Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Svala og Einar eru nú Blissful

Svala Björgvins og Einar Egilsson hafa hingað til verið tveir þriðju partar fjölskyldusveitarinnar Steed Lord. Þau hafa hins vegar slitið sig frá hópnum og mynda nú sveitina Blissful.

Tónlist
Fréttamynd

Náðu að sannfæra breska reggíunnendur

Hljómsveitin AmabAdamA lagði land undir fót nýverið og kom fram á tónlistarhátíðinni Boomtown Fair sem fer fram í grennd við Winchester í Bretlandi. Auk þess að koma fram á hátíðinni kom sveitin fram á tónleikum í Bristol.

Tónlist
Fréttamynd

Nefnt eftir varalit

Cyber er samvinnuverkefni þeirra Sölku Valsdóttur og Jóhönnu Rakelar Jónasdóttur úr Reykjavíkurdætrum. Á miðvikudaginn gáfu þær út EP plötuna Crap sem er sjö laga stuttskífa sem kom út á Soundcloud-síðu sveitarinnar.

Tónlist
Fréttamynd

Hætt með Loga og sinnir nú sólóferli

Karin Sveinsdóttir og Logi Pedro Stefánsson sem saman hafa skipað Young Karin, sendu frá sér fjögurra laga EP plötu nýverið. Platan markar endalok samstarfsins sem staðið hefur síðan 2013.

Lífið
Fréttamynd

Erum algerlega á sömu bylgjulengd

Þau komust bæði á topp tíu listann í Idol stjörnuleit fyrir átta árum, Helgi Rafn tónskáld og Rannveig Káradóttir söngkona. Þau eru nú bestu vinir og bæði að gefa út diska, hann Castle in Air og hún Krot.

Menning
Fréttamynd

Frank Ocean sýnir á sér kollinn

Platan Boys Don't Cry með Frank Ocean er líklega sú útgáfa sem er beðið eftir með hvað mestri eftirvæntingu á þessu ári. Hún átti að koma út árið 2014, síðan í júlí á þessu ári og nú herma nýjustu fréttir að hún komi í dag.

Tónlist