BILD: 68% líkur á að Klopp hætti með Liverpool árið 2022 og taki við þýska landsliðinu Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gæti hætt með Liverpool sumarið 2022 til þess að taka við þýska landsliðinu. Þýska dagblaðið BILD segir frá þessu á forsíðu sinni og segir að þetta sé ein af fjórum möguleikum Klopp í náinni framtíð. Fótbolti 25. febrúar 2021 07:01
Henderson sagður frá í þrjá mánuði Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, er sagður vera á meiðslalistanum næstu þrjá mánuði vegna meiðsla á nára eftir að hafa meiðst í 2-0 tapinu gegn Everton um helgina. Enski boltinn 24. febrúar 2021 23:00
Souness elskar að horfa á Leeds Graeme Souness, Liverpool goðsögn og nú spekingur Sky Sports, segir að Leeds sé uppáhaldsliðið hans í deildinni þetta árið og hann elski að horfa á læirsveina Marcelo Bielsa spila. Enski boltinn 24. febrúar 2021 22:31
Tvö stórlið bíða eftir Henderson yfirgefi hann Man. United í sumar Dean Henderson, markvörður Manchester United, verður væntanlega ekki í vandræðum með að velja sér lið í sumar ákveði hann að yfirgefa uppeldisfélagið. Enski boltinn 24. febrúar 2021 18:30
Hefur ekki áhuga á að ræða við Chelsea um nýjan samning eltist þeir við Håland Hinn 23 ára framherji Tammy Abraham hefur engan áhuga á að ræða við Chelsea um nýjan samning ætli þeir að eltast við framherja Dortmund Erling Braut Håland. Enski boltinn 24. febrúar 2021 18:01
Gleðileg sjón á æfingu Liverpool liðsins í dag Portúgalski framherjinn Diogo Jota er byrjaður að æfa aftur með Liverpool liðinu en hann var á æfingu liðsins í dag. Enski boltinn 24. febrúar 2021 13:01
Thomas Tuchel um hetju Chelsea í gær: Eins og hann sé ennþá tvítugur Thomas Tuchel, knattspyrnspyrnustjóri Chelsea, var auðvitað mjög sáttur með hetju kvöldsins en franski framherjinn Olivier Giroud tryggði Chelsea 1-0 sigur á Atletico Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Enski boltinn 24. febrúar 2021 12:00
„Súrt í broti fyrir stuðningsmenn Liverpool sem eru búnir að bíða allan þennan tíma“ Væntanleg sigurhátíð Liverpool fólks í sumar var til umræðu í nýjasta hlaðvarpsþætti Sportsins í dag en Liverpool missti í fyrra af möguleikanum til að halda upp á fyrsta enska meistaratitil sinn í þrjátíu ár. Enski boltinn 24. febrúar 2021 10:31
Millwall bjargaði stigi undir lokin | Lærisveinar Rooney á sigurbraut Landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Millwall sem heimsótti Luton Town í ensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Lauk leiknum með 1-1 jafntefli en mark Millwall kom á sjöttu mínútu uppbótartíma. Enski boltinn 23. febrúar 2021 21:45
Leeds rúllaði yfir Southampton í síðari hálfleik Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Leeds United vann 3-0 sigur á Southampton er liðin mættust á Elland Road. Öll mörkin komu í síðari hálfleik. Enski boltinn 23. febrúar 2021 19:55
Stuðningsmenn Liverpool skotspónn á samfélagmiðlum vegna áforma sinna Það er óhætt að segja að stuðningsmenn Liverpool fái að heyra það á samfélagsmiðlum fyrir það að þrjóskast við að fá að halda sína sigurhátíð í sumar þó að hún verði ári of seint og mögulega eftir sannkallað martraðartímabil. Enski boltinn 23. febrúar 2021 09:00
Sagði Salah hafa verið eins og Messi á æfingum Chelsea Filipe Luis hefur spilað undir áhrifamiklum stjórum í gegnum tíðina, þar á meðal Jose Mourinho og Diego Simeone. Atletico Madrid mætir Chelsea í kvöld í Meistaradeild Evrópu - í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum. Fótbolti 23. febrúar 2021 07:00
Sagði vítaspyrnudóminn á Anfield háréttan dóm Mark Clattenburg, fyrrum dómari á Englandi, segir að vítaspyrnan sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í 2-0 sigri Everton á Liverpool um helgina hafi verið réttur dómur. Enski boltinn 22. febrúar 2021 23:00
Rán í Brighton Crystal Palace vann 2-1 sigur á Brighton í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 22. febrúar 2021 21:57
„Leikmenn Liverpool eru eins og uppvakningar“ Gary Neville, fótboltasérfræðingur á Sky Sports, segir að leikmenn Englandsmeistara Liverpool líti út eins og uppvakningar á vellinum. Enski boltinn 22. febrúar 2021 16:31
Stoltur liðsfélagi Gylfa: Við skrifuðum söguna James Rodriguez var ánægður í viðtölum við fjölmiðla í heimalandi sínu Kólumbíu eftir 2-0 sigur Everton á Anfield um helgina. Enski boltinn 22. febrúar 2021 13:00
Segir Liverpool liðið bara vera skuggann af sjálfu sér: Nú vilja allir spila við þá Fyrir aðeins ári síðan vann Liverpool næstum því alla leiki sína og var með yfirburðastöðu í ensku úrvalsdeildinni en ári síðan er þetta eins og svart og hvítt. Enski boltinn 22. febrúar 2021 10:31
Man City með fleiri stig en Liverpool, Tottenham og Arsenal á árinu Manchester City hefur vægast sagt verið á góðu skriði í ensku úrvalsdeildinni það sem af er ári. Sigur þeirra á Arsenal í gær var sá þrettándi í röð. Enski boltinn 22. febrúar 2021 07:01
Grealish frá í mánuð hið minnsta Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa og einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, verður frá næsta mánuðinn eða svo vegna meiðsla. Enski boltinn 21. febrúar 2021 23:01
„Alltaf erfitt að spila eftir útileik í Evrópu“ Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, var ánægður með hvernig sínir menn spiluðu í síðari hálfleik í 3-1 sigrinum á Newcastle United í kvöld. Þá var hann ánægður með frammistöðu Daniel James sem hefur nú skorað tvo leiki í röð. Enski boltinn 21. febrúar 2021 22:30
Mourinho segir þjálfunaraðferðir sínar og þjálfara sinna með þeim bestu í heimi José Mourinho hrósaði leikmönnum sínum eftir að Tottenham Hotspur tapaði 2-1 gegn West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þá sagði Portúgalinn geðþekki að það væri engin krísa í gangi. Enski boltinn 21. febrúar 2021 21:21
Man United jafnaði Leicester að stigum eftir torsóttan sigur Manchester United þurfti að hafa fyrir hlutunum er Newcastle United kom í heimsókn á Old Trafford. Á endanum fór það svo að Man United vann 3-1 sigur og jafnaði þar með Leicester City að stigum í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn 21. febrúar 2021 21:00
Sterling sérstaklega ánægður með skallamarkið og hrósaði spilamennsku Arsenal Raheem Sterling skoraði eina mark Manchester City í 1-0 útisigri á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann sagði leikinn hafa verið erfiðan en að City hefði átt sigurinn skilið. Enski boltinn 21. febrúar 2021 19:17
Man City komið með tíu stiga forystu á toppi deildarinnar Topplið Manchester City heimsækir Arsenal til Lundúna og getur bætt við sögulega sigurgöngu sína sem telur nú sautján leiki í öllum keppnum. Enski boltinn 21. febrúar 2021 18:25
Öflugur útisigur Leicester Leicester sótti þrjú öflug stig til Birmingham er liðið vann 2-1 sigur á Aston Villa í öðrum leik dagsins í enska boltanum. Enski boltinn 21. febrúar 2021 15:59
Sögðu Liverpool í „sögulegri krísu“ Það eru vandræði hjá ensku meisturunum í Liverpool. Þeir hafa tapað fjórum deildarleikjum í röð á heimavelli og eru sextán stigum á eftir toppliði Manchester City sem á leik til góða. Enski boltinn 21. febrúar 2021 14:30
Lingard skoraði og West Ham í Meistaradeildarsæti en Tottenham í vandræðum West Ham er komið upp í fjórða sæti enska boltans og er þar af leiðandi í Meistaradeildarsæti eftir 25 umferðir. Þeir unnu 2-1 sigur á grönnum sínum í Tottenham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 21. febrúar 2021 13:53
Ancelotti sagði harðjaxlinn mest ánægðan með sigurinn Carlo Ancelotti, stjóri Everton, hrósaði lærisveinum sínum í hástert eftir sigurinn á Liverpool í gær en sagði að sá ánægðasti í búningsklefanum væri Duncan Ferguson. Enski boltinn 21. febrúar 2021 13:00
Souness tók dómarana á teppið eftir leiki gærdagsins Greame Souness, fyrrum knattspyrnustjóri og nú sparkspekingur Sky Sports, vandaði ekki enskum dómurum kveðjurnar eftir leiki gærdagsins í enska boltanum. Enski boltinn 21. febrúar 2021 12:00
Gylfi elskar að spila gegn stóru liðunum Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sitt 65. mark í ensku úrvalsdeildinni í gær er hann skoraði annað mark Everton í 2-0 sigri á grönnunum í Liverpool. Enski boltinn 21. febrúar 2021 11:00