Verður ábati vaxtalækkana étinn upp af útblásnum kosningaloforðum? Flestir greinendur eru sammála um að peningastefnunefnd Seðlabankans komi til með að ráðast í hressilega vaxtalækkun á fundi sínum í næstu viku. Slík lækkun mun óumflýjanlega, og loksins, létta á veskjum landsmanna sem hafa búið við feiknaháa vexti í öllu samhengi undanfarin tæp tvö ár. Innherji 14. nóvember 2024 10:07
Breytum þessari sérhagsmunagæslu Lög sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og VG keyrði í gegnum Alþingi í vor til að gefa afurðastöðvum, sem jafnframt eru stórtækir innflytjendur á kjötvöru, undanþágu frá samkeppnislögum er skýrt dæmi um það þegar sérhagsmunir þeirra sem hafa pólitísk ítök eru teknir fram fyrir hagsmuni almennings og eðlilegar leikreglur heilbrigðs atvinnulífs eru teknar úr sambandi. Skoðun 14. nóvember 2024 10:01
Laumu risinn í landsframleiðslunni Menning og skapandi greinar eru risi í landsframleiðslunni. Þetta sýndi nýleg skýrsla Ágústs Ólafs Ágústssonar sem var unnin fyrir Menningar- og viðskiptaráðuneytið. Hagrænar tölur staðfesta að menning og skapandi greinar eru ekki langt frá sjávarútvegi (að fiskeldi meðtöldu) þegar kemur að hlutfalli af landsframleiðslu. Skoðun 14. nóvember 2024 09:31
Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Verkalýðsleiðtogi af Akranesi segir ekkert fréttnæmt í leynilegum upptökum af syni Jóns Gunnarssonar þar sem hann ræddi um baktjaldamakk um hvalveiðar. Þá segist hann eiga erfitt með að sjá að Alþingi gæti bannað hvalveiðar þótt meirihluti væri fyrir því þar. Viðskipti innlent 14. nóvember 2024 09:15
Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar leggur til að heimild til skattfrjálsrar ráðstöfunar á viðbótargjaldi til séreignarsparnaðar inn á höfuðstól lána verði framlengd út árið 2025. Í stað kílómetragjalds sem ekki verði komið á um áramótin verði önnur gjöld hækkuð um 2,5 prósent. Innlent 14. nóvember 2024 08:56
Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og VG hefur ekki staðið við eigin loforð og fyrirheit í mörgum málaflokkum. Má í því sambandi nefna áform um fjölgun hjúkrunarrýma um rúmlega 700, nýtt meðferðarheimili fyrir unglinga og uppbyggingu nýrrar björgunarmiðstöðvar í Reykjavík. Skoðun 14. nóvember 2024 08:31
Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu ásamt Samtökum atvinnulífsins standa fyrir morgunfundi fimmtudaginn 14. nóvember undir yfirskriftinni Leiðir til að lækka vexti. Viðskipti innlent 14. nóvember 2024 08:30
Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Ísland hefur alla burði til að búa til eitt besta leikskólakerfi sem þekkist á heimsvísu. Við vitum hins vegar að stærsta áskorunin okkar er í dag sú að tryggja hnökralausa samfellu þegar kemur að dagvistun þegar fæðingarorlofi lýkur – sem í daglegu tali kallast brúun umönnunarbilsins. Skoðun 14. nóvember 2024 08:17
27-faldur hagnaður!? Það vakti mikla athygli í fyrra þegar fréttir bárust af því að sýslumaður hafi selt á nauðungaruppboði einbýlishús í Reykjanesbæ fyrir aðeins þrjár milljónir króna. Um var að ræða hús með fasteignamat upp á 57 milljónir. Skoðun 14. nóvember 2024 07:04
„Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Ég hef séð þessi skrif sem birtust á bloggsíðu Þórðar Snæs og viðurkenni að það er ótrúlega erfitt fyrir mig sem konu að lesa þennan texta. Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar um skrif Þórðar Snæs Júlíussonar, sem er í framboði fyrir flokkinn, sem birtust á bloggsíðu á fyrsta áratugi þessarar aldar. Innlent 13. nóvember 2024 22:26
„Nei, Áslaug Arna“ „Nei, Áslaug Arna, ég fór ekki beint inn í umhverfisráðuneytið til að sinna mínum eigin hagsmunum, fjölskyldu minnar eða vina, heldur til að vinna að almannahagsmunum með því að efla náttúruvernd í landinu.“ Innlent 13. nóvember 2024 21:47
Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Frambjóðandi sem skipaði fjórtánda sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður er eftirlýstur í heimalandinu fyrir fjársvik. Maðurinn hefur nú dregið framboð sitt til baka. Innlent 13. nóvember 2024 19:41
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Fréttastofa hefur undir höndum upptökur sem sýna samtal huldumanns, sem sagðist vera svissneskur fjárfestir, við Gunnar Bergmann Jónsson, son Jóns Gunnarssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Brot úr þessum upptökum voru sýnd í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 13. nóvember 2024 19:40
Setjum söguna í samhengi við nútímann Reykjavíkur leiðtogavísitalan er mælikvarði á hvernig samfélagið lítur á konur og karla með tilliti til hæfis þeirra til forystu, og kannar hversu vel samfélaginu líður almennt um kvenkyns forystu. Skoðun 13. nóvember 2024 18:16
„Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ „Það má ekki gleyma því að fólk með ýmis konar bakgrunn tekur þátt í stjórnmálum og berst fyrir hugsjónum sínum. Ég meina Guðmundur Ingi var tekinn úr Landvernd beint inn í umhverfisráðuneytinu til þess að hvað? Að friðlýsa, stoppa allar orkuframkvæmdir, beint í sína hagsmuni og meira að segja sem ráðherra. Hér er Jón aðstoðarmaður, til þess að létta undir með Bjarna sem tekur þrjú ráðuneyti á þessum tíma. Hann hefur engin völd.“ Innlent 13. nóvember 2024 17:42
Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur ákveðið að kanna mál sem snýr að leyniupptökum huldumanns á samtali sínu við Gunnar Bergmann, son Jóns Gunnarssonar, þingmanns og aðstoðarmanns forsætis- og matvælaráðherra. Lögregla hefur rætt við Gunnar í tengslum við athugun sína á málinu. Innlent 13. nóvember 2024 16:24
Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Prófessor við Háskóla Íslands telur tilefni til að kannað verði hvort forsætisráðherra hafi farið á svig við siðareglur ráðherra þegar ákveðið var að Jón Gunnarsson fengi stöðu í Matvælaráðuneytinu. Það að rætt hafi verið á sama fundi að Jón tæki sæti á lista Sjálfstæðiflokksins og fengi stöðu í ráðuneytinu veki upp spurningar. Innlent 13. nóvember 2024 14:48
Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Tjón af völdum óvenjulegrar kuldatíðar í vor og sumar hefur verið skráð á fjórða hundrað búa, fyrst og fremst á Norðurlandi. Starfshópur á vegum ríkisstjórnarinnar á að fara yfir tjón bænda og leggja fram tillögur um stuðning við þá. Innlent 13. nóvember 2024 14:12
Kjóstu rétt á Vísi Nú má nálgast kosningaprófið Kjóstu rétt á Vísi en fulltrúar allra flokka hafa svarað spurningum og gefst lesendum kostur á að máta sín svör við svör frambjóðenda. Innlent 13. nóvember 2024 13:57
Vegferð í þágu barna skilar árangri Þegar við hófum sameiginlega vegferð í þágu barna á Íslandi, var markmiðið skýrt: Að tryggja öllum börnum og fjölskyldum þeirra þann stuðning og þjónustu sem aðstæður þeirra kalla á. Niðurstöður íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2024, sem birtar voru í gær, sýna svart á hvítu að þessi vegferð er þegar að skila árangri. Skoðun 13. nóvember 2024 13:15
Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Fagfólk í kvikmyndagerð skorar á Alþingi að bregðast við slæmri stöðu Kvikmyndasjóðs. Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að sjóðurinn hafi verið skorinn mikið niður á undanförnum árum. Innlent 13. nóvember 2024 13:15
Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Öflugt íþrótta og æskulýðsstarf byggir á félagslegu réttlæti og jöfnuði. Markmiðið er að öll börn fái að njóta þeirra jákvæðu áhrifa sem fylgja þátttöku í íþróttum og æskulýðsstarfi, þar sem þau fá tækifæri til að þroskast í öruggu umhverfi, óháð hæfni, uppruna, kyni eða fötlun, hvort sem þau stefna á afreksíþróttir eða ekki. Skoðun 13. nóvember 2024 12:45
Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Gunnar Smári Egilsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Sigmar Guðmundsson verða gestir Pallborðsins í dag, sem sýnt verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14. Innlent 13. nóvember 2024 11:27
Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Í tilefni kosninga hafa verið dregin fram gömul bloggskrif Þórðar Snæs Júlíussonar, fyrrum ritstjóra Heimildarinnar og nú frambjóðanda Samfylkingarinnar, sem lýsa unggæðingslegum og óviðurkvæmilegum viðhorfum í garð kvenna. Innlent 13. nóvember 2024 11:17
Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður Pírata vill komast aftur á þing og helst í ríkisstjórn. Sindri Sindrason hitti þingmanninn í morgunkaffi á heimili hennar í Mosfellsbæ í Íslandi í dag í vikunni. Lífið 13. nóvember 2024 10:31
Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Maðurinn minn er breskur en elskar íslenskar hefðir. Eitt af því sem hann heillast af eru eftirnöfnin -dóttir, -son og -bur. Hann vill halda í bresku hefð og láta ættarnafnið sitt ganga niður til barna okkar og stakk hann upp á því að börnin okkar bæru ættarnafnið hans en væru einnig Heiðubörn. Skoðun 13. nóvember 2024 10:01
Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Samgöngumál í Norðvesturkjördæmi hafa lengi verið hitamál, þar sem bágborið ástand vega hefur bæði áhrif á lífsgæði íbúa og á efnahagslegan uppgang. Eitt dæmi af mörgum má taka af vegakerfinu á Vestfjörðum sem hefur ekki fylgt eftir þróun í atvinnulífi og þjónustu. Skoðun 13. nóvember 2024 09:02
Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskiptaráð efnir til kosningafundar í Hörpu í dag, miðvikudaginn 13. nóvember, undir yfirskriftinni „Horfum til hagsældar.“ Leiðtogar stjórnmálaflokka munu á fundinum ræða efnahagsmál auk annarra málaflokka sem varða bæði atvinnulífið og samfélagið í heild. Viðskipti innlent 13. nóvember 2024 08:02
Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Arnar Þór Jónsson formaður Lýðræðisflokksins segir það vera alvöru verkefni að fara tvisvar sinnum í framboð á einu ári. Hann er eini leiðtogi stjórnmálaflokkanna sem hefur mætt áður í Af vængjum fram og tók áskoruninni um að borða bara sterkustu sósuna. Lífið 13. nóvember 2024 07:00
Nýtt húsnæðislánakerfi Við í Flokki fólksins köllum eftir breytingum í húsnæðismálum. Við viljum koma á fót nýju húsnæðislánakerfi. Skoðun 13. nóvember 2024 07:00