„Grípum geirinn í hönd!“ Í upphafi síðustu aldar var lífsbaráttan hörð á Íslandi, alþýða landsins bjó við kröpp kjör. Fólk reyndi að sýna samstöðu í baráttunni fyrir bættum lífskjörum og stofnuð voru verkalýðsfélög um land allt. Fljótlega var stofnað Alþýðusamband Íslands eða árið 1916, á sama tíma var Alþýðuflokkurinn stofnaður. Skoðun 4. september 2023 09:02
Framsókn tapar mestu samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Litlar breytingar urðu á fylgi stjórnmálaflokkanna milli júlí og ágúst. Mestar breytingar urðu á fylgi Framsóknarflokksins, sem fór úr 8,9 prósent í 7,5 prósent. Innlent 4. september 2023 08:48
Bein útsending: Farsældarþing 2023 Farsældarþing fer fram í dag þar sem fagfólki, þjónustuveitendum, stjórnvöldum, börnum og aðstandendum er ætlað að eiga víðtækt samtal um farsæld barna. Innlent 4. september 2023 08:31
Í hungurverkfalli vegna ákvörðunar Svandísar Norskur dýravelferðarsinni er í hungurverkfalli eftir að matvælaráðherra aflétti hvalveiðibanni. Hann segir fátt geta stoppað sig. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir forstjóra Hvals hf. þurfa að vanda sig verulega þegar haldið verður til veiða síðar í vikunni. Innlent 3. september 2023 18:56
Dagbjört tekur við af Helgu Völu: „Ég ætla að láta til mín taka“ Dagbjört Hákonardóttir mun taka við þingmennsku af Helgu Völu Helgadóttur, sem tilkynnti í gær að hún ætli að snúa sér að lögmennsku á ný. Dagbjört, sem að sögn tekur hlutverkinu alvarlega og af auðmýkt, segir það hafa verið átakanlegt að fylgjast með samstarfi ríkisstjórnarflokkana að undanförnu. Innlent 3. september 2023 15:43
Fékk ekkert nema jákvæð viðbrögð þegar hún kynnti ákvörðunina Matvælaráðherra segist ekki hafa fengið neitt annað en jákvæð viðbrögð og stuðning frá öðrum ráðherrum þegar hún kynnti ákvörðun sína að aflétta veiðibanni á langreyðum. Ákvörðunin hafði ekki verið rædd innan ríkisstjórnarinnar áður en Svandís kynnti hana. Hún segir ríkisstjórnina hafa skýrt erindi og eðlilegt sé að stuðningur dragist saman eftir því sem árin líða. Innlent 3. september 2023 13:41
Segir það skrípaleik að halda fram að hvalveiðar fari fram með hertum skilyrðum Þingflokksformaður Pírata segir fullt tilefni til að kalla þing fyrr saman til að ræða ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum. Reglugerð með hertum skilyrðum taki ekki gildi fyrr en 18. september, sem sé til marks um pólitískan skrípaleik Innlent 3. september 2023 09:39
Sammála um að brotthvarfið tengist ekki erjum Helga Vala Helgadóttir fráfarandi þingmaður Samfylkingarinnar og Kristrún Frostadóttir formaður flokksins virðast sammála um að brotthvarf Helgu Völu af þingi tengist ekki erjum þeirra innan flokksins. Kristrún skipti Helgu Völu út sem þingflokksformanni fyrir Loga Einarsson á síðasta ári og orðrómur hefur verið um ósætti og erjur innan flokksins. Innlent 2. september 2023 21:05
Kveður kæra vini í þinginu á mánudag og mætir í Landsrétt á miðvikudag Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður, hefur ákveðið að hætta á þingi og snúa sér aftur að lögmennsku. Hún segir lögmennskuna hafa togað í sig að undanförnu og erfiðast verði að kveðja vinina sem hún hafi eignast á þingi. Innlent 2. september 2023 12:48
Helga Vala hættir á þingi Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ætlar að hætta á þingi og snúa sér að lögmennsku. Hún segist ekki ætla að hætta í Samfylkingunni. Innlent 2. september 2023 08:23
Pawel tekur við af Þórdísi vegna liðskiptaaðgerðar Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar og forseti borgarstjórnar, verður í veikindaleyfi til lok nóvember vegna liðskiptaaðgerðar sem hún gekkst undir í vikunni. Pawel Bartoszek tekur við sem borgarfulltrúi Viðreisnar á meðan. Innlent 1. september 2023 22:22
Forseti borgarstjórnar í veikindaleyfi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar, er komin í veikindaleyfi. Innlent 1. september 2023 15:38
Sigurður Orri stýrir samfélagsmiðlum og viðburðum Viðreisnar Sigurður Orri Kristjánsson, stjórnmálafræðingur, hefur verið ráðinn til starfa hjá Viðreisn sem verkefnastjóri samfélagsmiðla og viðburða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum. Viðskipti innlent 1. september 2023 14:10
Stóru prinsippin hjá VG víki alltaf fyrir hagsmunum samstarfsflokkanna Píratar munu leggja fram frumvarp á Alþingi í vetur um algert bann á hvalveiðum. Þingmaður segir ákvörðun matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar fram að áramótum hafa komið sér á óvart. Innlent 1. september 2023 12:00
Heimspressan tekur fyrir ákvörðun Svandísar Margir stærstu fjölmiðlar heims hafa greint frá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að halda hvalveiðum áfram til ársloka. Á meðal miðla sem hafa fjallað um málið eru BBC, The Guardian, Reuters, AP og Fox News. Innlent 1. september 2023 11:08
Þegar gefur á bátinn Á vordögum við afgreiðslu ársreiknings, sem sýndi nær sextán milljarða hallarekstur, sagði borgarstjóri gríðarlegan viðsnúning framundan í rekstri borgarinnar. Oddviti Framsóknar boðaði aðgerðir, nú skyldi tekið í hornin á rekstrinum. Skoðun 1. september 2023 09:30
Sakar eiganda fasteignafélags um að reyna að kaupa greiða Fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg sakar forsvarsmann fasteignafélagsins Sigtúns um að hafa boðist til þess að greiða fyrir kosningabaráttu flokksins gegn því að hann legðist gegn því að sveitarfélagið keypti hús Landsbankans á Selfossi. Innlent 1. september 2023 09:12
„Förum af stað til veiða um leið og lygnir“ „Ég veit það ekki, það er spáð vitlausu veðri næstu daga, en við förum af stað til veiða um leið og lygnir,“ segir Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., um það hvenær hvalveiðar hefjast. Innlent 1. september 2023 06:26
Þurfi meiri tíma í Borgarlínu Innviðaráðherra segir of snemmt að slá því föstu að gera þurfi verulegar breytingar á framkvæmdum vegna Borgarlínu á höfuðborgarsvæðinu, á meðan vinna standi enn yfir við að uppfæra samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins á milli ríkisins og sveitarfélaga. Borgarlína sé hins vegar risastórt verkefni sem þurfi meiri tíma, bæði með tilliti til verkfræðinnar en líka fjármögnunar. Innlent 31. ágúst 2023 23:31
„Hvaða ráðherra notar símaveski?“ Ráðherrar lögðu síma sína til hliðar áður en ríkisstjórnarfundur hófst á Egilsstöðum í dag. Mynd af símunum vakti nokkra athygli á samfélagsmiðlum í dag. Upp spratt umræða um hvaða ráðherrar ættu hvaða síma. Lífið 31. ágúst 2023 21:43
Vill svör frá Lilju: „Auðkýfingur með sértæka drápsýki“ fái að leggja skapandi iðnað í rúst Katrín Oddsdóttir, lögmaður framleiðslufyrirtækisins True North, segist vongóð um að Alþingi muni geta komið sér saman um breytingar á lögum um hvalveiðar. Hún segist spyrja sig hvort „auðkýfingur með sértæka drápsýki“ eigi að fá að leggja skapandi iðnað á Íslandi í rúst. Innlent 31. ágúst 2023 21:04
Munu gera allt sem þau geta til að stöðva Kristján Loftsson Formaður Samtaka grænkera á Íslandi segir dýravelferðarsinna ekki sátta við ákvörðun matvælaráðherra um að heimila hvalveiðar aftur á ný. Þau muni halda áfram að mótmæla og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir veiðar Kristjáns Loftssonar. Innlent 31. ágúst 2023 19:01
Pallborðið á Vísi: Ræða ákvörðun Svandísar Katrín Oddsdóttir lögmaður, Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforingi og Andrés Jónsson almannatengill mæta í Pallborðið á Vísi klukkan 18:55 og fara yfir ýmsar hliðar hvalveiðimálsins. Innlent 31. ágúst 2023 18:20
„Svona hús fer ekki í sölu á hverjum degi“ Hús Framsóknarflokksins að Hverfisgötu 33 hefur verið skráð á ný til sölu. Húsið, sem er í meirihlutaeigu flokksins, hefur verið falt í rúm fjögur ár. Innlent 31. ágúst 2023 17:12
Stjórnarflokkarnir undirbúa hrókeringar í fastanefndum þingsins Hrist verður upp í fastanefndum Alþingis fljótlega eftir að þing kemur saman þann 12. september þar sem nefndarformennska í einstaka nefndum mun flytjast á milli stjórnarflokka. Þannig mun formennska í fjárlaganefnd samkvæmt heimildum fréttastofu færast til Framsóknarmanna og Sjálfstæðismenn taka við formennsku í utanríkismálanefnd. Innlent 31. ágúst 2023 16:38
Ný reglugerð: Veiða skal í birtu og þrír reynsluboltar ávallt um borð Ný reglugerð um veiðar á langreyðum kveður á um að aðeins megi veiða langreyðar í birtu, gæta þurfi þess að enginn kálfur sé með í för, skjóta þarf af minna en 25 metra færi og þrír í áhöfninni þurfa að lágmarki að hafa reynslu af hvalveiðum. Þetta kemur fram í nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra sem tók gildi í dag. Innlent 31. ágúst 2023 15:56
Vilja meina að ákvörðunin hafi ekki ráðið úrslitum ríkisstjórnarinnar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um áframhaldandi hvalveiðar hafi ekki bjargað ríkisstjórnarsamstarfinu. Vissulega hafi málið verið umdeilt meðal stjórnarflokkanna, en það hafi aldrei ógnað samstarfinu. Innlent 31. ágúst 2023 14:45
Framtíð hvalveiða Óvissa ríkir um framtíð hvalveiða á Íslandi. Enginn í heiminum veiðir langreyðar í atvinnuskyni annar en einn aðili, á Íslandi. Það segir sína sögu. Raunar er atvinnugreinin ekki til hér á landi nema sem vertíðarvinna, og það ekki á hverju ári. Skoðun 31. ágúst 2023 14:30
Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Við Íslendingar leggjum mikla áherslu á öflugt íþróttastarf. Það stuðlar að aukinni heilsu, öflugum forvörnum auk þess sem það eflir félagslegan þroska, og er börnum og ungmennum sérstaklega jákvæð reynsla. Nær öll ungmenni hér á landi stunda einhverja íþrótt og sum jafnvel fleiri en eina. Við sjáum þau jákvæðu áhrif sem virk þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi hefur á börnin okkar, áhrif sem fylgja þeim út í lífið. Skoðun 31. ágúst 2023 13:30
„Mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag“ „Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný. Innlent 31. ágúst 2023 12:35