

Bónus-deild karla
Leikirnir

Má ekki anda þá er maður bara tekinn út af
Magnús Þór Gunnarsson og félagar hans í Keflavíkurliðinu byrja frábærlega undir stjórn Andys Johnston

Þór vann Snæfell í Hólminum - öll úrslit kvöldsins
Fyrstu umferð Domnios-deildar karla í körfubolta lauk í kvöld með þremur leikjum og mesta athygli vakti að Þór úr Þorlákshöfn fór í Stykkishólm og vann 11 stiga sigur á heimamönnum í Snæfelli. Haukar unnu fimmtán stiga sigur á Val í nýliðaslagnum og Njarðvík vann átta stiga sigur á Ísafirði.

Úrslit kvöldsins í Dominos-deild karla
Dominos-deild karla hófst í kvöld með þremur leikjum. Stórleikur kvöldsins fór fram í Röstinni þar sem meistaraefnin í KR lögðu Íslandsmeistara Grindavíkur.

Jamarco Warren fór ekki langt - samdi við ÍA
Zachary Jamarco Warren mun spila áfram körfubolta á Íslandi þótt að Snæfell hafi látið kappann fara á dögunum því þessi bandaríski leikstjórnandi er búinn að semja við 1. deildarlið Skagamanna. Skagamenn segjast ætla að spila hraðari bolta nú þegar þeir hafa Warren innan sinna raða.

Dominos-deild karla rúllar af stað
Dominos-deild karla fer aftur af stað í kvöld með þremur leikjum en KR-ingum er spáð Íslandsmeistaratitlinum af fyrirliðum, þjálfurum og forráðamönnum félaganna fyrir tímabilið. Íslandsmeisturum síðustu tveggja ára, Grindavík, er aðeins spáð fimmta sætinu í deildinni.

KR og Val spáð Íslandsmeistaratitlunum í körfunni
KR og Valur verða Íslandsmeistarar í körfubolta næsta vor ef marka má spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna sem var kynnt rétt áðan á árlegum kynningarfundi KKÍ fyrir Dominosdeildir karla og kvenna. Á kynningarfundinum var skrifað undir samstarfssamning við Stöð 2 sport um stóraukna umfjöllun um Domino's deildirnar í vetur.

Liðið mitt: Pavel býður Sverri Bergmann í mat
Nýr þáttur verður á dagskrá Stöðvar 2 Sport í vetur en í þættinum verða öll lið Dominos-deildar karla heimsótt.

Kristinn Jónasson til Stjörnunnar
Stjörnumenn sendu frá sér tilkynningu skömmu fyrir leik liðsins á móti Grindavík í Meistarakeppni KKÍ í kvöld þar sem kemur fram að framherjinn Kristinn Jónasson muni spila með Garðabæjarliðinu í vetur.

Lokauppgjör Grindavíkur og Stjörnunnar á árinu 2013
Meistarakeppni KKÍ fer fram í kvöld þegar Íslandsmeistarar Grindavíkur og bikarmeistarar Stjörnunnar mætast í Röstinni í Grindavík en þessi árlegi leikur fer alltaf fram á heimavelli Íslandsmeistaranna.

Valsmenn styrkja sig inn í teig
Guðni Valentínusson hefur samið við Val og mun leika með liðinu í Dominos-deild karla í körfubolta. Hann kemur til Vals frá Danmörk þar sem hann hefur spilað í dönsku úrvalsdeildinni undanfarin fimm tímabil. Þetta kemur fram á heimasíðu Valsmanna.

Metyfirburðir hjá Keflvíkingum
Keflvíkingar tryggðu sér Lengjubikarinn í körfubolta karla um helgina með tveimur sannfærandi sigrum á Snæfelli og KR. Þeir settu jafnframt nýtt með því að vinna undanúrslita- og úrslitaleik keppninnar með samtals 57 stigum.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík fór illa með KR
Keflavík hreinlega valtaði yfir KR í úrslitaleik Lengjubikars karla sem var að ljúka í Ljónagryfjunni í Njarðvík.

KR í úrslitaleikinn á móti Keflavík
Það verða KR og Keflavík sem mætast í úrslitaleik Lengjubikars karla í körfubolta á sunnudaginn en það var ljóst eftir að KR vann sex stiga sigur á Grindavík, 76-70, í seinni undanúrslitaleiknum í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld.

Keflavík í úrslit eftir stórsigur á Snæfelli
Keflvíkingar eru komnir í úrslitaleikinn í Lengjubikar karla í körfubolta eftir 26 stiga stórsigur á Snæfelli, 96-70, í Ljónagryfjunni í kvöld. Keflavík mætir annaðhvort KR eða Grindavík í úrslitaleiknum á sunnudaginn en þau spila seinna í kvöld.

Grindavík ætlaði aldrei að fá Pavel
Íslandsmeistarar Grindavíkur mæta KR í undanúrslitum Lengjubikars karla í Njarðvík í kvöld.

Skórnir hans Hreggviðs upp á hillu
Hreggviður Magnússon er hættur í körfubolta en þetta staðfesti ÍR-ingurinn við Karfan.is í kvöld. Hreggviður er að glíma við hnémeiðsli og ákvað að segja þetta gott.

KR síðasta liðið inn í undanúrslitin - öll úrslit kvöldsins | Myndir
KR-ingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Lengjubikars karla í körfubolta eftir fjögurra sigur á KFÍ, 84-80, í spennuleik í DHL-höllinni í kvöld. KR mætir Grindavík í undanúrslitunum á föstudaginn en í hinum leiknum mætast Keflavík og Snæfell.

Keflavík, Snæfell og Grindavík í undanúrslitin
Keflavík, Snæfell og Grindavík tryggðu sér sæti í undanúrslitum Lengjubikars karla í körfubolta í kvöld. Keflavík mætir Snæfell en Grindavík mætir annaðhvort KR eða KFÍ en sá leikur er enn í gangi.


KR, Keflavík og Njarðvík áfram ósigruð - úrslitin í Lengjubikarnum
KR, Keflavík og Njarðvík eru áfram með fullt hús í Lengjubikar karla í körfubolta eftir sigra í kvöld. Stjarnan og Grindavík unnu líka bæði stóra sigra á útivelli.

Keflvíkingar unnu Íslandsmeistarana
Keflavík og Tindastóll unnu leiki sína í Lengjubikar karla í körfubolta í kvöld en bæði lið eru saman í A-riðli keppninnar. Stólarnir unnu 24 stiga sigur á Valsmönnum á Króknum, 109-85, en Keflvíkingar unnu á sama tíma tíu stiga sigur á Íslandsmeisturum Grindavíkur, 85-75, í TM-höllinni á Sunnubraut.

KR vann Snæfell - Úrslit í Lengjubikar karla í kvöld
KR, Keflavík og Njarðvík eru áfram með fullt hús í Lengjubikar karla í körfubolta eftir leiki kvöldsins en Snæfell tapaði hinsvegar sínum fyrsta leik í keppninni þegar KR-ingar komu í heimsókn í Hólminn.

Úrslit kvöldsins í Fyrirtækjabikarnum
Nokkrir leikir fóru fram í Fyrirtækjabikar KKÍ í kvöld. Var keppt bæði í karla- og kvennaflokki.

Elvar Már sjóðandi heitur gegn Haukum
Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson var í hreint ótrúlegu stuði í kvöld er Njarðvík valtaði yfir Hauka í Fyrirtækjabikar karla.

Shouse í stuði
Justin Shouse var í miklu stuði í kvöld er Stjarnan vann sannfærandi sigur á Skallagrími í Fyrirtækjabikar karla í körfubolta.

Snæfell, KR, Skallagrímur og Haukar öll með tvo sigra í röð
Sjö leikir fóru fram í Lengjubikar karla í körfubolta í kvöld en körfuboltatímabilið er komið aftur að stað eftir sumarfrí. Lengjubikarinn fer að þessu sinni allur fram áður en Domninos-deildin byrjar í október.

KRTV safnar fyrir eigin búnaði
KR-ingar hefja í dag söfnun til handa KRTV en KR-ingar hafa undanfarin ár sýnt frá heimaleikjum liðsins í gegnum netið. Nú ætla forráðamenn KRTV að hætta að leigja búnaðinn sem þarf í útsendingarnar og stefna nú að því festa kaup á eigin búnaði. Þetta kemur fram á heimasíðu KR.

Matthías Orri fékk að fara frá KR og samdi við ÍR
Matthías Orri Sigurðsson, ungi og efnilegi bakvörðurinn í KR, sem var nýkominn heim til Íslands eftir tvö ár í skóla í Bandaríkjunum, mun ekki spila með KR í vetur.

Keflvíkingar stríða gömlum liðsfélaga
Grindavík vann tíu stiga sigur á Keflavík í fyrsta leik Ljósanæturmóts Geysis í gær, 83-93, en þetta var jafnframt fyrsti leikur Keflavíkurliðsins undir stjórn bandaríska þjálfarans Andy Johnston.

Sömu bandarísku leikmennirnir hjá Val og í fyrra
Ágúst Björgvinsson, þjálfari karla- og kvennaliðs Vals í körfubolta, gerir engar breytingar á erlendu leikmönnum sínum frá því á síðasta tímabili en það kemur fram á karfan.is í dag að Chris Woods og Jaleesa Butler spili áfram á Hlíðarenda.