Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Segir greinargerð ríkislögmanns grimma

Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir þá stöðu sem er komin upp í máli sakborninganna í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum vera eins og kjaftshögg fyrir aðila málsins.

Innlent
Fréttamynd

Krefst fimm ára fangelsis yfir Árna Gils

Héraðssaksóknari krafðist fimm ára fangelsisdóms yfir Árna Gils Hjaltasyni vegna tilraunar til manndráps við lok aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Innlent
Fréttamynd

Bensínþjófur slapp með sekt

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í vikunni ungan mann til að greiða Olíuverzlun Íslands 67 þúsund króna skaðabætur auk dráttarvaxta fyrir að hafa ítrekað stolið bensíni frá fyrirtækinu.

Innlent
Fréttamynd

Dómurinn frá 1980 hafi fullt sönnunargildi um málsatvik

Ríkið telur að byggja eigi á málsatvikum eins og þeim er lýst í sakfellingardómi Hæstaréttar frá 1980 um bótakröfu Guðjóns Skarphéðinssonar. Ný gögn sem aflað hefur verið gangi ekki framar þeim dómi. Fullyrðingum Guðjóns um ólöglegar rannsóknaraðgerðir hafnað sem ósönnuðum með öllu.

Innlent
Fréttamynd

Stefna Land­spítalanum vegna and­láts barns

Þau Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeirsson hafa stefnt Landspítalanum til greiðslu miska- og skaðabóta vegna alvarlegra mistaka starfsfólks á fæðingardeild spítalans í ársbyrjun 2015.

Innlent
Fréttamynd

Meiðyrðamál Manna í vinnu tekin fyrir

Eiríkur Jónsson baðst einn afsökunar vegna ummæla eða fréttar í tengslum við starfsmannaleigu sem var sökuð um misnotkun á starfsmönnum. Hópur verkalýðsforingja fékk kröfubréf. Tvö meiðyrðamál tekin fyrir á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Lýstu áhyggjum af meðferð skattamála við þingfestingu

Jafnt sækjendur, verjendur og dómarar telja meðferð skattlagabrota ekki í lagi nú þegar þrír dómar hafa fallið hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Fjórða málið er komið til efnismeðferðar í Strassborg. Þetta kom fram við þingfestingu máls í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn.

Innlent
Fréttamynd

Prófessor sagður tapa trúverðugleika sínum

Tónlistarprófessor sem gerði samanburðargreiningu á lögunum Söknuði og You Raise Me Up er sagður hafa fórnað trúverðugleikanum með vinnubrögðunum. Þetta kemur fram í andsvörum lögmanns Jóhanns Helgasonar fyrir dómi.

Innlent
Fréttamynd

Íslenskir hvítflibbakrimmar sleppa við þungar refsingar

Aðeins níu prósent af sektum dómstóla innheimtast á Íslandi. Ástandið er verra eftir því sem sektin er hærri. Fangelsiskerfið er svo gott sem sprungið. Flestir fullnusta refsingar með samfélagsþjónustu sem getur að hámarki orðið 480 klukkustundir.

Innlent
Fréttamynd

Kristján Markús mætti ekki en neitar sök

Kristján Markús Sívarsson, sem ákærður er fyrir að hafa brotið gegn lífi og líkama barnsmóður sinnar með því að koma henni ekki undir læknishendur er hún veiktist lífshættulega vegna kókaíneitrunar, mætti ekki fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun þegar málið var þingfest.

Innlent
Fréttamynd

Sigur Rós vísar til fordæmis Jóns Ásgeirs

Verjandi Orra Páls Dýrasonar vísaði til fordæmis mála sem Jón Ásgeir Jóhannesson og Bjarni Ármansson unnu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu þegar hann krafðist þess að máli gegn honum vegna skattalagabrota yrði vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Viðskipti innlent