu á beinskiptum bílum hér á landi. Ef horft er til sölu fólksbíla síðustu þrjú ár þá er ljóst að sala til almennings á nýjum beinskiptum bílum er innan við 5% ár hvert. Ljóst er að hinir almennu kaupendur kjósa bíla án beinskiptingar, valið er sjálfskiptir bílar eða rafmagnsbílar að einhverju tagi. Þessari þróun þurfa stjórnvöld að vera vakandi yfir og bregðast við í tíma m.a. með því að aðlaga ökunám, ökuréttindi og ökupróf í takt við það sem nýr raunveruleiki kallar á. Samkvæmt reglugerð um ökuskírteini nr. 830/2011 er heimilt að þreyta verklegt ökupróf til almennra ökuréttinda á sjálfskipta bifreið. Sé það gert fær ökumaður takmörkun í ökuskírteini sitt þ.e. tákntöluna 78 og hefur ekki heimild til að aka bíl með beinskiptingu. Vilji viðkomandi fá réttindi á beinskiptan bíl síðar verður hann að sækja aftur um námsheimild hjá sýslumanni, hafa samband við ökukennara og þreyta aksturshæfnispróf á beinskiptan kennslubíl hjá Frumherja. Það er ekki aðeins hér á landi sem beinskiptum bílum hefur farið fækkandi og hafa lönd í kringum okkur brugðist við þeirri þróun. Ef við horfum til Danmerkur þá var sú breyting gerð að heimila verklegt próf á sjálfskiptum bíl en hafi ökunemi tekið a.m.k. sjö verklega ökutíma með ökukennara á beinskiptan bíl öðlast hann réttindi án takmörkunar, hann fær réttindi bæði á beinskiptan og sjálfskiptan bíl. Þriggja stafa tákntala er skráð við ökuréttindin til vitnis um það að viðkomandi hafi lokið fullnægjandi námi í akstri á beinskiptum og sjálfskiptum bíl en þreytt verklega ökuprófið á sjálfskiptum bíl. Samskonar leið er farin í Þýskalandi sem þýðir að ríki sem við berum okkur gjarnan saman við varðandi ökunám og ökuréttindi hafa þegar brugðist við þessum breytingum. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu þá hefur ekki verið til athugunar að breyta núverandi fyrirkomulagi hér á landi þrátt fyrir að hlutfall nýrra seldra bíla til almennings hafi tekið umræddum breytingum. Við hjá Ökukennarafélagi Íslands teljum mikilvægt að gefa ökunemum kost á að þreyta verklegt ökupróf á sjálfskiptum bíl en öðlast í leiðinni réttindi að stjórna beinskiptum bíl hafi þeir lært og lokið tilætluðum fjölda ökutíma á beinskiptum bíl. Mikilvægt er að samtalið fari fram sem fyrst varðandi ofangreint enda nauðsynlegt að endurskoða og rýna prófþætti, ökunám og umferðarmál reglulega með það í huga að koma á móts við þær breytingar sem eiga sér stað tengt málaflokknum. Að slíku samtali á Ökukennarafélag Íslands fagfélag ökukennara að koma að. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður B. Ægisdóttir Bílpróf Bílar Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Sjá meira
Við búum í síbreytilegum heimi tækniþróunar og þar eru bílar ekki undanskildir. Á undanförnum árum hefur þróun bíla tekið stakkaskiptum sem leitt hefur til þess að dregið hefur mjög úr sölu á beinskiptum bílum hér á landi. Ef horft er til sölu fólksbíla síðustu þrjú ár þá er ljóst að sala til almennings á nýjum beinskiptum bílum er innan við 5% ár hvert. Ljóst er að hinir almennu kaupendur kjósa bíla án beinskiptingar, valið er sjálfskiptir bílar eða rafmagnsbílar að einhverju tagi. Þessari þróun þurfa stjórnvöld að vera vakandi yfir og bregðast við í tíma m.a. með því að aðlaga ökunám, ökuréttindi og ökupróf í takt við það sem nýr raunveruleiki kallar á. Samkvæmt reglugerð um ökuskírteini nr. 830/2011 er heimilt að þreyta verklegt ökupróf til almennra ökuréttinda á sjálfskipta bifreið. Sé það gert fær ökumaður takmörkun í ökuskírteini sitt þ.e. tákntöluna 78 og hefur ekki heimild til að aka bíl með beinskiptingu. Vilji viðkomandi fá réttindi á beinskiptan bíl síðar verður hann að sækja aftur um námsheimild hjá sýslumanni, hafa samband við ökukennara og þreyta aksturshæfnispróf á beinskiptan kennslubíl hjá Frumherja. Það er ekki aðeins hér á landi sem beinskiptum bílum hefur farið fækkandi og hafa lönd í kringum okkur brugðist við þeirri þróun. Ef við horfum til Danmerkur þá var sú breyting gerð að heimila verklegt próf á sjálfskiptum bíl en hafi ökunemi tekið a.m.k. sjö verklega ökutíma með ökukennara á beinskiptan bíl öðlast hann réttindi án takmörkunar, hann fær réttindi bæði á beinskiptan og sjálfskiptan bíl. Þriggja stafa tákntala er skráð við ökuréttindin til vitnis um það að viðkomandi hafi lokið fullnægjandi námi í akstri á beinskiptum og sjálfskiptum bíl en þreytt verklega ökuprófið á sjálfskiptum bíl. Samskonar leið er farin í Þýskalandi sem þýðir að ríki sem við berum okkur gjarnan saman við varðandi ökunám og ökuréttindi hafa þegar brugðist við þessum breytingum. Samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu þá hefur ekki verið til athugunar að breyta núverandi fyrirkomulagi hér á landi þrátt fyrir að hlutfall nýrra seldra bíla til almennings hafi tekið umræddum breytingum. Við hjá Ökukennarafélagi Íslands teljum mikilvægt að gefa ökunemum kost á að þreyta verklegt ökupróf á sjálfskiptum bíl en öðlast í leiðinni réttindi að stjórna beinskiptum bíl hafi þeir lært og lokið tilætluðum fjölda ökutíma á beinskiptum bíl. Mikilvægt er að samtalið fari fram sem fyrst varðandi ofangreint enda nauðsynlegt að endurskoða og rýna prófþætti, ökunám og umferðarmál reglulega með það í huga að koma á móts við þær breytingar sem eiga sér stað tengt málaflokknum. Að slíku samtali á Ökukennarafélag Íslands fagfélag ökukennara að koma að. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar