Besta deild karla

Besta deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Arnar Gunnlaugs sendi SMS í janúar sem skipti sköpum

    Nikolaj Hansen, framherji Víkings, er í kapphlaupi við tímann fyrir stórleik liðsins við Val á sunnudaginn kemur. Hansen er markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar það sem af er leiktíð og vonast til að mæta sínum gömlu félögum í toppslagnum sem fram undan er.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Leikmaður KR smitaðist

    Leikmaður úr byrjunarliði KR sem mætti HK á mánudagskvöld, í Pepsi Max-deild karla í fótbolta, hefur greinst með kórónuveirusmit. Því gæti allur leikmannahópur KR þurft að fara í sóttkví.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Aron Snær ó­brotinn en fékk heila­hristing

    Aron Snær Friðriksson, markvörður Fylkis, þurfti að fara af velli í 0-3 tapi Fylkis gegn Víkingum í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu eftir harkalegan árekstur. Aron Snær er óbrotinn en fékk heilahristing og veit ekki hversu lengi hann verður frá.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Elskar Ísland og fyrirgefur syninum valið

    Christopher Campbell, faðir Williams Cole Campbell, kvaðst hafa verið gríðarstoltur af syni sínum þegar hann spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild fyrir FH gegn Leikni í fyrradag. Hann segist ekki taka það nærri sér að strákurinn hyggist spila fyrir Ísland fram yfir Bandaríkin, nái hann svo langt.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Jóhannes Karl: Enn og aftur dómari leiksins sem að eyðileggur fyrir okkur

    Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, kom í viðtal eftir 1-2 tap hans manna fyrir Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld. Jóhannes var í leikbanni en mætti í viðtal í stað Fannars Berg Gunnólfssonar, sem stýrði liði Skagamanna í kvöld í fjarveru Jóhannesar. Fannar fékk að líta rautt spjald fyrir mótmæli þegar að Egill Arnar Sigurþórsson, dómari leiksins, dæmdi víti fyrir Breiðablik undir lok leiks sem réði úrslitum.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Kristján fékk sig fullsaddan og sparkaði í keilu

    „Framlagið var geggjað og það sýndi sig að ef að menn leggjast á eitt um að hlaupa og berjast, og spila fyrir KR-merkið sitt, þá geta þeir spilað góðan leik og náð í þrjú stig,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 1-0 sigurinn gegn HK í Kórnum í kvöld.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Rasmus: Hefðum átt að ljúka þessum leik fyrr

    Valur lagði Keflavík að velli á Hlíðarenda fyrr í kvöld 2-1. Leikurinn var hluti af 17. umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu en Sigurður Egill Lárusson skoraði bæði mörk Keflvíkinga. Rasmus Christiansen stóð í ströngu í vörn heimamanna á löngum köflum en Keflvíkingar reyndu eins og þeir gátu í lok leiksins að jafna metin.  Rasmus var gríðarlega ánægður með að hafa landað öllum stigunum.

    Fótbolti