Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum

„Síðustu tíu ár hafa verið ótrúlega skemmtileg hjá okkur. Við erum búnir að vera að byggja þetta hægt og rólega upp frá því við kláruðum Ísland got talent,“ segir Benedikt Benediktsson hjólakappi sem myndar teymið BMX brós ásamt Antoni Erni Arnarsyni og Magnúsi Bjarka Þórlindssyni.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lenski Eurovision-hópurinn lagður af stað

Íslenski Eurovision-hópurinn lagði af stað til Basel í Sviss snemma í morgun, þar sem VÆB munu keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision 2025 með laginu „Róa“. Hópurinn safnaðist saman í Efstaleiti klukkan þrjú í nótt og hélt áleiðis til Keflavíkurflugvallar með strætó merktum VÆB. Þrátt fyrir svefnleysi var stemningin góð og Hálfdán og Matti, bræðurnir í VÆB, voru í miklum gír fyrir ferðalagið.

Lífið
Fréttamynd

Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett

Davíð Antonsson Crivello sem oftast er kenndur við Kaleo fór nýstárlega leið þegar honum var fengið það verkefni að búa til lag í tengslum við auglýsingu á vegum Ölgerðarinnar. Hann nýtti flöskur, dósir, bjórkassa og tappa til þess að búa til hin ýmsu hljóð sem hann púslaði svo saman í lag.

Tónlist
Fréttamynd

„Ég meina, hann er að missa fyrir­tækið sitt“

Framkvæmdastjóri Rafmenntar, sem hefur tekið við rekstri Kvikmyndaskóla Íslands, segir ekkert því til fyrirstöðu að skólinn noti áfram sama nafn og sömu námskrá og áður. Stofnandi skólans hefur hótað lögsókn, verði það raunin.

Innlent
Fréttamynd

Söng­konan Jill Sobule lést í hús­bruna

Bandaríska söngkonan Jill Sobule, sem þekktust er fyrir lög sín I Kissed a Girl og Supermodel, er látin, 66 ára að aldri. Útgefandi Sobule segir að söngkonan hafi látist í húsbruna í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er lúmskt skrímsli“

„Ég var svolítið mikið í sviðsljósinu á ákveðnum tímapunkti. Það var gaman þegar það var en svo fylgir því mikill kvíði, samanburður, sjálfsefi og fleira leiðinlegt,“ segir lífskúnstnerinn Donna Cruz en hún hefur komið víða við í íslensku samfélagi og er viðmælandi í Einkalífinu.

Lífið
Fréttamynd

Forsalan sögð slá öll fyrri met

Forsala í miðasölu á söngleikinn Moulin Rouge! hefur slegið öll fyrri met, að sögn Borgarleikhússins. Aldrei hafi jafn mikill fjöldi miða verið seldur á fyrstu klukkustundum forsölu hjá Borgarleikhúsinu. Þá hafi álagið á miðasölukerfi hússins verið mikið.

Lífið
Fréttamynd

Hætta fram­leiðslu innan­húss og segja upp fólki

Stöð 2 mun hætta innanhússframleiðslu á innlendu sjónvarpsefni og einbeita sér fyrst og fremst að samstarfi við framleiðslufyrirtæki. Þetta staðfestir Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Miðla og efnisveitna hjá Sýn. Vinsælir þættir hverfi ekki af dagskrá heldur færist vinnsla þeirra til framleiðslufyrirtækja.

Innlent
Fréttamynd

Justin Bieber nýtur sín norður í landi

Poppstjarnan Justin Bieber er staddur norður í landi á lúxushótelinu Deplum í Fljótum. Tæp níu ár eru síðan kanadíski tónlistarmaðurinn hélt tvenna tónleika í Kórnum og tók upp tónlistarmyndband í Fjaðrárgljúfri.

Lífið
Fréttamynd

Fimm­tán ára og gefur út frum­samda plötu

„Ég fæ alltaf svakalega dellu fyrir hlutum og tek tímabil þar sem ég er óstöðvandi í að semja tónlist,“ segir ungstirnið Urður Óliversdóttir sem notast við listamannsnafnið Undur. Urður, sem er í tíunda bekk, var að gefa út sína fyrstu breiðskífu og stefnir langt í heimi tónlistarinnar.

Tónlist
Fréttamynd

Ís­lendingar vekja at­hygli í menningar­lífi Kaup­manna­hafnar

Íslensku myndlistarkonurnar Elísabet Olka og Högna Heiðbjört Jónsdóttir opnuðu sýninguna Montage með stæl í Kaupmannahöfn í byrjun apríl. Íslenska þemað var tekið alla leið þar sem sýningin fór fram í galleríinu Wild Horses sem er rekið af myndlistarkonunni og hönnuðinum Sigurrós Eiðsdóttur.

Menning
Fréttamynd

Fimm­tíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA

„Samferðamaður“ er yfirskrift sýningar sem opnuð verður á Ljósmyndasafni Reykjavíkur laugardaginn 3. maí kl. 15. Á sýningunni er farið yfir ríflega fimmtíu ára feril Gunnars V. Andréssonar fréttaljósmyndara – frá 1966 til 2017. Myndir hans voru í gegnum tíðina merktar GVA.

Menning
Fréttamynd

Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína!

Rithöfundar sigruðu útgefendur 2-0 í æsispennandi leik á Valbjarnarvelli í Laugardal í gær. Leikurinn er árleg hefð í tengslum við Bókmenntahátíð í Reykjavík og höfðu útgefendur unnið síðustu þrjú ár í röð.

Lífið
Fréttamynd

Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna

Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór býður landsmönnum í einstaka tónlistarveislu í haust þegar hann hyggst flytja allar plöturnar sínar í heild sinni í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Tónleikaröðin markar tímamót á ferli hans þar sem hann gefur aðdáendum tækifæri til að heyra öll lögin sín í lifandi flutningi.

Lífið