Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar 12. nóvember 2025 13:31 Það er orðið sárt að horfa upp á takmarkaða möguleika unga fólksins okkar til að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Sífellt stærri hópur býr fram eftir öllu í foreldrahúsum eða ílengist á leigumarkaði. Þröskuldurinn inn á húsnæðismarkaðinn hækkar með hverju árinu. Á sama tíma standa rándýrar íbúðir sem búið er að byggja auðar, jafnvel árum saman. Alltof margar eru þær í eigu fjárfesta sem bíða eftir því að rétt verð fáist og fjárfestingin skili þeim arði. Þetta er ekki eðlileg þróun. Þetta er merki um markað sem hefur misst jafnvægið – og glatað hlutverki sínu. Hækkun langt umfram laun og byggingarkostnað Nýjasta efnahagsskýrslan frá OECD dregur þetta skýrt fram. Þar kemur fram að húsnæðisverð á Íslandi hafi undanfarin ár hækkað langt umfram bæði laun og byggingarkostnað. Frá árinu 2015 hefur raunverð fasteigna nær tvöfaldast, miklu hraðar en í flestum samanburðarlöndum. Þetta sést vel á meðfylgjandi myndum. OECD hefur bent á að þessi þróun sé ekki sjálfbær og að stjórnvöld verði að bregðast við með því að auka framboð húsnæðis á viðráðanlegu verði og auka aðgengi að hagkvæmum byggingarlóðum. Húsnæðismarkaðurinn þarf að þjóna fólkinu – ekki fjármálakerfinu. Ríkisstjórnin þarf að gera betur Ríkisstjórnin kynnti á dögunum fyrsta húsnæðispakkann sinn; aðgerðir sem miða að því að fjölga íbúðum, lækka verð og gera húsnæðisstuðning markvissari. Það er í sjálfu sér ánægjulegt. Það er löngu tímabært að ráðast í tiltekt á húsnæðismarkaði, draga úr skattalegum hvötum til að safna íbúðum og takmarka skammtímaleigu sem dregur úr framboði íbúða til sölu og langtímaleigu. Við fögnum einnig þeirri ákvörðun að framlengja heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á íbúðalán. Það er úrræði sem raunverulega skiptir máli fyrir ungt fólk sem er að koma sér fyrir á húsnæðismarkaði í fyrsta sinn. En ríkisstjórnin þarf að halda áfram og gera meira. Það er sérstaklega mikilvægt að hið opinbera tryggi að lóðaframboð sé nægjanlegt og að bygging nýrra íbúða verði hagkvæm og örugg. Einnig þarf að tryggja að þá uppbyggingu leiði iðn- og tæknimenntað starfsfólk. Nýlegar fréttir um aukna tíðni galla í nýbyggingum minna okkur á að það skiptir máli hverjir byggja. Stjórnvöld þurfa að styrkja iðnlöggjöfina og veita eftirlitsaðilum heimildir til að beita fyrirtæki viðurlögum, þegar ómenntað fólk gengur iðnaðarstörf. Þá væri skynsamlegt og þjóðhagslega rétt að endurvekja endurgreiðslu virðisaukaskatts á vinnu lærðra iðnaðarmanna. Það myndi ekki aðeins lækka kostnað heldur draga úr hvötum til svartrar atvinnustarfsemi og ýta undir fagmennsku í byggingariðnaði. Maka krókinn á kostnað almennings Hægt hefur á vexti hafkerfisins og mikil óvissa er uppi vegna dóms Hæstaréttar um vaxtakjör. Áföll á borð við gjaldþrot Play og bilunina í Norðuráli vekja hjá öllum ugg. Þrátt fyrir þessar aðstæður fáum við reglubundið fréttir af því að lykilfyrirtæki í íslensku samfélagi maki krókinn sem aldrei fyrr. Matvörurisi hagnaðist þannig um tæpa fjóra milljarða króna á fyrri hluta þessa árs. Bankarnir græða á tá og fingri. Formaður Neytendasamtakanna benti í vikunni á að vaxtamunur er hvergi meiri innan Evrópu en á Íslandi. Við getum ekki byggt upp samfélag þar sem bankar, tryggingafélög og önnur stórfyrirtæki skila methagnaði á sama tíma og almenningur neyðist til að draga saman seglin. Þá eru það vonbrigði að bankarnir skuli ekki bregðast með betri hætti við dómi Hæstaréttar. Verkalýðshreyfingin skrifaði undir hófsamar launahækkanir í fyrra – til að berjast gegn vöxtum og verðbólgu – í þeirri von að aðrir spiluðu með. Í stað þess nýta stórfyrirtækin sér ástandið til að styrkja stöðu sína. Það er ólíðandi. Seðlabankinn þarf nú að stíga fram og horfa til heildarinnar. Það er kominn tími til að lækka vexti. Heimilin í landinu bera nú þyngstu byrðina, og áframhaldandi háir vextir gera ekkert annað en kæfa almenning og smærri fyrirtæki í landinu. Ef gjaldmiðillinn þjónar ekki hagsmunum almennings, heldur fyrst og fremst hagsmunum fjármagnseigenda og spákaupmanna, þá er það áhyggjuefni sem við verðum að takast á við sem samfélag. Þurfum að svara spurningum Þessi vegferð sem hér hefur verið lýst getur ekki haldið áfram því þá verður enginn eftir til að halda uppi samfélaginu. Við þurfum að fara að ræða lausnir án þess að fara í gamalkunnar skotgrafir í þeim efnum. Höfundur er formaður Samiðnar – landssambands iðnfélaga á Íslandi og Félags iðn- og tæknigreina (FIT). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Hilmar Harðarson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Það er orðið sárt að horfa upp á takmarkaða möguleika unga fólksins okkar til að komast inn á húsnæðismarkaðinn. Sífellt stærri hópur býr fram eftir öllu í foreldrahúsum eða ílengist á leigumarkaði. Þröskuldurinn inn á húsnæðismarkaðinn hækkar með hverju árinu. Á sama tíma standa rándýrar íbúðir sem búið er að byggja auðar, jafnvel árum saman. Alltof margar eru þær í eigu fjárfesta sem bíða eftir því að rétt verð fáist og fjárfestingin skili þeim arði. Þetta er ekki eðlileg þróun. Þetta er merki um markað sem hefur misst jafnvægið – og glatað hlutverki sínu. Hækkun langt umfram laun og byggingarkostnað Nýjasta efnahagsskýrslan frá OECD dregur þetta skýrt fram. Þar kemur fram að húsnæðisverð á Íslandi hafi undanfarin ár hækkað langt umfram bæði laun og byggingarkostnað. Frá árinu 2015 hefur raunverð fasteigna nær tvöfaldast, miklu hraðar en í flestum samanburðarlöndum. Þetta sést vel á meðfylgjandi myndum. OECD hefur bent á að þessi þróun sé ekki sjálfbær og að stjórnvöld verði að bregðast við með því að auka framboð húsnæðis á viðráðanlegu verði og auka aðgengi að hagkvæmum byggingarlóðum. Húsnæðismarkaðurinn þarf að þjóna fólkinu – ekki fjármálakerfinu. Ríkisstjórnin þarf að gera betur Ríkisstjórnin kynnti á dögunum fyrsta húsnæðispakkann sinn; aðgerðir sem miða að því að fjölga íbúðum, lækka verð og gera húsnæðisstuðning markvissari. Það er í sjálfu sér ánægjulegt. Það er löngu tímabært að ráðast í tiltekt á húsnæðismarkaði, draga úr skattalegum hvötum til að safna íbúðum og takmarka skammtímaleigu sem dregur úr framboði íbúða til sölu og langtímaleigu. Við fögnum einnig þeirri ákvörðun að framlengja heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar séreignarsparnaðar inn á íbúðalán. Það er úrræði sem raunverulega skiptir máli fyrir ungt fólk sem er að koma sér fyrir á húsnæðismarkaði í fyrsta sinn. En ríkisstjórnin þarf að halda áfram og gera meira. Það er sérstaklega mikilvægt að hið opinbera tryggi að lóðaframboð sé nægjanlegt og að bygging nýrra íbúða verði hagkvæm og örugg. Einnig þarf að tryggja að þá uppbyggingu leiði iðn- og tæknimenntað starfsfólk. Nýlegar fréttir um aukna tíðni galla í nýbyggingum minna okkur á að það skiptir máli hverjir byggja. Stjórnvöld þurfa að styrkja iðnlöggjöfina og veita eftirlitsaðilum heimildir til að beita fyrirtæki viðurlögum, þegar ómenntað fólk gengur iðnaðarstörf. Þá væri skynsamlegt og þjóðhagslega rétt að endurvekja endurgreiðslu virðisaukaskatts á vinnu lærðra iðnaðarmanna. Það myndi ekki aðeins lækka kostnað heldur draga úr hvötum til svartrar atvinnustarfsemi og ýta undir fagmennsku í byggingariðnaði. Maka krókinn á kostnað almennings Hægt hefur á vexti hafkerfisins og mikil óvissa er uppi vegna dóms Hæstaréttar um vaxtakjör. Áföll á borð við gjaldþrot Play og bilunina í Norðuráli vekja hjá öllum ugg. Þrátt fyrir þessar aðstæður fáum við reglubundið fréttir af því að lykilfyrirtæki í íslensku samfélagi maki krókinn sem aldrei fyrr. Matvörurisi hagnaðist þannig um tæpa fjóra milljarða króna á fyrri hluta þessa árs. Bankarnir græða á tá og fingri. Formaður Neytendasamtakanna benti í vikunni á að vaxtamunur er hvergi meiri innan Evrópu en á Íslandi. Við getum ekki byggt upp samfélag þar sem bankar, tryggingafélög og önnur stórfyrirtæki skila methagnaði á sama tíma og almenningur neyðist til að draga saman seglin. Þá eru það vonbrigði að bankarnir skuli ekki bregðast með betri hætti við dómi Hæstaréttar. Verkalýðshreyfingin skrifaði undir hófsamar launahækkanir í fyrra – til að berjast gegn vöxtum og verðbólgu – í þeirri von að aðrir spiluðu með. Í stað þess nýta stórfyrirtækin sér ástandið til að styrkja stöðu sína. Það er ólíðandi. Seðlabankinn þarf nú að stíga fram og horfa til heildarinnar. Það er kominn tími til að lækka vexti. Heimilin í landinu bera nú þyngstu byrðina, og áframhaldandi háir vextir gera ekkert annað en kæfa almenning og smærri fyrirtæki í landinu. Ef gjaldmiðillinn þjónar ekki hagsmunum almennings, heldur fyrst og fremst hagsmunum fjármagnseigenda og spákaupmanna, þá er það áhyggjuefni sem við verðum að takast á við sem samfélag. Þurfum að svara spurningum Þessi vegferð sem hér hefur verið lýst getur ekki haldið áfram því þá verður enginn eftir til að halda uppi samfélaginu. Við þurfum að fara að ræða lausnir án þess að fara í gamalkunnar skotgrafir í þeim efnum. Höfundur er formaður Samiðnar – landssambands iðnfélaga á Íslandi og Félags iðn- og tæknigreina (FIT).
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun