Við krefjumst uppsagnar Seðlabankastjóra! Það sem við rekjum hér á eftir ætti að vekja alvarlegar spurningar um hæfi æðstu stjórnenda Seðlabankans og við teljum ljóst að hvorki Seðlabankinn né Seðlabankastjóri sjálfur, njóti trausts þjóðarinnar lengur. Skoðun 6. nóvember 2023 08:31
Samgöngubætur eða átta milljarða krúnudjásn Í síðustu viku birtist á Vísi.is frumleg grein um brú. Þar er lagt til að skattgreiðendur komi sér upp brú yfir Fossvoginn, frá Nauthólsvík yfir í Kársnesið, u.þ.b. einn og hálfan kílómetra fyrir vestan Kringlumýrarbraut. Brúin á að vera fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, fyrir Strætó og Borgarlínu, ef ske kynni að einhver hluti hennar kæmist einhvern tímann í gagnið. Skoðun 3. nóvember 2023 08:01
Hættum að ræða fátækt barna Margir hafa miklar áhyggjur af fátækt barna, enda er fátækt barna að aukast á milli ára, frá 12,7 í 13,1%. Meðal þeirra sem opinberað hafa áhyggjur sínar af fátækt barna eru t.d. forsætisráðherra og þingmenn. Skoðun 2. nóvember 2023 10:01
Bjart fram undan í ferðaþjónustu á Norður- og Austurlandi Í dag lenti fyrsta flugvél EasyJet á Akureyrarflugvelli og hóf þar með vikulegt áætlunarflug í vetur. Þetta er stórmerkur áfangi og vart hægt að hugsa sér betri leið til að fagna vetrarkomunni. EasyJet er eitt öflugasta flugfélag Evrópu sem getur, ef vel gengur, gjörbreytt öllum forsendum fyrir heilsársferðaþjónustu á Norður- og Austurlandi. Skoðun 31. október 2023 11:00
Valdníðsla framkvæmdavaldsins! Hver er raunveruleg staða eldra fólks á Íslandi í dag? 11 þúsund þeirra skrapa botninn og eru í neðstu þremur tekjutíundunum, þar af 6 þúsund í sárri fátækt. Hvað hefur verið gert til að taka utan um þennan þjóðfélagshóp? Nánast ekki neitt. Skoðun 31. október 2023 09:30
Afbrotavarnir í þágu öruggs samfélags Skýrar vísbendingar hafa komið fram á síðustu árum um að umfang og eðli skipulagðrar brotastarfsemi hafi tekið verulegum breytingum hér á landi til hins verra. Hópar innlendra jafnt sem erlendra aðila hafa það að atvinnu að fremja fjölda afbrota með skipulegum hætti, þar á meðal alvarleg ofbeldisbrot, þjófnað, fjársvik, fíkniefnabrot og peningaþvætti. Skoðun 31. október 2023 07:32
Alvarlegar aukaverkanir íslensku krónunnar Fjárfesting stjórnvalda í heilbrigðisþjónustu á Íslandi er minni en á öðrum Norðurlöndum. Og fátt einkennir heilbrigðis- og öldrunarþjónustu á Íslandi meira en biðlistar þrátt fyrir að hér á landi sé starfandi frábært heilbrigðisstarfsfólk. Fjárfesting í heilbrigðisþjónustu er lítil á sama tíma og skattheimta er óvíða hærri en á Íslandi. Hvað er það sem veldur eiginlega að háir skattar skila ekki sterkari heilbrigðiskerfi? Skoðun 26. október 2023 10:30
Fæðuöryggi á krossgötum Íslenskur landbúnaður, matarkista þjóðarinnar stendur um margt á krossgötum. Hann hefur gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum áratugum. Tæknibylting hefur gjörbreytt framleiðslu aðstæðum, ekki síst vegna aukinna krafna um aðbúnað dýra og eins kröfu markaðarins um lægra verð á matvælum. Skoðun 25. október 2023 14:00
Lóðaskorturinn, til varnar sveitarfélögum Stóra samfélagsverkefnið næstu ára og áratuga er húsnæðisuppbygging . Himinháir vextir og verðbólga hefur gert það að verkum að enn á ný er uppbygging við frostmark. Margir hafa bent á sveitarfélögin sem sökudólg vegna of lítils framboðs byggingalóða. Skoðun 25. október 2023 07:31
Ekkert gerist af sjálfu sér Ung var ég á Arnarhól árið 1975. Stelpuskott sem andaði að sér stemninguna og kraftinn. Ég man eftir mömmu að steyta hnefann til merkis um baráttuna og syngja hástöfum með. Ég kann öll þessi baráttulög og textarnir eru innbyggðir í minnið, sem er til merkis um hvað lögin voru sungin mikið og spiluð í útvarpi. Skoðun 24. október 2023 08:01
Sýnum samstöðu Á morgun er heilsdags kvennaverkfall á Íslandi og þá eru komin 48 ár síðan konur lögðu niður störf og mótmæltu um allt land með mjög eftirminnilegum hætti. Það er auðvitað sorgleg staðreynd að öllum þessum árum síðar séu konur enn í þeim sporum að þurfa að leggja niður störf og mótmæla en það er því miður veruleikinn. Skoðun 23. október 2023 14:30
Atvinnuöryggi vegna barneigna Einn af hornsteinum jafnréttisbaráttunnar hér á landi er að tryggja rétt til fæðingarorlofs og tryggja atvinnuöryggi barnshafandi kvenna og síðar beggja foreldra, þannig að óheimilt sé að segja starfsmanni upp störfum vegna fyrirhugaðs fæðingar- eða foreldraorlofs. Skoðun 23. október 2023 11:01
Fæðingarorlof í anda jafnaðarmennsku Hvernig sköpum við réttlátara og sterkara fæðingarorlofskerfi á Íslandi? Skoðun 23. október 2023 10:01
Vinstri beygju bjargað fyrir horn Í grein á Vísi á laugardag um fyrirhugaðar umferðarþrengingar við gatnamót Hringbrautar, Eiðsgranda og Ánanausta, hélt ég því fram að einni hugmynd þar að lútandi væri ætlað að útiloka vinstri beygju frá nyrsta hluta Hringbrautar, vestur Eiðsgrandann. Skoðun 23. október 2023 07:31
Vinstrimenn banna vinstri beygju í Vesturbænum Í fréttum að undanförnu hafa Seltirningar lýst yfir áhyggjum sínum af fyrirhuguðum, róttækum breytingum á gatnamótum Hringbrautar og Eiðisgranda, við JL-húsið. Þar er um er að ræða eina helstu samgönguæðina inn og út úr sveitarfélagi þeirra. Skoðun 21. október 2023 11:00
Fléttur og bleikar slaufur Það er mikið áfall að greinast með krabbamein. Heimurinn fer á hvolf. Ekki bara fyrir þann sem greinist heldur fyrir fjölskylduna alla. Fátt annað kemst að og veikindin setja lífið fljótt í aðeins annað samhengi. Krabbamein snertir okkur öll á lífsleiðinni með einum eða öðrum hætti. Skoðun 19. október 2023 07:30
Allt stefnir í sögulegt stórslys Gleðilegan mánudag, kæru vinir ritstjórans. Ný vika, ný tækifæri. Eins og fyrirsögnin ber með sér erum við í sólskinsskapi. Sturluð staðreynd: Vissuð þið að ein alræmdasta ljósmynd Íslandssögunnar er á sinn hátt ein okkar elsta falsfrétt? Skoðun 19. október 2023 07:01
Líf íslensk landbúnaðar hangir á bláþræði Það hefur legið fyrir um tíma að staða bænda hafi farið versnandi á síðustu árum, staðan hefur verið margrædd en lítið að gert. Veruleikinn er sá að afkoma bænda hefur verið með öllu óviðunandi frá árinu 2020, rekstrargrundvöllurinn er hverfandi með hverjum mánuði, nýliðun er lítil sem engin og bændur kalla ítrekað eftir aðgerðum til að koma starfsgreininni aftur í fyrra horf. Skoðun 17. október 2023 13:31
Fíknivandinn – við verðum að gera meira Það er fíknisjúkdómur þegar einstaklingur hefur ekki lengur stjórn á hvötinni til að nota vímuefni hvort heldur ólögleg vímuefni, lyfseðilsskyld lyf eða áfengi, þrátt fyrir miklar og alvarlegar afleiðingar á geðheilsu, líkamlega heilsu og félagslega stöðu. Skoðun 17. október 2023 12:29
Af hverju erum við öll Almannavarnir? Í dag er alþjóðadagur um áhættuminnkun vegna hamfara Árið 1989 útnefndi Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna 13. október sem alþjóðlegan dag um áhættuminnkun vegna hamfara (International Day for Disaster Risk Reduction). Tilgangur þessa dags er að efla alþjóðlega vitund og þekkingu á hamförum og draga úr mögulegum afleiðingum þeirra á samfélög. Skoðun 13. október 2023 08:00
Stafar okkur ógn af átökum glæpagengja í Svíþjóð? Undanfarið hefur ekkert lát verið á frásögnum af alvarlegum ofbeldisglæpum og árásum í Svíþjóð. Ofbeldisaldan hefur verið rakin til átaka glæpagengja sem hafa hreiðrað þar um sig og ekki sér fyrir endann á ofbeldinu. Skoðun 12. október 2023 08:02
Og hvað svo? Á þriðjudag sagði fjármálaráðherra af sér með hálfkveðinni vísu. Afsögnin kemur í kjölfar afdráttarlauss álits Umboðsmanns Alþingis um að ráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Skoðun 12. október 2023 07:30
Á morgun kemur skólinn, hvar verða skýin þá? Það er rétt að minna á að það fá ekki öll börn fræðslu heima fyrir, og síst þau sem allra mest þurfa á henni að halda. Skoðun 9. október 2023 07:01
Bankaránið mikla Fjárhagslegar afleiðingar þess að missa heimili sitt eru skelfilegar en það voru ekki bara fjármunir og eignir sem var stolið af fólki, heldur hreinlega lífinu sjálfu. Skoðun 6. október 2023 10:30
Tveir fyrir einn í mannréttindum Við Íslendingar búum við ákveðna sérstöðu á mörgum sviðum. Sú sérstaða er ekki alltaf til eftirbreytni þótt stundum sé hún kostur. Við erum til að mynda ekkert sérstaklega gæfusöm að vera föst í þeirri sérvisku að halda úti einni smæstu mynt í heimi. Skoðun 4. október 2023 07:00
Hinn grimmi húsbóndi Ég held að það sé bara best að þið takið verðtryggt lán, já og lengið í lánunum. Þetta eru ráðleggingar Seðlabankastjóra til millistéttarinnar. Það gengur bara svo vel í efnahagslífinu að við ráðum ekki neitt við neitt, við erum fórnalömb velgengninnar. Skoðun 2. október 2023 08:01
Kísildalir norðursins Við erum stödd í norður Kaliforníu, nánar tiltekið í útjaðri San Fransisco. Sólin skín hátt á himni og um leið og bíllinn silast um borgina glampar á merki þeirra fjölda fyrirtækja sem hafa skotið rótum, vaxið og dafnað á staðnum sem er hvað þekktastur fyrir nýsköpun í heiminum: Kísildalurinn sjálfur. Skoðun 1. október 2023 07:31
Ærin verkefni vetrarins Þingveturinn er hafinn. Þingmenn hafa að frá þingsetningu keppst við að leggja fram þau mál sem þeir hafa unnið að í sumar og strax hefur fjöldi þingmannamála verið lagður fyrir þingið. Ráðherrar mæta jafnframt með þingmálaskrár sínar og eru þessa daganna að kynna þær fyrir viðkomandi þingnefndum. Ljóst er að metnaður ráðherra er mikill, en reynslan sínir okkur að ekki koma öll mál fram til þingsins og þaðan af síður næst að afgreiða þau öll. Skoðun 30. september 2023 12:01
Ríkisstjórnin svínaði á eftirlaunafólki fimm ár í röð Í 62. gr. almannatryggingalaga stendur skýrum stöfum að greiðslur almannatrygginga skuli „taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.“ Skoðun 27. september 2023 17:01
Stórtækar umbætur í fangelsismálum Framundan eru stórtækar umbætur í fangelsismálum hérlendis með það að markmiði að byggja upp fangelsi og fullnustukerfi sem sæmir nútímaþjóðfélagi, með bætt öryggi og aðstöðu til betrunar að leiðarljósi. Skoðun 27. september 2023 09:00
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun