

Josie Harris fannst látin á heimili sínu í Kaliforníu.
Fjölskylda sænska leikarans Max von Sydow tilkynnti að hann andaðist í gær. Hann lék meðal annars í ellefu kvikmyndum samlanda síns Ingmars Bergman.
Útför Ragnars Bjarnasonar fór fram í kyrrþey í Háteigskirkju í hádeginu í dag. Ragnar var 85 ára þegar hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 25. febrúar og var hann einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga.
Perúmaðurinn Javier Pérez de Cuéllar, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, er látinn, hundrað ára að aldri.
Leikarinn og sjónvarpsmaðurinn James Lipton, sem þekktastur er fyrir viðtalsþættina Inside the Actors Studio, lést í dag 93 ára að aldri.
Íraninn sterki, Siamand Rahman, er látinn aðeins 31 árs að aldri. Hann fékk að öllum líkindum hjartaáfall.
Bandaríska sjónvarpskonan Loreley "Lee“ Phillip Bell sem skapaði sápuóperuna vinsælu Glæstar vonir (e. Bold and the Beautiful) ásamt eiginmanni sínum er látin, 91 árs að aldri.
David Roback, annar stofnenda rokksveitarinnar Mazzy Star, er látinn, 61 árs að aldri.
Ragnar Bjarnason tónlistarmaður lést í gærkvöldi á líknardeild Landspítalans áttatíu og fimm ára að aldri. Með honum er fallinn frá einn vinsælasti og ástsælasti listamaður landsins í áratugi.
Michael Hertz, maðurinn sem hannaði leiðarkort neðanjarðarlestakerfis New York borgar, er látinn, 87 ára að aldri.
Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga og snertu tíðindin Íslendinga í hjartastað.
Ferill Ragnars Bjarnasonar, Ragga Bjarna, er samofinn þjóðarsálinni.
Ragnar Bjarnason söngvari er látinn 85 ára að aldri. Ragnar var einn dáðasti söngvari okkar Íslendinga.
Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, er látinn.
Norski söngvarinn og skemmtikrafturinn Jahn Teigen er látinn, sjötugur að aldri.
Hollywood-kvikmynd var gerð um Katherine Johnson og svartar samstarfskonur hennar sem léku lykilhlutverk í mönnuðum geimferðum á bak við tjöldin hjá NASA á 7. áratugnum.
Flugmaðurinn Mike Hughes lést í gær eftir að hafa brotlent gufuknúnni eldflaug sinni stuttu eftir flugtak nálægt Barstow í Kaliforníu í gær.
Daninn Jens Nygaard Knudsen, maðurinn sem skapaði Lego-kallinn, er látinn, 78 ára að aldri.
Breski leikarinn John Shrapnel er látinn, 77 ára að aldri.
Tölvunarfræðingurinn Larry Tesler sem fann upp cut, copy, paste-flýtileiðina fyrir tölvur er látinn, 74 ára að aldri.
Bandaríska leikkonan Kellye Nakahara Wallett, sem gerði garðinn frægan í þáttunum M*A*S*H, er látin, 72 ára að aldri.
Jakob Björnsson, fyrrverandi orkumálastjóri, er látinn, 93 ára að aldri.
Harry Gregg, fyrrum markvörður Manchester United og norður írska landsliðsins er látinn 87 ára að aldri. Hann var einn af goðsögnum félagsins, bæði fyrir spilamennsku sína en ekki síst fyrir hetjudáðir sínar á einni erfiðustu stundunni í sögu Manchester United.
Indverjinn Rajendra K. Pachauri stýrði vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar í þrettán ár og hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2007.
Breska sjónvarpsstjarnan Caroline Flack er látin, 40 ára að aldri. Hún fannst látin í íbúð sinni í London í dag.
Cohen var þekktust fyrir hlutverk sitt sem Magda í hinum geysivinsælu þáttum Sex and the City.
Raphael Coleman, sem fór með hlutverk hins unga Eric Brown í kvikmyndinni Nanny McPhee árið 2005, er látinn, 25 ára að aldri.
Þrítugur karlmaður sem á danska móður og íslenskan föður fórst í fallhlífarstökki í Taílandi síðastliðinn laugardag.
Hjálmar Aðalsteinsson, íþróttakennari lést á krabbameinsdeild Landspítalans þann 25. janúar eftir stutta en snarpa baráttu við krabbamein. Hjálmar, sem var 65 ára gamall, starfaði sem íþróttakennari við Hagaskóla í um þrjátíu ár og var auk þess mikil borðtennis- og tenniskempa.
Leikarinn Kirk Douglas er látinn, 103 ára að aldri.