Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. nóvember 2025 17:43 Almar Guðmundsson, bæjarstjóri í Garðabæ, Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Margrét Bjarnadóttir, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar, við Vífilsstaði að undirritun lokinni. Stjórnarráðið Samkomulag ríkisins og Garðabæjar um sameiginlega þróun Vífilsstaðareits var undirritað í dag. Í því er lögð sér áhersla á íbúðabyggð, heilbrigðistengda starfsemi og skólaþjónustu á svæðinu. Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra undirritaði samkomulagið fyrir hönd ríkisins. Gert er ráð fyrir að nýtt deiliskipulag fyrir svæðið allt verði tilbúið í lok árs 2027 eða byrjun árs 2028, að því er kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að fyrirhugað sé að byrja á endurskipulagningu lóða við Spítalaveg 1–3 fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi. Deiliskipulag fyrir þann hluta svæðisins verði unnið fyrir vorið 2026 og í kjölfarið hefji ríkið opið söluferli á fasteignum í samstarfi við Garðabæ. Markmið með sölu eignanna sé að koma þeim í not á ný fyrir þjónustutengda starfsemi sem er til þess fallin að auka aðdráttarafl svæðisins og stuðla að mannlífi og umsvifum. Þá segir að óbreytt hjúkrunarstarfsemi verði rekin á staðnum að minnsta kosti til ársloka 2030, en framtíðarnýting hússins verði skoðuð í tengslum við heildarskipulag svæðisins. Ráðuneytið muni fela Framkvæmdasýslunni – Ríkiseignum (FSRE) að hefja niðurrif ónýtra húsa á svæðinu í tengslum við nánari þróun svæðisins. Þá verða endurbætur á ytra byrði Yfirlæknisbústaðarins kláraðar og tryggt að húsið fái verðugan sess á svæðinu. Garðabær og íslenska ríkið séu sammála um að hefja viðræður um möguleg kaup Garðabæjar á tveimur fasteignum á svæðinu að Spítalavegi 2 og 15 sem hýst hefur skólastarfsemi. „Með þessu samkomulagi er stigið mikilvægt skref í átt að heildstæðri uppbyggingu á Vífilsstöðum. Svæðið á sér langa sögu og þar eru miklir möguleikar á uppbyggingu og með þessu samkomulagi tryggjum við að samvinnu ríkisins og Garðabæjar með góða nýtingu landsins að leiðarljósi,“ er haft eftir Daða Má í tilkynningu. Garðabær Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Hjúkrunarheimili Skipulag Jarða- og lóðamál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra undirritaði samkomulagið fyrir hönd ríkisins. Gert er ráð fyrir að nýtt deiliskipulag fyrir svæðið allt verði tilbúið í lok árs 2027 eða byrjun árs 2028, að því er kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að fyrirhugað sé að byrja á endurskipulagningu lóða við Spítalaveg 1–3 fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi. Deiliskipulag fyrir þann hluta svæðisins verði unnið fyrir vorið 2026 og í kjölfarið hefji ríkið opið söluferli á fasteignum í samstarfi við Garðabæ. Markmið með sölu eignanna sé að koma þeim í not á ný fyrir þjónustutengda starfsemi sem er til þess fallin að auka aðdráttarafl svæðisins og stuðla að mannlífi og umsvifum. Þá segir að óbreytt hjúkrunarstarfsemi verði rekin á staðnum að minnsta kosti til ársloka 2030, en framtíðarnýting hússins verði skoðuð í tengslum við heildarskipulag svæðisins. Ráðuneytið muni fela Framkvæmdasýslunni – Ríkiseignum (FSRE) að hefja niðurrif ónýtra húsa á svæðinu í tengslum við nánari þróun svæðisins. Þá verða endurbætur á ytra byrði Yfirlæknisbústaðarins kláraðar og tryggt að húsið fái verðugan sess á svæðinu. Garðabær og íslenska ríkið séu sammála um að hefja viðræður um möguleg kaup Garðabæjar á tveimur fasteignum á svæðinu að Spítalavegi 2 og 15 sem hýst hefur skólastarfsemi. „Með þessu samkomulagi er stigið mikilvægt skref í átt að heildstæðri uppbyggingu á Vífilsstöðum. Svæðið á sér langa sögu og þar eru miklir möguleikar á uppbyggingu og með þessu samkomulagi tryggjum við að samvinnu ríkisins og Garðabæjar með góða nýtingu landsins að leiðarljósi,“ er haft eftir Daða Má í tilkynningu.
Garðabær Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Hjúkrunarheimili Skipulag Jarða- og lóðamál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira