Trump yngri fjárfestir í og talar fyrir Ólympíuleikum á sterum Donald Trump Jr., sonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta, vill sjá íþróttafólk taka ólögleg lyf til að ná enn betri árangri. Sport 19. febrúar 2025 12:32
Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, heldur því fram að Elon Musk, auðugasti maður jarðarinnar, sé ekki í forsvari fyrir stofnunina sem kallast DOGE. Starfsmenn DOGE hafa gengið hart fram í niðurskurði vestanhafs undanfarnar vikur og hefur Musk margsinnis talað um störf sín og DOGE. Erlent 19. febrúar 2025 11:08
Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússlands hafa ákveðið að koma aftur á diplómatísku sambandi, skipa sendiherra í ríkjunum og koma á fót samninganefnd sem verður falið að eiga í viðræðum um endalok stríðsins í Úkraínu. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands greindu frá þessu að loknum fundi sem þeir áttu um Úkraínu, án fulltrúa frá Úkraínu. Erlent 18. febrúar 2025 19:46
Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Metta Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir að aðstæður varðandi öryggismál og geópólitík í Evrópu væri nú verri en hún hefði verið á kaldastríðsárunum. Þetta sagði hún á þingi í Kaupmannahöfn í dag þar sem hún boðaði mikla aukningu í fjárútlátum til varnarmála. Erlent 18. febrúar 2025 16:49
CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Leyniþjónusta Bandaríkjanna (CIA) hefur að skipan Donalds Trump, forseta, notað dróna sem eru að mestu notaðir við hernað til að vakta öflug glæpasamtök í Mexíkó. Líklegt þykir að Trump ætli sér að skilgreina þessi samtök, sem flytja gífurlegt magn fíkniefna til Bandaríkjanna sem hryðjuverkasamtök. Erlent 18. febrúar 2025 15:34
Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Fyrsta fundi bandarískra og rússneskra erindreka í Ríad í Sádi-Arabíu er lokið. Þar var komist að samkomulagi um að halda frekari viðræður um að bæta samskipti ríkjanna og að mynda sérstök viðræðuteymi sem ræða eigi um innrás Rússa í Úkraínu. Erlent 18. febrúar 2025 14:11
Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Stjórnarkona hjá bæði ÍSÍ og jafnréttisnefnd Ólympíunefndar Evrópu segir bann Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, við þátttöku trans kvenna í íþróttum áhyggjuefni. Íslenska íþróttahreyfingin eigi að standa með inngildingu fremur en útilokun. Sport 18. febrúar 2025 08:02
Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Hvíta húsið greindi frá því á föstudag að blaðamenn og ljósmyndarar AP fréttaveitunnar hefðu verið bannfærðir, bæði í Hvíta húsinu og forsetaflugvélinni Air Force One. Erlent 17. febrúar 2025 10:23
Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína? Staðan á vígvellinum í Úkraínu fer versnandi og Úkraína getur tæpast breytt þeirri stöðu. Við það bætist að Donald Trump er kominn til valda sem forseti Bandaríkjanna og hefur ekki áhuga á að halda stríðinu áfram. Trump vill semja um frið við Rússland og fá kostnað vegna hernaðaraðstoðar til Úkraínu endurgreiddan með aðgangi að auðlindum landsins. Skoðun 17. febrúar 2025 10:16
Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Ísraelar hafa tekið á móti stórum sprengjum frá Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, felldi úr gildi ákvörðun Joe Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að fresta skyldi ótímabundið sendingum þess konar sprengja. Erlent 16. febrúar 2025 23:31
Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist hafa sagt ráðherrum sínum að skrifa ekki undir samning við Bandaríkjamenn um að veita þeim síðarnefndu aðgang að umfangsmikilli námuvinnslu í Úkraínu. Hann segir samkomulagið eingöngu snúa að hag Bandaríkjanna. Erlent 16. febrúar 2025 08:00
Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Evrópskir ráðamenn, þar á meðal Emmanuel Macron, forseti Frakklands og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, mæta á „neyðarfund“ í næstu viku. Fundarefnið er ákvörðun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að taka yfir friðarviðræður á milli Úkraínu og Rússlands. Erlent 15. febrúar 2025 23:58
Kallar eftir evrópskum her Úkraínumenn munu ekki framfylgja samkomulagi sem þeir hafa enga aðkomu að. Þetta sagði Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, í ræðu á öryggisráðstefnunni í München í dag og var hann greinilega að senda Donald Trump, forseta Bandaríkjanna skilaboð. Erlent 15. febrúar 2025 15:01
Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Alríkissaksóknarar í Washington DC í Bandaríkjunum hafa beðið dómara um að fella niður mútuþægnimál gegn Eric Adams, borgarstjóra New York. Það að koma kröfunni til dómara kostaði mikil átök og sögðu saksóknarar upp í hrönnum áður en tveir fundust til að skrifa undir. Erlent 15. febrúar 2025 08:32
Húðskammaði ráðamenn í Evrópu JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hellti sér yfir leiðtoga Evrópu á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í dag. Menningarátök voru Vance efst í huga og talaði hann lítið um öryggi á öryggisráðstefnunni. Erlent 14. febrúar 2025 16:35
Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, segir að neiti Vladimír Pútin, forseti Rússlands, að semja um frið í Úkraínu og tryggja sjálfstæði Úkraínumanna til lengri tíma, muni Bandaríkin herða refsiaðgerðir og þvinganir gegn Rússlandi. Þá kæmi einnig til greina að senda bandaríska hermenn til Úkraínu. Erlent 14. febrúar 2025 11:55
Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Yfirmönnum opinberra stofnana í Bandaríkjunum hefur verið sagt að segja upp svo gott sem öllum nýjum starfsmönnum. Sumum yfirmannanna var sömuleiðis tilkynnt að frekari uppsagnir væru í vændum. Erlent 14. febrúar 2025 10:02
Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja hefja viðræður við Rússa og Kínverja um nýjan kjarnorkuvopnasamning, í þeirri von um að ríkin gætu í framhaldinu skorið niður um helming í varnarmálum. Erlent 14. febrúar 2025 06:38
RFK verður heilbrigðisráðherra Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Robert F. Kennedy yngri til embættis heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. Atkvæðagreiðslan á þinginu fór 52-48 en Mitch McConnell, fyrrverandi leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, var eini meðlimur flokksins sem greiddi atkvæði gegn tilnefningunni. Erlent 13. febrúar 2025 16:30
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Vladimír Pútín, forseti Rússlands, vann líklega stóran sigur í gær. Hann gerði það ekki á víglínunni í Úkraínu eða í Kúrsk, heldur á alþjóðasviðinu og hafa málpípur hans fagnað ákaft. Erlent 13. febrúar 2025 14:11
Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Donald Trump Bandaríkjaforseti er orðinn stjórnarformaður Kennedy listamiðstöðvarinnar í Washington D.C., eftir að hafa hreinsað úr stjórninni. Erlent 13. febrúar 2025 11:06
Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Stjórnvöld í sjö Evrópuríkjum sendu frá sér yfirlýsingu í gær þess efnis að þau þyrftu að eiga aðild að viðræðum um endalok átaka í Úkraínu, sem og ráðamenn þar í landi. Erlent 13. febrúar 2025 06:57
Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ræddi við forseta Rússlands, Vladimír Pútín í dag í síma um Úkraínu, Miðausturlönd, orkumál, gervigreind og peningamál. Trump segir símtalið hafa verið langt og mjög árangursríkt í færslu á samfélagsmiðli sínum Truth Social. Erlent 12. febrúar 2025 18:02
McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Tilnefning Tulsi Gabbard til embættis yfirmanns leyniþjónusta Bandaríkjanna hefur verið samþykkt. Það var gert með atkvæðagreiðslu í öldungadeild Bandaríkjaþings en hún fór 52-48. Erlent 12. febrúar 2025 17:49
Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Tónlistarkonan Grimes hefur lýst yfir óánægju með að Elon Musk hafi farið með fjögurra ára son þeirra í Hvíta húsið í gær þegar Donald Trump skrifaði undir forsetatilskipun sem jók völd DOGE, sparnaðastofnunar Musk. Lífið 12. febrúar 2025 15:27
Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta, ekki telja að aðild Úkraínu af Atlantshafsbandalaginu vera raunsæja að svo stöddu. Hann sagði Bandaríkjamenn þó fylgjandi því að Úkraína haldi fullveldi sínu og mikilvægt væri að tryggja frið sem fyrst og ríki Evrópu þyrftu að spila stærri rullu. Erlent 12. febrúar 2025 14:49
Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Ákall um að Danmörk eignist Kaliforníu hefur vakið athygli. Ríflega tvö hundruð þúsund manns hafa lagt nafn sitt við undirskriftalista þar sem kallað er eftir því að Danmörk kaupi Kaliforníu af Bandaríkjamönnum. Um er að ræða svar við hugmyndum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland. Undirtónninn er gamansamur enda um satírískan gjörning að ræða. Erlent 12. febrúar 2025 11:18
Veitti Musk og DOGE meiri völd til niðurskurðar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Elon Musk, auðugasti maður heims og náinn bandamaður Trumps, héldu í gær blaðamannafund um starfsemi sparnaðarstofnunar Musks, DOGE. Trump skrifaði þar að auki undir forsetatilskipun um að auka völd Musks og stofnunarinnar og útvíkka umboð hennar til niðurskurðar í stjórnsýslu Bandaríkjanna. Erlent 12. febrúar 2025 10:48
Segja áherslur Trump-stjórnarinnar fela í sér tækifæri fyrir Icelandair Breska blaðið Telegraph fjallar um Icelandair og þau sóknarfæri sem sögð eru felast í áherslum Trump-stjórnarinnar í Bandaríkjunum fyrir íslenska flugfélagið. Með útvíkkun leiðarkerfis Icelandair um Atlantshafið stimpli félagið sig inn sem alvöru keppinautur annarra risa á flugmarkaði og félagið sé í kjörstöðu til að heilla Trump með því að opna á fleiri áfangastaði á Bandaríkjamarkaði. Viðskipti innlent 11. febrúar 2025 16:12
Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Alríkisdómari frá Rhode Island lýsti því yfir í gærkvöldi að Hvíta húsið hefði ekki orðið við skipun hans um að deila eigi út alríkisstyrkjum sem Hvíta húsið hefur stöðvað. Þetta er í fyrsta sinn sem dómari segir berum orðum að ríkisstjórn Donalds Trump sé ekki að framfylgja úrskurði en útlit er fyrir að uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í Bandaríkjunum sé í vændum. Erlent 11. febrúar 2025 10:50