

Stjórnmál
Fréttir frá störfum ríkisstjórnarinnar, Alþingis og stjórnmálum almennt.

Fjórir flokkar sem hafi þurft að mætast einhvers staðar
Oddviti Viðreisnar segir það fyrsta verk á dagskrá nýs borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík að setja aukinn kraft í húsnæðisuppbyggingu sem verði stórt áherslumál á næsta kjörtímabili.

Borgarstjóri ráði ekki öllu
Oddviti Pírata segir að hún hafi lagt meiri áherslu á að tryggja góðan framgang helstu baráttumála flokksins en að hreppa borgarstjórastólinn. Það markmið hafi náðst og hún sé ánægð með að Píratar fái nú tækifæri til að færa græn málefni á næsta stig.

Borgarlína mikilvægari en borgarstjórastóllinn
Dagur B. Eggertsson segir það skipta sig meira máli að tryggja framgang lykilverkefna á borð við Borgarlínu en að vera borgarstjóri. Tilkynnt var í dag að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, myndi taka við borgarstjórastólnum eftir átján mánuði og gegna embættinu meirihluta kjörtímabilsins.

Tímaeyðsla að fara í einhverja störukeppni
Oddviti Framsóknar segir samstarfssáttmála nýs meirihluta í Reykjavík svara að öllu leyti þeim kröfum um breytingar sem flokkurinn hafi lagt áherslu á. Hann sé gríðarlega ánægður og sáttur með niðurstöðuna.

Einar tekur við af Degi sem borgarstjóri árið 2024
Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri, mun áfram gegna embætti borgarstjóra Reykjavíkur fyrri hluta kjörtímabilsins, eða til ársloka 2023. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, mun síðan taka við embættinu af Degi í ársbyrjun 2024. Á kjörtímabilinu mun Dagur því gegna embættinu í rúmlega eitt og hálft ár, en Einar í tæplega tvö og hálft ár.

Segja að Einar og Dagur skiptist á að vera borgarstjóri
Einar Þorsteinsson og Dagur B. Eggertsson eru sagðir ætla að skipta með sér borgarstjórastólnum á kjörtímabilinu og nýr meirihluti ætla að kynna sérstakt húsnæðisátak í borginni.

Nýr borgarstjórnarmeirihluti kynntur
Hulunni verður svipt af meirihlutasamstarfi og málefnasamningi Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar á blaðamannafundi klukkan 15:00 í dag. Vísir fylgist með fundinum í beinni útsendingu og textalýsingu.

Kynna nýjan meirihluta í Elliðaárdal í dag
Oddvitar Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík hafa boðað til blaðamannafundar til að kynna nýjan meirihluta við stöðvarstjórahúsið í Elliðaárdal í dag.

Dagur kynnir málefnasamninginn fyrir Samfylkingarliðum annað kvöld
Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík mun kynna málefnasamning nýs meirihluta fyrir flokksmönnum sínum í borginni annað kvöld. Fundarboð barst félagsmönnum á níunda tímanum í kvöld.

Fólk sem gagnrýndi kerfið á ekki upp á pallborðið
Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, gagnrýnir val ráðherra á því fólki sem skipar starfshóp til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi. Hann segir ávallt byrjað á öfugum enda í aðgerðum sem þessum þar sem hagsmunaaðilar eru kallaðir strax til og vísindalegar aðferðir mega sín lítils.

Langt komin í yfirferð á flestum málum og horfa til þriðjudags
Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar munu halda meirihlutaviðræðum áfram um helgina. Oddviti Framsóknar segir yfirferð á flestum málaflokkum langt komna og góður samhljómur sé um stóru málin. Meirihlutasamstarf sé þó ekki í höfn fyrr en að öllu ferlinu loknu.

Illindi milli fyrrum þingmanna Pírata: „Ég skammast mín ekki fyrir neitt“
Gunnar Hrafn Jónsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, birti færslu á Facebook í dag þar sem hann ásakar Helga Hrafn Gunnarsson, annan fyrrverandi þingmann Pírata, um að hafa bannað honum að bjóða sig fram í prófkjöri Pírata fyrir þarsíðustu þingkosningar.

Gluggað á Framsóknarflokkinn
Formaður Framsóknarflokksins 2009-2016 var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Í þingkosningunum 2013 fékk flokkurinn 24,4%. Á þessum tíma var Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður, en til ágreinings kom milli þeirra félaga, og klofnaði flokkurinn. Sigmundur Davíð stofnaði í framhaldi af því Miðflokkinn 2017.

Vinna ríkisstjórnarinnar ótrúverðug ef frumvarp Jóns nær fram að ganga
Þingmaður Pírata segir að ríkisstjórnin geti ekki sett á fót ráðherranefnd sem endurskoða eigi útlendingamál á sama tíma og samþykkja eigi útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Forsætisráðherra segir að með nefndinni sé verið að setja útlendingamál í forgang.

Mikil fækkun búa ógnar dreifðri byggð
Búum í landbúnaðargreinum hefur fækkað um 375 á landinu frá árinu 2008 til 2020. Formaður bændasamtakanna hefur áhyggjur af fækkun búa sem hann segir stoð dreifðari byggða.

Þrumuský yfir leigjendum
Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, segir leigjendur hafa þungar áhyggjur af stöðunni á leigumarkaði en allt bendir nú til að leiga hækki enn og aftur og nú rösklega. Guðmundur Hrafn segir ekkert borð fyrir báru og verið sé að trappa upp umræðu til að réttlæta slíkar hækkanir.

Fjórflokkarnir í Reykjavík byrjaðir á ritun meirihlutasáttmála
Líklegt verður að teljast að flokkunum sem rætt hafa myndun nýs meirihluta í borgarstjórn takist ætlunarverkið enda eru oddvitar þeirra byrjaðir á textavinnu fyrir nýjan meirihlutasáttmála. Reiknað er með niðurstöðu um eða strax eftir helgi.

Fetar í fótspor föðurins og hefur formlega feril í stjórnmálum
Margrét Bjarnadóttir tók í gær sæti í bæjarstjórn Garðabæjar og hóf þar með formlega feril í stjórnmálum. Bjarni Benediktsson, faðir Margrétar, segist einstaklega stoltur af dótturinni.

Enginn ófriður á stjórnarheimilinu þótt ráðherrar takist á
Forsætisráðherra þvertekur fyrir að ófriður sé á stjórnarheimilinu þrátt fyrir ágreining tveggja ráðherra sinna. Formaður Framsóknarflokksins stendur með sínum ráðherra en vill ekki að rifist sé í gegn um fjölmiðla.

Fjóla er nýr bæjarstjóri í Árborg
Fjóla Kristinsdóttir er nýr bæjarstjóri Sveitarfélagsins Árborgar en hún verður fyrstu tvö ár kjörtímabilsins bæjarstjóri, eða þegar Bragi Bjarnason tekur við og klárar kjörtímabilið. Bragi var í fyrsta sæti á D-listanum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí og Fjóla í öðru sæti. Bragi verður formaður bæjarráðs fyrstu tvö árin og svo tekur Fjóla við tvö síðustu árin.

Kæru Miðflokksins vegna meints ágalla á kjörseðlum hafnað
Úrskurðarnefnd kosningamála hafnaði kröfu Miðflokksins í Garðabæ um ógildingu sveitarstjórnarkosninganna þar vegna ágalla sem flokkurinn taldi á kjörseðlum. Frágangur kjörseðla hafi verið innan svigrúms sem yfirkjörstjórnir hafa um útlit þeirra.

Gagnrýnir ákvörðun flokkssystur um „enn eina nefndina“
Varaþingkona VG gagnrýnir sjávarútvegsráðherra og flokkssystur fyrir að setja á laggirnar enn eina nefndina um endurskoðun kvótakerfisins. Það sé brýnt að taka til hendinni strax og byggja á þeim gögnum sem nú þegar liggja fyrir.

Hlær að kenningum um að hann sé að refsa Lilju
Fjármála- og efnahagsráðherra þvertekur fyrir að hann sé að refsa Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir gagnrýni sína á Íslandsbankamálið. Hann segir málið vera storm í vatnsglasi.

Steingrímur J. leiðir „spretthóp“ Svandísar
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur ákveðið að skipa þriggja manna „spretthóp“ sem skila skal ráðherra tillögum og valkostagreiningu vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi þingmaður, mun leiða vinnu hópsins.

Að minnsta kosti bið fram á haust eftir forgangsröðun jarðganga
Það ætti að koma í ljós á næsta löggjafarþingi hvaða jarðgangakostum verður forgangsraðað. Þá mun þingið taka fyrir þingsályktunartillögu um nýja samgönguáætlun fyrir árin 2023-2037 þar sem jarðgangakostum verður forgangsraðað

Leigubílavandinn verður að leysast
Í tæplega þrjátíu ár hafa stjórnvöld haft þak á leyfum til að veita leigubílaþjónustu. Þrátt fyrir fólksfjölgun, og gríðarlega fjölgun ferðamanna, hefur fjölgun leyfa alls ekki náð að mæta aukinni eftirspurn.

Tíminn er takmörkuð auðlind!
Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á sjávarútvegsmálum enda kannski ekki skrítið búandi á Vestfjörðum þar sem birtingarmynd af ranglæti kvótakerfisins hefur verið hvað sterkust í gegnum árin og voru þættirnir um Verbúðina að rifja ágætlega upp þá sögu.

Fylgi VG ekki verið minna síðan 2013
Fylgi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs hefur ekki verið minna síðan fyrir alþingiskosningarnar árið 2013. Ný könnun Þjóðarpúls Gallup sýnir að stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að minnka.

Almar Guðmundsson nýr bæjarstjóri Garðabæjar
Almar Guðmundsson hefur verið ráðinn nýr bæjarstjóri Garðabæjar. Hann tekur við starfinu af Gunnari Einarssyni sem lætur af störfum eftir sautján ár sem bæjarstjóri.

Erna Kristín tekur við sem ráðuneytisstjóri mennta- og barnamálaráðuneytis
Erna Kristín Blöndal, skrifstofustjóri, hefur verið skipuð í embætti ráðuneytisstjóra mennta- og barnamálaráðuneytisins og tók við starfinu í dag. Hún tekur við af Páli Magnússyni, sem fer til starfa hjá fastanefnd Íslands í Genf og mun þar vinna á sviði málefna barna.