

Menning
Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Myndaveisla: Frægir rithöfundar heiðruðu Gaiman
Breska sendiráðið hélt móttöku til heiðurs breska rithöfundarins Neil Gaiman. Margt var um manninn og létu ýmis þekkt andlit sjá sig en hér fyrir neðan má sjá myndir úr veislunni.

„Mystísk en um leið svo mannleg“
„Tónlistin er bara einhvern veginn þarna alls staðar, út og inn um allt,“ segir tónlistarkonan Inga Björk. Hún og verðlaunatónskáldið Alexander Bornstein voru að gefa út sína fyrstu þriggja laga EP plötu ásamt nýju tónlistarmyndbandi eftir Margréti Seemu Takyar.

Ástarlag til löngu strætóferðanna
Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi Mikaels Mána við lagið Bus Song. Lagið er ástarlag til Strætó en strætóferðir hans á táningsárum mótuðu tónlistarsmekk hans og líf.

Óvíst með framtíð Iceland Noir
Bókmenntahátíðinni Iceland Noir lauk á laugardaginn. Framkoma Hillary Clinton var síðan sérviðburður, laustengdur . Yrsa Sigurðardóttir, sem ásamt Ragnari Jónassyni, stóð fyrir hátíðinni segir framtíð hennar til athugunar.

Nánast ómögulegt að vera ósýnilegur
Í dag kemur út hjá Storytel bráðfyndin ljúflestrarsaga eftir Sigrúnu Elíasdóttur sem ber heitið Höllin á hæðinn í lestri Sólveigar Guðmundsdóttur.

Þegar kerlingar hafa eitt sinn stungið niður penna geta þær ekki hætt
Nanna Rögnvaldardóttir, sem helst er þekkt fyrir að vera einn helsti sérfræðingur okkar um matargerð að fornu og nýju, hefur sent frá sér afar athyglisverða skáldsögu.

Myrkur veruleiki ópíóðafaraldurs í Reykjavík sögusvið nýrrar bókar
„Eitur hefst á líkfundi við heldur hrollvekjandi aðstæður í kvikmyndaveri. Ég þekki sæmilega til aðstæðna og fannst gaman að geta veitt lesendum dálitla innsýn í þann bransa. Það er styrkur glæpasögunnar - að geta bankað upp á hvar sem er í samfélaginu,“ segir leikskáldið og rithöfundurinn Jón Atli Jónasson en hann sendir frá sér aðra bókina um löggutvíeykið Dóru og Rado, í harðsoðnum og hörkuspennandi glæpasagnaflokki þar sem fjallað er á raunsannan hátt um myrkar hliðar Reykjavíkur samtímans.

Er vinsælasta jólalag sögunnar stolið?
Tiltölulega óþekktur sveitasöngvari í Bandaríkjunum krefst þess að Mariah Carey greiði sér 20 milljónir dala í skaðabætur. Hann hafi nefnilega samið jólalagið All I Want For Christmas Is You sex árum áður en Mariah Carey gaf lagið út.

Leikari úr Línu langsokk látinn
Sænski leikarinn Fredrik Ohlsson, sem þekktastur er fyrir að hafa farið með hlutverk föður Tomma og Önnu í þáttunum og kvikmyndunum um Línu Langsokk, er látinn. Hann varð 92 ára gamall.

Gengu út af viðburði Clinton og mótmæltu
Hópur fólks mótmælti afstöðu Hillary Clinton stjórnmálakonu á viðburði á vegum Iceland Noir í hörpu í dag. Tvær konur stóðu upp úr sætum sínum í Eldborgarsal og flögguðu palestínska fánanum í mótmælaskyni.

Hótanir og áreiti vegna vegglistaverks: „Ef ég gæti tekið þig niður og barið þig þá myndi ég gera það“
Listakonan Julia Mai Linnéa Maria hefur unnið að listaverki við Vegamótastíg með skilaboðunum „Frjáls Palestína“ og „Vopnahlé strax“. Hún heldur ótrauð áfram þrátt fyrir áreiti og skemmdir á verkinu.

Dansandi skólaliði á Sauðárkróki með nemendum
Eitt af því allra skemmtilegasta sem nemendur í Árskóla á Sauðárkróki gera er að dansa út í frímínútum þar sem lög með Skagfirðingnum Geirmundi Valtýssyni þykja lang skemmtilegust að dansa við.

Ramos veitti Shakiru verðlaun fyrir lagið sem gagnrýnir Pique
Sergio Ramos og Gerard Piqué grófu stríðsöxina er þeir spiluðu með spænska landsliðinu en öllu jafna voru þeir óvinir innan vallar sem utan. Ramos spilaði lengi vel með Real Madríd og Piqué með Barcelona. Þó Piqué sé hættur að spila tókst Ramos að eiga síðasta höggið.

„Góð hugmynd verður að gulli í höndum Þormóðs“
Kristmundur Axel og Árni Páll, jafnan þekktur sem Herra Hnetusmjör, ákváðu að sameina krafta sína og senda frá sér lagið Sólin. Lagið situr í sjöunda sæti Íslenska listans á FM957.

Aðdáandi Taylor Swift lést á tónleikum
23 ára aðdáandi Taylor Swift lést á tónleikum poppstjörnunnar í Ríó de Janeiró í Brasilíu í gærnótt.

Laufey leikur fyrir Jimmy Kimmel
Íslenska djasstónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir kom fram í spjallþætti Jimmy Kimmel Live í gærkvöldi.

„Alls konar blessanir í slæmu hlutunum“
Útvarpsmaðurinn Axel Birgisson sér glasið hálf fullt í lífinu og er gjarnan lýst sem miklum stemningsmanni. Lífið tók skarpa U-beygju í sumar þegar Axel greindist með illkynja æxli en hann segir lífsreynsluna hafa kennt sér heilmikið. Blaðamaður settist niður með Axel og ræddi við hann um lífið, ferilinn, tónlistina, ástina, vináttuna og margt fleira.

Líður eins og „algjörum svikara” á Iceland Noir
Breski leikarinn Richard Armitage segir að sér líði eins og algjörum svikara að vera stillt upp með heimsklassarithöfundum á Iceland Noir. Margir hafi efast um ritfærni hans og útgefandi hans meira að segja lagt til að hann notfærði sér leigupenna. Við settumst niður með Armitage og ræddum fyrstu skáldsöguna, jarðhræringar í Grindavík og íslenska jólahefð sem hann ætlar að tileinka sér.

Setja á svið stórbrotna sögu Fúsa: „Einsdæmi í íslensku leikhúsi“
Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson varð fyrir miklum súrefnisskorti í fæðingu sem leiddi til þess að hann lamaðist að hluta til hægra megin í líkamanum. Þrátt fyrir fötlun sína er óhætt að fullyrða að Fúsi lifi lífinu til fulls.

Mætti klædd sem Lucy Gray Baird á forsýningu nýjustu Hunger Games myndarinnar
Rakel Björgvinsdóttir vakti mikla athygli í gær á sérstakri forsýningu nýjustu Hunger Games myndarinnar sem sýnd var í Laugarásbíói en hún mætti í sér saumuðum kjól sem aðal kvenpersóna myndarinnar skartar í Hungurleikunum í myndinni.

Halli sviptir hulunni af Bláa herberginu: Tekur oftast Elvis í karaokí
Haraldur Þorleifsson opnar með formlegum hætti bíósal, hið svokallaða Bláa herbergi, á veitingastaðnum Önnu Jónu á Tryggvagötu í Reykjavík. Þar gefst gestum tækifæri á að halda fund, horfa á kvikmynd eða að fara í karaokí. Sjálfur segist Haraldur mikill karaokí maður.

Sjötíu rithöfundar hvetja til sniðgöngu á Iceland Noir
Hillary Rodham Clinton er meðal gesta á Iceland Noir-bókmenntahátíðinni sem þau Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir hafa skipulagt og staðið fyrir. Því að Hillary sé meðal gesta vilja 67 mótmæla og hvetja til þess að hátíðin verði að sniðgengin.

Nefndi verk um sjálfsblekkingu og græðgi 2008 fyrir hálfri öld
„Á fyrstu sýningunni minni árið 1976 þá skíri ég þessar myndir 2008 - 2010, fyrir tæpum fimmtíu árum. Myndirnar eru dökkar, sjálfsblekkingin er mikil og þær heita nákvæmlega eftir árinu sem hrunið er,“ segir grafíkerinn og kolamálarinn Ragnheiður Jónsdóttir. Hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.

Fullur salur af lögmönnum á hárbeittum einleik
„Ég trúi því að sýningin efli samkennd sem er að mínu mati aðalhlutverk og tilgangur leikhússins – að tengja okkur við það manneskjulega í okkur sjálfum frekar en að lúffa mennskunni í hörku heimsins. Það er svo ógeðslegt ofbeldi í gangi í heiminum núna og því allra nauðsynlegasta sem við getum gert er að hlúa að náungakærleiknum,“ segir Þóra Karítas Árnadóttir leikstjóri og leikkona.

Snoop Dogg hættur að reykja
Rapparinn Snoop Dogg hefur ákveðið að leggja jónuna á hilluna. Hann tilkynnti á Instagram-síðu sinni fyrr í dag að hann hefði ákveðið að hætta grasreykingum en hann er þekktur sem einn duglegasti grasreykingamaður jarðar.

Áslaug Agnarsdóttir hlaut Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar
Áslaug Agnarsdóttir þýðandi hlaut í dag verðlaun Jónasar Hallgrímssonar, sem eru veitt árlega á degi íslenskrar tungu.

Friðrik Dór söng sín fallegustu lög
Friðrik Dór var þriðji söngvarinn sem steig á svið í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð sem er á dagskrá á Bylgjunni og Stöð 2 Vísi næstu 4 fimmtudagskvöld klukkan 20:00.

Gagnrýni: Svo lengi sem við lifum
Íslendingar flytja til útlanda í þeim eina tilgangi að snúa aftur heim. Söguhetja þáttanna Svo lengi sem við lifum er þar engin undantekning, heldur dæmisaga þeirra sanninda: tónlistarkona sem ákveður að flytja heim eftir farsælan tónlistarferil með erlendan mann og barn í eftirdragi.

Ofbauð að Clinton fengi sviðið og afboðaði komu sína
Skipuleggjendur bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir eru miður sín vegna umræðu sem skapast hefur í kringum komu bandarísku stjórnmálakonunnar Hillary Clinton á viðburð tengdan hátíðinni. Þeir benda þó á að hátíðin snúist um bókmenntir - ekki pólitík. Rithöfundur sem hætti við að koma fram á Iceland Noir vegna afstöðu Clintons til vopnahlés á Gasa segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að sniðganga hátíðina.

Bjóða Grindvíkingum ókeypis áskrift að Stöð 2 og Stöð 2+
Stöð 2 hefur ákveðið að bjóða öllum íbúum með lögheimili í Grindavík mánaðaráskrift að Stöð 2 og streymisveitunni Stöð 2+. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Stöðvar 2.