Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Öðrum leik Tottenham frestað vegna hópsmitsins

    Tottenham Hotspur gat ekki tekið á móti Rennes í Sambandsdeild Evrópu í kvöld vegna fjölda kórónuveirusmita innan herbúða liðsins. Nú hefur enska úrvalsdeildin ákveðið að fresta leik liðsins gegn Brighton sem átti að fara fram næsta sunnudag.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Átta leikmenn Spurs smitaðir

    Átta leikmenn og fimm úr starfsliði Tottenham hafa greinst með kórónuveiruna. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Spurs, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Klopp er vongóður um að Salah skrifi undir nýjan samning

    Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segist vera vongóður um það að sóknarmaður liðsins, Mohamed Salah, skrifi undir nýjan samning við félagið. Erfiðlega hefur gengið að semja við Egyptann, en hann er sagður vilja fá meira greitt en félagið er tilbúið að greiða honum.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Hópsmit setur strik í reikninginn hjá Tottenham

    Enska knattspyrnuliðið Tottenham Hotspur hefur farið vel af stað undir stjórn Antonio Conte eftir að Ítalinn tók við liðinu fyrir rúmum mánuði síðan. Nú hefur kórónuveiran hins vegar herjað á liðið og það gæti sett strik í reikninginn fyrir mikið leikjaálag desembermánaðar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Segja að Godfrey hafi ætlað sér að stíga á Tomiyasu

    Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins í fótbolta og núverandi sparkspekingur, segist vera alveg viss um að það hafi ekki verið neitt óviljaverk hjá Ben Godfrey að stíga á andlit Takehiro Tomiyasu í leik Everton og Arsenal í gærkvöldi.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Benitez: „Það var allt á móti okkur“

    Knattspyrnustjóri Everton, Rafa Benitez, hefur líklega setið í heitasta sætinu í ensku úrvalsdeildinni undanfarnar vikur eftir vægast sagt slæmt gengi liðsins. Sigur Everton gegn Arsenal í gærkvöldi var fyrsti deildarsigur liðsins síðan í lok september, og Spánverjinn var að vonum feginn.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Brands farinn: Ó­víst hvað verður um Grétar Rafn

    Hollendingurinn Marcel Brands hefur sagt starfi sínu lausu sem yfirmaður knattspyrnumála hjá enska knattspyrnuliðinu Everton. Óvissa ríkir um framtíð Grétars Rafns Steinssonar hjá félaginu en hann er sem stendur yfir leikmannakaupum og þróun leikmanna félagsins.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Rangnick-á­hrifin ekki lengi að láta á sér kræla

    Ralf Rangnick var ekki lengi að setja mark sitt á Manchester United. Liðið lagði Crystal Palace 1-0 á Old Trafford í gær í fyrsta leik Þjóðverjans með liðið. Þar gerðist nokkuð sem hefur ekki gerst síðan Sir Alex Ferguson var þjálfari liðsins.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Klopp: „Origi er goðsögn“

    Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega í skýjunum eftir 1-0 sigur sinna manna gegn Wolves í gær þar sem Divock Origi skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Hann segist vona að leikmaðurinn finni þjálfara sem gefur honum fleiri mínútur í framtíðinni.

    Enski boltinn