Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Árni Sæberg skrifar 16. desember 2025 11:29 Guðlaugi Þór líst ekkert á nýjan samning um makrílveiðar. Vísir/Anton Brink Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að prinsippum sem Íslendingar hafi alla tíð staðið fyrir hafi verið fórnað með samningi um makrílveiðar, sem íslensk stjórnvöld skrifuðu undir í morgun. Þá spyr hann hvort þingsköpum hafi verið kippt úr sambandi við gerð samningsins, þar sem fjárlaganefnd hafi ekkert veður fengið af honum fyrr en í morgun. Fulltrúar Íslands, Noregs, Bretlands og Færeyja skrifuðu undir samkomulag um skiptingu og stjórn makrílsstofnsins í morgun. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk stjórnvöld gangast undir samkomulag um makríl frá því að veiðar á honum hófust í lögsögunni árið 2007. Ísland fær 12,5 prósent af heildarkvótanum samkvæmt samkomulaginu, að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Íslensk makrílskip geta veitt sextíu prósent af kvóta sínum í norskri lögsögu og þrjátíu prósent í færeyskri. Skiljum Grænlendinga eftir á köldum klaka Þetta gerði Guðlaugur Þór að umræðuefni sínu undir liðnum störf þingsins á fundi Alþingis í morgun. 3213213 „Hvað er í þessu samkomulagi? Við ætlum ekki að fara eftir vísindaleg ráðgjöf. Við erum hér að fórna prinsippum sem við Íslendingar höfum alltaf staðið fyrir alltaf, alltaf! Þangað til núna. Við skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka, við höfum alltaf, alltaf mótmælt þeim vinnubrögðum,“ sagði hann. Fáum minna en áður Þá sagði hann að samkomulagið fæli í sér að Íslendingar fái minni bita af makrílkökunni en áður, minni en Færeyingar, þrátt fyrir að engin rök væru fyrir því. Þar tekur hann undir með Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, sem finna samkomulaginu flest til foráttu. Þau saka utanríkisráðherra um að fórna hagsmunum Íslands og færa grannþjóðum veruleg íslensk verðmæti „að ósekju“. „Til hvers var barist? Þetta er búið að vera barátta í áratugi fyrir því að við séum að standa fyrir því sem við Íslendingar höfum staðið fyrir, fyrir sjálfbærum veiðum og að við fáum réttlátan hlut þegar samið er um flökkustofna. Ég spyr, virðulegi forseti, ég vil fá að vita hvernig fór samráðið fram við háttvirta utanríkismálanefnd? Er það svo að það sé búið að taka öll þingsköpin úr sambandi? Því að ekki, virðulegi forseti, fáum við upplýsingar sem við eigum rétt á í háttvirtri fjárlaganefnd. Virðulegur forseti, þetta er stórt mál, það liggur fyrir að þetta mun veikja Ísland, þetta mun veikja íslenskan sjávarútveg og hér erum við að fórna prinsippum sem við Íslendingar höfum alltaf staðið fyrir,“ sagði Guðlaugur Þór. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Grænland Makrílveiðar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Fulltrúar Íslands, Noregs, Bretlands og Færeyja skrifuðu undir samkomulag um skiptingu og stjórn makrílsstofnsins í morgun. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk stjórnvöld gangast undir samkomulag um makríl frá því að veiðar á honum hófust í lögsögunni árið 2007. Ísland fær 12,5 prósent af heildarkvótanum samkvæmt samkomulaginu, að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Íslensk makrílskip geta veitt sextíu prósent af kvóta sínum í norskri lögsögu og þrjátíu prósent í færeyskri. Skiljum Grænlendinga eftir á köldum klaka Þetta gerði Guðlaugur Þór að umræðuefni sínu undir liðnum störf þingsins á fundi Alþingis í morgun. 3213213 „Hvað er í þessu samkomulagi? Við ætlum ekki að fara eftir vísindaleg ráðgjöf. Við erum hér að fórna prinsippum sem við Íslendingar höfum alltaf staðið fyrir alltaf, alltaf! Þangað til núna. Við skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka, við höfum alltaf, alltaf mótmælt þeim vinnubrögðum,“ sagði hann. Fáum minna en áður Þá sagði hann að samkomulagið fæli í sér að Íslendingar fái minni bita af makrílkökunni en áður, minni en Færeyingar, þrátt fyrir að engin rök væru fyrir því. Þar tekur hann undir með Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, sem finna samkomulaginu flest til foráttu. Þau saka utanríkisráðherra um að fórna hagsmunum Íslands og færa grannþjóðum veruleg íslensk verðmæti „að ósekju“. „Til hvers var barist? Þetta er búið að vera barátta í áratugi fyrir því að við séum að standa fyrir því sem við Íslendingar höfum staðið fyrir, fyrir sjálfbærum veiðum og að við fáum réttlátan hlut þegar samið er um flökkustofna. Ég spyr, virðulegi forseti, ég vil fá að vita hvernig fór samráðið fram við háttvirta utanríkismálanefnd? Er það svo að það sé búið að taka öll þingsköpin úr sambandi? Því að ekki, virðulegi forseti, fáum við upplýsingar sem við eigum rétt á í háttvirtri fjárlaganefnd. Virðulegur forseti, þetta er stórt mál, það liggur fyrir að þetta mun veikja Ísland, þetta mun veikja íslenskan sjávarútveg og hér erum við að fórna prinsippum sem við Íslendingar höfum alltaf staðið fyrir,“ sagði Guðlaugur Þór.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Grænland Makrílveiðar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira