Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Utanríkisráðherra Rússlands mætti til fundarins með Bandaríkjaforseta í Alaska í dag klæddur í bol með skammstöfun Sovétríkjanna sálugu. Á fundinum á að ræða um stríðsrekstur Rússa í Úkraínu sem var eitt sinn hluti af Sovétríkjunum. Erlent 15.8.2025 10:35
Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að Vladimir Pútín Rússlandsforseti vildi komast að samkomulagi um frið í Úkraínu og að hann teldi 75 prósent líkur á því að fundur þeirra í Alaska í kvöld myndi bera árangur. Erlent 15.8.2025 06:44
Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Íslenska fyrirtækið Vélfag sem sætti viðskiptaþvingunum vegna erlends móðurfélags þess hefur fengið tímabundna undanþágu með skilyrðum. Innlent 14.8.2025 13:57
Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir ítreka rétt Úkraínumanna til að ákvarða eigin framtíð. Þá segja þeir mögulegt samkomulag verða að tryggja öryggishagsmuni Úkraínu og Evrópu. Erlent 12. ágúst 2025 06:45
„Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í dag fundinum sem hann mun eiga með Vladimír Pútín, kollega sínum í Rússlandi, sem „þreifingafundi“. Þeir muni ræða „skipti á landsvæði“ milli Úkraínumanna og Rússa og lýsti hann einnig yfir vonbrigðum með Pútín í tengslum við friðarviðræður. Erlent 11. ágúst 2025 22:31
Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Leiðtogar sex Evrópuríkja munu sitja fjarfundi með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta og Donald Trump Bandaríkjaforseta á miðvikudag. Selenskí er sagður hafa slakað á kröfum sínum og hann útiloki ekki að láta eftir landsvæði í friðarsamningum. Erlent 11. ágúst 2025 16:16
Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna segir fund Selenskí Úkraínuforseta og Pútíns Rússlandsforseta í bígerð. Það sé spurning um hvenær en ekki hvort. Erlent 10. ágúst 2025 21:04
Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Norðurlönd og Eystrasaltsríkin lýsa í sameiginlegri yfirlýsingu yfir stuðningi við fullveldi Úkraínu í aðdraganda fundar Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Innlent 10. ágúst 2025 17:53
Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og Rússlandi furðar sig á aðdraganda fyrirhugaðs leiðtogafundar forseta ríkjanna tveggja. Hann vonar að fundurinn reynist óþarfur, þar sem hann kunni að gera málstað Úkraínu ógagn frekar en nokkuð annað. Erlent 10. ágúst 2025 15:25
Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Hvíta húsið hefur til skoðunar hvort bjóða eigi Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á friðarviðræðufund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Alaska á föstudag. Erlent 10. ágúst 2025 08:53
Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Varaforseti Bandaríkjanna og utanríkisráðherra Bretlands funduðu í dag á Englandi og ræddu þeir nýjustu vendingarnar í stríði Úkraínu og Rússlands, nefnilega tilvonandi fund Bandaríkja- og Rússlandsforseta í Alaska næsta föstudag. Úkraínskir ráðamenn og evrópskir þjóðaröryggisráðgjafar voru einnig viðstaddir fundinn. Erlent 9. ágúst 2025 23:29
Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Utanríkisráðherra segir vont til þess að hugsa að Rússar fái landsvæði í Úkraínu gegn vopnahléi. Hún treystir Bandaríkjaforseta til að koma á vopnahléi, en það sé mikilvægt að tryggður verði langvarandi friður á svæðinu. Erlent 9. ágúst 2025 20:02
„Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Friðarsamningar sem fælu í sér einhvers konar eftirgjöf Úkraínu á landi til Rússa kynnu að vera ásættanlegir, að mati sérfræðings. Stefnt er að fundi um málefni Úkraínu án aðkomu Úkraínumanna í næstu viku. Erlent 9. ágúst 2025 12:52
Gefur ekkert landsvæði eftir Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir að Úkraína muni ekki fallast á friðarsamkomulag sem feli í sér að ríkið gefi eftir landsvæði í hendur Rússa. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að friðarsamkomulag fæli í sér skiptingu á landsvæðum. Erlent 9. ágúst 2025 07:58
Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti munu funda í Alaska föstudaginn 15. ágúst. Fyrr í kvöld sagði Trump að friðarsamkomulag fæli í sér skiptingu á landsvæðum. Erlent 8. ágúst 2025 22:26
Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA) hefur greitt 10,8 milljónir evra, jafnvirði milljarðs íslenskra króna, í samstöðustyrki til rússneskra knattspyrnuliða frá því að þeim var bannað að taka þátt í Evrópukeppnum í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Erlent 8. ágúst 2025 08:14
Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Donald Trump Bandaríkjaforseti segist reiðbúinn að hitta Vladímír Pútín Rússlandsforseta þrátt fyrir að sá siðarnefndi neiti að funda með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Sú saga gekk að fundur leiðtoga stríðandi fylkinganna væri skilyrði fundar Trump og Pútín en svo virðist ekki vera. Erlent 7. ágúst 2025 23:58
Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Íslensk-úkraínsk hjón hafa takmarkaða trú á að samtal Trump og Pútín myndi leiða til friðar í Úkraínu. Þau hafa misst vini á vígvellinum og segja erfitt að fylgjast með aukinni hörku í árásum Rússa á heimaborg þeirra úr fjarska. Þau skynja breytingar á viðhorfi og afstöðu fólks utan Úkraínu til stríðsins frá því sem var í byrjun. Svo virðist sem áhuginn sé að dvína og rússneskur áróður að ná betur í gegn. Innlent 7. ágúst 2025 21:32
Neitar að hitta Pútín án Selenskís Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður þeirrar skoðunar að hann muni ekki funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, án þess að Pútín hitti einnig Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Pútín sjálfur sagði í dag að það kæmi ekki til greina en nokkur óvissa ríkir um mögulegan fund Pútíns og Trumps. Erlent 7. ágúst 2025 16:29
Fúlsaði við þriggja forseta fundi Ráðamenn í Rússlandi hafa staðfest að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætli að funda með Donald Trump, kollega hans í Bandaríkjunum. Fundurinn gæti farið fram strax í næstu viku. Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps sem hitti Pútín í gær, lagði til að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sæti einnig fundinn en Pútín hafnaði því. Erlent 7. ágúst 2025 10:11
Segist eiga fund með Pútín Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst fara á fund Vladímírs Pútín Rússlandsforseta ekki seinna en í næstu viku. Honum verði svo fylgt eftir af fundi með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. Erlent 6. ágúst 2025 21:05
Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hækkaði í dag tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent. Ku það vera vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi og en þegar tollarnir taka gildi verða tollar á Indland orðnir fimmtíu prósent. Erlent 6. ágúst 2025 16:12
Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Stjórnvöld í Hollandi hafa tilkynnt að þau hyggist kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínu fyrir um það bil 500 milljónir evra. Erlent 5. ágúst 2025 07:11
Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Stór eldur kviknaði í olíugeymslu í Sochi í Rússlandi í nótt eftir drónaárás Úkraínumanna. Loka þurfti flugvellinum í borginni, sem liggur við strendur Svartahafs, vegna eldsins og börðust á annað hundrað slökkviliðsmenn gegn honum. Erlent 3. ágúst 2025 09:58