Vilja að Kjósarhreppur verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ Sjö þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar sem miðar að því að sveitarfélagið fái nýtt póstnúmer og verði ekki lengur kenndur við Mosfellsbæ. Íbúar í Kjósarhreppi hafa lengi kvartað yfir póstnúmerinu 276 Mosfellsbær og sagt það um árabil hafa valdið ruglingi. Innlent 30. október 2023 08:36
„Hvalir framleiða ekki súrefni“ Hafrannsóknarstofnun hefur skilað inn umsögn um frumvarp um bann við hvalveiðum þar sem stofnunin tekur ekki formlega afstöðu með eða á móti en gagnrýnir harðlega staðhæfingar í greinargerð með frumvarpinu. Innlent 30. október 2023 07:07
Píratar kalla eftir afstöðu Alþingis Þingmenn Pírata ætla sé að leggja fram tillögu á Alþingi um að utanríkisráðherra eigi að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum á Gasaströndinni. Samkvæmt tillögunni á ríkisstjórnin einnig að fordæma árásir Ísraelshers á óbreytta borgara og borgaralega innviði Palestínu. Innlent 29. október 2023 07:57
Bein útsending: Sigmundur Davíð ávarpar Miðflokksmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, mun flytja ræðu á landsþingi Miðflokksins klukkan 13 í dag. Innlent 28. október 2023 12:31
Fjármálafyrirtækin: „Fer eftir því hvaða ráðgjafa þú hittir á“ Kristín Eir Helgadóttir, verkefnastýra hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, gagnrýnir upplýsingagjöf fjármálafyrirtækja í tengslum við húsnæðislán. Starfsmenn séu mjög misvel upplýstir. Hún hvetur yfirvöld að leggja höfuðið í bleyti. Innlent 27. október 2023 23:30
„Þetta er blóðugt“ Algengt er að afborganir á óverðtryggðum fasteignalánum hafi meira en tvöfaldast milli ára. Kona sem keypti sér íbúð fyrir þremur árum segir blóðugt að á sama tíma og afborganir hafi snarhækkað sé eignamyndun minni en áður. Innlent 27. október 2023 19:01
Aðgerðir í Foldahverfi virðist ekki í samræmi við lög Lögregluaðgerðirnar í Foldahverfi í gær, þar sem flytja átti þrjá drengi úr umsjá móður þeirra, verða skoðaðar segir dómsmálaráðherra. Hún segir alvarlegt að einkennisklæddir lögreglumenn hafi verið á staðnum og að viðbúnaðurinn virðist hafa gengið gegn ákvæðum barnalaga. Innlent 26. október 2023 12:09
Alvarlegar aukaverkanir íslensku krónunnar Fjárfesting stjórnvalda í heilbrigðisþjónustu á Íslandi er minni en á öðrum Norðurlöndum. Og fátt einkennir heilbrigðis- og öldrunarþjónustu á Íslandi meira en biðlistar þrátt fyrir að hér á landi sé starfandi frábært heilbrigðisstarfsfólk. Fjárfesting í heilbrigðisþjónustu er lítil á sama tíma og skattheimta er óvíða hærri en á Íslandi. Hvað er það sem veldur eiginlega að háir skattar skila ekki sterkari heilbrigðiskerfi? Skoðun 26. október 2023 10:30
Bein útsending: Ásgeir og Rannveig sitja fyrir svörum Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund með Seðlabanka Íslands þar sem fjallað verður um nýja skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands. Innlent 26. október 2023 08:01
Stuðningur við ríkisstjórnina svipaður og við Samfylkingu Stuðningur við Samfylkinguna mælist nú nærri samanlögðu fylgi stjórnarflokkanna þriggja samkvæmt nýrri könnun. Forsætisráðherra segir fylgistap Vinstri Grænna áhyggjuefni og telur ágreininginn sem verið hefur milli stjórnarflokkanna ekki falla þjóðinni í geð. Innlent 25. október 2023 19:16
Fæðuöryggi á krossgötum Íslenskur landbúnaður, matarkista þjóðarinnar stendur um margt á krossgötum. Hann hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum áratugum. Tæknibylting hefur gjörbreytt framleiðslu aðstæðum, ekki síst vegna aukinna krafna um aðbúnað dýra og eins kröfu markaðarins um lægra verð á matvælum. Skoðun 25. október 2023 14:00
Styttum skuldahala stúdenta Slagorð eins og „mennt er máttur“ og „fjárfestum í framtíðinni“ heyrast oft þegar talað er um mikilvægi þess að ungt fólk mennti sig. Mikilvægið og þessi fögru slagorð virðast hins vegar auðveldlega gleymast þegar kemur að því að gera hinum almenna námsmanni kleift að stunda nám. Skoðun 25. október 2023 13:31
Bregðast þurfi við fjárhagsvanda bænda svo þeir séu ekki „þrælar á eigin búi“ Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir neyðarástand ríkja í íslenskum landbúnaði. Grípa þurfi til aðgerða hratt og örugglega til að koma til móts við skuldavanda bænda og leggur hann til dæmis til hlutdeildarlán fyrir unga bændur. Innlent 25. október 2023 10:15
Ísland stefnulaust í vímuefnavörnum frá 2020 Sigmar Guðmundsson Viðreisn spurði heilbrigðisráðherra hvort þess væri að vænta að stjórnvöld settu fram stefnu varðandi vímuefnavandann en fátt varð um svör. Innlent 24. október 2023 15:19
„Áhyggjur varaseðlabankastjóra eru óþarfar ef útgjaldareglu verður komið á“ Áhyggjur varaseðlabankastjóra um að mikil aukning tekna ríkissjóðs umfram áætlanir fari sjálfkrafa í meiri útgjöld, sem hún vill leysa með sérstakri tekjureglu, eru „óþarfar“ ef þess í stað verður tekin upp útgjaldaregla í lögum um opinber fjármál, að sögn þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Rannsóknir hafa sýnt að frumástæða hallarekstrar ríkissjóða sé framúrkeyrsla á útgjaldahlið en ekki skortur á tekjum. Innherji 23. október 2023 14:18
Atvinnuöryggi vegna barneigna Einn af hornsteinum jafnréttisbaráttunnar hér á landi er að tryggja rétt til fæðingarorlofs og tryggja atvinnuöryggi barnshafandi kvenna og síðar beggja foreldra, þannig að óheimilt sé að segja starfsmanni upp störfum vegna fyrirhugaðs fæðingar- eða foreldraorlofs. Skoðun 23. október 2023 11:01
Fæðingarorlof í anda jafnaðarmennsku Hvernig sköpum við réttlátara og sterkara fæðingarorlofskerfi á Íslandi? Skoðun 23. október 2023 10:01
Skilur sársaukann og áföllin að baki neyslunni Halldóra Mogensen segist skilja vel áföllin og sársaukann sem keyrir marga vímuefnanotendur áfram. Sjálf hafi hún leitað í vímuefni sem ung manneskja. Það ferðalag hafi endað á erfiðum stað en hefur orðið til þess að fíkniefnalöggjöf og afglæpavæðing hefur verið þingkonunni afar hugleikin. Svo hugleikin að nú hefur hún í fimmta sinn mælt fyrir frumvarpi um afglæpavæðingu. Innlent 23. október 2023 07:00
Forstjóri Ríkiskaupa segir að persónulegur ávinningur megi ekki ráða för Forstjóri Ríkiskaupa segir að persónulegur ávinningur ríkisstarfsmanna, þar með talið alþingismanna, þegar hið opinbera kaupir flugferðir fyrir starfsfólk, megi ekki ráða för. Hún segir að rammasamningur um flugfargjöld sé í endurskoðun. Innlent 21. október 2023 12:06
Katrín hyggst leggja niður störf á þriðjudag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hyggst leggja niður störf næstkomandi í kvennaverkfalli næstkomandi þriðjudag. Innlent 20. október 2023 11:47
Þingmenn flytja og húsgögnin sett á sölu Stefnt er að því að ný bygging Alþingis verði tekin í notkun fyrir mánaðamót. Starfsmenn þingsins eru orðnir spenntir að flytja starfstöðvar sínar en gert er ráð fyrir að byggingin spari ríkið níutíu milljónir á hverju ári. Innlent 19. október 2023 20:00
Þórdís Kolbrún segir hækkun launa í krónutölu ekki málið Eftir stuttar hamingjuóskir var hart sótt að Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur nýjum fjármála- og efnahagsráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Hún sagði ekki tekjuvanda heldur útgjaldavanda hjá ríkinu. Sá vandi yrði ekki leystur með nýjum fjárfrekum verkefnum. Innlent 19. október 2023 11:20
Leita hugmynda að nafni nýs húsnæðis Alþingis Alþingi hefur boðað til samkeppni um nafn á nýja skrifstofubyggingu Alþingis. Samkeppnin er opin almenningi og verður tilkynnt um niðurstöðuna á fullveldisdaginn, 1. desember næstkomandi, en ráðgert er að nýbyggingin verði tekin í notkun á næstu vikum. Innlent 18. október 2023 14:51
Hannað hér – en sigrar heiminn Hvern hefði órað fyrir því að íslenskir eikarvaðfuglar gætu flogið svo víða? Eða að íslenskt geimhagkerfi yrði til þess að tengja saman milljónir manna? Eða að íslenskt grjót yrði eftirsóknarvert í nytjahluti. Einhverja – en þó fæsta. Skoðun 18. október 2023 11:30
Framtíðin er núna! Þær öru breytingar sem samfélag okkar gengur í gegnum kalla á nýja nálgun. Lausnir gærdagsins standast ekki kröfur dagsins í dag. Stjórnmál fortíðarinnar veikja möguleika okkar á að takast á við breytta heimsmynd. Skoðun 18. október 2023 09:01
Harmar að mannskæðir brunar eigi sér stað reglulega Samkvæmt frumvarpi sem innviðaráðherra kveðst leggja fram í nóvember verður hægt að veita tímabundna heimild til þess að búa í húsnæði sem ekki er skráð sem íbúðarhúsnæði standist það öryggismat. Þá gefst slökkviliði heimild til aukins eftirlits með slíku húsnæði en hingað til hefur það reynst þeim erfitt vegna laga um friðhelgi einkalífs. Innlent 17. október 2023 18:27
Væri til bóta að stjórnvöld taki upp tekjureglu þegar það „rignir inn krónum“ Varaseðlabankastjóri kallar eftir því að stjórnvöld bæti við sérstakri tekjureglu í lög um opinber fjármál. Ef það „rignir inn krónum“ í ríkiskassann, meira en gert var ráð fyrir, þarf að gæta þess að þeim verði ekki öllum varið í aukin útgjöld. Innherji 17. október 2023 15:41
Bein útsending: Ræða slysasleppingar í sjókvíaeldi á þingi Sérstök umræða um slysasleppingar í sjókvíaeldi verður á Alþingi klukkan 14 í dag. Málshefjandi er Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknar, og til andsvara verður matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir. Innlent 17. október 2023 13:50
Líf íslensk landbúnaðar hangir á bláþræði Það hefur legið fyrir um tíma að staða bænda hafi farið versnandi á síðustu árum, staðan hefur verið margrædd en lítið að gert. Veruleikinn er sá að afkoma bænda hefur verið með öllu óviðunandi frá árinu 2020, rekstrargrundvöllurinn er hverfandi með hverjum mánuði, nýliðun er lítil sem engin og bændur kalla ítrekað eftir aðgerðum til að koma starfsgreininni aftur í fyrra horf. Skoðun 17. október 2023 13:31
Leggur til 1400 prósenta hærri niðurgreiðslu vegna tæknifrjóvgunar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, mælir síðdegis á Alþingi fyrir frumvarpi sínu um breytingar á lögum um tæknifrjóvgun. Málið snýst um að auka endurgreiðslur vegna tæknifrjóvgana til muna. Til að fjármagna þann kostnað leggur Hildur til að fella niður niðurgreiðslu Sjúkratrygginga Íslands á valkvæðum frjósemisaðgerðum. Innlent 16. október 2023 15:03