
„Össur Skarphéðinsson, líttu þér nær“
Inga Sæland formaður Flokks fólksins hefur svarað Össuri Skarphéðinssyni fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar vegna ummæla hans um að hún væri valdaspilltur leiðtogi. Hún segir hann ekkert vita um innra starf flokksins og ummæli hans eigi sér enga stoð í raunveruleikanum.