Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar 29. janúar 2026 09:03 Mín fyrstu kynni af Vilhjálmi Árnasyni, eða Villa, voru er við störfuðum saman í lögreglunni á Suðurnesjum um nokkurn tíma. Þegar maður vinnur með fólki við hin ýmsu verkefni innan lögreglunnar þá áttar maður sig á úr hverju fólk er gert. Vilhjálmur er öflugur, góður og sanngjarn leiðtogi sem getur sett sig í spor fólks með ólíkan bakgrunn. Það er dýrmætt í fari manns sem vonandi verður okkar næsti bæjarstjóri. Næstkomandi laugardag, 31. janúar, veljum við sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ okkur oddvita til að leiða lista flokksins í komandi bæjarstjórnarkosningum. Það er styrkur að hafa val á milli þriggja öflugra frambjóðenda, en okkar ábyrgð er að velja þann einstakling sem best er í stakk búinn til að leiða listann okkar og vinna að hagsæld bæjarins okkar til framtíðar. Þótt leiðir okkar Vilhjálms hafi síðar legið hvor í aðra áttina starfslega höfum við alltaf haldið tengslum í gegnum félagsstarf Sjálfstæðisflokksins. Sjálf hef ég undanfarin ár verið formaður fagfélags ökukennara, sem kallar oft á flókin samskipti við hið opinbera. Í þeim samskiptum hefur Vilhjálmur reynst ómetanlegur. Hjá honum hef ég ávallt fundið fyrir raunverulegum vilja til að hlusta, útskýra og leiðbeina – ekki bara í orði heldur ekki síður í verki. Hann hefur verið boðinn og búinn að ræða málin, greina hvaða leiðir innan kerfisins eru raunhæfar og hvernig best er að koma sjónarmiðum fólks á framfæri þannig að þau fái brautargengi. Slík yfirsýn yfir hið opinbera kerfi, ásamt skilningi á því hvernig leysa á flókin mál í samstarfi við ólíka aðila, er fágæt. Enn sjaldgæfara er að finna einstakling sem sameinar þessa yfirsýn við gott tengslanet og hæfileika til að vinna þvert á flokka og ólíkar skoðanir. Akkúrat þannig leiðtoga þurfum við í Reykjanesbæ. Þess vegna mun ég kjósa Vilhjálm Árnason í oddvitastöðu Sjálfstæðisflokksins á laugardaginn kemur og hvet aðra sjálfstæðismenn til að gera slíkt hið sama. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Mín fyrstu kynni af Vilhjálmi Árnasyni, eða Villa, voru er við störfuðum saman í lögreglunni á Suðurnesjum um nokkurn tíma. Þegar maður vinnur með fólki við hin ýmsu verkefni innan lögreglunnar þá áttar maður sig á úr hverju fólk er gert. Vilhjálmur er öflugur, góður og sanngjarn leiðtogi sem getur sett sig í spor fólks með ólíkan bakgrunn. Það er dýrmætt í fari manns sem vonandi verður okkar næsti bæjarstjóri. Næstkomandi laugardag, 31. janúar, veljum við sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ okkur oddvita til að leiða lista flokksins í komandi bæjarstjórnarkosningum. Það er styrkur að hafa val á milli þriggja öflugra frambjóðenda, en okkar ábyrgð er að velja þann einstakling sem best er í stakk búinn til að leiða listann okkar og vinna að hagsæld bæjarins okkar til framtíðar. Þótt leiðir okkar Vilhjálms hafi síðar legið hvor í aðra áttina starfslega höfum við alltaf haldið tengslum í gegnum félagsstarf Sjálfstæðisflokksins. Sjálf hef ég undanfarin ár verið formaður fagfélags ökukennara, sem kallar oft á flókin samskipti við hið opinbera. Í þeim samskiptum hefur Vilhjálmur reynst ómetanlegur. Hjá honum hef ég ávallt fundið fyrir raunverulegum vilja til að hlusta, útskýra og leiðbeina – ekki bara í orði heldur ekki síður í verki. Hann hefur verið boðinn og búinn að ræða málin, greina hvaða leiðir innan kerfisins eru raunhæfar og hvernig best er að koma sjónarmiðum fólks á framfæri þannig að þau fái brautargengi. Slík yfirsýn yfir hið opinbera kerfi, ásamt skilningi á því hvernig leysa á flókin mál í samstarfi við ólíka aðila, er fágæt. Enn sjaldgæfara er að finna einstakling sem sameinar þessa yfirsýn við gott tengslanet og hæfileika til að vinna þvert á flokka og ólíkar skoðanir. Akkúrat þannig leiðtoga þurfum við í Reykjanesbæ. Þess vegna mun ég kjósa Vilhjálm Árnason í oddvitastöðu Sjálfstæðisflokksins á laugardaginn kemur og hvet aðra sjálfstæðismenn til að gera slíkt hið sama. Höfundur er formaður Ökukennarafélags Íslands.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar