Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar 18. desember 2025 10:02 Nýleg umfjöllun um stöðu íþróttamála í Vestmannaeyjum, þar sem meðal annars kemur fram að kynjahalli í íþróttastarfi sé hér meiri en annars staðar á landinu, ætti að vekja okkur öll til umhugsunar. Í greininni “Kynjahalli mestur í Eyjum” á Eyjafréttum kemur fram að staða stúlkna í íþróttastarfi hér sé veikari en víða annars staðar á landinu, sem er alvarlegt merki um að kerfið sé ekki að þjóna öllum börnum jafnt. Þetta snýst ekki eingöngu um íþróttir heldur um framtíðarsýn samfélagsins, uppeldisskilyrði barna okkar og þá ábyrgð sem við berum bæði sem foreldrar og íbúar. Þegar ég lít til baka á uppeldisár mín hér í Eyjum man ég eftir samfélagi þar sem íþróttir voru í blóma. Á þeim tíma átti sér stað mikil uppbygging á stuttum tíma: Íþróttamiðstöðin var stækkuð, gervigrasvellir byggðir við skóla, nýtt útisundlaugarsvæði tekið í notkun og knattspyrnuhöll reist. Samhliða þessari uppbyggingu var farið skynsamlega með fjármuni og markmiðið ekki aðeins að byggja mannvirki, heldur að móta framtíðarsýn. Íþróttaiðkun barna og unglinga var sterk og fjölbreytt. Það þótti jafnvel undarlegt að æfa aðeins eina íþrótt. Félagsandinn var mikill, valið raunverulegt og bæði stelpur og strákar höfðu tækifæri til að finna sína leið. Þetta var umhverfi sem studdi við heilbrigt uppeldi, félagsfærni og samheldni grunnstoðir öflugs samfélags. Síðan þá hefur uppbyggingin verið takmörkuð. Þótt rétt sé að fagna nýjum gervigrasvelli á Hásteinsvelli, sem er mikilvægt skref til framtíðar, er erfitt að horfa fram hjá því að heildstæð þróun í íþrótta- og frístundamálum hefur ekki haldið í við þarfir samfélagsins. Þegar staðan er sú að þátttaka, sérstaklega meðal stúlkna, er að dragast saman, þá er ljóst að eitthvað í kerfinu þarfnast endurskoðunar. Þetta leiðir óhjákvæmilega að stærri spurningu: hver er framtíðarsýn Vestmannaeyja? Erum við að hugsa til næstu fjögurra ára eða næstu tuttugu? Mörg sveitarfélög hafa markað sér skýra langtímastefnu þar sem uppbygging innviða, menntunar og íþrótta fer fram í áföngum, í takt við fjárhag en með skýrt markmið. Slík sýn veitir stöðugleika, festu og traust. Ef við frestum nauðsynlegri uppbyggingu í innviðum hvort sem um ræðir skóla, íþróttamannvirki eða frístundaaðstöðu mun skellurinn koma síðar. Þá verður kostnaðurinn meiri, svigrúmið minna og ákvarðanir teknar við verri aðstæður. Það er hvorki hagkvæmt né ábyrg leið. Vestmannaeyjar hafa alla burði til að standa framarlega. Við höfum mannauð, þekkingu og samfélagsanda. En það krefst þess að við forgangsröðum rétt. Að við setjum börn, menntun og íþróttir í öndvegi og þorum að færa minni mál til hliðar á meðan grunnstoðir samfélagsins eru ekki í takt við tímann. Í því samhengi þarf einnig að skoða hvernig við nýtum fjármuni okkar, hvort hagræðing innan stjórnsýslu geti skapað svigrúm og hvernig við byggjum upp fyrir framtíðarbæjarbúa. Fjölskyldur velja sér búsetu út frá heildarmynd: skólastarfi, íþrótta- og tómstundaframboði, öryggi og framtíðarsýn ekki eingöngu fasteignaverði eða atvinnu. Þessi grein er því ákall til foreldra, forráðamanna, kjörinna fulltrúa og samfélagsins alls. Börnin okkar eiga skilið meira en viðbrögð þegar vandinn er orðinn sýnilegur. Þau eiga skilið skýra sýn, raunverulega uppbyggingu og samfélag sem þorir að hugsa til lengri tíma. Höfundur er smiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Nýleg umfjöllun um stöðu íþróttamála í Vestmannaeyjum, þar sem meðal annars kemur fram að kynjahalli í íþróttastarfi sé hér meiri en annars staðar á landinu, ætti að vekja okkur öll til umhugsunar. Í greininni “Kynjahalli mestur í Eyjum” á Eyjafréttum kemur fram að staða stúlkna í íþróttastarfi hér sé veikari en víða annars staðar á landinu, sem er alvarlegt merki um að kerfið sé ekki að þjóna öllum börnum jafnt. Þetta snýst ekki eingöngu um íþróttir heldur um framtíðarsýn samfélagsins, uppeldisskilyrði barna okkar og þá ábyrgð sem við berum bæði sem foreldrar og íbúar. Þegar ég lít til baka á uppeldisár mín hér í Eyjum man ég eftir samfélagi þar sem íþróttir voru í blóma. Á þeim tíma átti sér stað mikil uppbygging á stuttum tíma: Íþróttamiðstöðin var stækkuð, gervigrasvellir byggðir við skóla, nýtt útisundlaugarsvæði tekið í notkun og knattspyrnuhöll reist. Samhliða þessari uppbyggingu var farið skynsamlega með fjármuni og markmiðið ekki aðeins að byggja mannvirki, heldur að móta framtíðarsýn. Íþróttaiðkun barna og unglinga var sterk og fjölbreytt. Það þótti jafnvel undarlegt að æfa aðeins eina íþrótt. Félagsandinn var mikill, valið raunverulegt og bæði stelpur og strákar höfðu tækifæri til að finna sína leið. Þetta var umhverfi sem studdi við heilbrigt uppeldi, félagsfærni og samheldni grunnstoðir öflugs samfélags. Síðan þá hefur uppbyggingin verið takmörkuð. Þótt rétt sé að fagna nýjum gervigrasvelli á Hásteinsvelli, sem er mikilvægt skref til framtíðar, er erfitt að horfa fram hjá því að heildstæð þróun í íþrótta- og frístundamálum hefur ekki haldið í við þarfir samfélagsins. Þegar staðan er sú að þátttaka, sérstaklega meðal stúlkna, er að dragast saman, þá er ljóst að eitthvað í kerfinu þarfnast endurskoðunar. Þetta leiðir óhjákvæmilega að stærri spurningu: hver er framtíðarsýn Vestmannaeyja? Erum við að hugsa til næstu fjögurra ára eða næstu tuttugu? Mörg sveitarfélög hafa markað sér skýra langtímastefnu þar sem uppbygging innviða, menntunar og íþrótta fer fram í áföngum, í takt við fjárhag en með skýrt markmið. Slík sýn veitir stöðugleika, festu og traust. Ef við frestum nauðsynlegri uppbyggingu í innviðum hvort sem um ræðir skóla, íþróttamannvirki eða frístundaaðstöðu mun skellurinn koma síðar. Þá verður kostnaðurinn meiri, svigrúmið minna og ákvarðanir teknar við verri aðstæður. Það er hvorki hagkvæmt né ábyrg leið. Vestmannaeyjar hafa alla burði til að standa framarlega. Við höfum mannauð, þekkingu og samfélagsanda. En það krefst þess að við forgangsröðum rétt. Að við setjum börn, menntun og íþróttir í öndvegi og þorum að færa minni mál til hliðar á meðan grunnstoðir samfélagsins eru ekki í takt við tímann. Í því samhengi þarf einnig að skoða hvernig við nýtum fjármuni okkar, hvort hagræðing innan stjórnsýslu geti skapað svigrúm og hvernig við byggjum upp fyrir framtíðarbæjarbúa. Fjölskyldur velja sér búsetu út frá heildarmynd: skólastarfi, íþrótta- og tómstundaframboði, öryggi og framtíðarsýn ekki eingöngu fasteignaverði eða atvinnu. Þessi grein er því ákall til foreldra, forráðamanna, kjörinna fulltrúa og samfélagsins alls. Börnin okkar eiga skilið meira en viðbrögð þegar vandinn er orðinn sýnilegur. Þau eiga skilið skýra sýn, raunverulega uppbyggingu og samfélag sem þorir að hugsa til lengri tíma. Höfundur er smiður.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun