
Nýtur lífsins áhyggjulaus í áhrifavaldaferð í Króatíu
„Þetta snýst um að hafa ekki áhyggjur, þetta græjast,“ segir áhrifavaldurinn og athafnamaðurinn Arnar Gauti, jafnan þekktur sem Lil Curly. Hann var að senda frá sér lagið Ekki hafa áhyggjur og nýtur sömuleiðis lífsins áhyggjulaus í hópi íslenskra stjarna í Króatíu um þessar mundir.