Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar 10. nóvember 2025 15:02 Umræðan um klukkuna er sígilt þrætumál hér á landi. Rökin með og á móti hafa að mestu leyti ekkert breyst frá árinu 1968 þega ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar ákvað að færa klukkuna fram um eina klukkustund og miða hana allt árið við Greenwich Mean Time (UTC). Breytingin var gerð á viðskiptalegum forsendum, rökstudd með því að Ísland yrði þá á sama tímabelti og Bretland og flest ríki Evrópu. Það merkilega gerðist skömmu síðar að Bretar og Evrópuríkin tóku upp vor- og hausttíma, breyttu klukkunni tvisvar á ári. Meginrökin frá 1968 voru því markleysa nánast frá upphafi! Við höfum hvorki notið þess hagræðis eða samræmis sem stefnt var að né lifað í takt við náttúrulegan sólartíma. Rökin fyrir breytingu á klukkunni hafa sífellt orðið veigameiri með ítarlegri rannsóknum á lífsgæðum og lýðheilsu. En Íslandsklukkan stendur í stað. Óbreytt ár frá ári. Tregðulögmálið er illskiljanlegt, ekki síst í ljósi þess að rök og rannsóknir liggja á borðinu. Auðvitað kostar eitthvað fyrir ríki og atvinnulíf að samstilla tölvukerfi við slíka breytingu en ef þjóðir álfunnar geta staðið fyrir slíkum breytingum tvisvar á ári ætti okkur ekki að vera skotaskuld að leggja út fyrir þeim kostnaði, í eitt skipti. Því við erum ekki að tala um tilfærslur að vori og hausti heldur að færa klukkuna aftur í það sem hún var fyrir árið 1968, í UTC-1. Þá værum við sem þjóð í betri samhljómi við sól og líkamsklukku. Þegar sól er hæst á lofti í Kópavogi er klukkan ekki tólf eins og hún ætti að vera. Hún er að verða hálftvö! Við erum því nánast hálfum öðrum tíma á undan náttúrunni. Gott að vera fremstur meðal jafningja en að þessu leyti er það ekki aðeins óheppilegt heldur skaðlegt. Fræðafólk kallar þetta samfélagslega flugþreytu (social jet lag) og afleiðingarnar eru þekktar: fólk sefur minna, vaknar þreyttara og nær síður að hvílast. Íslenskar rannsóknir sýna að ungmenni sofa að jafnaði einum til tveimur klukkustundum of lítið á virkum dögum. Það hefur áhrif á einbeitingu, námsárangur og almenna líðan. Ef klukkan yrði færð aftur um eina klukkustund kæmi dagsbirtan fyrr á morgnana og rökkva tæki fyrr á kvöldin. Það er endalaust hægt að deila um það hvað ávinnst, hvað glatast, en meginrökin hljóta að vera þau að klukkan á veggnum og líkamsklukkan ganga ekki í takt. Til þess að okkur líði vel þurfa þær báðar að slá í takt, líkamsklukkan og Íslandsklukkan. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Salvarsson Klukkan á Íslandi Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Sjá meira
Umræðan um klukkuna er sígilt þrætumál hér á landi. Rökin með og á móti hafa að mestu leyti ekkert breyst frá árinu 1968 þega ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar ákvað að færa klukkuna fram um eina klukkustund og miða hana allt árið við Greenwich Mean Time (UTC). Breytingin var gerð á viðskiptalegum forsendum, rökstudd með því að Ísland yrði þá á sama tímabelti og Bretland og flest ríki Evrópu. Það merkilega gerðist skömmu síðar að Bretar og Evrópuríkin tóku upp vor- og hausttíma, breyttu klukkunni tvisvar á ári. Meginrökin frá 1968 voru því markleysa nánast frá upphafi! Við höfum hvorki notið þess hagræðis eða samræmis sem stefnt var að né lifað í takt við náttúrulegan sólartíma. Rökin fyrir breytingu á klukkunni hafa sífellt orðið veigameiri með ítarlegri rannsóknum á lífsgæðum og lýðheilsu. En Íslandsklukkan stendur í stað. Óbreytt ár frá ári. Tregðulögmálið er illskiljanlegt, ekki síst í ljósi þess að rök og rannsóknir liggja á borðinu. Auðvitað kostar eitthvað fyrir ríki og atvinnulíf að samstilla tölvukerfi við slíka breytingu en ef þjóðir álfunnar geta staðið fyrir slíkum breytingum tvisvar á ári ætti okkur ekki að vera skotaskuld að leggja út fyrir þeim kostnaði, í eitt skipti. Því við erum ekki að tala um tilfærslur að vori og hausti heldur að færa klukkuna aftur í það sem hún var fyrir árið 1968, í UTC-1. Þá værum við sem þjóð í betri samhljómi við sól og líkamsklukku. Þegar sól er hæst á lofti í Kópavogi er klukkan ekki tólf eins og hún ætti að vera. Hún er að verða hálftvö! Við erum því nánast hálfum öðrum tíma á undan náttúrunni. Gott að vera fremstur meðal jafningja en að þessu leyti er það ekki aðeins óheppilegt heldur skaðlegt. Fræðafólk kallar þetta samfélagslega flugþreytu (social jet lag) og afleiðingarnar eru þekktar: fólk sefur minna, vaknar þreyttara og nær síður að hvílast. Íslenskar rannsóknir sýna að ungmenni sofa að jafnaði einum til tveimur klukkustundum of lítið á virkum dögum. Það hefur áhrif á einbeitingu, námsárangur og almenna líðan. Ef klukkan yrði færð aftur um eina klukkustund kæmi dagsbirtan fyrr á morgnana og rökkva tæki fyrr á kvöldin. Það er endalaust hægt að deila um það hvað ávinnst, hvað glatast, en meginrökin hljóta að vera þau að klukkan á veggnum og líkamsklukkan ganga ekki í takt. Til þess að okkur líði vel þurfa þær báðar að slá í takt, líkamsklukkan og Íslandsklukkan. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar