Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Gígja Marín átti besta frumsamda lagið

Gígja Marín Þorsteinsdóttir bar sigur úr býtum fyrir besta frumsamda lagið í þættinum Skúrinn á Vísi. Undanfarnar vikur hafa sex tónlistarflytjendur verið kynntir sem kepptu um bestu nýju útgáfuna af SS pylsulaginu og um besta frumsamda lagið. Skúrinn eru kostaðir þættir af SS.

Lífið
Fréttamynd

Stoltastur af því að hafa brugðist rétt við upp­á­tæki sonarins

„Myndin var nánast tilbúin og ég var að fara að setja hana á sýningu. Þegar ég kem út þá situr Elli á þessum háa stól, svona tveggja ára gamall, með rauðu krítina, ofboðslega ánægður, búinn að krassa yfir alla myndina,“ segir myndlistarmaðurinn Egill Eðvarðsson. Hann og sonur hans, Elli, eru viðmælendur í nýjasta þætti af Kúnst.

Menning
Fréttamynd

Ein­hleypan: Heillast af húmor, heiðar­leika og opnum hug

„Ég elska að vera með og í kringum skemmtilegt og gott fólk, gera skemmtilega hluti, eiga nærandi samtöl, hlæja mikið og fíflast,“ segir tónlistarkonan Sigríður Eyþórsdóttir, betur þekkt sem Sigga Ey, og lýsir sjálfri sér sem intróverðum extróvert. 

Makamál
Fréttamynd

„Stundum betri, stundum verri“

Tónlistarmaðurinn Egill Ólafsson segir frá baráttu sinni við Parkinson sjúkdóminn og fer stuttlega í gegnum feril sinn sem tónlistarmaður og leikari í nýlegu viðtali í Kastljósi á RÚV.

Lífið
Fréttamynd

Lætur ekkert stoppa sig núna

„Ég ætla bara að leggja allt til hliðar og setja alla orkuna mína í að geta gert það sem mig langar, sem er að verða tónlistarkona og leikkona,“ segir Eurovision farinn Diljá Pétursdóttir, sem sendi nýlega frá sér lagið Crazy. Lagið situr í tíunda sæti Íslenska listans á FM en blaðamaður ræddi við hana um lagið. 

Tónlist
Fréttamynd

Alþjóðleg drengjakórahátíð á Íslandi í fyrsta sinn

Þessa dagana fer alþjóðlega drengjakórahátíðin „The Boys are Singing“ fram á Íslandi í fyrsta sinn. Á hátíðinni tekur Drengjakór Reykjavíkur á móti „Sofia Boys Choir“ frá Búlgaríu sem er meðal virtustu drengjakóra Evrópu. Drengjakór Reykjavíkur skipa um 20 drengir á aldrinum 8-15 ára sem syngja fjölbreytta tónlist af ýmsum toga, trúarlega og veraldlega, gamla og nýja.

Innlent
Fréttamynd

Frum­sýning á mynd­bandi við Þjóð­há­tíðar­lag Emm­sjé Gauta

„Stundum eru bara hlutir sem virka og þá á maður ekki að vera að fikta of mikið í þeim en gera þetta meira að sínum eigin,“ segir tón­listar­maðurinn Gauti Þeyr Más­son, betur þekktur sem Emm­sjé Gauti, um hug­myndina á bak­við mynd­bandið við Þjóð­há­tíðar­lagið 2023, Þúsund hjörtu.

Lífið
Fréttamynd

„Ég þráði svo mikið að vera samþykkt“

„Ég þráði að vera partur af hópnum og vera með. Það kom út þannig að ég varð háværari og æstari. Ég reyndi að stækka mig því það var alltaf verið að reyna að minnka mig,“ segir söngkonan Elísabet Ormslev.

Lífið
Fréttamynd

Seldi fyrstu nektar­myndina sína til The We­eknd

Elli Egilsson er heillaður að kvenlíkamanum sem viðfangsefni í myndlistinni en fyrsta slíka málverkið sem hann seldi fór til ofurstjörnunnar The Weeknd. Elli er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst ásamt föður sínum, Agli Eðvarðssyni, en þeir stóðu saman fyrir sýningunni SAMMÁLA í Gallery Port.

Menning
Fréttamynd

Emm­sjé Gauti frum­flutti þjóð­há­tíðar­lagið 2023

„Þegar þúsund hjörtu slá í takt, það að þú sért hjá mér það er allt.“ Svo hljóðar brot úr viðlagi þjóðhátíðarlagsins 2023 eftir þá Emmsjé Gauta og Þormóð Eiríksson. Til að koma sér í gírinn fyrir lagið fóru þeir til Vestmannaeyja, sungu með kórum og færðu þeim bjór. 

Tónlist
Fréttamynd

Dökkar hliðar mannkyns og kona sem liggur banaleguna

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarráðherra afhenti í dag Nýræktarstyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta til tveggja höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum. Það eru þau Magnús Jochum Pálsson og Margrét Marteinsdóttir. Í umsögn segir að ljóðabók Magnúsar veki lesanda til umhugsunar um dökkar hliðar mannsins og fjallar skáldsaga Margrétar um 49 ára konu sem liggur banaleguna á elliheimili í Reykjavík.

Menning
Fréttamynd

Bjart fram­undan í Hafnar­firði

Það verður líf og fjör í Hafnarfirði allan júnímánuð, en þar eru að hefjast Bjartir dagar. Þriðju bekkingar settu hátíðina í morgun með söng en þétt dagskrá er framundan í bænum. 

Menning
Fréttamynd

„Við erum að tapa geðheilsunni“

Óhætt er að segja að það að keppa Kökukasti er enginn dans á rósum. Þetta vita frænkurnar Stefanía Rakel og Karen Gréta sem upplifðu mikið stress í undanúrslitum í nýjasta þætti Kökukasts. „Við erum að tapa geðheilsunni,“ segir Karen, móðursystir Stefaníu.

Lífið
Fréttamynd

Fjölbreyttar hugmyndir fyrir sumarfríið

Sumarið er tími margvíslegra og einstakra stunda og það getur með sanni verið áhugavert að heyra hvernig fólk ætlar að eyða sumarfríinu sínu, hvort sem það er að flýja land, eyða tíma úti í garði eða eitthvað þar á milli. Blaðamaður tók púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks og fékk að heyra hvernig sumarið þeirra lítur út.

Ferðalög