Innlent

Frávísuðu þremur á Kefla­víkur­flug­velli

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Þrír fengu ekki að fara í gegnum tollinn.
Þrír fengu ekki að fara í gegnum tollinn. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á Suðurnesjum frávísaði þremur einstaklingum úr landi í gær. 

Í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum segir að allir þrír væru erlendir ríkisborgarar sem höfðu lagt leið sína til Íslands. Hins vegar hefðu þeir allir komið við sögu lögreglu áður.

Einstaklingunum þremur var því vísað úr landi við komu á Keflavíkurflugvöll á grundvelli allsherjarreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×