Flipp festival: „Eitthvað sem sjaldan eða aldrei hefur sést á Íslandi“ Eyrún Ævarsdóttir fór sjálf í háskólanám í sirkuslistum og er listrænn stjórnandi Flipp festival sem er fyrsta íslenska sirkuslistahátíðinni. Hún fer fram um helgina í Elliðaárstöð í Elliðaárdal og í Hafnarþorpinu í Kolaportinu. Lífið 24. júní 2022 20:30
Ketilkaffi á Skógardeginum mikla í Hallormsstað Það verður mikið um að vera í Hallormsstaðarskógi í Fljótsdal á morgun laugardag, því Skógardagurinn mikli fer þá fram. Fjölbreytt dagskrá verður í boði, svo ekki sé minnst á ketilkaffið, sem boðið verður upp á að skógarmannasið. Innlent 24. júní 2022 20:27
Zelensky ávarpar gesti Glastonbury Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu ávarpaði gesti Glastonbury fyrr í dag. Zelensky birtist í formi upptöku áður en hljómsveitin The Libertines hóf flutning sinn. Hann hvatti áhorfendur til þess að beita stjórnmálafólk þrýstingi. Erlent 24. júní 2022 19:11
Sekt Símans staðfest vegna dreifingar á Sjónvarpi Símans Premium Landsréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi brotið gegn ákvæðum fjölmiðlalaga með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Fjarskiptastofnun hafði gert Símanum að greiða 9 milljóna króna sekt vegna málsins sem Landsréttur staðfesti. Innlent 24. júní 2022 16:55
Doctor Victor, Daníel Ágúst og Bomarz sameina krafta sína með dansvænu lagi Tónlistarmennirnir Doctor Victor, Daníel Ágúst og Bomarz fara dansandi inn í sumarið þar sem þeir voru að senda frá sér lagið Dansarinn (Club Edit). Upprunalega lagið var gefið út eftir samnefnda bók eftir Óskar Guðmundsson á vegum Storytel en ákveðið var að gera glænýja útgáfu. Tónlist 24. júní 2022 16:30
„Þannig varð nekt mjög eðlilegt viðfangsefni fyrir mér“ Listamaðurinn Mateusz Hajman stendur fyrir einkasýningunni Sirens of Poland á Café Pysju en sýningin opnar klukkan 14:00 á morgun, laugardaginn 25. júní. Hajman, sem kemur frá Póllandi, er talsvert þekktur meðal sinnar kynslóðar í heimalandinu og víðar, sérstaklega fyrir nektarljósmyndir sínar af ungum konum. Á þessari sýningu býður hann upp á fjölbreytt úrval ljósmynda með sumarþema og nekt en blaðamaður tók púlsinn á honum og fékk að heyra nánar frá hans hugarheimi. Menning 24. júní 2022 15:30
„Ég er stærsti aðdáandi hennar“ Felix Bergsson og tengdadóttir hans Þuríður Blær Jóhannsdóttir tala saman inn á sögurnar um Ævintýri Freyju og Frikka sem Felix sjálfur er rithöfundurinn að og segir viðtökurnar hafa farið vonum framar. Lífið 24. júní 2022 14:30
„Fallegt og unglegt viðhorf til ástarinnar og mistakanna sem maður getur gert þegar maður er skotinn“ Tónlistarkonan Una Schram sendi frá sér smáskífuna Mess mixtape fyrr í dag og er hún unnin í samtarfi við pródúserinn Young Nazareth og listræna stjórnandan Júlíu Grönvald. Blaðamaður tók púlsinn á Unu. Tónlist 24. júní 2022 13:30
Brekkusöngurinn: „Það er sannur heiður að fá þetta verkefni“ Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins mun leiða brekkusönginn á Þjóðhátíð í ár. Hann er góðkunnur hátíðinni en hefur komið þar fram síðan 2016 og stýrði brekkusöngnum í fyrra fyrir tóma brekkuna. Lífið 24. júní 2022 12:30
Þrjú hundruð sagt upp hjá Netflix Bandaríska streymisveitan Netflix hefur sagt upp þrjú hundrið starfsmönnum. Ástæðan er sú að áskrifendum fer fækkandi. Viðskipti erlent 23. júní 2022 22:35
Hollywood fréttir: Brad Pitt á síðustu metrunum sem leikari Brad Pitt virðist í fullu fjöru, hann vann Óskar fyrir frammistöðu sína í Once Upon a Time in Hollywood árið 2020 og er í aðalhlutverki í einni af stærri myndum sumarsins, en segir þó hilla undir lok ferilsins. Bíó og sjónvarp 23. júní 2022 14:30
„Þarna eru „gamlir“ jaxlar og stórstjörnur ásamt leikurum framtíðarinnar“ Trölladans er frumsaminn rokksöngleikur, um Jonna sem lendir í tröllabyggð, eftir Guðmund Ólafsson en meðhöfundur og höfundur tónlistar er Friðrik Sturluson. Með aðalhlutverk fara Mikael Emil Kaaber, Birna Pétursdóttir, og Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Lífið 23. júní 2022 13:01
Menningarveisla í Fjarðabyggð Innsævi, menningar- og listahátíð Fjarðabyggðar hefst í dag. Hátíðin er nú haldin í annað sinn og teygir dagskráin sig frá Mjóafirði til Breiðdalsvíkur. Jóhann Ágúst Jóhannsson, forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar sem heldur utan um Innsævi, segir hátíð sem þessa mikilvæga samfélaginu og hafi margvísleg jákvæð áhrif. Lífið samstarf 23. júní 2022 12:50
Samdi lagið eftir að hafa dreymt að hún væri með risavaxið typpi sem úr yxu blóm Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Sölku Valsdóttur, neonme, við lagið The Flower Phallus. Blaðamaður tók púlsinn á Sölku og fékk að heyra nánar frá laginu. Tónlist 23. júní 2022 11:29
Daníel Ágúst er fjórði Idol-dómarinn Stöð 2 hóf um helgina leit að nýrri íslenskri Idol-stjörnu. Sett hefur verið í loftið skráningarsíða fyrir áhugasama og undirbúningur að nýrri þáttaröð Idol, sem fer í loftið í haust, er formlega hafinn. Seinna í sumar munu fara fram áheyrnarprufur út um allt land. Lífið 23. júní 2022 07:01
Frumsýnir „The Flower Phallus“ á Vísi á morgun Tónlistarkonan Salka Valsdóttir gengur undir listamannsnafninu neonme í nýju tónlistarverkefni. Á morgun sendir hún frá sér sitt fyrsta lag sem ber nafnið The Flower Phallus og mun hún frumsýna tónlistarmyndband sitt hér á Lífinu hjá Vísi klukkan 11:30. Tónlist 22. júní 2022 20:01
Styrkja og efla listrænar raddir úr öllum áttum FLÆÐI verður með listasýningu á RUSL fest í ár dagana 28. júní - 1. júlí þar sem fjölbreytt flóra listafólks kemur saman úr öllum áttum. Antonía Berg og Steinunn Ólína eru sýningarstjórar FLÆÐIS á hátíðinni en blaðamaður tók púlsinn á þeim og fékk nánari innsýn í galleríið og þann fjölbreytileika sem samtímalistafólk býr yfir. Menning 22. júní 2022 14:30
Birgitta Haukdal, Herra Hnetusmjör og Guðrún Árný mæta í dalinn Dagskráin fyrir Þjóðhátíð stækkar enn og er ljóst að brekkan mun loga af stemningu en Herra Hnetusmjör, Birgitta Haukdal og Guðrún Árný hafa bæst við landslið listafólks sem mun koma fram á stóra sviðinu í Herjólfsdal á þjóðhátíð. Lífið 22. júní 2022 11:36
Bríet er þriðji Idol-dómarinn Stöð 2 hóf um helgina leit að nýrri íslenskri Idol-stjörnu. Sett hefur verið í loftið skráningarsíða fyrir áhugasama og undirbúningur að nýrri þáttaröð Idol, sem fer í loftið í haust, er formlega hafinn. Seinna í sumar munu fara fram áheyrnarprufur út um allt land. Lífið 22. júní 2022 07:01
„Ég held að það sé ekki auðvelt að vera með mér“ „Já, já Dísa mín þú átt aldrei eftir að finna neinn betri en mig", segir Þórdís Björk Þorfinnsdóttir þegar hún minnist þess hvernig ástarsaga hennar og Júlí Heiðars Halldórssonar byrjaði. Júlí og Þórdís hafa nú verið saman í rúm tvö ár og segja frá sögu sinni í hlaðvarpsþættinum Betri helmingurinn með Ása. Lífið 21. júní 2022 22:00
Fjölbreytt veðrabrigði Íslands heilluðu spænskan listamann Spænski listamaðurinn Vicente Garcia Fuentes opnaði sýningu í sal Grásteins að Skólavörðustíg 4 þann 17. júní síðastliðinn. Menning 21. júní 2022 13:31
Fyrrverandi hljómborðsleikari Fleetwood Mac látinn Brett Tuggle, fyrrverandi hljómborðsleikari sveitarinnar Fleetwood Mac og liðsmaður David Lee Roth Band, er látinn, sjötugur að aldri. Hann lést af völdum krabbameins. Lífið 21. júní 2022 13:04
Beyoncé gefur út fyrsta lagið af væntanlegri plötu Söngkonan Beyoncé gaf út fyrsta lagið af væntanlegri plötu sinni í gær og heitir lagið Break My Soul. Platan sem kemur út í lok júlí mun bera heitið Renaissance og verður fyrsta sóló platan hennar síðan 2016. Lífið 21. júní 2022 12:46
Fór í kulnun út frá miklu álagi og vinnur nú að heimildarmynd „Ég hef sjálf reynslu af því að fara í kulnun og þurfti í kjölfarið að fara í veikindaleyfi frá leiklistarkennslu,“ segir leikkonan og leikstjórinn Magnea Björk Valdimarsdóttir í viðtali við Vísi. Lífið 21. júní 2022 11:50
Svana Gísla framleiðir ABBA sýninguna í London: „Þetta hefur aldrei verið gert áður“ Framleiðandinn Svana Gísla hefur á undanförnum árum unnið hörðum höndum að því að láta stórsýninguna ABBA Voyage verða að veruleika. Svana og Ludvig Andersson framleiða sýninguna saman og unnu þau náið með leikstjóranum Baillie Walsh. Blaðamaður tók púlsinn á Svönu og fékk að heyra nánar frá þessu spennandi ferli. Tónlist 21. júní 2022 10:00
Birgitta Haukdal er annar Idol-dómarinn Stöð 2 hóf um helgina leit að nýrri íslenskri Idol-stjörnu. Sett hefur verið í loftið skráningarsíða fyrir áhugasama og undirbúningur að nýrri þáttaröð Idol, sem fer í loftið í haust, er formlega hafinn. Seinna í sumar munu fara fram áheyrnarprufur út um allt land. Lífið 21. júní 2022 08:01
Barn Jennifer Lopez notar kynhlutlaus fornöfn Jennifer Lopez kynnti barnið sitt Emme Maribel á svið með kynhlutlausum fornöfnum á góðgerðartónleikum nú nýverið. Emme hefur áður komið fram með móður sinni en síðast var það þegar Lopez kom fram í hálfleik á Super Bowl árið 2020. Lífið 20. júní 2022 20:07
Bassi tók alla athyglina í leiklistartíma hjá Þorsteini Bachmann Fjórða þáttaröðin af Æði er farin í loftið og eru þættirnir á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldum. Þar er fylgst með lífi Patreki Jaime, Binna Glee og Bassa Maraj. Lífið 20. júní 2022 14:31
Fyrsta stiklan úr Svari við bréfi Helgu frumsýnd Íslenska kvikmyndin Svar við bréfi Helgu verður frumsýnd í september en hér er fyrsta stiklan úr myndinni sem er ástarsaga með þeim Þorvaldi Davíð Kristjánssyni, Heru Hilmarsdóttur og Anítu Briem í aðalhlutverkum. Lífið 20. júní 2022 13:30
Manaði sig upp í símtölin og vonaði það besta Kvikmyndin Þrot í leikstjórn Heimis Bjarnasonar er á leiðinni í kvikmyndahús en um er að ræða sakamáladrama. Lífið 20. júní 2022 10:31