Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Eins og gott hjóna­bands­próf

Parið Rut og Kristján Torfi tefldi fjárhag sínum í tvísýnu þegar þau ákváðu að kaupa trillu og gera út á handfæraveiðum. Þau vilja að ungt fólk hafi tækifæri til að stunda smábátaútgerð og segja tímann á sjó fínasta sambandspróf.

Innlent
Fréttamynd

Sjaldséðar myndir af fjölskyldu Beyoncé

Tónlistarkonan Beyoncé birti mynd af sér ásamt foreldrum sínum, Tinu og Mathew Knowles, í tilefni af 42 ára afmæli sínu á dögunum. Foreldrar hennar eru skilin og því sjaldséð að sjá mynd af þeim saman.

Lífið
Fréttamynd

Farsæll ferill hófst þegar hann hætti að drekka

Tónlistarmaðurinn Rúnar Þór Pétursson fagnar 70 ára afmæli sínu síðar í þessum mánuði en í tilefni af því tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði 22. september, daginn eftir afmælið sitt. Sindri Sindrason hitti Rúnar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Stór­tón­leikar Magga Kjartans í Eld­borg

Tónlistarmaðurinn og goðsögnin Magnús Kjartansson fagnaði stórtónleikum sínum síðastliðið laugardagskvöld. Húsfyllir var í Hörpu þar sem hátíðargestir fögnuðu tímamótunum. Ljósmyndari Vísis fangandi að sjálfsögðu stemninguna. 

Lífið
Fréttamynd

Úrvalslið rappara í eina sæng

Rappararnir Birgir Hákon, Birnir, Issi og M Can koma allir saman að laginu 16 Bars. Lagið kom út síðastliðinn föstudag eftir að hafa verið nokkur ár í bígerð en þeir voru jafnframt að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið.

Tónlist
Fréttamynd

Tóku skyndiákvörðun út frá ómissandi sólarlagi

„Lagið er innblásið af nýrri ást, að rúnta um í bleiku sólarlagi og tilhlökkun fyrir nýjum tímum,“ segja þær Hildur Kristín og Ragna Kjartansdóttir sem saman mynda hljómsveitina RED RIOT. Þær voru að gefa út lagið Got This Thing og frumsýna tónlistarmyndband við lagið hér í pistlinum.

Tónlist
Fréttamynd

Lítill drengur, stór listamaður

Hæfileikinn til að semja grípandi laglínu er ekki allra. Sennilega myndu mörg nútímatónskáld gefa annan handlegginn, eða kannski bara ömmu sína, til að geta skapað viðlíka lög og Magnús Kjartansson, eða Maggi Kjartans, hefur gert á löngum ferli.

Gagnrýni
Fréttamynd

Sér­vitringur að sunnan leysir flókinn glæp

Í dag, mánudaginn 11. september, kemur út bókin Bannhelgi eftir Emil Hjörvar Petersen hjá Storytel Original, í mögnuðum lestri Hjartar Jóhanns Jónssonar. Þetta er tíunda skáldsaga Emils og sú fjórða sem kemur út hjá Storytel Original.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Lauf­ey toppar Lady Gaga

Glæný plata tónlistarkonunnar Laufeyjar slær öll met á tónlistarveitunni Spotify. Fyrsta sólarhringinn var plötunni streymt 5,7 milljón sinnum, en það er langmesta spilun sem djassplata hefur fengið á tónlistarveitunni á fyrsta sólarhring eftir útgáfu.

Lífið
Fréttamynd

Von­laus bar­átta gegn símum í bíó

Snjallsímar og kvikmyndahús fara illa saman. Sá sem þetta skrifar upplifir mikla aukningu í símanotkun bíógesta á meðan á sýningu stendur. Kvikmyndagagnrýnandinn Jóna Gréta Hilmarsdóttir segist hafa orðið vör við þessa aukningu. Blaðamaðurinn Þórarinn Þórarinsson segist hins vegar ekki upplifa að vandamálið sé í mikilli aukningu, en þó mögulega einhverri. Að minnsta kosti sé ástandið ekki að skána.

Menning
Fréttamynd

Selma sýnir á sér skugga­hliðar

Kvikmyndin Kuldi var frumsýnd um mánaðamótin en hún er byggð á samnefndri metsölubók Yrsu Sigurðardóttur. Selma Björnsdóttir fer með eitt af lykilhlutverkunum myndarinnar og sýnir vægast sagt á sér nýjar og hrollvekjandi hliðar. Hún segist þakklát að hafa getað skilið persónuna eftir á tökustaðnum.

Lífið
Fréttamynd

„Munum öll hringja okkur inn veik á morgun“

„Kiki er óður til heimapartýja í London sem heita öðru nafni Kikis. Kiki er eina móteitrið við gráma borgarinnar þegar sumarið er liðið,“ segir Katrín Helga Andrésdóttir sem notast við listamannsnafnið Special-K. Lagið Kiki var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag.

Tónlist
Fréttamynd

Bíómynd um Kristinn Guðnason fjallkóng með meiru

Á sama tíma og göngur og réttir standa nú yfir um allt land verður ný íslensk kvikmynd, „Konungur fjallanna“ frumsýnd annað kvöld i Bíóhúsinu á Selfossi. Myndin fjallar um Kristinn Guðnason, fjallkóng í leitum með gangnamönnum á Landmannaafrétti.

Innlent
Fréttamynd

Mynda­veisla: Stúdentar skemmta sér á Októ­ber­fest

Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands fer fram um helgina. Fjöldi stúdenta á öllum aldri hefur lagt leið sína í Vatnsmýrina þar sem ógrynni tónlistarfólks leikur listir sínar auk þess sem aðrar afþreyingar og matar- og drykkjarvistir eru ekki af skornum skammti. 

Lífið
Fréttamynd

Margrét Vil­hjálms stígur aftur á svið

Leikkonan Margrét Vilhjálmsdóttir stígur aftur á svið í Þjóðleikhúsinu eftir tæplega tíu ára fjarveru. Verkið, Ást Fedru, verður frumsýnt í Kassanum í kvöld en þar fer Margrét með titilhlutverkið. Hún segir það draumi líkast að stíga aftur á svið hér á landi.

Menning
Fréttamynd

Hlín tekur við rektorsstöðunni af Berki

Hlín Jóhannesdóttir hefur tekið við stöðu rektors Kvikmyndaskóla Íslands af Berki Gunnarssyni. Þetta kemur fram i tilkynningu frá Berki sem var settur rektor fyrir rúmu ári síðan.

Innlent
Fréttamynd

For­réttindi að fá að vera rotta af og til

Þórey Birgisdóttir, leikkona sló nýverið í gegn fyrir frammistöðu sína í leikverkinu Sund sem sýnt er um þessar mundir í Tjarnarbíói. Á sama tíma leikur hún rottuna Pílu í Draumaþjófinum og stendur í framkvæmdum á íbúð sem hún fékk vægast sagt á heilann.  

Lífið
Fréttamynd

Hundrað ára dansari í Reykja­nes­bæ

Þó hann sé orðinn hundrað ára gamall þá lætur hann það ekki stoppa sig við að dansa því það gerir hann með nokkrum hressum konum einu sinni í viku. Hér erum við að tala um Gunnar Jónsson, fyrrverandi sjómann í Reykjanesbæ.

Lífið