Innlent

Einn hand­tekinn í að­gerð sér­sveitar á Sel­fossi

Árni Sæberg skrifar
Sérsveitin er að störfum á Selfossi. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Sérsveitin er að störfum á Selfossi. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm

Sérsveit Ríkislögreglustjóra er að störfum á Selfossi að beiðni Lögreglunnar á Suðurlandi. 

Þetta staðfestir Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi Ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Að öðru leyti vísar hún á Lögregluna á Suðurlandi. DV greindi fyrst frá. 

Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að einn hafi verið handtekinn í heimahúsi á Selfossi. Ekki sé unnt að veita frekari upplýsingar um málið.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×