„Verðum bara að sjá hvert næsta skref verður“ Knattspyrnukonan Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham á Englandi, er byrjuð að leggja grunnin að endurkomu sinni inn á knattspyrnuvöllinn eftir barnsburð. Þar byggir hún á reynslu sinni frá fyrri tíð. Enski boltinn 12. mars 2024 23:31
Snýr aftur og fyrsta verkefnið er að finna eftirmann Klopp Michael Edwards mun snúa aftur til Liverpool í sumar. Hann var áður yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu en færist nú ofar í fæðukeðjunni og á að aðstoða félagið við að finna eftirmann Jürgen Klopp og móta nýjan leikmannahóp. Enski boltinn 12. mars 2024 23:31
Miðjumaður Liverpool gaf út sjálfshjálparbók Wataru Endō, miðjumaður Liverpool og japanska landsliðsins í knattspyrnu, er margt til lista lagt. Ásamt því að spila með einu besta knattspyrnuliði þá gaf hann út sjálfshjálparbók undir lok síðasta árs. Enski boltinn 12. mars 2024 18:30
Adam Sandler sá Chelsea vinna Newcastle Chelsea fékk góðan stuðning úr stúkunni þegar liðið vann Newcastle United í gær, meðal annars frá einum þekktasta leikara heims. Enski boltinn 12. mars 2024 11:31
Reiðir Brentford-menn gerðu aðsúg að dómaranum sem rak Havertz ekki út af Leikmenn Brentford voru afar ósáttir við Rob Jones, dómara viðureignarinnar gegn Arsenal, og hópuðust að honum í leikmannagöngunum eftir leikinn. Enski boltinn 12. mars 2024 10:31
Hrósar Oliver fyrir að brotna ekki og dæma ekki víti á City Kyle Walker, fyrirliði Manchester City, hrósaði Michael Oliver, dómara viðureignarinnar gegn Liverpool, fyrir að dæma ekki vítaspyrnu á Jérémy Doku þegar hann sparkaði í Alexis Mac Allister undir lok leiks. Enski boltinn 12. mars 2024 07:30
Chelsea nálgast efri hluta töflunnar Chelsea nálgast efri hluta ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-2 sigur á Newcastle United á Brúnni í Lundúnum. Enski boltinn 11. mars 2024 22:00
Birti myndband af markinu sínu í hálfleik Leikmaður Burnley var svo ánægður með mark sem hann skoraði gegn West Ham United að hann deildi myndbandi af því í hálfleik í leiknum í gær. Enski boltinn 11. mars 2024 10:30
Klopp gagnrýndi Southgate fyrir að horfa framhjá sínum manni Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, nýtti tækifærið eftir leikinn gegn Manchester City í gær og gagnrýndi landsliðsþjálfara Englands. Enski boltinn 11. mars 2024 07:31
Nýhættur að spila og orðinn hluti af þjálfarahringekju Watford Hinn 35 ára gamli Tom Cleverley, sem hóf knattspyrnuferilinn með Manchester United, er orðinn bráðabirgðaþjálfari enska B-deildarliðsins Watford. Hann er 11. þjálfari liðsins á síðustu fjórum árum. Enski boltinn 10. mars 2024 23:01
„Móðir allra úrslita er í frammistöðunni“ Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var sammála fyrirliða sínum Virgil Van Dijk að lið þeirra hafi átt skilið sigurinn gegn Englandsmeisturum Manchester City í stórleik helgarinnar. Það breytir því þó ekki að leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Enski boltinn 10. mars 2024 21:45
Veit allt um það hversu erfitt er að spila á Anfield „Við byrjuðum vel en þeir eru með ótrúlegt lið. Við áttum okkar augnablik, þeir áttu sín. Það er erfitt að spila á móti þeim og við tökum stiginu,“ sagði Pep Guardiola eftir 1-1 jafntefli Manchester City gegn Liverpool fyrr í dag. Enski boltinn 10. mars 2024 19:35
„Miðað við frammistöðuna í síðari hálfleik áttum við skilið að vinna“ Virgil Van Dijk, fyrirliði Liverpool, sagði 1-1 jafntefli sinna manna gegn Englands-, Evrópu og bikarmeisturum Manchester City heldur súrsætt en fyrirliðinn vildi öll þrjú stigin á Anfield í dag. Enski boltinn 10. mars 2024 18:31
Jafntefli niðurstaðan í stórskemmtilegum leik á Anfield Liverpool og Manchester City gerðu 1-1 jafntefli í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Enski boltinn 10. mars 2024 17:50
Jóhann Berg og félagar misstu niður tveggja marka forystu í London Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley voru í frábærri stöðu í London í ensku úrvalsdeildinni en misstu frá sér sigurinn í seinni hálfleik. Enski boltinn 10. mars 2024 16:02
Tottenham nálgast Aston Villa eftir stórsigur á Villa Park Tottenham er aðeins tveimur stigum á eftir Aston Villa í baráttunni um fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar efir 4-0 sigur í innbyrðis leik liðanna á Villa Park í dag. Enski boltinn 10. mars 2024 14:59
Síðasti dansinn hjá Guardiola og Klopp? Knattspyrnustjórarnir Pep Guardiola og Jürgen Klopp mætast möguleika í síðasta skiptið í dag þegar Liverpool tekur á móti Manchester City í risaleik og toppslag í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 10. mars 2024 14:30
Viðræður í fullum gangi um endurkomu Edwards til Liverpool Liverpool er að missa knattspyrnustjórann Jürgen Klopp en gæti aftur á móti verið að endurheimta Michael Edwards í hlutverk yfirmanns knattspyrnumála. Enski boltinn 10. mars 2024 12:35
Frank: Havertz átti að fá rautt spjald áður en hann skoraði sigurmarkið Thomas Frank, knattspyrnustjóri Brentford, var mjög ósáttur með það að Kai Havertz hafi verið enn inn á vellinum þegar sá þýski tryggði Arsenal 2-1 sigur á Brentford í gær og þar með toppsætið í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 10. mars 2024 10:00
Kai Havertz skaut Skyttunum á toppinn Kai Havertz reyndist hetja Arsenal er liðið vann mikilvægan 2-1 sigur gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Með sigrinum skaust liðið í það minnsta tímabundið í toppsæti deildarinnar. Fótbolti 9. mars 2024 19:29
Sheffield kastaði frá sér sigrinum og Úlfarnir stöðvuðu sigurgöngu Fulham Enes Unal reyndist hetja Bournemouth er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Á sama tíma vann Wolves 2-0 sigur gegn Fulham og Crystal Palace og Luton gerðu 1-1 jafntefli. Fótbolti 9. mars 2024 17:04
Garnacho: Nítján ára gamall og allur Old Trafford að syngja nafnið mitt Alejandro Garnacho gerði gæfumuninn fyrir Manchester United í sigri á Everton í dag því bæði mörkin komu úr vítaspyrnum sem argentínski táningurinn fiskaði. Enski boltinn 9. mars 2024 15:05
Gabbhreyfingar Garnacho gerðu út af við Everton Manchester United endaði tveggja taphrinu og er nú þremur stigum frá Tottenham eftir 2-0 sigur á Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Enski boltinn 9. mars 2024 14:24
Ratcliffe vill byggja nýjan leikvang fyrir Manchester United Sir Jim Ratcliffe, nýjasti eignandi Manchester United, hefur sett það í forgang að gjörbylta heimavelli félagsins og það gæti þýtt að liðið yfirgefi Old Trafford í næstu framtíð. Enski boltinn 9. mars 2024 11:21
Móðir sem barðist gegn efasemdaröddum Í heimildarmyndinni Ómarsson, sem kom út í gær, er atvinnukonunni í knattspyrnu, Dagnýju Brynjarsdóttur, fylgt eftir á meðgöngu hennar með sitt annað barn og um leið farið yfir sögu hennar sem móðir á hæsta gæðastigi kvennaknattspyrnunnar. Munurinn á upplifun Dagnýjar frá sínum tveimur meðgöngum er mikill. Efasemdarraddirnar eru nú á bak og burt. Fótbolti 9. mars 2024 10:38
Man. United mögulega án vinstri bakvarðar út tímabilið Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, er með eina vandamálastöðu í liðinu og ástæðan er að það er engir heilir leikmenn eftir. Enski boltinn 9. mars 2024 10:00
„Þetta er ekki gullmiðinn frá Willy Wonka“ Margir telja eflaust að Tottenham-menn ættu að fagna því vel ef liðið næði sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, eins og útlit er fyrir. Stjórinn Ange Postecoglou vill hins vegar ekki gera of mikið úr því. Enski boltinn 9. mars 2024 09:00
„Dagný ryður brautina fyrir íþróttakonur um allan heim“ Breski ríkismiðillinn BBC fjallaði í gær um heimildamyndina sem enska knattspyrnufélagið West Ham gerði um landsliðskonuna Dagnýju Brynjarsdóttur og meðgöngu hennar. Fótbolti 9. mars 2024 08:00
Klopp varði Trent en Guardiola hleypti brúnum Jürgen Klopp úskýrði og varði ummæli lærisveins síns, Trents Alexander-Arnold, á blaðamannafundi í dag í aðdraganda uppgjörsins við Manchester City á sunnudaginn. Enski boltinn 8. mars 2024 22:44
Højlund fyrsti Daninn til að skara fram úr Rasmus Højlund, hinn 21 árs gamli framherji Manchester United, skráði sig í sögubækurnar með því að verða fyrsti Daninn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að hljóta nafnbótina leikmaður mánaðarins. Enski boltinn 8. mars 2024 17:31