
Örvar bestur í Bestu deildinni í apríl
Lesendur Vísis völdu Örvar Eggertsson, sóknarmann HK, besta leikmann Bestu deildar karla í aprílmánuði. Greint var frá valinu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi.
Lesendur Vísis völdu Örvar Eggertsson, sóknarmann HK, besta leikmann Bestu deildar karla í aprílmánuði. Greint var frá valinu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi.
Víkingar héldu marki sínu hreinu fram í seinni hálfleik á sínum fimmta leik í Bestu deild karla í fótbolta í ár og því hafa ekki mörg félög náð í sögu efstu deildar karla.
Það hefur ekki vantað mörkin í fyrstu fimm umferðum Bestu deildar karla í fótbolta og þegar sagan er skoðuð kemur í ljós að þetta er í raun metbyrjun í markaskori.
„Ég held að sætið sé í það minnsta heitt hjá Gústa,“ segir Albert Brynjar Ingason sem var einn af sérfræðingum Stúkunnar í gærkvöld á Stöð 2 Sport, þar sem rætt var um stöðu Stjörnunnar og Ágústs Gylfasonar, þjálfara liðsins.
Víkingar náðu að halda marki sínu hreinu í 425 mínútur áður en þeir fengu loks á sig mark í gærkvöld. Þeir unnu samt 4-1 sigur gegn Keflavík, í Bestu deildinni í fótbolta, á meðan að Breiðablik vann 2-0 sigur á Stjörnunni. Öll mörkin úr 5. umferð má nú sjá á Vísi.
Logi Tómasson hefur spilað mjög vel í fyrstu fimm leikjum Bestu deildarinnar. Hann lagði upp mark í kvöld og var mjög sannfærandi. Bæði sóknarlega og varnarlega. Hann lætur aðra um að dæma um frammistöðu sína.
Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, var afar svekktur eftir 2-0 tap hans manna gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks í Garðabænum nú í kvöld. Stjarnan lenti 2-0 undir snemma leiks og þrátt fyrir ágætis sprett í fyrri hálfleik náði liðið aldrei að koma sér almennilega inn í leikinn aftur.
Birnir Snær Ingason, sóknarmaður Víkinga, hefur byrjað tímabilið frábærlega í Bestu deildinni. Í kvöld lagði hann upp þrjú mörk og gaf lykilsendinguna í einu markinu í 4-1 sigri Víkinga gegn Keflavík.
Víkingar eru áfram með fullt hús stiga í Bestu deildinni eftir öruggan 4-1 sigur á Keflavík í Bestu deild karla í kvöld. Þetta er fimmti sigur Víkinga í röð í upphafi tímabilsins.
KR-ingar hafa tapað þremur leikjum í röð í Bestu deild karla í fótbolta og það án þess að skora eitt einasta mark.
Adam Ægir Pálsson spilaði sextíu mínútur í 1-6 sigri Vals gegn Fylki í Bestu deildinni í kvöld. Hann skoraði eitt mark og gaf eina stoðsendingu fyrir Val sem jafnaði Víking á toppi deildarinnar.
Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals, var kátur eftir 1-6 sigur Vals á Fylki í kvöld. Hann skoraði eitt mark og lagði upp tvö í fjórða sigri Vals í Bestu deildinni. Með sigrinum komst liðið upp að hlið Víkings á toppi deildarinnar.
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var niðurlútur eftir tapið sinna manna á Seltjarnarnesi í kvöld. KR hefur nú tapað þremur leikjum í röð í Bestu deildinni.
Valur vann 6-1 stórsigur á Fylki þegar liðin mættust í Árbænum í kvöld. Valsmenn gengu frá leiknum strax í fyrri hálfleik og var sigur þeirra aldrei í hættu.
KA vann góðan 4-2 sigur á FH á Greifavellinum á Akureyri í dag í fimmtu umferð Bestu deildar karla. Fimm mörk litu dagsins ljós í seinni hálfleik eftir rólegan fyrri hálfleik. Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði fjórða mark KA í dag með glæsilegu skot í vinkilinn fjær og var ánægður að leik loknum.
HK gerði sér lítið fyrir og sigraði KR á útivelli í kvöld í fimmtu umferð Bestu deildar karla. Leiknum lauk með 1-0 sigri HK eftir mark frá Arnþóri Ara Atlasyni í upphafi leiks.
KA vann góðan 4-2 sigur á FH á Greifavellinum á Akureyri í fimmtu umferð Bestu deildar karla í kvöld. Eftir rólegan fyrri hálfleik litu fimm mörk dagsins ljós í fjörugum seinni hálfleik. Með sigrinum fer KA í átta stig og lyftir sér upp fyrir FH í 4. sæti. FH í 5. sæti með sjö stig.
Fram lagði ÍBV að velli með þremur mörkum gegn einu þegar liðin áttust við í fimmtu umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Framvellinum í Úlfarsárdal í kvöld.
HK-liðið mætir KR á nýstárlegum stað í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld þegar Vesturbæingar taka á móti Kópavogsliðinu út á Seltjarnarnesi.
Fimmta umferð Bestu deildar karla hefst í kvöld með fjórum leikjum. En hvaða leikmenn hafa slegið í gegn það sem af er tímabils? Vísir fer yfir tíu þeirra.
Eftir kaldasta veturinn í hundrað ár er KR-völlurinn ekki tilbúinn fyrir fyrsta heimaleik félagsins í kvöld.
Lesendur Vísis geta nú valið um það hvaða leikmaður skaraði fram úr í Bestu deild karla í fótbolta í fyrsta mánuði leiktíðarinnar, apríl.
KR-völlurinn er ekki tilbúinn eins og flestir grasvellir á landinu. KR-ingar þurftu því að færa heimaleik sinn á móti HK í Bestu deild karla.
„Þetta virkaði sem sirkus alla vikuna,“ sagði Guðmundur Benediktsson, Gummi Ben, um hið svokallaða „vallarugl“ fyrir leik FH og KR í Bestu-deild karla sem fram fór á laugardaginn.
Birkir Heimisson var hetja Vals þegar liðið vann dramatískan 3-2 sigur á móti Stjörnunni í fjórðu umferð Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld.
Keflavík og ÍBV mættust í fjórðu umferð Bestu deildar karla á heimavelli Keflvíkinga á gervigrasvellinum við Nettó-höllina. Eftir markalausan fyrri hálfleik komust Keflvíkingar yfir 1-0 en Eyjamenn voru fljótir að svara fyrir sig og komust í 1-3 sem urðu lokatölur leiksins. ÍBV vann sinn annan sigur í röð í deildinni og lyfti sér upp í sjötta sæti með sex stig. Keflvíkingar sitja hins vegar enn í áttunda sæti með fjögur stig.
Valur vann Stjörnuna 3-2, þegar liðin mættust í lokaleik 4. umferðar Bestu deildar karla í knattspyrnu. Liðin mættust á Origo-vellinum og var það sigurmark Birkis Heimissonar á 97. mínútu sem skildi liðin að.
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV í Bestu deild karla í knattspyrnu, lét vel í sér heyra á hliðarlínunni þegar hans lið heimsótti Keflavík í fjórðu umferð deildarinnar. Eyjamenn unnu 1-3 sigur eftir að hafa lent undir og Hermann fór ekki leynt með ánægju sína að leik loknum þegar hann ræddi við fréttamann Vísis.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var stoltur af sínum mönnum eftir baráttusigur á móti KA í Víkinni í kvöld.
Víkingur sigraði KA í baráttuleik í Víkinni í fjórðu umferð Bestu deildar karla. Leikurinn endaði 1-0 þar sem færeyski landsliðsmaðurinn, Gunnar Vatnhamar, reyndist hetja heimamanna með marki á 88. mínútu leiksins.