Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar 8. desember 2025 16:32 Á gróðursnauðu Íslandi er lykilatriði að binda og bæta sem hraðast jarðveginn sem annars ýmist fýkur á haf út, eða endar í lungum okkar. Einnig er mikið rætt um bindingu kolefnis, t.d. í formi endingargóðs plöntumassa. Skiptir þar mestu að binda sem mest af kolefni hratt, samhliða því að draga úr losun þess. Okkar stórkostlega en fátæka flóra hentar því miður ekki alltaf best til verksins. Langalgengustu plönturnar hér eru þörungar, á eftir þeim mosar. Þökk sé þeim er áætlað að við náum einhvers konar gróðurþekju á u.þ.b. 20-25% af landinu. Mikið af því þó afar viðkvæmt, hægvaxta og lengi að jafna sig eftir rask. Á hinum enda hæðarvaxtar og lífmassa/m2 finnum við tré, runna og kjarr, sem telja um 2% af þessu. Ræktaðir skógar þar af um 1%. Flest önnur lönd hafa ekki bara meiri gróðurþekju, heldur einnig mun ríkulegri innlenda flóru, sem þau geta þá valið plöntur úr sem henta best hverju sinni. Svo virðist sem til sé óskhyggjuhópur, sem fussi og sveii í kaffibollann vegna aðgerða til kolefnisbindingar, en finnst gott að vita í hjarta sér að kolefni sé einhvers staðar að bindast. Hópur sem kvartar yfir aðgerðaleysi í loftslagsmálum, en kvartar enn hærra ef: aðgerðirnar hafa áhrif á útsýni þeirra, eða nánasta umhverfi. Bölsótist yfir sjónrænum áhrifum, jafnvel ef aðgerðin er neðanjarðar. þær krefjast einhvers konar tímabundins rasks, óháð því hvort neikvæð áhrif séu vart mælanleg til lengri tíma, en jákvæð áhrif óumdeild. fjármagn tengist aðgerðunum, sérstaklega utanaðkomandi og/eða einkafjármagn, hvað þá ef hagnaður gæti myndast. Þar virðist ekki vera markmiðið að horfa til þess hvað skilar mestum árangri, nema það falli að fyrirfram gefnum niðurstöðum. Ef aðgerðin felur í sér plöntur, þá þurfa þær plöntur að hafa sjálfar komið sér til landsins fyrir hundruðum ára (hvort sem þær henta til verksins eður ei), annars skal frekar fjarlægja þær en að nýta þær í baráttunni. Mögulega gætir hér misskilnings í ljósi þess hve algengt er erlendis að hægt sé að nýta innlendar tegundir en ná samt jafngóðum árangri. Þeir sem eru á móti aðgerðum til kolefnisbindingar þurfa því litlar áhyggjur að hafa, því auðvitað er flestum ljóst að sé tekið tillit til þessa mun ekkert gerast. Eða í besta falli allt of hægt og allt of seint. Sem betur fer eru þessar skoðanir ekki allra. Án afláts Hér má í lokin nefna kolefnisskatta og -jöfnun. Hvata til fyrirtækja víða um heim að draga úr sinni losun og sjá samhliða til þess að fjármagn rati í raunverulegar aðgerðir, sem hafi raunveruleg áhrif á vandamálið. Ein leið er að greiða til sérstaklega vottaðra aðila um ræktun nýskóga með bindingu til margra áratuga. Þegar valkostirnir eru: hægfara breytingar í losun en samhliða ýmist mikil skógrækt eftir ströngustu ferlum sem mótvægisaðgerð eða ekkert, myndu margir kjósa að fá þó a.m.k. mótvægisaðgerðina. Á Íslandi komust þó einhverjir að gagnstæðri niðurstöðu og vel meinandi fólk var dregið á villigötur. Gripið var til samlíkingar við aflátsbréf og reynt að hvetja fólk frá kolefnisjöfnun, ekki síst ef skógrækt kom við sögu. Samlíkingin gengur auðvitað ekki upp, því hér kemur raunverulega eitthvað í staðinn fyrir peninginn. Mótvægisaðgerð gegn vandanum sem um ræðir. Afrakstur upphrópana um aflátsbréfin var einfaldlega minni pressa á fyrirtækin að fjármagna mótvægisaðgerðir, sérstaklega á hinu gróðursnauða Íslandi, sem fýkur ennþá burt. Enn eitt skrefið afturábak. Höfundur er plöntunörd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Sjá meira
Á gróðursnauðu Íslandi er lykilatriði að binda og bæta sem hraðast jarðveginn sem annars ýmist fýkur á haf út, eða endar í lungum okkar. Einnig er mikið rætt um bindingu kolefnis, t.d. í formi endingargóðs plöntumassa. Skiptir þar mestu að binda sem mest af kolefni hratt, samhliða því að draga úr losun þess. Okkar stórkostlega en fátæka flóra hentar því miður ekki alltaf best til verksins. Langalgengustu plönturnar hér eru þörungar, á eftir þeim mosar. Þökk sé þeim er áætlað að við náum einhvers konar gróðurþekju á u.þ.b. 20-25% af landinu. Mikið af því þó afar viðkvæmt, hægvaxta og lengi að jafna sig eftir rask. Á hinum enda hæðarvaxtar og lífmassa/m2 finnum við tré, runna og kjarr, sem telja um 2% af þessu. Ræktaðir skógar þar af um 1%. Flest önnur lönd hafa ekki bara meiri gróðurþekju, heldur einnig mun ríkulegri innlenda flóru, sem þau geta þá valið plöntur úr sem henta best hverju sinni. Svo virðist sem til sé óskhyggjuhópur, sem fussi og sveii í kaffibollann vegna aðgerða til kolefnisbindingar, en finnst gott að vita í hjarta sér að kolefni sé einhvers staðar að bindast. Hópur sem kvartar yfir aðgerðaleysi í loftslagsmálum, en kvartar enn hærra ef: aðgerðirnar hafa áhrif á útsýni þeirra, eða nánasta umhverfi. Bölsótist yfir sjónrænum áhrifum, jafnvel ef aðgerðin er neðanjarðar. þær krefjast einhvers konar tímabundins rasks, óháð því hvort neikvæð áhrif séu vart mælanleg til lengri tíma, en jákvæð áhrif óumdeild. fjármagn tengist aðgerðunum, sérstaklega utanaðkomandi og/eða einkafjármagn, hvað þá ef hagnaður gæti myndast. Þar virðist ekki vera markmiðið að horfa til þess hvað skilar mestum árangri, nema það falli að fyrirfram gefnum niðurstöðum. Ef aðgerðin felur í sér plöntur, þá þurfa þær plöntur að hafa sjálfar komið sér til landsins fyrir hundruðum ára (hvort sem þær henta til verksins eður ei), annars skal frekar fjarlægja þær en að nýta þær í baráttunni. Mögulega gætir hér misskilnings í ljósi þess hve algengt er erlendis að hægt sé að nýta innlendar tegundir en ná samt jafngóðum árangri. Þeir sem eru á móti aðgerðum til kolefnisbindingar þurfa því litlar áhyggjur að hafa, því auðvitað er flestum ljóst að sé tekið tillit til þessa mun ekkert gerast. Eða í besta falli allt of hægt og allt of seint. Sem betur fer eru þessar skoðanir ekki allra. Án afláts Hér má í lokin nefna kolefnisskatta og -jöfnun. Hvata til fyrirtækja víða um heim að draga úr sinni losun og sjá samhliða til þess að fjármagn rati í raunverulegar aðgerðir, sem hafi raunveruleg áhrif á vandamálið. Ein leið er að greiða til sérstaklega vottaðra aðila um ræktun nýskóga með bindingu til margra áratuga. Þegar valkostirnir eru: hægfara breytingar í losun en samhliða ýmist mikil skógrækt eftir ströngustu ferlum sem mótvægisaðgerð eða ekkert, myndu margir kjósa að fá þó a.m.k. mótvægisaðgerðina. Á Íslandi komust þó einhverjir að gagnstæðri niðurstöðu og vel meinandi fólk var dregið á villigötur. Gripið var til samlíkingar við aflátsbréf og reynt að hvetja fólk frá kolefnisjöfnun, ekki síst ef skógrækt kom við sögu. Samlíkingin gengur auðvitað ekki upp, því hér kemur raunverulega eitthvað í staðinn fyrir peninginn. Mótvægisaðgerð gegn vandanum sem um ræðir. Afrakstur upphrópana um aflátsbréfin var einfaldlega minni pressa á fyrirtækin að fjármagna mótvægisaðgerðir, sérstaklega á hinu gróðursnauða Íslandi, sem fýkur ennþá burt. Enn eitt skrefið afturábak. Höfundur er plöntunörd.
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar