Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa skipað „stríðsmálaráðherra“ sínum, Pete Hegseth, að senda hermenn til borgarinnar Portland í Oregon. Þar eigi þeir að verja íbúa „stríðshrjáðrar“ borgarinnar og starfsmenn Innflytjenda- og tolleftirlits Bandaríkjanna (ICE) gegn ANTIFA og öðrum „hryðjuverkamönnum“. Erlent 27. september 2025 15:02
Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Yfirmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa rekið um tuttugu starfsmenn sem voru á sínum tíma myndaðir við að fara niður á hné eftir að George Floyd var myrtur af lögregluþjónum árið 2020. Umfangsmikil mótmæli fóru fram víðsvegar um Bandaríkin í kjölfar morðsins og beindust þau gegn störfum lögreglunnar og mismunun í garð þeldökkra þar í landi. Erlent 27. september 2025 14:37
Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Luke Donald, fyrirliði Evrópu, hefur greint frá því hvað þeim Donald Trump Bandaríkjaforseta fór á milli á fyrsta degi Ryder-bikarsins í gær. Golf 27. september 2025 11:47
Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Demókratar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings birtu í gær ný skjöl sem nefndin fékk nýverið frá dánarbúi barnaníðingsins látna, Jeffreys Epstein. Ýmis nöfn koma fram í skjölunum, sem eru meðal annars úr dagbók Epsteins, en þeirra á meðal eru Elon Musk, Peter Thiel, Steve Bannon og Andrés Bretaprins. Erlent 27. september 2025 10:15
Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Forsvarsmenn fyrirtækjanna Nexstar Media Group og Sinclair Broadcast Group lýstu því yfir í gær að þættir Jimmys Kimmel yrðu sýndir aftur á sjónvarpsstöðvum fyrirtækjanna. Er það í kjölfar þess að þættirnir voru teknir úr birtingu, eftir að þessir sömu menn neituðu að birta þá í kjölfar hótana yfirmanns Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC) um að stöðvar sem sýndu þættina ættu á hættu að missa útsendingarleyfi. Bíó og sjónvarp 27. september 2025 08:56
Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna og fyrrverandi sjónvarpsmaður á Fox, vakti mikla furðu í vikunni þegar hann boðaði nánast alla herforingja og aðmírála Bandaríkjanna á fund í næstu viku. Fundarboðinu fylgdi engin útskýring varðandi það hvað fundurinn ætti að vera um og þótti skyndifundurinn alfarið fordæmalaus. Erlent 27. september 2025 08:18
Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að hann ætlaði að setja hundrað prósenta toll á lyf sem framleidd eru undir einkaleyfi, ef fyrirtækin sem framleiða þau eru ekki að byggja verksmiðju í Bandaríkjunum. Tilkynning forsetans á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, hefur vakið spurningar víða um heim, vegna skorts á smáatriðum. Viðskipti erlent 26. september 2025 10:58
Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að hann muni færa leiki á heimsmeistaramótinu í fótbolta úr borgum sem hann telur ótryggar. Fótbolti 26. september 2025 09:30
Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, segist ekkert óttast eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lét ákæra hann í gær. Hann sé saklaus og hafi tröllatrú á dómskerfinu. Erlent 26. september 2025 09:11
Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann „Ég mun ekki leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann. Nei, ég mun ekki leyfa það. Það mun ekki gerast,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í Hvíta húsinu í gær. „Það er komið nóg. Það er kominn tími til að stoppa.“ Erlent 26. september 2025 06:50
James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Ákærudómstóll í Virginíu í Bandaríkjunum hefur ákært James Comey, fyrrverandi yfirmann alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum (FBI). Ákæran er í tveimur liðum, önnur varðar falskar yfirlýsingar hans og hin að hann hafi hindrað framgang réttvísinnar. Báðir ákæruliðir varða rannsókn hans á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og meintri aðkomu Trump að þeim. Erlent 25. september 2025 23:03
Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Utanríkisráðherra Rússlands segir að Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafi lýst yfir raunverulegu stríði við Rússland, í gegnum Úkraínu. Á fundi utanríkisráðherra G20 ríkjanna svokölluðu sagði Sergei Lavrov einnig að Vesturlönd bæru ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu. Erlent 25. september 2025 16:53
Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur boðað alla herforingja og aðmírála Bandaríkjanna á fordæmalausan skyndifund. Fundurinn verður haldinn á herstöð í Virginíu í næstu viku en fáir virðast vita um hvað fundurinn á að vera. Erlent 25. september 2025 15:21
Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fjárlagaskrifstofa Hvíta hússins hefur sent forsvarsmönnum alríkisstofnana vestanhafs skilaboð um að undirbúa umfangsmiklar uppsagnir, verði rekstur alríkisins stöðvaður í næstu viku. Uppsagnirnar yrðu mun umfangsmeiri en sést hafa í sambærilegum stöðvunum áður, en yfirleitt hefur fólk verið sent í leyfi í stað þess að vera sagt upp. Erlent 25. september 2025 11:50
Keppast við að ákæra Comey Saksóknari í Virginíu í Bandaríkjunum, sem var sérvalinn af Donald Trump, forseta, er sagður vinna hörðum höndum að því að ákæra James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI). Frestur til að ákæra Comey rennur út í næstu viku. Erlent 25. september 2025 09:50
Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið fram á rannsókn á „þríþættu skemmdarverki“ sem hann segist hafa orðið fyrir í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í gær. Erlent 25. september 2025 08:27
Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Þó Jimmy Kimmel sé snúinn aftur í sjónvarpið vestanhafs er Brendan Carr, yfirmaður Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC), ekki hættur að reyna að þagga niður í fjölmiðlum. Hann ætlar sér að berjast gegn því sem hann sér sem frjálslynda slagsíðu í fjölmiðlum. Erlent 25. september 2025 07:02
Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Í ræðu Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær, kvartaði hann bæði yfir bilaðri textavél í salnum og yfir því að rúllustigi í byggingunni hefði bilað. Sagði hann mikla mildi að hann og Melanía eiginkona hans hefðu ekki slasað sig þegar stigin stöðvaðist skyndilega er þau stigu á hann. Erlent 24. september 2025 11:31
Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel snéri aftur á skjáinn í gærkvöldi, eftir að hafa verið kippt úr loftinu vegna ummæla hans um morðið á aðgerðasinnanum Charlie Kirk. Erlent 24. september 2025 06:54
Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Rússa í afar erfiðri stöðu efnahagslega. Áralangt stríð hafi ekki skilað þeim neinu og aðeins afhjúpað hernaðarlega veikleika þeirra. Erlent 24. september 2025 06:26
Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Ryan Routh hefur verið fundinn sekur um að reyna að myrða Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á golfvelli í Palm Beach í fyrra. Routh, sem er 59 ára, var handtekinn í fyrra eftir að riffill sást í gegnum runna á golfvelli Trump í Flórída í september í fyrra. Erlent 23. september 2025 19:08
Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Joe Biden, forvera sinn, og ráðamenn víða um heim í langri og slitróttri ræðu sem hann hélt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Meðal annars sagði hann að mörg ríki heims „væru að fara til helvítis“. Erlent 23. september 2025 16:03
Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun taka til máls á áttugasta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í dag. Þar er hann meðal annars sagður ætla að gagnrýna stofnunina og hnattvæðingu og saka stofnanir hnattvæðingarsinna um að valda skaða á alþjóðakerfinu. Erlent 23. september 2025 13:40
Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Lífvarðarsveit forseta Bandaríkjanna (Secret Service) hefur lagt hald á búnað sem gæti hafa verið notaður til að setja símkerfið í New York, þar sem allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fer fram, á hliðina. Hald var lagt á rúmlega hundrað þúsund SIM-kort og um þrjú hundruð vefþjóna, sem gætu hafa verið notaðir til að senda þrjátíu milljón smáskilaboð á mínútu. Erlent 23. september 2025 13:29
Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt blaðamannafund í gær þar sem hann tengdi notkun paracetamols á meðgöngu við einhverfu. Þá var kynnt átak sem varpa á frekara ljósi á hina flóknu taugaþroskaröskun. Erlent 23. september 2025 10:10
Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Fastlega er búist við því að ríkisstjórn Donalds Trump muni í kvöld lýsa því yfir að tengsl hafi fundist milli notkunar óléttra kvenna á verkjalyfinu paracetamol/tylanol og einhverfu. Robert F. Kennedy yngri, umdeildur heilbrigðisráðherra, lofaði því fyrr á árinu að hann myndi finna út úr því hvað olli einhverfu fyrir lok septembermánaðar. Erlent 22. september 2025 17:04
Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Thomas Skinner er sennilega flestum Íslendingum ókunnugur en hann er ört vaxandi raunveruleika- og samfélagsmiðlastjarna í Bretlandi. Aukinni frægð fylgir aukin umfjöllun, nýverið tók Skinner tryllingskast út í blaðamann og skömmu síðar var framhjáhald hans afhjúpað. Lífið 22. september 2025 17:03
Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Þó einungis átta dagar séu þar til stöðva þarf rekstur alríkis Bandaríkjanna, verði ný fjárlög ekki samþykkt á þingi, eru engir þingfundir skipulagðir alla vikuna. Stöðvun reksturs ríkisins þykir óhjákvæmileg og keppast stjórnmálamenn nú vestanhafs við að kenna hinum flokknum um ástandið. Erlent 22. september 2025 14:41
Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segist opinn fyrir nýjum viðræðum við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Með þeim skilyrðum að Bandaríkjamenn hætti að krefjast þess að Kim láti kjarnorkuvopn sín af hendi. Það segist hann aldrei ætla að gera. Erlent 22. september 2025 12:18
„Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Margir af áhrifamestu mönnum Bandaríkjanna komu saman á minningarathöfn Charlies Kirk, áhrifamikils áhrifavalds á hægri væng stjórnmála Bandaríkjanna, í Arizona í gær. Donald Trump, forseti, lokaði athöfninni með um 45 mínútna ávarpi en þar áður höfðu margir úr ríkisstjórn hans haldið ávörp en athöfnin stóð yfir í rúmar fimm klukkustundir og mættu tugir þúsunda manna. Erlent 22. september 2025 10:47