Þrettán handteknir í umfangsmiklu ofbeldismáli
Þrettán voru handteknir víðs vegar um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl frá Ingólfstorgi laust fyrir miðnætti, annar þeirra með þrjú stungusár. Að sögn lögreglu er rannsókn málsins viðamikil.