Kemur ef hann kemur Íbúar Miami á suðurodda Florída kipptu sér vart upp við fellibylinn Jeanne í fyrrinótt og gærmorgun. Hann gekk enda yfir nokkuð norðan við borgina og lét finna fyrir sér í grennd við Fort Pierce og Okeechobee. </font /></b /> Erlent 26. september 2004 00:01
Tré fuku upp með rótum Mikið hvassviðri var á Hvolsvelli og í nágrenni í fyrrinótt og gærmorgun að sögn lögreglu. Nokkur stór tré fuku upp með rótum, gervihnattadiskar skemmdust og þakplötur fuku. Innlent 16. september 2004 00:01
Risatré brotnaði Risavaxið tré í garði í Efstasundi 6 í Reykjavík bókstaflega kubbaðist í sundur í óveðrinu í fyrrinótt. Ekkert skemmdist þó þegar tréð slengdist til jarðar, en íbúar vöknuðu við skruðninginn. Innlent 16. september 2004 00:01
Mikil eyðilegging í öflugum stormi Þak fauk af hótelbyggingu í Freysnesi í Öræfum og klæðning flettist af nærliggjandi vegi. Flytja þurfti gesti burt af hótelinu og verður það lokað næstu daga. Björgunarsveitir höfðu í mörgu að snúast í gærmorgun. </font /></b /> Innlent 16. september 2004 00:01
Veður olli usla á suðvesturhorninu Morgunninn var erilsamur hjá lögreglu og björgunarsveitarsveitarmönnum á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er vitað til að slys hafi orðið á fólki en veðrið olli talsverðum usla á suðvesturhorninu þótt vindhraðinn væri hvergi nærri eins mikill og á Suðurlandi. Innlent 16. september 2004 00:01
Skreiðarhjallar lögðust á hliðina Nokkurt tjón varð í Vestmannaeyjum í óveðri í fyrrinótt og var erilsamt hjá lögreglunni frá miðnætti til klukkan níu í gærmorgun. Björgunarfélag Vestmannaeyja hjálpuðu lögreglu að festa þakplötur og lausa muni. Innlent 16. september 2004 00:01
Tólf hafa látist í Bandaríkjunum Tólf manns hafa látið lífið í áhlaupi Ívans grimma á Bandaríkin. Mikið hefur dregið úr styrk fellibylsins sem nú gengur norður eftir Alabama-ríki. Erlent 16. september 2004 00:01
Þúsundir flýja heimili sín Hundruð þúsunda manna á suðurströnd Bandaríkjanna hafa rýmt heimili sín því búist er við að fellibylurinn Ívan, sem varð 70 manns að bana í Karabíska hafinu, gangi á land í dag. Stjórnvöld hafa beðið tvær milljónir manna um að flýja frá hættusvæðunum. Erlent 15. september 2004 00:01
Hiti yfir meðallagi í 29 mánuði Meðalhiti í Reykjavík í ágústmánuði var 12,6 stig, eða 2,3 stigum ofan við meðallag, samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Mánaðarhiti hefur nú verið yfir meðallagi í Reykjavík í 29 mánuði samfellt. Innlent 2. september 2004 15:00
Hitamet fellur í Reykjavík Veðurstofan hefur aldrei mælt hærri hita í Reykjavík en í dag. Talið er að hitabylgjan í landinu hafi náð hámarki. Verslunum var lokað og fundum frestað vegna veðurs. Það var mollulegt um að litast í höfuðborginni í dag, svo heitt að fólk þusti út í sólina að njóta blíðunnar. Innlent 11. ágúst 2004 19:00