Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

„Herra kerran er til sölu“

Rapparinn Árni Páll, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, hefur sett glæsibíl sinn á sölu. Bíllinn er af tegundinni Land Rover og er frá árinu 2019. 

Lífið
Fréttamynd

Frum­sýning á Vísi: Rokkað á miðju gólfi komin sjö mánuði á leið

Íslenska rokksveitin Ottoman sendi í dag frá sér myndband við lagið Polytick en það var tekið upp á tónleikum sveitarinnar á Gauknum í fyrra þar sem einn meðlimur var komin sjö mánuði á leið. Sveitin mun í kvöld gefa frá sér plötu með lögunum sem tekin voru upp á tónleikunum þar sem sveitin kom sér fyrir á miðju gólfi.

Tónlist
Fréttamynd

Prince-dansarinn Cat er látinn

Bandaríski dansarinn Catherine Vernice Glover frá Chicago, betur þekkt sem Cat, er látin, sextug að aldri. Cat var ein nánasta samstarfskona bandaríska tónlistarmannsins Prince á hans ferli.

Lífið
Fréttamynd

Ævin­týrin hófust þegar hann hafnaði Juilliard

„Ennþá í dag er ég mjög þakklátur að hafa tekið þessa ákvörðun en ég skil hana samt ekki alveg því hún meikar ekki sens þegar maður er átján ára. Ég hef ekki heyrt um neinn annan sem hefur tekið þessa ákvörðun,“ segir tónlistarstjórinn Bergur Þórisson sem hafnaði inngöngu í hinn virta Juilliard háskóla í New York á sínum tíma og í kjölfarið fór ferilinn á flug.

Tónlist
Fréttamynd

Enginn súr í sætu teiti í Ás­mundar­sal

Það var líf og fjör í Ásmundarsal síðastliðið föstudagskvöld þegar píanóleikarinn Magnús Jóhann Ragnarsson og saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson fögnuðu nýrri plötu með góðum vinum.

Tónlist
Fréttamynd

„Eini metnaðurinn minn var að líða ekki illa“

Lóa Hjálmtýsdóttir, listakona og söngkona hljómsveitarinnar FM Belfast, glímdi við þunglyndi á unglingsárum. Hún segir erfitt að leyfa sér gleði á meðan þjóðarmorð standi yfir og ástandið í heiminum virðist versna.

Lífið
Fréttamynd

„Það eru komnir þrír mánuðir síðan pabbi minn sá fram á það að geta ekki lifað lengur“

„Ég er alls ekki týpan sem er mikið að opna sig á netinu. Þetta var erfitt og óþægilegt. En ég vildi gera þetta, fyrir pabba,“ segir tónlistarkonan Karlotta Sigurðardóttir en á dögunum gaf hún sitt fyrsta lag á íslensku sem ber heitið Hringekja. Lagið hefur afar sérstaka merkingu fyrir Karlottu vegna þess að það er seinasta lagið hennar sem faðir hennar, Sigurður Arnar Jónsson, fékk að heyra áður en hann féll fyrir eigin hendi, í apríl á þessu ári.

Lífið
Fréttamynd

Diddy á sjálfsvígsvakt

Tónlistarmaðurinn Diddy hefur verið settur á sjálfsvígsvakt á meðan hann bíður réttarhalda. Hann hefur verið ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og mansal og gæti átt yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisdóm.

Erlent
Fréttamynd

Ó­þekkt tón­verk eftir Mozart fannst

Áður óþekkt tónverk eftir Wolfgang Amadeus Mozart uppgötvaðist á bókasafni í Leipzig í  Þýskalandi í vikunni. Mozart hefur sennilega enn verið barn þegar hann samdi verkið.

Erlent
Fréttamynd

„Ég fæ morgnana til að vera bara ég“

„Ég bjóst alls ekki við þessu, ég hélt þetta yrði áhugamál hjá mér og í mesta lagi gæti ég aðeins hjálpað Laufeyju samhliða annarri vinnu. Svo hefur þetta þróast þannig að ég er orðinn karakter í þessum heimi sem Laufey er búin að byggja,“ segir listræni stjórnandinn Júnía Lin sem er jafnframt tvíburasystir Laufeyjar Lin.

Tónlist
Fréttamynd

Hyggjast halda breytta Söngva­keppni á næsta ári

RÚV mun halda sig við Söngvakeppnina á næsta ári til þess að velja framlag Íslands í Eurovision og mun hún fara fram í febrúar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu þar sem segir að þegar hafi verið opnað fyrir innsendingar á lögum og að til skoðunar sé breytt fyrirkomulag á vali á sigurvegara.

Lífið
Fréttamynd

Rokkþyrstir geta tekið gleði sína á ný

Íslenska rokksveitin Casio Fatso snýr aftur á svið í kvöld eftir sex ára hlé. Meðlimir sveitarinnar segjast ekki geta beðið en á næstu vikum tekur við röð tónleika þar sem sveitin hyggst rifja upp gamla takta.

Tónlist
Fréttamynd

Á­vísun á ei­líf von­brigði að elta góða veðrið

„Það er allt svo nær fyrir norðan en það er skítaveður hér,“ segir í viðlagi á splunkunýju lagi sem sveitin Bogomoili Font & Greiningardeildin var að senda frá sér. Mennirnir á bak við lagið eru Sigtryggur Baldursson, Bragi Valdimar Skúlason og Guðmundur Kristinn Jónsson.

Tónlist
Fréttamynd

Fyrsta starfið að fara út með hund Madonnu

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er með frægustu konum í heimi, hefur tekið að sér ýmis áhugaverð verkefni í gegnum tíðina og fengið að kynnast alls konar fólki. Í nýju tískuheimildarmyndinni In Vogue: The 90's afhjúpar Kim hvert hennar fyrsta starf var, að fara út að ganga með hundinn hennar Madonnu. 

Lífið
Fréttamynd

Tito Jackson er látinn

Bandaríski tónlistarmaðurinn Tito Jackson, einn af upprunalegum liðsmönnum sveitarinnar Jackson 5 og bróðir Michaels Jackson heitins, er látinn.

Lífið
Fréttamynd

„Höldum á­fram þangað til við erum dauðir“

Tuttugu og fimm ár liðin frá því að Magni Ásgeirsson gekk til liðs við hljómsveitina Á móti sól og af því tilefni blæs hljómsveitin til tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði í kvöld. Hann segir þá munu halda áfram að spila fram á síðasta dag. 

Lífið
Fréttamynd

Ís­land mun taka þátt í Euro­vision

Ísland mun taka þátt í Eurovision á næsta ári. Þetta kemur fram í svörum frá Ríkisútvarpinu til fréttastofu. Áður hafði ákvörðun um þátttöku í keppninni verið frestað. Fram kemur að fyrirkomulag á vali á framlagi Íslands verði kynnt síðar.

Lífið
Fréttamynd

Frum­sýning á Vísi: Lands­liðs­maður gefur út lag með pabba sínum

Knattspyrnu- og tónlistarmaðurinn Logi Tómasson, sem gengur undir listamannsnafninu Luigi á afmæli í dag og hefur sent frá sér nýtt lag og myndband þar sem höfundur smellsins Skína sýnir á sér glænýja hlið. Um er að ræða fallega ballöðu sem ber heitið Vinir en lagið samdi Logi með föður sínum Tómasi Hermannssyni.

Tónlist
Fréttamynd

Sím­tal á lágpunkti úti í London breytti öllu

Pétur Ernir Svavarsson 24 ára Ísfirðingur er snúinn heim til Íslands eftir að hafa elt tónlistardrauminn til London. Hann segir tímann í stórborginni hafa verið spennandi og lærdómsríkan en einnig afar erfiðan. Stóra tækifærið lét á sér standa, Pétur var á hraðleið í kulnun og eftir símtal frá góðri vinkonu ákvað hann að söðla um.

Lífið