
Njarðvík vann Snæfell | Haukar á sigurbraut
Njarðvík og Haukar unnu góða sigra í Iceland Express-deild karla í kvöld. Haukar fylgdu þar með eftir góðum sigri á Keflavík á fimmtudagskvöldið.
Njarðvík og Haukar unnu góða sigra í Iceland Express-deild karla í kvöld. Haukar fylgdu þar með eftir góðum sigri á Keflavík á fimmtudagskvöldið.
KR vann dramatískan sigur á Stjörnunni 89-87 á heimavelli sínum í kvöld þar sem Joshua Brown tryggði liðinu stigin tvö með því að setja tvö vítaskot af þremur niður þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum.
Grindvíkingar halda áfram að gera það gott í Iceland Express-deild karla og þeir unnu öruggan sigur á heitu liði Tindastóls á Sauðárkróki í kvöld.
Undanúrslit Powerade-bikarsins fóru fram í kvöld þegar Tindastóll tók á móti KR og Keflvíkingar fengu KFÍ í heimsókn suður með sjó.
Keflavík er komið í úrslit Poweradebikarsins eftir 90-77 sigur á KFÍ á heimavelli sínum í kvöld. KFÍ sem er á toppi 1. deildar gerði hvað það gat til að stríða Keflavík en að lokum var getumunurinn á liðunum of mikill og sigur Keflavíkur öruggur.
Undanúrslit Poweradebikars karla fara fram í kvöld þegar Keflavík fær KFÍ í heimsókn í Toyota-höllina í Keflavík og Tindastóll tekur á móti KR á Króknum en báðir leikir hefjast klukkan 19.15.
Heil umferð fór fram í Iceland Express-deild karla í kvöld en þar bar hæst að Grindavík lenti í tómu basli með fámennt lið ÍR-inga í Seljaskóla. Snæfell hafði betur gegn Þór í framlengdum leik.
Fjölnismenn unnu í kvöld öruggan nítján stiga sigur, 106-87 á slöku liði Tindastóls. Leikurinn var gríðarlega þýðingarmikill fyrir bæði lið og þá einna helst fyrir Fjölnismenn því að þeir urðu að vinna hér í kvöld ef þeir ætluðu að halda vonum sínum um sæti í úrslitakeppninni á lífi. Fjölnismenn fóru á kostum í kvöld og áttu Stólarnir aldrei möguleika í leiknum.
Igor Tratnik er hættur hjá val og mun klára tímabilið með Tindastól í Iceland Express deild karla í körfubolta en þetta kemur fram Feyki.is. Tratnik er orðinn löglegur strax og má spila með Stólunum á móti Fjölni í kvöld.
Keflavík fór illa með Tindastól í 14. umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta í Síkinu í kvöld. Keflavík fór á Krókinn, vann 19 stiga sigur, 91-72 og fylgir Stjörnunni í baráttunni um annað sætið.
Grindvíkingar gefa ekkert eftir í Iceland Express deild karla í körfubolta og eru áfram með sex stiga forskot á toppnum eftir 34 stiga heimasigur á Fjölni í kvöld, 107-73. Grindavíkurliðið hefur nú unnið fimm deildarleiki í röð og alls tólf af þrettán deildarleikjum sínum í vetur.
Jovan Zdravevski lék sinn fyrsta leik síðan í október þegar Stjarnan vann auðveldan 25 stiga sigur á botnliði Vals, 96-71, í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Stjörnumenn komust upp í annað sætið með þessum sigri en Valsmenn hafa hinsvegar tapað öllum þrettán leikjum sínum í vetur.
Frá því að Bárður Eyþórsson sneri til baka í körfuna og settist í brúna á Tindastóls-bátnum hefur gengi liðsins gjörbreyst. Liðið hefur nú unnið tíu af síðustu tólf leikjum sínum og er komið í undanúrslit bikarsins.
Snæfellingar unnu dramatískan sigur á KR í 13. umferð Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik í Vesturbænum í kvöld. Þar með er sigurgöngu KR-inga á árinu 2012 lokið.
Njarðvíkingar áttu frábæran lokasprett í tíu stiga sigri sínum á Haukum, 85-75, í leik liðanna í 13. umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta sem fram fór í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í kvöld. Leikurinn var jafn á flestum tölum en Njarðvíkingar unnu síðustu þrjár mínútur leiksins 14-2.
Þórsarar úr Þorlákshöfn unnu tólf stiga sigur á ÍR, 88-76, í leik liðanna í 13. umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta sem fram fór í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld.
KR-ingar unnu sinn áttunda bikarsigur í röð og komust áfram í undanúrslit Powerade-bikarsins með því að leggja Snæfell að velli, 111-104, í DHL-höllinni í kvöld. Það þurfti tvær framlengingar til að fá fram úrslit.
KR tryggði sér sæti í undanúrslitum Poweradebikarsins með sigri á Snæfelli í tvíframlengdum leik 111-104 á heimavelli þar sem Joshua Brown fór á kostum með 49 stig.
Bárður Eyþórsson er að gera flotta hluti með Tindastólsliðið í körfunni en Stólarnir unnu 88-85 útisigur á Stjörnunni í tólftu umferð Iceland Express deildar karla í gær. Þegar Bárður tók við hliðinu í lok október var liðið búið að tapa öllum sínum leikjum.
Heil umferð fór fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld en seinni umferðin er þar með farin af stað. Grindavík vann dramatískan sigur í Keflavík og er með sex stiga forskot eftir að Tindastóll fór í Garðabæinn og vann Stjörnuna eftir framlengingu. KR-ingar eru farnir að blanda sér í baráttuna um annað sætið eftir sigur í Þorlákshöfn.
Tindastóll vann magnaðan sigur, 88-85, á Stjörnunni í Ásgarði í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld en framlengja þurfti leikinn. Stjarnan hafði yfirhöndina nánast allan leikinn en gestirnir náðu að jafna leikinn rétt undir lok venjulegs leiktíma og tryggði sér síðan sigur í framlengingunni. Maurice Miller var frábær fyrir Stólana og gerði 30 stig.
KR-ingar héldu áfram sigurgöngu sinni á árinu 2012 þegar þeir heimsóttu Þórsara í Þorlákshöfn í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. KR-liðið vann leikinn 80-73 og er því búið að vinna alla fjóra leiki sína síðan að liðið endurnýjaðu útlendingasveit sína.
Björn Steinar Brynjólfsson tryggði Grindavík 86-85 sigur á Keflavík í 12. umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta í kvöld með því að skora þriggja stiga körfu skömmu fyrir leikslok. Grindvíkingar halda því fjögurra stiga forskoti á toppnum og eru nú komnir með sex stigum meira en Keflavík sem er í 3. sætinu.
Darrin Govens, leikmaður úr Þór Þorlákshöfn og Helgi Jónas Guðfinsson, þjálfari Grindavíkur voru valdir bestir í fyrri umferð Iceland Express deild karla í körfubolta en KKÍ verðlaunaði fyrir fyrstu ellefu umferðirnar í dag.
Ryan Pettinella er aftur orðinn leikmaður Grindavíkur í boði ónefnds fjársterks aðila. Grindvíkingar þurfa ekkert að greiða fyrir kappann.
Karlalið Hauka í Iceland Express-deildinni hefur bætt við sig þriðja Bandaríkjamanninum fyrir seinni hluta mótsins. Leikmaðurinn heitir Aleek Pauline og er leikstjórnandi.
Bandaríkjamaðurinn Ryan Pettinella er mögulega aftur á leið til Grindavíkur en hann var valinn besti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð.
Emil Þór Jóhannsson, leikmaður KR, tryggði liði Höfuðborgarsvæðsins 142-140 sigur á Landsbyggðarliðinu í Stjörnuleik KKÍ sem fram fór í Dalhúsum í Grafarvogi í dag. Heimamaðurinn Nathan Walkup var valinn besti leikmaður vallarins en þetta kom fram á heimasíðu KKÍ.
Snæfellingar eru sigursælir á Stjörnuhátíð KKÍ því Jón Ólafur Jónsson varð þriggja stiga meistarinn eftir nauman sigur á liðsfélaga sínum í þriggja stiga keppninni sem fram fór í hálfleik á Stjörnuleik KKÍ. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.
Quincy Hankins-Cole, úr Snæfelli, varð troðslumeistari Stjörnuleiksins 2012 en Stjörnuhátíð KKÍ stendur nú yfir í Dalhúsum í Grafarvogi. Hankins-Cole mætti Nathan Walkup, úr Fjölni, í dag í úrslitum troðslukeppninnar en þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.