Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

„Þeir undirstrikuðu veikleikana hjá okkur“

Fyrrum landsliðsmaðurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson segir enga breytingu hafa orðið á kröfunum til íslenska karlalandsliðsins í handbolta eftir leiki þess við Þýskaland um helgina. Þó hafi ákveðnir vankantar á leik liðsins sýnt sig.

Handbolti
Fréttamynd

„Við eigum bara að keyra á medalíu og ekkert annað“

Íslenska þjóðin ræður vart við sig fyrir spenningi fyrir heimsmeistaramótinu í handbolta sem hefst næstkomandi fimmtudag. Svava Kristín Grétarsdóttir fór á stúfana, hitti nokkra handboltaþjálfara fyrrum leikmenn íslenska karlalandsliðsins og spurði þá hvort við værum að setja markið of hátt.

Handbolti
Fréttamynd

Portúgalar ekki í vandræðum með Bandaríkjamenn

Portúgal vann afar öruggan tólf marka sigur er liðið mætti Bandaríkjunum í Gulldeildinni, æfingamóti fyrir HM í handbolta sem hefst í næstu viku, 39-27. Þá unnu Norðmenn einnig góðan sjö marka sigur gegn Brasilíu á sama móti, 30-23.

Handbolti
Fréttamynd

Theódór Ingi: Verður spennandi að sjá hvar íslenska liðið stendur

Íslenska karla landsliðið í handobolta leikur tvo æfingaleiki Þýskaland ytra um helgina en liðin leiða saman hesta sína í dag og svo aftur á morgun. Liðin eru að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í Svíþjóð og Póllandi í næstu vikur. Valur Páll Eiríksson ræddi við sérfræðinginn Theódór Inga Pálmason um vonir og væntingar sem gera má til íslenska liðsins á mótinu í íþróttafréttum á Bylgjunni í morgun.

Handbolti
Fréttamynd

Lærisveinar Arons fengu skell stuttu fyrir HM

Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í bareinska landsliðinu í handbolta máttu þola 13 marka tap er liðið mætti Spánverjum í undirbúningi sínum fyrir heimsmeistaramótið í handbolta sem hefst í næstu viku.

Handbolti
Fréttamynd

Ómar Ingi markahæsti leikmaður Evrópu annað árið í röð

Ísland á tvo fulltrúa á lista yfir tíu markahæstu handboltamenn Evrópu árið 2022. Annað árið í röð er Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Þýskalandsmeistara Magdeburg, markahæsti maður ársins, en liðsfélagi hans í íslenska landsliðinu, Bjarki Már Elísson, situr í sjötta sæti listans.

Handbolti
Fréttamynd

Portúgalar steinlágu gegn Norðmönnum

Portúgal, sem verður mótherji Íslands í D-riðli á HM í handbolta sem hefst eftir tæpa viku, mátti þola ellefu marka tap er liðið mætti Noregi í æfingaleik í kvöld, 38-27.

Handbolti
Fréttamynd

Ungverjar hófu HM-undirbúninginn á sigri

Ungverjar unnu nauman eins marks sigur er liðið mætti Slóvenum í fyrri undirbúningsleik liðanna fyrir heimsmeistaramótið í handbolta sem hefst eftir tæpa viku, 27-28. Ungverjar verða með okkur Íslendingum í D-riðli á HM.

Handbolti