

Samkvæmislífið
Fréttir af fólki að gera sér glaðan dag við hin ýmsu tilefni.

Myndaveisla frá kjörinu á íþróttamanni ársins
Kjörið á íþróttamanni ársins fór fram við hátíðlega athöfn í Hörpu í gær. Þetta var í fyrsta sinn síðan árið 2019 sem kjörið var kunngjört með áhorfendur í salnum og því var þétt setið þegar Ómar Ingi Magnússon tók við verðlaununum, annað árið í röð.

Mikið um dýrðir á frumsýningu Ellen B
Það var mikið um dýrðir í Þjóðleikhússinu í gærkvöldi þegar jólasýningin Ellen B var frumsýnd. Um er að ræða heimsfrumsýningu á fyrsta verkinu í splunkunýjum þríleik Mariusar von Mayenburg í leikstjórn verðlaunaleikstjórans Benedicts Andrews.

Héldu alvöru partý fyrir góðan málstað
Umboðsstofan Móðurskipið hélt á dögunum glæsilegan góðgerðarviðburð til styrktar Mæðrastyrksnefnd. Uppistandarinn Jóhann Alfreð stýrði jólabingói ásamt því að gestir gátu tekið lagið í sérstöku jólakaraoke.

Skvísur landsins svitnuðu saman á Edition
Eitt glæsilegasta hótel landsins, Reykjavik Edition, fylltist af öflugum konum nú á dögunum þegar stjörnuþjálfarinn Gerða Jónsdóttir hélt þar sérstakan æfingaviðburð.

DJ Sóley og Birna bankastjóri fögnuðu Fröken Reykjavík
Nýjasti veitingastaðurinn í fjölbreyttri flóru Reykjavíkur opnaði í gærkvöldi en það er staðurinn Fröken Reykjavík sem staðsettur er í hjarta miðborgarinnar við Lækjargötu 12. Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór mætti og tók að sjálfsögðu lagið Fröken Reykjavík.

Íslenskar stjörnur gengu bláa dregilinn á forsýningu Avatar
Gríðarleg stemning myndaðist í Sambíóunum Egilshöll í gærkvöldi á forsýningu stórmyndarinnar Avatar: The Way of Water. Eftirvænting fyllti andrúmsloftið í anddyrinu þar sem bíógestir biðu í röð sem náði alveg út á stétt.

Djammið vaknaði af værum blundi
Fyrsta Þjóðhátíðin í þrjú ár, mannfjöldi í miðbænum á ýmsum hátíðum og djammið vaknaði af værum blundi.

Glatt á hjalla á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin fóru fram í Hörpu um helgina en hátíðin var nú haldin í 35. sinn. Glatt var á hjalla og virtust gestir hátíðarinnar skemmta sér konunglega.

Stjörnulífið: Jólaundirbúningur, kvikmyndaverðlaun og rómantík í desember
Jólaundirbúningur setti sinn svip á vikuna sem leið. Þá fylltist Harpa af prúðbúnum gestum Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem að þessu sinni voru afhent á Íslandi.

Ásdís Rán, Kristín Péturs og Eliza flugu yfir Klettafjöllin
Fjöldi fólks mætti á viðburð Fly over Iceland þar sem gestum gafst kostur á að upplifa Klettafjöllin. Myndin Windborne var frumsýnd við mikinn fögnuð en hún er aðeins sýnd í takmarkaðan tíma.

Rauðglóandi hraun flæddi inn í fullan sal af fólki
Um tvö hundruð manns mættu í opnunarteiti Lava Show nú á dögunum. Um er að ræða glænýja sýningu sem er sú fyrsta sinnar tegundar. Í sýningunni er hraun brætt við 1100 gráður og því hellt inn í sýningarsal fullum af fólki.

Á ferð með mömmu heimsfrumsýnd í Tallinn
Kvikmynd Hilmars Oddssonar, Á ferð með mömmu, var heimsfrumsýnd kvikmyndahátíðinni Tallinn Black Nights Film Festival (PÖFF) í Eistlandi. Myndin tekur þátt í aðalkeppni hátíðarinnar í ár.

Edda Björgvins fagnaði sjötugsafmælinu í gulli frá toppi til táar
Edda Björgvinsdóttir fagnaði sjötugsafmæli sínu í gær umkringd nánustu vinum og fjölskyldu. Er þetta ein af mörgum afmælisveislum leikkonunnar sem kann svo sannarlega að fagna tímamótum.

Hera og Sam sæt saman í Eistlandi
Hera Hilmarsdóttir leikkona mætti með kærastann sinn á frumsýningu Svar við bréfi Helgu á PÖFF kvikmyndahátíðinni sem fram fór í Tallin í Eistlandi.

Myndaveisla: Sköpuðu nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum
Verkefnið Misbrigði VIII er unnið af nemendum í fatahönnun á öðru ári við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Tískusýning Misbrigða fór fram 3. nóvember síðastliðinn og á morgun, 18. nóvember, kl 16:00 opna nemendur sýningu í húsnæði Listaháskólans við Þverholt 11 með flíkunum og nánari upplýsingum um hverja línu.

Litadýrð, glamúr og tónlistarveisla í verslun Hildar Yeoman
Það var mikið um dýrðir í verslun Hildar Yeoman á Laugarveginum nú á dögunum þegar tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fór fram. Yeoman fagnaði nýrri línu sinni Hidden People með sannkallaðri tónlistarveislu í verslun sinni.

Húsfyllir á Heilbrigðisþinginu á Hilton
Húsfyllir var á Heilbrigðisþinginu á Hilton í gær sem hófst með setningarávarpi Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra.

Myndaveisla: Lúxus og glamúr á glæsilegu förðunarkvöldi á Edition
Reykjavík Edition hótelið fylltist af fögrum fljóðum á föstudagskvöldið, þegar þar fór fram Masterclass á vegum Reykjavík Makeup School og Lancôme. Þar kenndi förðunarfræðingurinn Heiður Ósk gestum glæsilega hátíðarförðun.

„Verð alltaf aðeins öðruvísi skotin í henni þegar hún er uppi á sviði“
Listasafn Reykjavíkur iðaði af lífi síðastliðið laugardagskvöld þar sem Iceland Airwaves hátíðin náði hápunkti sínum og þolinmóðir tónleikagestir biðu í langri röð sem einkenndist þó aðallega af gleði og fjöri.

Eva Ruza og Sycamore Tree á góðgerðarviðburði fyrir Kvennaathvarfið
Nú er í fullum gangi landssöfnun þess að safna fyrir nýju og hentugra húsnæði fyrir Kvennaathvarfið í Reykjavík. Fimmtudaginn 10. nóvember verður sýndur söfnunarþáttur í opinni dagskrá á Stöð 2.

Myndaveisla: „Mannlegur harmleikur og hugleiðing um réttlæti og hefnd“
Rithöfundurinn Skúli Sigurðsson var að gefa út sína fyrstu bók sem ber heitið Stóri bróðir. Hún er saga um hefnd, réttlæti, kærleika, missi, ofbeldi og gamlar syndir. Kápa bókarinnar er úr smiðju Ragnars Helga Ólafssonar.

Fólkið á Airwaves: Elskar íslenskan bjór og íslenska tónlist
Tónlistargleðin umlykur borgina um þessar mundir í tilefni af Iceland Airwaves og bærinn er stútfullur af fjölbreyttum hópi fólks sem sameinast í ást sinni af tónlist og ýmsu öðru. Bretinn Nick Robinson er einn af þeim en blaðamaður rakst á hann á hátíðinni í gær og dásamaði hann meðal annars bjórinn hérlendis.

Myndaveisla: BAND er hljómsveit sem er ekki hljómsveit
„Meiksaga hljómsveitar sem á líklega ekki eftir að meika það og er í raun ekki hljómsveit,“ var frumsýnd á dögunum. Það er heimildamyndinni BAND í leikstjórn Álfrúnar Örnólfsdóttur.

Myndaveisla: Húsfyllir hjá 66°Norður á fyrsta kvöldi Airwaves
Verslun 66°Norður á Hafnartorgi fylltist þegar þar fóru fram off-venue tónleikar í tengslum við Iceland Airwaves tónlistarhátíðina. DJ Dóra Júlía þeytti skífum áður en tónlistarfólkið Laufey Lín Jónsdóttir og Kaktus Einarsson stigu á stokk.

„Ástin er blind“
Parið Karlotta Halldórsdóttir og Skúli Bragi Geirdal fékk hugmynd um að opna hönnunarstúdíó þar sem þau sátu í eldhúsinu heima hjá sér einn daginn. Þeirra fyrsta verkefni er punktaleturs-veggplaköt í samstarfi við Blindrarfélag Íslands en hluti af ágóðanum fer til félagsins.

Stemning í opnun á nýrri og bættri verslun Kölska
Það var mikil stemmning í opnunarpartýi Kölska þegar ný og glæsileg herrafataverslun opnaði í Síðumúla 31 um helgina. Kölski sérhæfir sig í fínni herrafatnaði og þá aðallega sérssniðnum jakkafötum.

Myndaveisla: Búningapartý FM957 á Bankastræti Club
Útvarpsstöðin FM957 og Bankastræti Club héldu hrekkjavökupartý á laugardagskvöldið. Vegleg verðlaun voru í boði fyrir besta búninginn, hundrað þúsund krónur.

Bleikar sjálfstæðiskonur í Kópavogi
Félag sjálfstæðiskvenna í Kópavogi, Edda, hélt fyrsta viðburð starfsársins í gær. Ræðumenn og heiðursgestir kvöldsins voru Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs.

Myndaveisla: Forsætisráðherra gefur út glæpasögu
Það var líf og fjör í útgáfuteiti glæpasögunnar Reykjavík í Iðnó í gær og má með sanni segja að höfundar bókarinnar séu óvanalegt teymi en það eru þau Ragnar Jónasson, rithöfundur, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Lífið á Vísi tók púlsinn á þessu tvíeyki.

Myndaveisla: Bríet upp á borðum og fjör á árshátíð Sýnar
Árshátíð Sýnar var haldin með pomp og prakt en þema kvöldsins var Idol. Það ætlaði allt um koll að keyra þegar fyrsta Idol stjarna Íslands, Kalli Bjarni, steig á sviðið. Hann var klæddur rauða jakkanum sem var talinn vera týndur. Veislustjórar kvöldsins voru Hraðfréttamennirnir Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson.