Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar 7. nóvember 2025 22:59 Á hverju hausti erum við Íslendingar minntir á að við búum upp við Norðurheimskautið. Laufin falla, það snjóar (stundum hressilega), og daginn tekur að stytta; en ég er þá alltaf þakklátur fyrir framsýni þeirra sem árið 1968 ákváðu að festa tíma á Íslandi við GMT allt árið um kring til að hámarka birtu síðdegis. Það fyrirkomulag verður vissulega til þess að sól er hæst á lofti um kl. 13:30 á höfuðborgarsvæðinu, hvar flestir Íslendingar búa, en yfir hásumarið og háveturinn skiptir það litlu sem engu máli því yfir sumarið er hvort eð er alltaf bjart og yfir veturinn er alltaf dimmt. Vor og haust hefur þetta þau áhrif að það er lengur dimmt að morgni en í staðinn er dásamlegt að geta notað seinnipart hvers dags til útiveru í birtu. Fæst okkar eru svo öguð að geta nýtt sér birtu að morgni en að fara út að ganga, hjóla eða synda seinnipartinn er þeim mun algengara. Margir finna fyrir áhrifum þess að erfiðara er að vakna að morgni í myrkri en það má að einhverju leyti draga úr áhrifum þess með því að nota snjallljós eða birtustigsvekjaraklukkur, sem auka birtu í svefnherbergi smátt og smátt áður en þær hringja. Í svefnherberginu má auðveldlega nýta sér tæknina en erfiðara er að lýsa allt umhverfið fyrir útiveru seinnipartinn. Árin 2018-2020 var það skoðað ítarlega að breyta klukkunni á Íslandi enniðurstaðan varð sú að hafna breytingartillögunni: „Vegur þar þyngst að neikvæð áhrif fækkunar birtustunda á vökutíma og skerðingar birtustunda í lok dags sem dregið gætu úr útivist og hreyfingu eru ekki nægilega vel þekkt, en birtustundum hefði fækkað um 13% á ársgrundvelli með breytingunni.“ Ekkert hefur breyst síðan þá til að hafa áhrif á þá skýru niðurstöðu. Höfundur er áhugamaður um rímfræði (tímareikning) og doktor í stærðfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Klukkan á Íslandi Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Á hverju hausti erum við Íslendingar minntir á að við búum upp við Norðurheimskautið. Laufin falla, það snjóar (stundum hressilega), og daginn tekur að stytta; en ég er þá alltaf þakklátur fyrir framsýni þeirra sem árið 1968 ákváðu að festa tíma á Íslandi við GMT allt árið um kring til að hámarka birtu síðdegis. Það fyrirkomulag verður vissulega til þess að sól er hæst á lofti um kl. 13:30 á höfuðborgarsvæðinu, hvar flestir Íslendingar búa, en yfir hásumarið og háveturinn skiptir það litlu sem engu máli því yfir sumarið er hvort eð er alltaf bjart og yfir veturinn er alltaf dimmt. Vor og haust hefur þetta þau áhrif að það er lengur dimmt að morgni en í staðinn er dásamlegt að geta notað seinnipart hvers dags til útiveru í birtu. Fæst okkar eru svo öguð að geta nýtt sér birtu að morgni en að fara út að ganga, hjóla eða synda seinnipartinn er þeim mun algengara. Margir finna fyrir áhrifum þess að erfiðara er að vakna að morgni í myrkri en það má að einhverju leyti draga úr áhrifum þess með því að nota snjallljós eða birtustigsvekjaraklukkur, sem auka birtu í svefnherbergi smátt og smátt áður en þær hringja. Í svefnherberginu má auðveldlega nýta sér tæknina en erfiðara er að lýsa allt umhverfið fyrir útiveru seinnipartinn. Árin 2018-2020 var það skoðað ítarlega að breyta klukkunni á Íslandi enniðurstaðan varð sú að hafna breytingartillögunni: „Vegur þar þyngst að neikvæð áhrif fækkunar birtustunda á vökutíma og skerðingar birtustunda í lok dags sem dregið gætu úr útivist og hreyfingu eru ekki nægilega vel þekkt, en birtustundum hefði fækkað um 13% á ársgrundvelli með breytingunni.“ Ekkert hefur breyst síðan þá til að hafa áhrif á þá skýru niðurstöðu. Höfundur er áhugamaður um rímfræði (tímareikning) og doktor í stærðfræði.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun