Bryan Adams seldi upp á hálftíma Miðasala á tónleika bresk-kanadísku stórstjörnunnar Bryan Adams hófst klukkan ellefu í morgun. Hálftíma síðar barst tilkynning frá Senu Live þess efnis að uppselt væri á tónleikana. Lífið 21. febrúar 2025 11:41
Laufey ein af konum ársins hjá Time Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir var valin ein af konum ársins hjá bandaríska tímaritinu Time. Athygli er vakin á því hvernig hún hefur náð að vekja áhuga yngri kynslóða á jazz og klassískri tónlist með því að blanda tónlistarstefnum við nútímapopp og setja í nýstárlegan búning. Lífið 21. febrúar 2025 10:11
Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Fjölskyldan sem stýrt hefur sögunum um James Bond, ofurnjósnarann heimsfræga, hefur stigið til hliðar. Amazon MGM Studios munu nú hafa fulla stjórn á njósnaranum en Barbara Broccoli og Michael G. Wilson, höfðu staðið í vegi fyrirtækisins varðandi nýjar kvikmyndir og þætti úr söguheimi Bonds. Bíó og sjónvarp 21. febrúar 2025 10:10
Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór situr ekki auðum höndum þessi misserin en á miðnætti kom út nýtt lag með kappanum þar sem hann fær engan annan Bubba Morthens í lið með sér. Tónlist 21. febrúar 2025 09:59
Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Bridget Jones er snúin aftur í enn eitt skiptið, nú miðaldra tveggja barna móðir. Þó Bridget sé alltaf jafn klaufsk og ógeðslega fyndin þá kveður við fullorðinslegri (og ögn væmnari) tón en áður. Fólk sem þyrstir í góða rómantíska gamanmynd með klassískum ástarþríhyrning verður ekki svikið. Gagnrýni 21. febrúar 2025 07:00
Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Tónlistarkonan Elísabet Ormslev fagnaði 32 ára afmæli sínu í vikunni. Í tilefni dagsins heiðraði hún minningu systur sinnar, Maggýar Helgu sem lést langt fyrir aldur fram, og lét húðflúra á sig sól. Elísabet greinir frá þessu á Instagram-síðu sinni. Lífið 20. febrúar 2025 11:57
Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Áður en Ævar Þór Benediktsson varð landsþekktur sem Ævar vísindamaður útskrifaðist hann sem leikari úr Listaháskóla Íslands. Ævar var meira að segja nokkuð góður leikari þrátt fyrir að frægðarsól hans hafi ekki risið hæst á þeim vettvangi. Nei, Ævar er frægastur hjá börnum og foreldrum landsins fyrir fjölmargar bækur og þætti um vísindi og gagn þeirra í samfélaginu. Gagnrýni 20. febrúar 2025 09:45
Örn skipaður landsbókavörður Menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra Logi Már Einarsson hefur skipað Örn Hrafnkelsson í embætti landsbókavarðar. Innlent 19. febrúar 2025 12:38
Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Verzlunarskóla Íslands er þekktur fyrir að setja upp mjög svo metnaðarfullar sýningar og í ár stýra fyrrum Verslingarnir Tómas Arnar Þorláksson og Mikael Emil Kaaber Stjarnanna borg sem er byggt á þekktri dans og söngvamynd frá árinu 2016. Lífið 19. febrúar 2025 10:30
„Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Orðið óskilamunir virðist hafi glatað merkingu sinni hjá ákveðnum hópi fólks sem sækir skemmtistaði landsins. Þessi hópur talar ekki um óskilamuni heldur um óskilamun sem einhvers konar rými sem geymir glataðar eigur. Menning 18. febrúar 2025 16:15
Elín Hall í Vogue Leik- og söngkonan Elín Hall skín heldur betur skært þessa dagana. Hún var stödd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Berlín á dögunum þar sem hún rokkaði hvítan klassískan kjól frá Chanel og var í þokkabót í viðtali hjá Vogue. Tíska og hönnun 18. febrúar 2025 14:00
Hin víðtæku og jákvæðu áhrif þess að spila í lúðrasveit Um nýliðna helgi fór fram árlegt landsmót Samband íslenskra skólalúðrasveita. Þar komu saman á Akureyri 170 hljóðfæranemendur af unglingastigi til þess að spila og njóta félagsskapar hvors annars. Undirrituð þekkir vel eftirvæntinguna fyrir lúðrasveitarlandsmótum enda uppalin trompetleikari í Tónlistarskóla Árnesinga. Þar eignast maður nýja vini og fær mikla hvatningu og innblástur fyrir áframhaldandi tónlistarnámi. Skoðun 18. febrúar 2025 08:05
Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Pétur Björnsson fiðluleikari er ósáttur við það að hafa verið meinaður aðgangur að flugi Play til Berlínar í morgun vegna þess að hann hafði meðferðis fiðlu sem hann ætlaði að taka í handfarangur. Pétur hefur í gegnum árin ferðast mikið með fiðluna og var hissa á því að hafa ekki mátt taka hana með í handfarangur. Neytendur 17. febrúar 2025 15:53
Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Bandaríska leikkonan og grínistinn Aubrey Plaza sneri í fyrsta skipti aftur á skjáinn í gærkvöld eftir andlát eiginmanns hennar, Jeff Baena. Lífið 17. febrúar 2025 15:03
Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Suður-kóreska leikkonan Kim Sae-ron er látin 24 ára gömul. Hún fannst látin á heimili sínu í Seoul á sunnudag, en samkvæmt New York Times féll hún fyrir eigin hendi. Lífið 17. febrúar 2025 12:31
Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Grammy-verðlaunahafinn margfaldi Norah Jones heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu fimmtudaginn 3. júlí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tónleik ehf. Lífið 17. febrúar 2025 12:09
Bryan Adams til Íslands Kanadíski tónlistarmaðurinn Bryan Adams er á leiðinni til Íslands og heldur Bare Bones tónleikana sína í Eldborg Hörpu 21. apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu. Adams endurnýjar kynni sín við Ísland en hann hefur áður komið fram hér á landi. Nú kemur hann fram ásamt píanóleikara. Lífið 17. febrúar 2025 10:07
Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Tungumálaforritið Duolingo „drap“ í síðustu viku helsta kennimerki sitt, grænu ugluna. Dauði uglunnar er markaðstaktík en viðbrögðin sýna líka hvernig vélmenni og fyrirtæki hafa tekið yfir samfélagsmiðla og eyðilagt alla umræðu. Menning 17. febrúar 2025 08:02
Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Jónas Sen skrifar um tónleika Lögreglukórsins og Sniglabandsins sem héldu upp á sameiginlegt afmæli í Silfurbergi í Hörpu föstudaginn 14. febrúar. Gagnrýni 17. febrúar 2025 07:02
„Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ „Fyrir mér var aðgerðin ákveðið „reset.“ Mér finnst ég hafa fengið að byrja upp á nýtt,“ segir Íris Hólm Jónsdóttir söngkona en líf hennar tók stakkaskiptum árið 2021 þegar hún gekkst undir magaermisaðgerð. Ákvörðunin var stór, en ekki erfið. Íris greindist á sínum tíma með jaðarpersónuleikaröskun og geðhvörf. Aðgerðin tók að hennar sögn ekki einungis álagið af líkamanum- heldur einnig sálinni. Lífið 17. febrúar 2025 07:01
Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Barnabarn Helgu Steffensen ætlar að endurvekja Brúðubílinn eftir fimm ára dvala leikhússins. Það er allt til reiðu hjá brúðuleikhússtjóranum, það vantar aðeins eitt, sjálfan bílinn. Lífið 16. febrúar 2025 19:22
Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Leikararnir Tom Cruise og Ana de Armas vörðu kvöldstund saman og tala erlendir miðlar um það að þau séu að slá sér saman. Lífið 16. febrúar 2025 14:36
Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Júlí Heiðar og Dísa með lagið Eldur, Bjarni Ara með lagið Aðeins lengur og Tinna með lagið Þrá komust áfram í úrslit Söngvakeppni sjónvarpsins. Úrslitakvöldið er eftir viku, þann 22. febrúar. Lífið 15. febrúar 2025 21:18
Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Bjartar sveiflur er einhver athyglisverðasta og skemmtilegasta hljómsveit landsins. Hún heldur árlega svokallað „Prom-ball“ og var barist um miðar á ballið sem verður í kvöld. Lífið 14. febrúar 2025 13:46
Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Brynhildur Guðjónsdóttir hefur sagt starfi sínu sem leikhússtjóri Borgarleikhússins lausu frá og með 31. mars næstkomandi. Menning 14. febrúar 2025 11:01
„Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, sjónvarpskona úr þáttunum Með okkar augum hefur lengi barist fyrir réttindum fólks með fötlun. Árið 2022 sagði hún frá því ofbeldi og misrétti sem hún var beitt og nú tekur hún þátt í söngvakeppninni og hvetur fólk í sömu stöðu til að rísa upp og segja frá. Lífið 14. febrúar 2025 10:49
Næsti Dumbledore fundinn Allt bendir til þess að bandaríski leikarinn John Lithgow muni leika galdrakarlinn Albus Dumbledore í nýrri þáttaröð um Harry Potter. Bíó og sjónvarp 13. febrúar 2025 15:16
„Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ „Viltu giftast mér?“ spyr maðurinn sem fer á skeljarnar fyrir framan kærustu sína. Hún hikar, segir hvorki nei né já. Hvað á hún að segja? Á hún að gangast við hefðinni og skuldbinda sig fyrir lífstíð. Lífið 13. febrúar 2025 15:01
Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Það er alltaf gleðiefni þegar nýtt íslenskt leikrit er frumsýnt. Heim er nýjasta verkið úr smiðju Hrafnhildar Hagalín og fjallar um íslenska fjölskyldu á krossgötum. Þetta er ekki verk sem leitast við að umbylta leikhúsforminu eða tækla mikilvæg samfélagsmálefni. Hér er kastljósinu beint að ástinni, fjölskylduböndum og hvernig leyndarmál hafa tilhneigingu til að finna sér leið á yfirborðið. Vandi verksins er hins vegar að leyndarmálin eru frekar augljós og verkið hefði þurft á betri leikstjórn að halda en það fær úr höndum þjóðleikhússtjóra. Gagnrýni 13. febrúar 2025 11:12
Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Donald Trump Bandaríkjaforseti er orðinn stjórnarformaður Kennedy listamiðstöðvarinnar í Washington D.C., eftir að hafa hreinsað úr stjórninni. Erlent 13. febrúar 2025 11:06