

EM í fótbolta 2024
Evrópumótið í fótbolta karla fer fram í Þýskalandi dagana 14. júní til 14. júlí 2024.
Leikirnir

Courtois fer ekki með Belgum á EM
Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid, verður ekki með belgíska landsliðinu á EM í fótbolta í sumar.

Cucurella, Raya og Joselu í EM-æfingahópi Spánverja
Spánverjar eru að gera sig klára fyrir stórmót sumarsins og mæta með athyglisvert lið á EM í fótbolta.

Arnar Gunnlaugs og Óskar Hrafn vinna saman í sumar
Arnar Gunnlaugsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson hafa barist um stóru titlana í íslenska fótboltanum undanfarin ár. Nú bíður þeirra nýtt hlutverk hlið við hlið.

Nýkominn til baka eftir sjö mánaða bann en er samt í EM-æfingahóp
Nicolo Fagioli á möguleika á að fara með ítalska landsliðinu á Evrópumótið í fótbolta í sumar þrátt fyrir að hafa misst úr sjö mánuði á leiktíðinni.

Vitnaði í Wenger og segir reynslumikið lið mæta til leiks á EM
Evrópumót karla í knattspyrnu fer fram 14. júní til 14. júlí í Þýskalandi. Lærisveinar Gareth Southgate í enska landsliðinu leika í C-riðli ásamt Slóveníu, Danmörku og Serbíu. Þjálfarinn vakti mikla athygli þegar hann valdi 33 manna úrtakshóp en alls má taka 26 leikmenn með sér á mótið.

Rashford líka skilinn eftir heima
Marcus Rashford verður ekki með enska landsliðinu á Evrópumótinu í fótbolta í Þýskalandi í sumar. Enskir fjölmiðlar segja frá því að Gareth Southgate ætli að skilja sóknarmanninn eftir heima.

Sagður vera búinn að henda Henderson út úr enska landsliðinu
Jordan Henderson verður ekki með Englendingum á Evrópumótinu í fótbolta í sumar samkvæmt heimildum erlendra fjölmiðla.

Toni Kroos hættir eftir EM í sumar
Þýski knattspyrnumaðurinn Toni Kroos tilkynnti það í dag á samfélagsmiðlum sínum að hann ætli að leggja fótboltaskóna á hilluna eftir Evrópumótið í sumar.

Courtois ekki með Belgíu á EM
Markvörðurinn Thibaut Courtois verður ekki með Belgíu á Evrópumóti karla í fótbolta sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Þetta staðfesti Domenico Tedesco, þjálfari Belga, í dag.

Ísland hefði mátt taka 26 leikmenn á EM
Þjóðirnar sem taka þátt á Evrópumóti karla í fótbolta í Þýskalandi í sumar mega taka með sér 26 leikmanna hópa, þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn hafi ekki áhrif núna.

Nagelsmann framlengir samning sinn við þýska landsliðið
Ekkert verður að því að Julian Nagelsmann taki við Bayern München í sumar því hann hefur fengið nýjan samning hjá þýska knattspyrnusambandinu.

Nasistatreyjur teknar úr sölu
Þýski íþróttavöruframleiðandinn Adidas hefur brugðist við gagnrýni á nýjar landsliðstreyjur Þýskalands og tekið úr sölu allar treyjur með tölustafnum 4.

UEFA íhugar að halda sig við 26 leikmenn á EM
Það gæti farið svo að lið á Evrópumóti karla í knattspyrnu sem fram fer í Þýskalandi í sumar verði með alls 26 leikmenn í leikmannahópi sínum líkt og á EM 2020 og í Katar 2022.

Sigurinn á Íslandi var „gjöf til úkraínsku þjóðarinnar“
Úkraína tryggði sér sæti á Evrópumótinu í fótbolta í sumar með 2-1 endurkomusigri á Íslandi í úrslitaleik umspilsins í gærkvöldi.

Albert átti ekki bara eitt heldur tvö af flottustu mörkum umspilsins
Albert Guðmundsson skoraði fjögur mörk í umspilinu og tvö þeirra voru með frábærum skotum fyrir utan vítateig.

Myndasyrpa frá tapinu grátlega gegn Úkraínu
Ísland tapaði í gær, þriðjudag, fyrir Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM 2024 í knattspyrnu. Hér að neðan má sjá myndir úr leiknum.

Pólland síðasta þjóðin inn á EM
Pólland lagði Wales í vítaspyrnukeppni um sæti á EM 2024 í knattspyrnu.

„Mér finnst ég hafa nóg fram að bjóða í þessu liði“
Fyrirliði Íslands Jóhann Berg Guðmundsson segist ekki vera hættur með íslenska landsliðinu. Hann segir erfitt að kyngja tapinu gegn Úkraínu í kvöld.

Åge Hareide: Framtíðin er björt
„Alltaf pirrandi að tapa undir lokin, var að vonast til að við kæmumst í framlengingu til að koma ferskum löppum inn á. Þeir þrýstu okkur aftar en við sköpuðum færi til að ná að jafna. Það eru minnstu smáatriði sem skipta máli í alþjóðlegum fótbolta,“ sagði Åge Hareide, þjálfari Íslands, eftir grátlegt tap gegn Úkraínu sem gerði út um EM draum liðsins.

„Vorum svo ógeðslega nálægt þessu“
„Þetta er ekki það skemmtilegasta sem maður gerir eftir að hafa tapað svona stórum leik,“ sagði Hákon Arnar Haraldsson um það að þurfa að mæta í viðtal eftir grátlegt tap Íslands gegn Úkraínu í kvöld.

„Hann var alltaf mættur“
Jón Dagur Þorsteinsson átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir tap Íslands gegn Úkraínu. Hann sagði tapið það erfiðasta á hans ferli.

Einkunnir Íslands: Albert og Hákon bestir í grátlegu tapi
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu missti af sæti á EM á grátlegan hátt er liðið mátti ola 2-1 tap gegn Úkraínu í kvöld.

„Vorum grátlega nálægt þessu“
„Akkúrat núna er þetta mjög þungt. Vorum grátlega nálægt þessu. Mjög þungt,“ sagði Arnór Ingvi Traustason eftir 2-1 tap gegn Úkraínu sem þýðir að Evrópudraumur Íslands er úr leik.

Umfjöllun: Úkraína - Ísland 2-1 | EM-draumurinn úti
Draumur Íslands um sæti á EM í Þýskalandi brast í Wroclaw í Póllandi í kvöld. Ísland tapaði 2-1 fyrir Úkraínu sem verður því á meðal þátttakenda á Evrópumótinu í sumar.

„Eins og gæi sem var með vesen á Astró svona 2002“
Ísland mátti þola súrt 2-1 tap gegn Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM 2024. Ísland komst yfir þökk sé glæsimarki Alberts Guðmundssonar í fyrri hálfleik en Úkraína skoraði tvö í þeim síðari og er komið á EM í Þýskalandi nú í sumar.

Sjáðu mörkin: Úkraína kláraði dæmið í lokin
Albert Guðmundsson kom Íslandi yfir í leiknum mikilvæga gegn Úkraínu. Markið skoraði hann með vinstri fæti eftir að leika á mann og annan fyrir utan vítateig. Það dugði því miður ekki til.

Georgía á EM eftir sigur í vítaspyrnukeppni
Georgía er komið á sitt fyrsta Evrópumót karla í knattspyrnu frá upphafi. Farseðilinn tryggði Georgía sér með sigri á Grikklandi í vítaspyrnukeppni.

Byrjunarlið Íslands: Þrjár breytingar frá sigrinum á Ísrael
Åge Hareide hefur ákveðið hvaða 11 leikmenn eiga að byrja leikinn sem sker úr um hvort Ísland komist á EM 2024 í Þýskalandi eður ei. Hann gerir þrjár breytingar frá 4-1 sigrinum á Ísrael.

Til Póllands á leikinn mikilvæga fyrir veðmálafé
Stuðningsmaður Íslands keypti sér miða í ferð Knattspyrnusambands Íslands á leikinn mikilvæga gegn Úkraínu, sem fram fer í Póllandi, með vinningi úr veðmáli sem gekk upp í 4-1 sigrinum á Ísrael.

Sjáðu stemninguna hjá Íslendingunum í Wroclaw
Það eru hundruðir Íslendinga mættir til Wroclaw til að sjá leik Íslands og Úkraínu í kvöld. Þar er stuðið í dag.